Morgunblaðið - 18.07.1947, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 18. júlí 194/, J
12
Lítíl afköst nfu
verksmiðjanna
HIN nýja síldarverksmiðja
ríkisins á Siglufirði, hefur nú
brætt sild síðan í s.l. viku og
hafa meðalafköst hennar ver-
ið rúmlega 3800 mál á sólar-
hring, eða tæplega Vz fullra
afkasta. Á miðvikudag vann
verksmiðjan úr 2600 málum,
en í gær úr 5700 málum. Sam-
kvæmt uppl. bygginganefndar
síldarverksmiðjunnar eiga full
afköst að vera 12000 mál.
Hinni nýju síldarverksmiðju
á Skagaströnd hafa borist um
18000 mál síldar, en hafði í
gærmorgun unnið úr aðeins
3500 málum, eða tæplega 1400
mála afköst á sólarhring. En
jþað er um 1/5 af áætluðum af-
köstum verksmiðjunnar.
Meginhluti af síldarmjöli því,
sem framleitt hefur verið í nýju
verksmiðjunum á Skagaströnd
og Siglufirði, er mjög fitumikið,
lþar eð fituprósentan er milli 12
og 15, en má ekki í 1. flokks
mjöli fara yfir 11%.
:i34 þús. mál.
SR 30 og SRP verksmiðjurn-
ar á Siglufirði hafa unnið með
S0—70% af fullum afköstum.
Stafar ólag það sem á verksmiðj
unum er, af töfum við undirbún
íng reksturs þeirra, er hlutust
verkfallinu.
Síldarverksmiðjum ríkisins á
Siglufirði hafa borist 134 þús-
und mál. Unnið hefur verið úr
74 þús. málum, en um 60 þús-
und eru í þróm verksmiðjanna.
Á Snorriiáfíðiiia
um Kaldadal
FERÐASKRIFSTOFA ríkis-
:ins efnir til ferða á Snorrahá-
ííðina og verður farið bæði á
laugardag og sunnudag.
Á laugardag verður farið með
Ibílum um Kaldadal til Reyk-
holts. Lagt af stað hjeðan klukk
an 3 e. h., en farið frá Reyk-
holti á sunnudagskvöld og þá
ekið til Reykjavíkur um Hval-
fjörð. Enn er hægt að bæta við
fólki í þessar ferðir.
Á sunnudag gengst Ferða-
skrifstofan einnig fyrir Reyk-
holtsferðum og verður þá farið
sjóleiðis til Akraness um morg-
uninn og með bílum þaðan, en
svo heim sömu leið um kvöldið.
Mun enn vera hægt að fá far í
þessum ferðum, en fólk skal var
að við að fara sjóleiðina til
.Akraness án þess að hafa keypt
sjer far með bílum til Reyk-
holts.
Nýr uppdráffur af
Indlandi
VERIÐ er að ljúka við að
gera nýjan uppdrátt af Indlandi,
og verður hann sniðinn eftir
breytingum þeim, sem gerðar
verða á ríkjaskipun í landinu,
er stofnuð verða tvö Sjálfstæð
ríki, Pakistan og Indland. —
Breska stjórnin og varakonung-
ufinn leggja áherslu á það, að
atlur ágreiningur, og þá ekki
sjst ágreiningur um landamæri
ríkjanna, verði úr sögunni, er
endanlega verður gengið frá
valdaafsali Breta í Indlandi, 15.
ágúst næstkomandi. — Reuter.
Noregsför ungmennafjelagnnmi
íslendingarnir í skrúðgöngunni í Bergen.
