Morgunblaðið - 15.07.1947, Síða 8

Morgunblaðið - 15.07.1947, Síða 8
8 Þriðjudagur 15. júlí 1947 MORGtfWBLABIÐ Útg.: H.f. Árvakur, Rryl'vjavik. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Parísarráðstefnan f. PARÍSARRÁÐSTEFNAN hófst á laugardag. Þar koma saman fulltrúar frá 16 þjóðum. Alls var boðið þangað 22 þjóðum. En eftir að Molotov hafði snúist andvígur gegn því, að Evrópuþjóðir sinntu tilboði Marshalls, var búist við því, að nágrannaþjóðir Rússa myndu ekki sjá sjer fært að senda þangað fulltrúa, hversu fegnar sem þær vildu. Þetta kom á daginn, og á eftirminnilegri hátt en við var búist, er Tjekkar sýndu fyrst vilja sinn til þátt- töku í ráðstefnunni, en urðu síðan að segja sig úr leik, og taka það aftur er þeir höfðu tilkynt fyrir nokkrum dögum. Upphaf þessa máls er það, er Marshall flutti ræðu í Harvard háskólanum þ. 5. júní og skýrði þar frá þeirri íyrirætlun Bandairíkjamanna, að þeir myndu leggja fram hjálp til viðreisnar Evrópulöndum, ef þjóðirnar athuguðu fyrst, hvernig þær gætu best hjálpað sjer sjálfar í sam- einingu, og hvað þær þyrftu þá umfram það sem hægt væri að fá innan vjebanda álfunnar. Meginatriðið var það, að Marshall vildi að Bandaríkjamenn veittu aðstoð sína til Evrópu í heild sinni, en ekki til einstakra landa. Skilyrði fyrir hjálpinni yrðu m. a. þau, að hún gæti orðið í samræmá við fjárhagsgetu Bandaríkjanna, að það fje sem Bandaríkin legðu fram kæmi að þeim notum, sem til væri ætlast, og að þjóðirnar í Evrópu legðu sjálf- ar fram það sem í þeirra valdi stæði, til viðreisnarinnar. Marshall kvaðst ætlast til þess að hjálpin kæmi til allra landa vestan Asíu. Bevin hófst handa um það, að tilboð Marshalls gæti komið Evrópu þjóðum að notum. Hann fór þ. 17. júní til Parísar til viðræðna við Bidault. Þeir komu sjer saman um að bjóða fulltrúa Rússa til fundar við sig í París, og Molotov kom svo þangað þ. 27. júní. Þessi fundur þríveldanna stóð til 2. júlí. Honum lauk með því, að Molotov þverneitaði, fyrir hönd Rússa að þeir tækju nokkurn þátt í þeim samtökum, sem nauð- synleg eru með Evrópuþjóðum, til þess að þær geti öðlast umrædda aðstoð frá Bandaríkjunum. Með því móti varð sú skifting Evrópuþjóða greinilegri en áður, er Rússar þykjast vilja forðast. Bretar og Frakkar voru ekki seinir á sjer að boða til annars fundar. Það gerðu þeir daginn eftir að Parísar- fundinum fyrri var lokið. Boðið var 22 þjóðum sem fyrr segir, og af þeim komu 14. Á þessum fundi verða kosnar undirbúningsnefndir, er eiga m. a. að gera skýrslu um það, hvernig samhjálp Evrópuþjóða þeirra verði best háttað, sem á annað borð taka þátt í hinni sameiginlegu viðreisn. Á skýrsla um þetta efni að liggja fyrir í ágústlok, í síðasta lagi. Menn gera sjer vonir um að fundur þessi í París, sem nú er hafinn muni geta orðið fyrsta ráðstefnan, sem hald- in hefir verið eftir styrjöldina, er komi að varanlegum notum, til þess að hjálpa Evrópuþjóðum út úr afleiðing- um og hruni styrjaldarinnar. En þegar svo langt er komið, að hylla tekur undir þau bjargráð, sem duga k-unna hafa þjóðirnar í austanverðri Evrópu dregið sig útúr samvinnunni, um endurreisnina, hvort sem þeim sjálfum líkar betur eða verr Þó svo illa hafi tiltekist, eru fulltrúar frá svo mörgum Evrópuþjóð- um nú saman komnir í París, að vænta má mikils árang- urs af samkomulagi því, og samvinnu sem lagður verður þar grúndvöllur að. Hinir íslensku kommúnistar sem kommúnistar um all- an heim, reyna vitaskuld að lepja upp það sem þeim er sagt í þessum málum, og kemur frá Moskva. Síðustu daga hefir Moskvaútvarpið talað um einhverja sam- steypu, og samhjálp Austur-Evrópu þjóða. Að sjálfsögðu vildu