Morgunblaðið - 15.07.1947, Side 2
2
MOKGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 15. júlí 1947 J
STEINUNN FRÍMANNSDÓTTIR
í DAG fer fram kveðjúathöfn
hjer í Reykjavík vegna andláts
frú Steinunnar Frímannsdótt-
ur og brottflutninngs jarð-
neskra leifa hennar til Akur-
eyrar, þar sem þær verða jarð-
settar í gröf hjá líkkistu manns
hannar, Stefáns skólameistara
Stefánssonar, hins frábæra
kennara og ágæta leiðtoga, er
Norðlendingar munu lengi
minnast. Viðskilnaður frú
Steinunnar .mun engum hafa
komið á óvart. Hún var orðin
Ráöldruð þegar hún ljest, nær
hálfníræðu. Og hún hafði tekið
ólæknandi sótt, er hún bar eins
og hetja til hinstu stundar. All
an ævidaginn hafði hún unnið
af sjaldgæfum styrk og áhuga,
:frá því að hún horfði hinum
jhreinu bláu barnsaugum yfir
llelgavatn og þangað til lífs-
orkan fjaraði svo, að hún gat
ekki lengur vérið á fótum og
haít verk í hendi Líf hennar
var framkvæmd og þrekmann
leg útlegging orðanna alkunnu:
Vinnum meðan dagur er; nótt-
:ln kemur, þá enginn getur
unnið.
★
Þegar frú Steinunn varð átt
::æð, 1943, skrifaði Sigurður
prófessor Nordal grein um
aana og leyfi jeg mjer að taka
hjer upp það, sem liann segir
,im ætt, uppruna og menntun
hennar í greininni:
„Steinunn er fædd að Helga-
vatni í Vatnsdal 12. maí 1863
Þar bjó Frímann faðir hennah,
en báðir foreldrar hans voru
Eyfirðingar að ætt og uppruna
Olafur Jónsson, Arinbjarnar-
sonar, og Sigríður Guðmunds-
dóttir frá Fornhaga, systir
Vatnsenda-Rósu. Ólafur var
um langt skeið ráðsmaður hjá
Stefáni amtmanni Þórarinssyni
á Möðruvöllum í Hörgárdal en
fluttist þaðan vestur í Húna-
vatnssýslu og bjó siðast á Gils-
stöðum í Vatnsdal. Kona Frí-
manns Ólafssonar og móðir
Steinunnar, var Jórunn, dóttir
Magnúsar Pálssonar og Odd-
rúnar Jónsdóttur. Magnús var
sonarsonur Þórðar Pjetursson-
ar kembara og bjó í Holti í
Þingholtum í Reykjavík, þar
sem nú er Ingólfsstræti. Mikill
frændbálkur stendur að frú
Steinunni á báða vegu og
margt af tápmiklu fólki, þótt
hjer verði það ekki rakið.
Steinunn fór seytján ára
gömul til Reykjavíkur og var
þrjá vetur á heimili Jóns rekt
ors Þorkelssonar. Sigríður Jóns
dóttir rektorsfrú var annáluð
myndarhúsfreyja og þótti heim
::li þeirra hinn besti skóli fyrir
angar stúlkur. Síðar dvaldist
Steinunn í Kaupmannahöfn
1886—’87 og nam þar enn mat
reiðslu hannyrðir og aðrar kven
legar listir. Munu fáar íslensk
ar bændadætur á þeim tíma
hafa notið betri menntunar“.
★
Tutíugu og fimm ára gömul
giftist frú Steinunn Stefáni
Stefánssyni, kennara við gagn-
fræðaskólann á Möðruvöllum í
Hörgárdal. Næsta ár tóku þau
Stóru-Brekku til ábúðar, en
áttu þó heima á Möðruvöllum
og þar fóru þau að búa á hálfri
jörðinni 1890, en höfðu þá jafn
framt afnot af Heiðarhúsajörð
MINNINGARORÐ
á Þelamörk. Seinna fengu þau
Möðruvelli alla til ábúðar og
næstu jörð, Björg. að auki. Eft
ir brunan mikla á Möðruvöll-
um 1902, var skólinn fluttur til
Akureyrar og sex árum seinna
var Stefán kennari Stefánsson
skipaður skólameistari við
gagnfræðaskólann þar, er Jón
Hjaltaíín ljet af skólastjórn.