MÁNUDAGINN 2. júní var .Tvilde, formaður íþróttafjelags
mjer sagt í flugturninum á, ins, tók á móti okkur og bað
Sola-flugvellinum við Stavang fyrir sjerstakar kveðjur til KR
er, að von væri á flugvjel frá inganna, sem komu þangað
Islandi þá um daginn, en eftir j 1946. Við hjeldum til í iþrótta
henni hafði jeg beðið siðan á húsinu. Um kvöldið átti að
sunnudag. Enginn vissi þó, !vera sýning á iþróttavellinum
hvaða farþega þessi flugvjel | en vegna rigningar gat ekki a'f
var með, en varðstjórinn lof-1 því orðið og fór hún fram í
aði að re^’na að ná sambandi húsi ungmennafjelagsins, sem
við flugvjelina, og er hún var, var þjettskipað áhorfendum.
yfir Færeyjum tókst það. Með Sýningin gekk ágætlega Bænda
henni voru íslenskir íþrótta-
menn.
Flugvjelin- lenti kl., 20,30.
Piltarnir voru í besta skapi og
fararstjórinn, sr. Eiríkur Eiríks
son, kvað ferðina hafa gengið
ágætlega. Bíll frá norská flugfr-
fjelaginu var á staðnum og fór
með oklcur til Stavanger til
Victoria Hotel. Þar var borðað
ur lax, sem nú er þar dagleg
fæða.
Þar sem ekki reyndist hægt
að fá gistingu i Stavanger eða
nágrenni, var strax lagt af stað
til Bexgen með strandferðaskip
inu „Kong Olav" með viðkomu
í Karmey, Haugasund og Stord.
Lárus Salomonsson gat ekki
hugsað sjer að yfirgefa bæinn
án þess að koma við á lögreglu
stöðinni og fór -þangað með all
an hópinn. Var honum siðan
ekið þaðan að skipshlið í
„Svörtu Maríu'1.
Til Bergen komum við á
þriðjudag kl. rúmlega 2, þar
sem fulltrúar frá fimleikasam-
bandi Bergen með Fadnes í
broddi fylkingar tók á móti
okkur.
Daginn eftir var elcið með
okkur um Bergen og nágrenni.
Meðal annars komið við í Fan
toft kirkjuna, heimili Edward
Griegs, Trollhaugen og heimili
Chr. Michelsens, Gamlehaugen
Um kvöldið kl. 8 var svo fyrsta
sýningin haldin í Víking-höll-
inni. Því miður var húsið ekki
fullskipað, vegna þess að knatt
spyrnukeppni fór fram það
sama kvöld, en áhorfendur
voru samt margir. Eiríkur Ei-
ríkson þakkaði íyrir góðar mót-
tökur, eftir að flokkurinn hafði
verið boðinn velkominn. Undir
strikaði hann í ræðu sinni hina
góðu samvinnu milli Norð-
manna og Islendinga. Sýning-
unni var vel tekið og vakti
hrifningu meðal áhorfcnda. En
þar sem þetta var fyrsta sýn-
ingin og flokkurinn ekki vel
samstæður, var hún einna lak
asta sýningin i Noregi.
Á fimmtudagsmorgun fór-
um við til Voss, þar sem Jon
glíman vakti mesta athygli. Að
sýningunni lokinni var haldinn
dansleikur og norskar stúlkur
og piltar úr „Leikaring“ sýndu
okkur þjóðdansa.
Á föstudag bauð Öystein
Eskeland flokknum til morgun
verðar. Meiri gestrisni en Eske
land og frú sýndu, er varla
hægt að hugsa sjer. Þau hjón
in höföu orðið fyrir þeim mikla
harmi, að missa tvo syni sýna
sem voru stúdentar í snjóflóði
um síðustu páska.
Um hádegi var farið með
járnbraut til Grayin í Hardang
er og þaðan áfram með bíl til
Norheimsund, sem er mjög
falleg leið. Eftir að hafa snætt
í Norheimsund lijeldum við á-
fram til lýðháskólans í Fram-
nesi. Sandvoll skólastjóri tók á
móti okkur, og vorum við gest
ir hans. Kl. 8 um kvöldið var
þriðja sýningin haldin í Noregi
fyrir fullu húsi. Eftir sýning-
una var okkur boðið til kvöld
verðar, þar sem stúlkur úr ung
mennafjelaginu gengu um
beina. Piltarnir þökkuðu með
söng. Framnes-skólinn liggur á
skaga, sem gengur fram í Harð
angursfjörð, og er einn fegursti
staður í Noregi.
