Morgunblaðið - 15.07.1947, Síða 1

Morgunblaðið - 15.07.1947, Síða 1
16 síður 34. árgangur 155. tbl. — ÞriSjiuIagur 15. júlí 1947. íaafoldarprentsmiðja h.f. ........ > Lofthiti fer vaxandi um allan heim Skógar aukasl, jðhlar minka STOKKHÓLMUR. PRÓFESSOR Ilans Ahlmanrt, þektur sænskur landfræð- ingur og jöklafræðingur, sem er nýkominn heim til Stokk- hólms úr fyrirlestraför um Bandaríkin, segir, að lofthiti í heiminum, jafnvel í hitabeltinu, fari stöðugt hækkandi. Jöklarnir mitinka Hann bendir á það, að jökl- arnir í heimskautslöndunum bráðni stöðugt og sjórinn hitni. Þetta valdi því, að ýmsar fisk- tegundir leggja leiðir sínar norð ar en liingað til. Rekísinn nái ekki yfir jafn stórt svæði og á undanförnum árum. Þannig sje nú hægt að skipa kolum út í Spitzbergen 200 daga á ári hverju, en ekki nema 95 daga í byrjun þessarar aldar. Skógar vaxa. Þetta batnandi veðurfar hafi einnig valdið því, að skógar sjeu farnir að vaxa á svæðum, sem áður voru skóglaus. Og upp- skera sje orðin góð á breiddar- gráðum, þar sem áður fjekkst ekki ne'ma ljeleg uppskera. Veð- urfarið hafi einnig breytst með svipuðum hætti í hitabeltislönd- únum, enda þótt menn taki þar ekki eins mikið eftir því, að hitinn fari vaxandi. Árni Helgason frá Chicago kominn ÁRNI HELGASON verk- smiðjueigandi í Chicago, frú Kristín kona hans, uppeldisdótt ir þeirra hjóna, ungfrú Eileen Jóhannsson og ungfrú Velma Peterson, komu hingað til lands s.l. föstudag með flugvjel frá Ameríku. Þau ætla að dvelja hjer á landi og ferðast um landið fram undir 20. ágúst. indverska sprn- lagaþingið kemur saman New Dehli í gær. INDVERSKA stjórnlagaþing ið kom saman til fyrsta fundar síns í tvo og hálfan mánuð í New Dehli í dag. Áttatíu nýir þingmenn unnu embættiseið sinn, en þingið mun nú að nýju hefja umræður um stjórnarskrá Óeirðir*halda enn áfram víða í Indlandi. Voru í dag átta ihenn drepnir en þrír særðir í árás á þorp nokurt um 80 míl- um frá Lahore, en í þeirri borg fundust í dag lík tveggja manna sem myrtir höfðu verið í húsi sínu. — Reuter. París í gærkvöldi. STÖRFUM Parísarráðstefn- unnar hefur miðað svo vel á- fram, að jafnvel er búist við að Bevin utanríkisráðlierra, full- trúi Breta, muni sjá sjer fært að hverfa heim á morgun (þriðjudag) eða miðvikudag. Fjórar nefndir hafa verið skip aðar á ráðstefnunni til að kynna sjer efnahagsmál Evrópulanda. Starfar ein að rannsóknum matvæla og land búnaðarmála, önnur fjallar um stál og járnframleiðslu, sú þriðja um flutninga og loks sú fjórða um kol og raforku. — Reuter. _ _ 0 Fresia verkfallinu enn París í gærkvöldi. , STJETTARSAMTÖK starfs- manna rikis og bæja í Frakk- landi ákváðu í kvöld á fundi að láta ekki að svo stöddu koma til verkfalls þess, sem vofað hefur yfir undanfarna daga og hefj- ast átti á morgun (þriðjudag). Ef til verkfalls þessa kemur — sem nú verður að minnsta kosti ekki fyrstu þrjá til fjóra dagana — munu að minnsta kosti milljón manns leggja nið ur vinnu. — Reuter. Laumuðusf fil Bandaríkjanna í flugvjel New York í gærkvöldi. TVEIR sænskir unglingspilt ar, sem komust sem leynifar- þegar í flugvjel til Bandaríkj- anna fyrsta júli s.l., voru 1 dag sendir af stað flugleiðis til baka til Stokkhólms. Piltarnir hafa verið í haldi á Ellis Islandi tíma þann, sem þeir hafa dvalið í Bandaríkjun um. Þeir sögðu blaðamönnum að þeim þætti leitt að þurfa að fara svona snemma, en það ótt uðust þeir mest, sögðu þeir lolcs að flugfjelagið, sem þeir voru leynifarþegar hjá, kynni að krefja þá of hárrar borgunar fyrir flugferðina. — Reuter. Ný skæruliðaárás í Norð- ur Grikklandi á sunnudag 56.090 gesfur Landbúnaðarsýningarinnar Þessi mynd er tekin er Kristjón Kristjónsson framkvæmdar- stjóri Landbúnaðarsýningarinnar afhendir 50.000 gesti sýning- arinnar, Erlendi Árnasyni bónda að Skíðbakka í Landeyjum, kassa með hinum vandaðasta