Morgunblaðið - 16.07.1947, Blaðsíða 6
8
Miðvikudagur 16. júlí 1947
MORGUWBLASIÐ
Útg.: H.f. Árvakur, Rrykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjóri: Valtýr Stefínsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands.
kr. 12,00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók.
í„fyrirm yndarlandin u “
SVISSLENDINGUR einn Ernst Jucker að nafni, hefir
fyrir nokkru gefið út bók, þarsem hann skýrir frá 16 ára
reynslu sinni, af lífinu fyrir austan járntjaldið. Hann var
í Síberíu, kennari við lýðháskóla í Irkutsk.
Höfundur lýsir m. a. kaupkjörum manna einsog þau
voru fyrir styrjöldina. Þá fjekk óbreyttur verkamaður um
50 rúblur í kaup á mánuði, barnakennari 96 rúblur og
læknir 165 rúblur. En kolanámumenn gátu fengið mun
hærra kaup. Fór það eftir því hve miklu þeir afköstuðu.
Eftir gengi rúblunna gat kaup þetta álitist vera tals-
vert ríflegt. En það er ríkið, sem þarna greiðir kaupið,
og ríkið sem rekur verslunina, og ræður verðlaginu. Svo
það fer eftir kaupmætti rúblanna, hve kaupið er nota-
drjúgt.
Árið 1938 kostuðu einir skór þar í útsölum ríkisins
200—300 rúblur. En alklæðnaður kostaði á annað þúsund
rúblur. Ríkið rak þrenns konar búðir. Ein tegund búð-
anna var fyrir verkafólkið, með vörur sem því voru ætl-
aðar, aðrar búðir voru fyrir millistjettina, svo sem verk-
fræðinga og aðra tæknimentaða menn, starfsmenn leyni-
lögreglunnar, rithöfunda o. fl. En svo var þriðja tegund
búða, sem ætluð var fyrir ríkisfólkið. Þar var hægt að
fá allskonar luxusvörur, fyrir fremur lágt verð, til þess
að gera, endaþótt það fólk, sem þar verslar, hafi margföld
laun á við verkafólkið.
Verkalýðnum eru stranglega bönnuð öll verkföll sem
kunnugt er. Þeir sem reyna nokkuð slíkt máttu búast við
því, að tína lífinu ellegar verða settir í fangelsi, þar sem
menn verða ekki langlífir.
Enginn verkamaður getur skift um vinnustað án þess
að hann allra náðarsamlegast fái til þess leyfi yfirvald-
anna. En hver verkamaður getur, hvenær sem er átt von
á, að hann verði fluttur til, þangað sem þörf þykir vera
fyrir vinnu hans. Og er heimili hans þá leyst upp, ef
svo ber undir. Því heimilislíf og fjölskyldulíf er ekki í
hávegum haft, á móts við flokksagann.
Rjettaröryggið þar eystra er ekki til. Leynilögreglan
getur tekið hvern sem vera skal, og varpað honum í
fangelsi, ef einhver grunur fellur á hann, að hann hafi
tilhneigingu til þess, að mögla yfir þeim kjörum sem
honum eru boðin, eða yfir ástandinu í landinu yfirleitt.
í fangelsi geta menn svo fengið að dúsa mánuðum og ár-
um saman, án þess að nokkuð sje gert, til þess að rann-
saka mál þeirra.
Þannig er ástandið, eftir því sem Svisslendingurinn
segir, og margir aðrir hafa sagt, á undan honum, án þess
að hægt hafi verið á móti að mæla. Nema hvað kommún-
istar gala um, að verið sje að útbreiða róg og níð um
Sovjetríkin. Því þeir vita sem er að hver sá maður, í
Vestur-Evrópu, sem hefir ekki orðið altekinn af siðleysi
kommúnismans, hann getur ekki fylgt þeim flokki, sem
heldur því fram að það stjórnarfyrirkomulag, sem þarna
er, sje til fyrirmyndar fyrir menningarþjóðir.
Jucker segir svo frá í bók sinni:
Plato Grigorjevitjs járnsmiður, við verkstæði tekniska
skólans spyr á fundi: Farið er fram á það við okkur, að
við leggjum fram af launum okkar í opinber lán. Þýðir
það, að við getum ef við verðum veikir farið í bankann,
og fengið peninga okkar greidda.
Honum var ekki svarað. Þrem tímum seinna er hann
tekinn fastur, setíur í fangelsi. Nokkrum mánuðum seinna
fær hann dóm sinn, 5 ára hegningarvinnu. Hann er með-
limur í fagfjelaginu, og hefir unnið 30 ár við verksmiðj-
una. En eftir fyrirspurnina er hann orðinn „fjandmaður
þjÓðfjelagsins“.