Morguninn eftir snæddum
við hjá Sandvoll skólastjóra,
sem hjelt þar ræðu, þar sem
hann mirmtist tslands og þakk
aði flokknum fyrir heimsókn-
ina. Sjera Eiríkur þakkaði hina
frábæru gestrisni, sem Islend-
ingarnir hefðu notið. Ennfrem
ur kvað hann nú röðina komna
að íslendingum að bjóða Norð
mönnum heim.
Áætlunarbíllinn varð að bíða
eftir okkur, en við höfðum sjer
bíl og þar að auki besta bil-
stjóra heimsins! Vetrarskólan-
um lauk í apríl, en nú var þar
skóli fyrir ungar stúlkur. Þær
stóðu allar, 60 að tölu, og veif
uðu okkur í kveðjuskyni, er við
lögðum af stað. Islendingarnir
kvöddu með söng. Ferðinni var
heitið til Bergen. Dásamleg leið
yfir Taakafjell framhjá Bratta
foss og Hvammsskogen. Um
kvöldið var okkur haldið sam-
sæti í ungmennafjelagshúsinu
á „Gimle“, þar sem margir Is-
landsvinir voru mættir.
Á sunnudaginn fói’um við til
Lysekloster og annarra staða í
nágrenni Bergen og áfram til
Arna. Við áttum að halda sýn
ingu þar á iþróttavellinum, en
hann var ónothæfur til slíks.
Kl. var 8, en samkomuhúsið
var upptekið eftir kl. 9. Nú
varð að hafa hraðan á. Farið
var þangað og sýning hóst
strax. Húsið fylltist á svip-
stundu og mar'gir urðu að láta
sjer nægja að horfa á í gegn-
um gluggana. Sýningin gekk
prýðilega — amerískur hraði
— og var tekið með miklum
fögnuði. Um kvöldið var farið
aftur til Bergen.
Mánudaginn 7. júní var
íþróttadagur haldin í Bergen.
Við höfðum lofað að vera með
í skrúðgöngunni og sýna
Möhlenprisleikvanginum.
Flokkurinn gekk næstur á eftir
fánaborginni og drengirnir
sómdu sjer vel þar. Þátttakend
ur voru alls 1800. Lárus stjórn
aði flokknum prýðilega og sýn
ing hans, sem aðeins stóð í 8
minútur, var ágæt. Samtímis
var hnefaleikasýning, en áhorf
endur sýndu glímumönnunum
miklu meiri áhuga. Dagurinn
hafði verið ágætur og „Bergen
Tidende“ birti næsta dag mynd
af Islendingunum á forsíðu.
Leikvangurinn var þjettsetinn
áhorfendum og mörg þúsund
horfði á gönguna um götur bæj
arins.
Þetta var seiirasta sýningin.
Menn fóru að hugsa xxm heim
ferðina og vinnuna, sem þar
beið.
Loks vil jeg taka það fram
að flokkurinn kom allsstaðar
fram sem góður fulltrúi Islands
og að sjálfsögðu á fararstjór-
inn. sr. Eiríkur Eiríksson og
stjórnandinn, Lárús Salómons-
son, mikinn þátt í því hve
giftusamlega ferðin tókst.
Vinir okkar í Noregi biðja
fyrir kveðjur til Islands um leið
og þeir óska þess að sjá íþrótta
menn frá íslandi sem fyrst
aftur.
Oslo 17. jún 1947.
Gunnar Akselson.
SAMVINNA VIÐ
ÞÝSKALAND
GENF: — Efnahagsráð Evrópu
hefur á þingi sínu í Genf ákveðið
að stuðla að samvinnu ráðsins við
hernámsyfirvöld bandamanna í
Þýskalandi.