kommúnistar hjer, að ísland yrði samferða þeim þjóðum sem Rússar hafa nú náð á sitt vald, og geta ekki hversu fegnar sem þær vildu, unnið í einlægni að þeim viðreisnarmálum sem eru á dagskrá Parísarfundarins. ÚR DAGLEGA LÍFINU Landbúnaðarsýningin. LANDBÚNAÐARSÝNINGIN hefir heppnast einstaklega vel. Orðið þeim er að henni stóðu til sóma, en gestum til fróð- leiks og skemtunar. Fleiri gest ir hafa skoðað sýninguna en búist var við, eða um 60,000 manns. Það er hreint ekki svo lítið, þegar tekið er tillit til þess, að sýningin er haldin um hásumarið, þegar menn eru í skemtiferðum eða við vinnu úti á landi. Það þarf að koma upp fleiri sýningum á næstu árum. Og fyrst og fremst ætti þá að koma upp útvegssýningu einni mik- illi, þar sem mönnum gæfist kostur á að sjá þróunina í sigl- ingum okkar og fiskiveiðum. Iðnsýning mun vera í undir- búningi. • Barnasýningar vinsælar. ÞAÐ VAR líka vel til fundið hjá forráðamönnum Landbún- aðarsýningarinnar, að hafa sjer stakar barnasýningar. Höfuð- staðarbörnin fá mörg aldrei tækifæri til að kynnast land- búnaði, vjelum og verkfærum, sem notuð eru við einn aðal- atvinnuveg landsmanna. Börn- in hafa einnig gaman af að skoða dýrin og ekki síst litla hestinn. Það hefir verið auglýst. að síðasti dagur Landbúnaðarsýn- ingarinnar sje í dag. Kann jeg ekki betra ráð að gefa þeim, sem enn ekki hafa sjeð sýn- inguna, að nota tækifærið. Þeir sem láta undir höfuð leggjast að skoða þessa sýningu, missa af miklu. • Góð hugmynd. NOKKRUM SINNUM hefir verið að því vikið hjer í dálk- unum. að taka bæri upp aug- lýsingaaðferð, sem gefist hefir vel erlendis, en það er að prenta upphrópanir á sendi- brjef, sem fara í póst. Vitanlega yrði að fara mjög varlega í þetta og leyfa ekki áróður fyr- ir einstaka menn eða fyrir- tæki. En nú sje jeg að farið er að nota þessa augiýsingaaðferð. Á brjefi, sem jeg fjekk í gær, var límt merki aftan á umslag- ið með áróðri gegn áfengis- notkun. Þetta er góð hugmynd. • Áróðurinn. BRJEFIÐ, sem um er að ræða, var frá'tryggingarfjelag- inu Almennar trygjgingar. Á merkinu er teiknuð mynd af Þingvöllum eh þar undir standa þessi mergjuðu orð: „Áfengið veldur óviti, en ó- vitið skemdarverkum og slys- um“. Það' gæti nú verið að gárung arnir hentu þessu á milli sín og reyndu að teygja það eitt- hvað. T. d. mætti spyrja hvort skemdarverkaf j elagsskapur- inn Irgun Zvei Leumi sje óvita- fjelag. En hugmyndin er sem sagt alveg óvit-laus. e „Kommer an pá silda“. „DET KOMMER AN PÁ SILDA“ er haft eftir þjóðkunn- um útgerðarmanni. En nú er það ekki bara einstaka útgerð- armenn og sjómenn, sem byggja alla sína von á síldinni, heldur og öll þjóðin. Þessvegna eru það bestu frjettir, sem al- menningur fær um þessar mundir er það spyrst, að síld- veiðin gangi vel. Það verður ljettara yfir mönnum þá dagana, sem góðar síldarfrjettir berast. Það má segja að alt velti á síldveið- unum og kanske aldrei eins og nú í sumar. • Almennur bænadagur. BRETAR eru menn kirkju- ræknir. Þegar mikið liggur við hjá bresku þjóðinni er það sið- ur, að fyrirskipaður er almenn ur bænadagur í öllum kirkjum landsins. í styrjöld er beðið fyr ir sigri og þegar sigur er unn- in fer fram þakkargerð í öll- um kirkjum. Þetta er siður, sem við ætt- um að taka upp hjer á landi og það ætti að byrja með því að fyrirskipa almennan bæna- dag og biðja fyrir síldveiðun- um okkar. • Eiríkur og drekinn. BRESK blöð geta um það af- reksverk Eiríks Benediktz sendiráðsritara við íslensku sendisveitina í London, að hann banaði eiturslöngu í garðinum sínum, í Home Farm, Bampton. Þessi slöngutegund, sem Eirík- ur drap, er heldur sjaldgæf á þessum slóðum í