Þetta er ekki nema lítið dæmi af því, hvernig það
skipulag er og hvernig eru kjör verkalýðsins, í því landi
sem núverandi stjórn Alþýðusambands íslands álítur að
sje til fyrirmyndar, fyrir allar þjóðir og þá ekki síst fyrir
Islendinga.
\Jiluerji áhri^c
ar:
ÚR DAGLEGA LIFINU
Það er von á
gestum.
í LOK VIKUNNAR er von!
á mörgum góðum gestum hing j
að til bæjarins. Að gömlum
íslenskum sið munum við öll
vilja taka sem best á móti au-
fúsugestum og gera þeim dvöl
ina hjer eins skemtilega og.
góða og í okkar valdi stendur.
En það er fleira en hlý hand
tök og góður viðurgerningur,
sem til greina kemur þegar tek I
ið er á móti gestum. Við verð-
um líka að hugsa um, að hafa'
alt eins hreint og þokkalegt og
hægt er.
I skýrslu frá vinnumiðlun-
arskrifstofunni hjer í bænum
er sagt frá því, að stöðugt sje
þeim mönnum að fjölga hjerj
í bænum, sem hafa aðalatvinnu
af því að gjöra hreint, þvo
glugga og svo framvegis. Það (
er nokkur sýnilegur árangur,
af þessari fjölgun í umræddri
stjett, en fleiri mættu aug-1
sýnilega bætast við til að vel'
væri.
•
Þörf upplýsinga-
starfsemi.
MJÓLKURSAMLALAN hef
ir nýlega gefið út þarfan bækl
ing. Nefnist hann 10 minnis-
atriði mjólkurframleiðenda. —
Bækling þenna hafa gert
í sameiningu þeir Eðvarð Frið
riksson mjólkurfræðingur og
Halldór Pjetursson, sem hefir
teiknað myndir til skýringar-
téxtanum.
Á pjesanum stendur:
„Fræðslurit 1“ og gefur það
fyrirheit um, að ákveðið sje
að halda áfram á þessari
braut, að gefa út smárit með
þörfum upplýsingum fyrir al-
menning. *
Það er rjett að geta þess,
Sem vel er gert og hjer er for-
stjóri mjólkursamsölunnar á-
byggilega á rjettri braut.
•
Þetta eru svik.
í AFGREIÐSLUSAL Lands-
símans er vigt, sem gestir er
þangað'koma geta notað gegn
25 aura gjaldi. Vigtin er.þannig
útbúin, að hún á að skila miða
með áletraðri vigt viðkom-
anda eftir að búið er að greiða
gjaldið. Er þetta sjálfvirkt
tæki. sem er útbúið eftir sjálf
salafyrirkomulaginu.
Þetta er hið þarfasta tæki,
sem margir hafa gaman af að
nota og fje það, sem kann að
koma inn fyrir vigtina, gengur
til símamannabústaðar. Alt er
þetta gott og blessað, þangað
til að því kemur að menn
standa á vigtinni, eins og aul-
ar, setja hvern 25-eyringinn í
hana á fætur öðrum, en fá
ekkert í staðinn.
Þá er svo komið, að menn
geta ekki annað, en kallað
þenna vigtarskramba svik.
•
Kærulcysi.
NÚ DETTUR víst engum í
hug, sem þekkir starfsfólk sím-
ans og fjelagsskap þess, að síma
fólkið ætli sjer að svíkja nokk
urn mann af ásettu ráði. En
það er bara gamla kæruleysið,
sem hjer kemur til greina. Það
er ekki hugsað um að fylgjast
með vigtinni og láta gera við
hana þegar hún bilar, eða setja
upp merki um, að hún sje í ó-
lagi, þegar svo stendur á.
Það er ekki aðalatriðið í
þessu máli, að einstaka menn
tapi nokkrum“25-eyringum til
einskis, heldur er það ergilegt,
að láta gabba sig svona, eins
og sagt er.
Þó það.
„Víkverji góður“, skrifar K.
J. „Undanfarna daga hefur þú
verið að birta greinar um hye
pósturinn kæmi seint til við-
takenda, hefði jafnvel verið
147 daga á leiðinni. Jeg vil
segja þjer það, Víkverji góð-
ur, að þar sem jeg bý við Haga
j mel. þá er brjeíberinn altaf
j þar tvisvar á dag, og sem dæmi
I upp á það vil jeg nefna, að á
föstudaginn fjekk jeg brjef,
sem var stimplað kl. 8—9 um
morguninn, og kl. 9.30 var
brjefið komið í mínar hendur“.
Þannig á það að vera, vin-
ur minn.
Er þetta tíska?
FYRIR nokrum dögum gekk
jeg með amerískum rithöfundi
um bæinn. Rithöfundurinn
í ætlar að skrifa bók um ísland
| og spurði margra spurninga.
Hann skoðaði bæinn með gests
augum. Var hrifinn af mörgu
sem hann sá, en setti út á ann
að, eða bað um skýringar.