Búinu á Möðruvöllum hjeldu
þau hjónin eigi að síður til árs
ins 1910. Eftir það höfðu þau
á Akureyri aðeins nokkur jarð
arafnot sjer til heimilisþarfa.
Stefán skólameistari andað-
ist árið 1921. Eftir það dvaldist
frú Steinunn fyrst um sinn á
Akureyri, en seinna lengst af
hjá dóttur sinni, frú Huldu á
Þingeyrum, en stundum hjá
syni sínum, Valtý ritstjóra. Eft
ir að frú Hulda tók að sjer for-
stöðu Húsmæðraskólans í
Reykjavík settist frú Steinunn
að hjer að fullu og öllu. Hún
andaðist fimmtudaginn 10. júlí
síðastliðinn.
Sigurður prófessor Nordal
segir í áðurnefndri gfein, að
frú Steir.unn hafi tvímælalaust
verið ein af bestu búkonum
landsins um sína daga og
myndi hafa gert hvern garð
frægan með umsýslu sinni og
myndarskap. Þeir, sem til
þekkja vita vel, að þetta er
ekki ofmælt.
★
Eins og kunnugt er,' höfðu
þau Stefán kennari og frú
Steinunn stórbú á Möðruvöll-
um. Staðurinn var skóla- og
kirkjusetur og stóð í þjóðbraut.
Heimilisfólk var um 25—30
manns, og gestaönn var mikil.
Á sumrum var kaupstaðarbörn
um komið þangað til dvalar, en
á vetrum þurfti að annast um
mötuneyti skólapilta. Bústörf
og heimilisverk kröfðust því
sterkrar stjórnar og mikillar
fyrirhyggju, sem hvorttveggja
fjell að mildu leyti í hlut frú
Steinunnar. Bóndi hennar,
Stefán kennari, varð löngum
að vera fjarverándi á sumrum
vegna grasafræðirannsókna,
þingsetu eða annarra starfa er
alþjóð varðaði. Það kom sjer
þess vegna vel fyrir þetta stóra
heimili, hve frábærlega stjórn-
söm frú Steinunn var. Þegar
eitthv-að þurfti að framkvæma
varðandi búskapinn og heimilis
störfin, virtist hún hafa ger-
hugsað-verkið áður en það var
hafið. Það lá jafnan opið fyrir
henni, hversu störfum skyldi
haga, hvort sem þau voru utan
húss eða innan, og hún ljet
vinna þau af svó mikilli fyrir-
hyggju og hagsýrri að ekki varð
á betra kosið. Sjálf var hún til
þrifamikil, bráðskörp og ósjer
lilífin við öll verk.
Þorsteinn hjet ráðsmaður
þeirra hjóna. Hann var ötull og
hreinlyndur heiðursmaður sem
öllum á Möðruvöllum var vel
við, hollur og trúr þeim hjón-
um I hvterri grein. Var frú
Steinunni mikil hjálp að hafa
slíkan verkstjóra, sem hann
var.
★
Fyrir meira en hálfum
Stcinunn Frímannsdóttir.
fimmta tug ára, þegar Þorsteinn
var ráðsmaður á Möðruvöllum,
var jeg sumarlangt kaupamað-
ur þar. Þetta sumar var Stefán
kennari sama og ekkert heima.
Tún jarðarinnar er geysistórt,
sljett að mestu og víða fljót-
slegið. Þegar þerrir kom eftir
þurkle%sur, var hart á því, að
vinnufólkið gæti komið því af,
að setja allt hey, sem þornaði,
upp í bólstra eða inn í hlöður.
En þegar svo bar undir, kom
frú Steinunn stundum út á völl-
inn, og það munaði um hana.
Ilún gekk með fumlausum fasta
tökum að samantekningu heyj-
anna, og það hygg jeg, að eng-
inn hafi þar unnið skarplegar
en hún. Og auðsætt var, að
glaðlyndi hennar og vinnuáhugi
fjörgaði og hvatti allan hóp-
inn.