Englandi, segja blöðin og eina eitur- slöngutegundin. Það er hraustleika fólk starfsfólk sendiráðsins okkar í London. Það. eru ekki svo ýkja mörg ár síðan að ein af starfs- stúlkum sendiráðsins gat sjer frægðar í dýragarðinum í Lond on með því að gefa apa, sem losnaði úr búri og ætlaði að ráðast á barn, svo eftirminni- lega á trýnið, að apinn sá sitt óvænna. • Deilt um íslenska þjóðvegi. ANNAÐ sem jeg sje í ný- komnum enskum blöðum og varðar Island eru deilur milli Horace Leaf og náunga, sem heitir Salmon. Leaf hafði get- ið þess í ensku tímariti, að veg ir væru góðir á Islandi og bíl- stjórarnir íslensku tækju flest- um öðrum fram. Þetta vildi Salmon, sem var hjer í hernum, ekki samþykkja og skrifaði grein um. að þjóð- vegirnir á íslandi væru slæm- ir og langt væri frá því, að bílstjórarnir íslensku væru góðir ökumenn. MEÐAL ANNARA ORÐA . ... Leppriki eða ekki leppríki í ÁR ER liðin ein öld frá því að Karl Marx skrifaði í for- málann að kommúnista-ávarp- inu. „Það er vofa sem liggur yfir Evrópu, það er vofa kommún- ismans“. Nú á okkar tímum liggur hún einnig yfir öðrum löndum után Evrópu. Aukning á valdi Rússlands, einkum eftir síðari heimsstyrj- öldina hefur verið ákafleg og nú getur enginn eiginlega sagt um það hve mikið það er. Það er ekki hægt að segja nákvæm- lega um það vegna þess að Kommúnistaflokkarnir starfa á svo ákaflega mismunandi grund velli eftir því í hvaða landi er. Sumstaðar eru Rúss ar allsráðandi. Á sumum svæðum hafa rúss nesk áhrif orðið allsráðandi, en anarsstaðar eru þau aðeins andspyrna gegn afturhaldssöm um öflum, eftir því sem þeir segja, þótt oft virðist Komm- únistaflokkarnir í þeim lönd- um vera beint undir rússneskri stjórn. Átta Evrópulönd eru nú al- veg undir rússenska hælnum og þau eru í flestum tilfellum þeirra (Póllandi, Rúmeníu og Ungverjalandi) hafa Rússar setulið vegna þess að þeir þurfa að halda beinu sambandi við hernámssvæðin í Austurríki og Þýskalandi. Önnur þrjú, Júgó- I slavía, Búlgaría og Albanía, eru nú algjörlega undir stjórn kommúnista, sem útlærðir eru í Moskva, svo að þau lönd eru við vísifingur Rússa. Svo eru að lokum tvö lönd, sem hafa samsteypustjórn, þar sem kommúnistar ráða litlu en vegna nálægðar við Rússland og þeirrar ógnunar, sem jafn- an stafar þaðan þora þau varla annað en að hlíta boði og banni þeirra. Það eru Tjekkóslóvakía og Finnland . Einstök lönd. Hjer mun fara á eftir yfirlit yfir hverjir eru við völd í hverju þessara átta landa. Júgóslavía. Kommúnistinn Tito ræður með flokk. sem heit ir Frelsisfylkingin að baki sjer. Andstöðuflokkár fengu ekki að koma fram við kosn- ingar og er það sterkasta komm únistaríki utan Rússlands sjálfs. Búlgaría. Georg Dimitroff (sem alþektur var í rjettarhöld unum við þinghúsbrunann í Berlín) er forsætisráðherra í ráðuneyti, sem Föðurlandsfylk ingin ræður í og þar ráða komm tftiistar algjörlega en bænda- flokkar hafa aðeins undirtyllu störf. Albanía. Algjör kommúnista stjórn undir forsæti manns að nafni Enver Hoxha. Rúmenía. Petre Groza, for- ingi flokks, sem kallar sig Plóg mannafylkingin og er Komm- únistaflokkur, ' er forsætisráð- herra í stjórn, þar sem hans ílokksmenn halda öllum aðal- sætunum (þar með talin staða innanríkisráðherrans, sem ræð ur yfir lögreglunni). Þeir, sem mestu ráða í landinu, eru Emil Bodnaras, lögreglustjóri og frú Anna Pauker. Pólíand. Joseph Cyrankie- wics forsætisráðehrra virðist stundum vera allsjálfstæður, en þegar skerst í odda verður hann jafnan að láta undan kommúnistum, sem eru undir forustu Wladislavs Gomolka. Ungyerjaland. Allir hafa heyrt hvernig minnihluta Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.