Er við höfðum gengið víða,
sagði hann alt í eiu:
. „Segið mjer hvernig á því
I stendur, að svona margir ung-
i ir menn eru með sítt hár. Er
það tíska hjer?“
| Hann átti við lubbana, sem
einu sinni voru kallaðir. Jeg
| reyndi að eyða þessu tali, en
hugsaði með mjer. Það var
gott, að hann kom ekki hingað
fyrir tveimur árum. Þá hefði
hann orðið hissa á lubbamensk
unni. Því sannleikurinn er sá,
að hún er alveg að fara úr
tísku og það er hrein undan-
tekning, að maður sjái unga
menn með ,,passíuhár“ á göt-
um bæjarins nú orðið.
MEÐAL ANNARA ORÐA . . . .
Slærsli sljörnukíklr I heimi
Eitthvert kvöld einhverntíma
á næsta ári mun maður skríða
inn í hylki, sem mun hækka upp
eftir hvelfingunni á Palomar
stjörnuathugunarstöðinni í Kali
forníu. Þetta hylki, sem hann
fer inn í færist eftir teinum að
stjörnukíkinum, sem er festur
þar uppi í loftinu. Þar mun hann
eyða nóttinni í að taka myndir
af geimnum.
Hann mun verða fyrsti vís-
indamaðurinn, sem notar hinn
sextíu feta langa stjörnukíki.
Bygging hans byrjaði 1928 og
nú er hann að nálgast það að
verða fullgerður.
Sterkasti kíkir
heimsins.
Þessi kíkir er langtum sterk-
ari en nokkur annar stjörnukík-
ir í heiminum og hann á að geta
greint stjörnur, sem eru billjón-
ir ljósára í burtu. Sumir vísinda-
menn hafa nokkra trú á að með
honum megi leysa spurninguna,
sem er mest allra spurninga:
Endar rúmið, og- hvað tekur við
þar sem það endar.
í afstæðislögmálinu heldur
Einstein því fram, að rúmið og
yfirleitt alt í rúminu sje sveig-
myndað. Athuganir með veikari
kíkjum haía stutt þessa skoðun.
Ef til vill verður hægt, að á-
kveða það fyrir fullt og allt með
Palomar kíkinum, og ef til vill
verður einnig hægt að sjá hvort1
rúmið endar eða hvort það held-
ur áfram út í endalaust rúm.
Hann er þungur.
Enda þótt kíkirinn vegi sam-
tals 500 tonn mun hann vera í
svo nákvæmu jafnvægi að 2ja
punda kraftur mun vera nóg til
að hreyfa hann. Neðst í kíkin-
um mun verða spegillinn, sem
tekur geislana upp. Hann er 201
tomma í þvermál og 26 tommur
að þykkt.
Það var byrjað árið 1936 að
slípa spegilinn. 1942 var því
frestað vegna stríðsins en byrj-
að aftur 1945 og nú er því eigin-
lega alveg lokið, aðeins er eftir ,
að flytja hann á rjettan stað, og
það verður í september. 1 janúar
næsta ár verður alt tilbúið til
notkunar.
Ljósmyndavjel.
Þótt þetta verkfæri sje kallað
stjörnukíkir er það í rauninni
aðeins ljósmyndavjel. í gegnum
kíkir að þvermáli 200 tommur
getur ekkert mannlegt auga
greint neina geisla, hvað þá þeg-
ar þeir eru búnir að fara fleiri
billjón ljósár. Aðeins ljósmynda-
platan, þegar geislarnir eru látn
ir falla á hana alllangan tíma,
geta tekið upp mynd af þessum
, f jarlægu stjörnum.
Fjöltefiið í fyrra-
hvöld
I FYRRAKVÖLD tefldi Bald
ur Möller skákmeistari Islands
fjöltefli við 26 menn. Varin
hann 14, tapaði fyrir 6 og gerði
jafntefli við 6. Þeir sem unnu
hann voru þessir. Sveibjörn
Einarson, Jón Guðnason, Þórð
ur Þórðarson, Torfi Guðbrands
son, Jóhannes Halldórson og
Rafn Stefánsson.
Um leið tefldi Ásmundur
Ásgeirsson blindskák við fjóra
mpnn. Vann hann þrjár en tap
aði einni við Hjalta Eliason.
Kolavinnsla f Evrópu
fi! umræðu
IJARRIMÁN, verslunarmála
ráðherra Eandaríkjanna, sagði
í viðtali við blaðamenn í Róma-
borg í dag, að Bandaríkjastórn
hefði mikinn hug á þvi að sjá
á ný hafna starfrækslu lielstu
kolasvæða Evrópu.
Harriman gat þess og, að
Bandaríkin mundu fús til að
aðstoða Italíu við útvegun vjela
til kolávinnslu, en sagði endan
lega lausn þessa máls vera í
höndom Parísarráðstefnunnar.
— Reuter.