Um önnur vinnubrögð frú
Steinunnar er mjer ekki kunn-
ugt af eigin sjón. En um það
hefi jeg bestu heimildir, að hún
hafi gengið að allri vinnu með
sama áhuga og myndarbrag og
samantekningunni forðum. Og
hún Ijet sjer ekki nægja bú-
stjórnina eina og heyvinnu til
ígripa, heldur gekk hispurslaust
að hvers konar útivinnu, sem
aðkallandi'var. Henni var mjög
ógeðfellt að sjá fólk vinna með
hangandi hendi og gat ekki sætt
sig við það, að amboð og ill
verkfæri stælu úr vinnu manna.
Þess vegna varð hún frurnkvöð
ull þess, að Sveinbjörn Jóns-
son byggingameistari gerði hríf
ur úr alúminíum og að alúmín-
um hrífugerð var stofnuð 1932.
Það er því henni fyrst og fremst
að þakka að sveitafólkið hefir
um allmörg undanfarin ár haft
traustari og ótafsamari verk-
færi til rakstrar.
Frú Steinunn var og mikill
vinur blóma og trjágróðurs, og
liinn fagri garður sunnan og
austan við menntaskólann á
Akureyri naut hennar handa og
umönnunar fyrstu árin, sem
þar festu rætur laufviðir, barr-
trje og blóm.
Við þessa gróðuriðju var hún
á sumrum, þegar búsannir
leyfðu og eftir að hún flutti til
Akureyrar, en á vetrum var
hún meðal annars við tóvinnu,
sem mikið orð fór af. Var slík
vinna henni mikil dægradvöl
eftir að hún tók að eldast og
haföi minna um að hugsa. Hefár
mjer verið sagt að tóvinna henn
ar hafi verið svo mikið afbragð
að vart verði til hennar jafnað.
Og svo var vinnugleði hennar
mikil og áhugi óslökkvandi, að
hún prjónaði á þriðja par af
leistum síðasta daginn, sem hún
var á fótum eða sex dögum áð-
ur en hún andaðist. Þegar land-
búnaðarsýningin var opnuð,
hafði hún mikinn hug á að sjá
hana, einkum tóvinnu og fleira,
sem henni var hugleikið, og
tók hún þá að æfa sig á því að
ganga hratt upp og niður stiga
með sömu einbeittni og óvork-
unlæti við sjálfa sig og venju-
legt var, til þess að venja sig
I við árcynsluna áður en hún
■ færi á sýninguna næstu daga.
( En ekki má sköpum renna. Ef
j til vill hafði hún ofreynt sig.
i Sjúkdómurinn lagði hana í rúm
ið og hún sá aldrei sýninguna.
*
Frú Steinunn var í hærra
lagi, íturvaxin, teinrjett og bar
sig vel, glaðleg og sköruleg í
framgöngu. Hún var fríð sýn-
um, en mesta athygli vöktu og
sjaldgæfust voru augun: ÞaU
voru heiðblá og úr þeim skein
svo mikil einlægni og hrein-
skilni, að slíkt mætir manni
örsjaldan, nema í augum ó-
| spiltra barna. Þessi hreinskilnis
legu augu lofuðu heldur ekki
öðru en því, sem viðkynningin
við frú Steinunni efndi og stað-
festi. Einum þeirra manna, sem
best hafa þekkt hana, fórst'
meðal annars orð um hana hjer
um bil á þessa leið:
Hún átti heilsteypta og und-
ansláttarlausa skapgerð og var
svo hreinskilin og hreinskiftin
við alla menn, að jeg hefi naum
ast þekkt annað eins. Ef hún
var sannfærð um að einhver
hefði sýnt henni vinsemd eða
gert á hluta hennar, þá varð
hún að segja viðkomandi frá
þökk sinni eða vanþóknun við
fyrsta tækifæri. Og þótt tæki-
færið gæfist ekki fyrr en tug-
um ára seinna, þá mundi hún
allt, sem henni þótti vansagt
og ljet það þá í ljós. Hún átti
í ríkum mæli skapeinkenni sem
hafa haldið íslensku þjóðinni
lifandi gegnum hörmungar lið
inna alda: Sterka sjál fsvitund,
sjálfsbjargarhvöt og sjálfstæðis
kennd, sem aldrerhvarflaði frá.
