Morgunblaðið - 16.07.1947, Side 10
10
MORGUIfBLAÐIB
Miðvikudagur 16. júlí 1947,
9. dagur
„Þú mátt þakka fyrir að jeg
henti henni ekki út í rusla-
kompu“, sagði Lucy og gaut
hornauga til myndarinnar, sem
nú hjekk á vegg í svefnher-
berginu.
„Þetta er ágætt málverk“,
sagði Gregg drýldinn.
„Það eru nú skiftar skoðan-
ir um það“, sagði Lucy. „Mjer
finst það hræðilegt".
„Hvers vegna? Hvað er að at
huga við það?“ spurði Gregg
af ákefð.
„Hendurnar eru hræðilégar“,
sagði Lucy.
„Það er ekki að marka — það
voru ekki mínar hendur,“ sagði
Gregg. „Málarinn fekk frítt far
hjá mjer til Suður-Ameríku
gegn því að mála mynd af mjer.
En jeg hafði ekki altaf tíma til
þess að sitja fyrir, svo að hann
varð að fá hina og aðra til þess
að sitja fyrir líka“.
„Þetta hefur ekki verið góð-
ur rnálari," sagði Lucy.
„Nei, hann var það ekki,“
sagði' Gregg. „Tvíkvæni varð
honum að falli, en jeg held að
hann hafi ekki verið slæmur
maður. Stelpur voru vitlausar
eftir honum og það er ótrúlegt
hve margar voru fúsar til þess
að reyna að gera úr honum góð-
an eiginmann — eins og hann
var nú lítill fyrir mann að sjá,
hökulaus og með broddskitulitt
hár.“
„Jeg var að tala um lista-
mannshaéfileika hans,“ sagði
Lucy.
„Ó, vertu ekki að hugsa um
það,“ sagði Gregg. „Jeg læt sem
mjer komi það ekkert við.“
En verri var hann viðureign-
af, þegar Lucy hafði fengið
garðyrkjumann til 'þess að laga
garðinn. Þá um kvöldið kom
hann öskuvondur.
„Trjeð mitt, sem jeg gróður-
setti með eigin hendi,“ þrumaði
hann.
„Hvers vegna gerðirðu það?“
spurði Lucy.
„Þarna er heimskulega spurt.
Heldurðu að jeg hafi ekki gert
það til þess að hafa trje í garð-
inum,“ þrumaði Gregg.
„Hvers vegna gerðirðu það?“
spurði Lucy. „Það er ekki venju
legt að gróðursetja slík trje í
görðum. Það er ekkert gagn í
þeim og þau eru ljót. Hugsaðu
bara um það hvað garðurinn
verður fallegur þegar þarna eru
komin rósabeð.“
„Fari þau til íjandans,“ grenj
aði Gregg. „Jeg vildi að elding
kæmi og eyðilegði þau alger-
lega“.
• „Þú mátt ekki blóta, það er
ljótt,“ sagði Lucy.
„Þetta var ekkert blót, það
var eins og sunnudagaskólalexía
hjá því sem jeg hugsaði," sagði
Grégg.
„Jæja, jeg ætti þá ekki að
vera að tala um það,“ sagði
Lucy. „En jeg hjelt að þú hefðir
átt að læra betra orðbragð. Þú
talar hreint ekki eins og þú vær-
ir andi.“
„Og þú getur komið dýrling
til þess að falla,“ sagði Gregg.
„Svona eru allar konur, allar
eru þær eins. Jeg hefði svo sem
mátt vita það.“
Og svo skall á þessi þunga
þögn, sem f jekk meira á hana
en hurðaskellir. í mörg kvöld á
eftir Ijet hann ekkert í sjer
heyra og ekki fyr en Lucy hafði
keypt tvö smátrje og gróður-
sett þau sitt hvoröm megin við
dyrnar.
Svo var það eitt kvöld, er hún
var komin upp í svefnherbergið
og hafði kveikt, að hann sagði
blátt áfram:
„Trjen þrífast vel.“
Hann efndi það loforð sitt að
tala aldrei við hana niðri eða
þegar börnin gætu heyrt á.
Hún varð fegnari en hún vildi
viðurkenna með sjálfri sjex aö
heyra í honum.
„Já, jeg vona það,“ sagði hún
glaðlega.
„Og þau fara vel þarna“ sagði
Gregg.
„Já, þau fara vel.“
„Það var fallegt af þjer góða
mín að vilja bæta glapræði þitt“
sagði hann. „Og jeg skal nú láta
það vera gleymt. Jeg var ekki
gjarn á það að erfa. Jafnvel
þegar óþbkkinn í Valpariso stal
bestu buxunum mínum, þá
fleygði jeg honum bara í sjóinn,
en sagði ekkert.“
Dagarnir liðu hver af öðrurn.