Fundur skéiasljóra
FUNDUR skólastjóra Kvennai
skólans í Reykjavík og skóla-
stjóra hjeraðs- og gagnfræða-
skóla var haldinn í hátíðasal
Mentaskólans í Reykjavík dag-
ana 1.—5. júlí s.l.
Auk skólastjóranna sat Helgi
Elíasson fræðslumálastjóri fund
inn, en þangað komu einnig: Ey
steinn Jónsson mentamálaráð-
herra, Pálmi Hannesson rektor,
Jakob Jónsson prestur, Þorst.
Einarsson íþróttafulltrúi og
landsprófsnefndarmenn.
Fundarstjórar voru Bjarni
Bjarnason og Þorsteinn M. Jóns-
son, en fundarritarar Benedikt
Tómasson og Guðmundur Gísla-
son.
’ Þrjár nefndir voru kosnar,
og fjallaði ein um nám-sefni,
námsskrár og námsbækur, önn-
ur um fjelagsmál og hin þriðja
um fjármál. Allar nefndirnar
skiluðu áliti.
Umræður urðu miklar á fund-
inum. Snerust þær fyrst nokkuð
um fjármál skólanna, en síðan
jöfnum höndum um fræðslu og
uppeldi í slcólum. Voru fundar-
menn sammála um það, að síst
bæri að leggja minni áherslu á
hina uppeldislegu hlið skóla-
starfsins en á fræðsluna. Álit
allra var, að heppilegra væri að
gera hóflegar kröfur til náms-
efnis, en ganga því ríkara eftir
að það væri vandlega numið og
temja nemendum með því vand-
virkni og nákvæmni.
Nokkuð var rætt um móður-
málskenslu, og voru allir, er til
máls tóku, sammála um, að of
lítil rækt væri lögð við bók-
mentalestur og ritgeröir, meö
því að mestum hluta námstím-
ans væri varið til kenslu í al-
mennri málfræði, stafsetningu
og greinamerkjasetningu. Afleið
ing þessa væri sú, að þorri nem-
enda hefði orðaforða af mjög
skornum skamti og skildi jafn-
vel ekki algeng orð og hugtök.
Var einróma samþykt tillaga
þess efnis, að brýna nauðsynt
bæri til að endurskoða kröfur
um íslenskukunnáttu í skólum,
Fjármálanefnd lagði fram til-
lögu, þar sem skorað er á Al-
þingi að tryggja það, að hjeruð
og bæir eigi kost á hagkvæmum
lánum til skólabygginga. Var til
lagan samþykt einróma.
Þá var samþykt tillaga um,
að nemendum í væntanlegumt
verknámsdeildum skólanna
skyldi tryggður skemmri náms-
tími í iðnskólum.
Að lokum voru kosnar þrjáít
nefndir, er skyldu starfa að
loknum fundi.
Námsbókanefnd var falíð —*
í samráði við fræðslumálastjóra;
— að leita hæfra manna un?.
samningu námsbóka í þeim
greinum, er mest nauðsyn þykir
á. í þá nefnd voru kosnir Bene-
dikt Tómasson, Ingimar Jónsson
og Pálmi Hannesson.
Verknámsnefnd var falið að’
gera tillögur um tilhögun verk-
náms í verknámsdeildum. í þá
nefnd voru kosnir Bjarni Bjarna
son, Guðbrandur Magnússon og
Hannibal Valdimarsson.
•Síra Jakob Jónsson mæltist til
að kosin yrði nefnd, sem tæki til
athugunar, frá hálfu skólanna,
hvernig haga skyldi kenslu £
kristnum fræðum. í þá nefnci
voru kosnir Benedikt Tómassor.
og Guðni Jónsson, og skyldu
þeir gera tillögur um þessi mál
ásamt síra Jakob Jónssyni,