Framh. á bls. 7
Halldéra Bjamadótlin
Nokkur kveðjuorð
HJER er merk kona horfin
af landi lifenda.
Steinunn Frímannsdóttir var
fædd og uppalin í Vatnsdaln-
um okkar fagra og frjósama í
fríðum systrahóp, og æfinlega
fannst mjer hún bera þess
merki í framgöngu og fasi. Hún
var'glöð og hress jafnan, elsk-
aði alt fagurt og frjálsmann-
legt enda sjálf falleg og smekk
kona hin mesta. Jeg gleymi
ekki fyrstu samfundum okkar
Steinunnar. Það var hjá Jóni
rektor Þorkellssyni. Hún var
þá nýkomin frá Danmörku
brosmild og fríð, vel búin eins
og ætíð síðan. Jeg var þá barn
að aldri, en hún í blóma lífsins.
Og eiginlega hefir Steinunn
jafnan staðið mjer þannig fyrir
hugskotssjónum eins og þarna
hjá rektor: framkoman prúð og
glæst.
Næstu samfundir okkar voru
1899 á Möðruvöllum í Hörgár-
dal. Þá var Steinunn þar hús-
freyja við hlið síns ástkæra
eiginmanns Stefáns Stefáns-
sonar kennara, og stjórnaði á-
samt honum umfangsmiklu og
mannmörgu heimili með hin-
um mesta skörungsskap.
Jeg dvaldi aðeins einn fagr-
an sumardag á þessu glæsilega
heimili, gleými aldrei þeirri
hlýju, og samúð, sem mjer
var sýnd. — Enn liðu árin og
við skiftum báðar um verustaði
og urðum um mörg ár samtíða
á Akureyri. Heimili þeirra góðu
lijóna var mjer á þeim árum
hinn ágætasti og öruggasti bak-
hjarl í skólastjórastarfi mínu.
Hjá þeim naut jeg jafnan stuðn-
ings og hollra ráða.
Enn gerði Steinunn garðinn
frægan. Hið fagra skólameist-
araheimili varð víðfrægt fyrir
greiðasémi og glæsibrag í hví-
vetna. Og munu þeir margir
sem minnast heimilisins frá
þessum árum og hinar sköru-
legu húsbænda sem með gest-
risni, gleði og virðuleik urðu
gestunum hugstæð og kær. •—-
Steinunn stóð við hlið hins á-
gæta og áslsæla eiginmannss
síns með hinni mestu alúð og
prýði í hvívetna. Blómaskrúðið
inni og úti bar húsfreyjunni
fagurt vitni og tóvinnan prýði-
lega þá ekki síður, hvorttveggja
bar af svo fágætt var. Alt ljek
í lyndi. Húsfreyjan var glöð og
sterk og naut lífsins með góð-
um vinum. En þegar langvar
andi sjúkdómar steðjuðu að og
síðar dauði elskulegs eigin-
manns sýndi sig best hið mikla
þrek og stilling Steinunnar.
Enginn sá henni bregða, húrs
ljet ekki bugast, brá sjer hvorkj
við sár nje bana, þrátt fyrir
næmar og sterkar tilfinningar.
í ekkjudómi sínum var Stein-
unn í skjóli barna sinna og naut
ástríkis þeirra. En hún mun
í rauninni hafa álitið að lífs-
starfi sínu væri lokið með frá-
falli hins elskaða maka. Jeg
þakka kærlega margra ára vin-
áttu og tryggð sem aldrei brást.
Steinunn var með afbrigðum
trygglynd, hún var ekki eitt I
dag og annað á morgun, hún
kastaði ekki utan á sig tilfinn-
ingum sínum og ljet ekki smá-
óþægindi lífsins á sig fá. Hún
var dul í skapi en jafnan glöð
og reif í vinahóp. Hún var sterk
í blíðu og stríðu. Hún var sann
ur Islendingur.