Trjen laufguðust og báru blóm.
Fíflarnir mynduðu stóra gullna
ábreiðu í garðinum að húsabaki.
Ber fóru að koma á ribsrunn-
ana, og þrestir, svartþrestir og
sólskríkjur ljeku sjer þar í bróð-
erni. Flestir íbúar þorpsins
höfðu flutt úr húsum sínum til
þess að leigja þau baðgestum, og
á ströndinni hafði risið upp sæg
ur marglitra baðskýla, sem voru
yfir að líta eins og blómagarður.
Arfi og illgresi gerðist áleitið
í hinu hlýja ágústveðri. „Æ,
þetta illgresi,“ stundi Lucy eitt
kvöldið og svipaðist um eftir
börnum sínum, sem nú höfðu frí
frá skólanum. Það var erfitt
verk í hitanum að rífa illgresið
upp með rótum. Og samt þaut
það upp aftur óstöðvandi að
gróðurmagni. Það var erfitt að
berjast við það, og Lucy settist
á hækjur sínar og þerraði svit-
ann framan úr sjer. í sama bili
var hliðið opnað og póstsendill
gekk heim að húsinu og hvarf
svo aftur.
Það voru ekki svo margir sem
skrifuðu Lucy, að hún brann
þegar af forvitni eftir að lesa
þetta brjef, sem nú lá í póst-
kassanum á hurðinni. Hún hafði
oft gert sjer þær barnslegu
vonir, að einhvern góðan veður-
dag mundi hún fá stórfje sent
með póstinum úr einhverri átt.
Hún þerraði moldina af höndum
sjer á grasinu, stóð á fætur og
gekk heim að húsinu. Hún opn-
aði brjefakassann. Þar lá brjefið
og hún sá undir eins að það var
frá Evu mágkonu hennar. Og til
þess að sýna að hún væri sjálf-
stæð og Eva gæti biðið, stakk
hún brjefinu óopnuðu í vasa
sinn og fór aftur út í garðinn.
Hún kleif upp á steingirðinguna
og settist þar. Hún sá þau bæði
tvö. Cyril var að keppast við að
búa til tjörn í flæðarmáli. Hann
veitti þangað smálækjum og
hlóð sandgarð fyrir framan svo
að sjórinn skyldi ekki flæða þar
inn. Hann keptist við að moka
með litlu skóflunni sinni og stóð
hálfboginn yfir verkinu. Anna
dansaði berfætt í flæðarmáli og
dró á eftir sjer stóra flækju af
þangi. Ljóst og hrokkið hár
hennar flögraði í vindinum og
hún var sannkölluð ímynd fjörs
og lífsgleði.
Lucy horfði lengi ástúðlega á
þau. Steinveggurinn var heitur
af sólskini þar sem hún studdi
hönd á hann. Hvítmávur sveif á
vængjum fram með ströndinni.
Seltublandin golan strauk mjúk-
lega um kinnar hennar, og hún
brosti af ánægju.
Skyldi jeg vera eitthvað öðru
vísi en fólk er flest, hugsaði
hún, að jeg skuli geta glaðst yf-
ir svo litlu, og að gleði min staf-
ar af því að vera úti í þessu
blessaða veðri í staðinn fyrir
það að sitja inni í stofu og
hlusta á hjal kvenna, sem ekki
gera annað en áfellast náunga
sína, eða þá að sitja að saumum
eða vera í leshring. Jeg hlýt að
vera mjög undarleg, hugsaði
hún, því að mig langar ekkert
til þess að hýrast í annara hagi.
Mig langar ekki til neins annars
en lifa lífinu fyrir sjálfa mig og
börnin mín. Hvernig skyldi heim
urinn annars verða ef hvijr ljeti
sjer nægja sitt eigið ?
„Anna, Anna,“ heyrði hún að
Cyril kallaði og það var alveg
eins og hann væri rjett hjá
henni. „Það er kominn matmáls-
tími“. Svo tók hann fötuna sína
og skófluna, rjetti úr sjer og
hjelt heim á leið upp brattan
sjávarbakkann.
Anna hjelt áfram að dansa í
votri fjörunni.
„Mamma, jeg sagði henni að
koma heim,“ sagði Cyril laf-
móður eftir að hafa klifið bratt-
ann. „Jeg sagði henni að kom-
inn væri matmálstími.“
„Jeg veit það, vinur minn,“
sagði hún. „Jeg heyrði til þín“.