silfurborðbúnaði í, fyrir sex manns. (Ljósm.: Morgunblaðið). Fjöldi skipa bíða eftir löndun Sölfun héfsf um miðnætfi í nóff FRÁ ÞVÍ á laugardagskvöld fram til seinni hluta dagsins í gær komu 115 skip til Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði flest með fullfermi. Yfir 50 þúsund mál hafa komið á land á Siglufirði og 21 þús. á Hjalteyri. —- Mörg skip bíða löndunar, enda þótt stanslaust sje unnið. SÖLTUN HAFIN. «> Yfir helgina var öll síld settj í bræðslu, en um miðnætti í nótt var síldarsöltun hafin. Síldin hefur veiðst mest fyrir vestan Skugga, en annars er hún alls staöar fyrir vestan Eyjafjörð, hefur veður á mið- um verið gott og er útlit fyrir að það haldist. HJALTEYRI. Á Hjalteyri hafa þessi skip laridað. Sindri 1494 mál, Sædís 1092, Alden 1026, R'ifsnes 1454, Fell 1382, Ólafur Bjarnason 1431, Álsey 1389, Sæfell 1852, Hvítá 912, Súlan 950, Sverrir 939, Fagriklettur 925, Arin- björn 625, Ingólfur 570 og síð-> ast Eldborg með 1287 mál. Forsætisráðh&rra Aibaníu í Moskva Moskva í gær. F0RSÆTISRÁDHERRA Al- baníu kom flugleiðis til Moskva í dag. Þeir Molotov og Vishin- sky tóku á móti honum á flug- vellinum. Ofsóknir í Rúmeníu London í gærkvöldi. HECTOR McNeil, innanrík isráðherra Breta skýrði frá því í dag, að breska stjórnin væri að athuga, hvað hún gæti gert til þess að koma í veg fyrir of- sóknir rúmenskra stjórnarvalda á hendur þeim rúmenskum borgurum sem starfa fyrir bresk olíufjelög í Rúmeníu. McNeil sagði, að Rúmeníu- stjórn beitti einkum þeim að- ferðum að saka fólk þetta um skemdarstarfsemi og „ólýðræð- islegt athæfi“ og flæma það að því loknu úr húsum sínum og íbúðum. — Reuter. Madame Lupescu Rio de Janeiro í gærkvöldi. MAGDA Lupescu, sem ný- lega giftist Carol, fyxverandi Rúmeníukonungi, og hefur um hríð legið alvarlega veik í Rio de Janeiro, er nú af læknum talin úr hættu. Hefur henni batnað vel siðustu daga. — Reuter. Árásamenn komu frá Albaníu Aþenu í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter, GRÍSKA utanríkisráðuneytið tilkynti í dag, að þúsund manna lið hafi í gær ráðist frá Alban- íu inn í Grikkland og gert árás á borgina Koritsa. Skæruliðar þessir, sem verið munu hafa bæði grískir og albanskir, kom- ust þó aldrei inn í borgina, og þegar síðast frjettist, var hún úr hættu, en árásarmennirnir höfðu hörfað undan yfir brú nokkra um sex mílum frá Kor- itsa. Stjórnarhersveitir hjeldu þar uppi stöðugri skothríð á árásarmennina. Meiri handtökur. Opinber grísk frjettastofa til- kynnir í þessu sambandi, að gríska stjórnin hafi skýrt sendi- herra Bandaríkjanna í Aþenu frá ofangreindum atburðum. — Handtökum heldur hins vegar áfram í höfuðborginni grísku, og munu um 1,500 manns hafa verið handteknir um helgina. Er þetta til viðbótar þeim 2,500, sem áður höfðu verið teknir, og er frá því skýrt, að Grikkja- stjórn hafi hafið undirbúning jafnvel öflugri ráðstafana, ef kommúnistar skyldu reyna að efna til uppþota, eða skæruliðar gera tilraun til að stofnsetja ,,frjálsa“ stjórn í norðurhluta landsins. Gríska stjórnin kom saman til aukafundar í dag, til þess að ræða atburðina undanfarna daga. Balkannefndin. Balkannefnd Sameinuðu þjóð- anna, sem stödd var í Saloniki, lagði í dag af stað flugleiðis til albönsku landamæranna. Mun hún rannsaka bardagana þar og leggja áherslu á að kynna sjer, hvort erlendir menn hafi tekið þátt í árás skæruliðanna í gær. SíðusSu frjeftlr Síðustu fregnir herma, að 2500 skæruliðar hafi snemma í / morgun ráðist frá Albaníú inn yfir grísku landamærin og gert árás á bæ nokkurn andspænis eyjunni Corfu. Gríski forsætis- ráðherrann hefur í sambandi við þessa nýju árás átt skyndifund með hinum þremur hervarnar- ráðherrum stjórnarinnar. WINDSOR, ONTARIO — Tólf manns fórust nýlega, er 7,000 tonna skip sökk á Lake Superi- or, Kanada.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.