Hann stóð þarna í garðinum
og horfði upp á hana. Hann var
stuttur og feitur, með gleraugu
á nefinu og grágult hárið stóð
beint upp í loftið. Hann var eldri
en Anna, og svo var hann dreng-
ur og svo góður og hugsunar-
samur. Hvernig stóð á því að
henni þótti ekki vænna um
hann? Svarið kom samstundis
— það var af því að hann var
lifandi eftirmynd hennar Evu.
.Það var sorglegt að hafa alið
dreng, sem var alveg eins og hún
föðursystir hans.
„Elsku drengurinn minn,“
sagði hún til þess að reyna að
þagga niður þessar hugsanir.
„En hvað þú bjðst til fallega
tjörn."
„Það var ekki tjörn,“ sagði
Cyril drýldinn. „Það var uppi-
staða, og Anna vildi ekki hjálpa
mjer. Varstu að fá brjef ?“ sagði
hann svo er hann sá á hornið á
brjefinu upp úr vasa mömmu
sinnar.
„Já, vinur minn.“
Það var eftir Cyril að spyrja
svona kæruleysislega. í því var
hann þó ólíkur Evu frænku
sinni, sem heimtaði með frekju
að fá að vita alt.
„Mamma," kallaði önnur rödd
á bak við hana.
Lucy sneri sjer við og sá þá
að Anna reri þar í bakkanum.
Hún beygði annan fótinn, brún-
an af útivist, upp á bakkann og
sveiflaði sjer svo upp. Svo fór
hún ofan í barm sinn og dró þar
upp hnefafylli sína af skeljabrot
um.
Ef Loftur getur það ekld
— bá hrer?
GULLNl SPORINN
Eftir Quiller Couch.
38
Hálf ósjálfrátt beygði Settle sig yfir sjóðandi púnsiðs
en gamli maðurinn hikaði ekki andartak, heldur greip
lampann og hristi dropa af logandi olíu ofan í skálina,
með þeim árangri, að geysilegt bál gaus upp úr púns-
blöndunni. Það heyrðist hátt sársaukaóp, og um leið og
jeg ýtti Delíu út úr dyrunum á undan mjer, sá jeg Sir
Deakin hendast á eftir okkur með einhvern stærsta ræn-
ingjann á hælunum.
Allt komst í uppnám.
„Flýtið yður niður, það ejc um lífið að tefla“, hvr ’laði
jeg að stúlkunni, og um leið og jeg vjek mjer til hiiðar,
svo að faðir hennar gæti komist fram hjá mjer, r- mdi
jeg sverði mínu í gegnum þrjótinn, sem elti hann. Á sama
andartaki vár sverði stungið í síðuna á náunganum, og
Jacques hljóp upp að hliðinni á mjer og sneri baki í
hurðina.
Um leið og við dróum að okkur sverð okkar, og mao-
urinn fjell á gólfið, leit jeg fljótlega í kringum mig í her-
berginu, þar sem hið logandi púns nú flæddi yfir borðið.
Settle stóð og riðaði af sársauka og þrýsti höndun im að
andlitinu. Hinn feiti gestgjafi, sem reynt hafði að r lökkva
eldinn, hoppaði fram og aftur, eins og hani og hjelt þremur
Eftir að hafa skoðað nýtsíku
listasafn.
★
— Ofursti, hafið þjer nokk-
urn tíma verið í stríði?
— Já, einu sinni.'
, — Hvernig fór það?
•— Jeg fjekk skilnað.
★
— Hvað þú? Þú ert hjerna
og jeg hjelt að þú værir dauð-
ur.
— Jæja, og þú komst ekki
einu sinni á jarðarförina mína.
★
— Þegar jeg ætla út á kvöld
in, veðja jeg altaf við konuna
mína, að jeg skuli verða kom-
inn heim fyrir klukkan tólf.
— Nú og hvernig fer það?
— Jeg er alltaf vanur aö
láta hana vinna.
★
— Mig langar til að rcyna
þessi föt í glugganum.
Afgreiðslumaðurinn: — lyor
þykir það mjög leitt en þaö er
eki leyfilegt, þjer verðið rð
fara inn í bakherbergið.
★
Skoti fór til augnlæknis.
— Þjer virðist hafa ofreyu
sjónina, sagði læknirinn. Hverr
konar Ijós notið þjer við lest-
ur.
— Sjálflýsandi armbandsúr-
ið mitt.
★
— Vitanlega hefurðu rjett
fyrir þjer í því, að það hefði
verið best, ef maður hefði
aldrei fæðst, en það kemur svo
sjaldan fyrir.
★
— Er það satt, að hann Mae
Tavish vinur þinn sje enn einq.
sinni búinn að gifta sig? .
— Já, hann hefur verið dýr
vinur. Hann hefur kostað mig
þrjár brúðargjafir og tvc
kransa. j