Morgunblaðið - 20.07.1947, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 20.07.1947, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 20. júlí 1947 _! Útg.: H.f. Árvakur, Rpykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. REYKHOLT STEFNT er mikilli för til Reykholts í dag er þar koma saman forseti íslands og ríkiserfingi Norðmanna en frá Noregi auk þess margt stórmenni, en íslendingar fjöl- menna að sjálfsögðu þangað með forsetp sínum og ríkis- stjórn. Allir vita tilefni þessarar miklu heimsóknar að hinum fornfræga stað, sem um aldir hefir verið hjartfólginn íslendingum en staðið fyrir hugskotssjónum Norðmanna, sem helgur reitur, þar sem sá maður átti einn af bústöð- um sínum og starfaði þar í allmörg ár, reit. hetjusögu Noregskonunga áður en aðrir höfðu tekið upp þann þráð. Hjer verður ekki fjölyrt um það þakklæti, sem Norð- menn bera í brjósti til Snorra Sturlusonar sagnritarans ódauðlega. En eftir frásögnum sjálfra þeirra, um þakkir þeirra fyrir konunga sögurnar, má geta sjer til um það, hvernig mörgum þeirra mun vera innanbrjóst's, þegar þeir í fyrsta sinn á ævinni heimsækja þann stað á Islandi, sem fastast er tengdur minning Snorra, ævi hans og starfi. Líklegt er, að mörgum þeirra kunni að bregða nokkuð í brún, er þeir koma þangað, og sjá, hversu litlar efnis- legar minjar eru þar á staðnum, frá þeim tíma, er Snorri Sturluson var uppi En ennþá furðulegra mun það vera, þeim sem ókunnugir eru með öllu hjer á landi, að Snorri Sturluson er að því leyti einstæður meðal samtíðarmanna sinna að mannvirki sem stendur enn, þó lágreist sje skuli vera við nafn hans tengt, og vera minjar um verklegar framkvæmdir þessa andans mikilmennis. ★ Eitt er það sjerkenni fornrar íslenskrar menningar, hve litlar minjar hún hefir látið eftir sig af handaverkum manna, nema þeim sem til þurfa að rita bækur. Meðan þjóðin var sem fátækust hafði hún ekki efni á því, að byggja sjer mannsæmandi bústaði. En ekki var efnaleysi til að dreifa til skjiringar þessu fyrirbrigði^á fyrstu öldum Íslandsbygðar. Sagnfræðingar kunna vafalaust á því skýr- ingu, hversvegna engin bygging að heita má, er til frá dögum Snorra Sturlusonar, ekki svo mikið sem rúst af reisulegu húsi eða hlaðinn veggur. Má heita að öll mann- virki, sem þá voru í landinu, sjeu með öllu eydd og horfin. En eftir standa enn á fornum blöðum og. í skinn- bókum margt af því, sem andans menn þjóðarinnar hugs- uðu og tóku saman, á þeim öldum. Erlendir gestir sem hingað koma, og þekkja að nokkru menning þjóðarinnar, veita þessu sjerkenni íslenskrar menningar að sjálfsögðu athygli. A Vá verjí B ókrihir. UR DAGLEGA LIFINU Mikiil áhugi fyrir ] íslandi. FYRIR nokkrum dögum kom brjef til „Daglega lífsins“ frá B. H. M., en hann er, eítir því sem jeg best veit, íslending- ur, sem dvalið hefur jafnlengi í Noregi og á íslandi, eða í 17 ár í hvoru landinu fyrir sig. Hann segir frá því að undan- farið hafi hann verið á ferða- lagi um Noreg, Danmörku og Svíþjóð og alstaðar hafi komið í ljós mikill áhugi fyrir ís- landi og íslensku þjóðinni. Hann hefir haft með sjer ýms gögn, svo sem bækur og ritl- inga til að kynna ísland og ennfremur hefir hann meðferð is minjagripi frá Heklu, sem vakið hafa talsverða athygli og myndir frá ýmsum sögustöð- um hjer. Vekur þetta alt mikla athygli, segir hann, og þó eink- um til sveita. « Vilja heyra íslenskt útvarp. 'HANN SEGIR að menn á Norðurlöndum kvarti yfir því, að ekki skuli heyrast útvarps- sendingar -frá íslandi. „Kaup- maður í Oslo sagði við mig“, skrifar B. H. M., „fyrir stríð gat jeg altaf öðru hvoru náð í Reykjavíkurstöðina, en nú heyri jeg aldrei til hennar. Vonandi er ísland enn á sín- um stað“, bætti hann við og hló. Jeg fullvissaði hann um, að landið væri á sínum stað“. Þetta er eitt dæmi þess, hve nauðsynlegt er að fara að byrja á stuttbylgjuútvarpinu sem allra fyrst. Það er mikill mis- skilningur að gera það ekki. • Ráðlegging Svíans. OG AÐ lokum segir B. H. M. skemtilega sögu í brjefi sínu, en hún er á þessa leið: „Það er annars merkilegt, hve fólk er fáfrótt um ísland. í járnbrautarlestinni frá Kaup- manahöfn til Gautaborgar sát- um við í klefa með sænskum sölumanni. Er hann komst að því að við værum frá íslandi, gaf hann sig á tal við okkur. Hann sagði meðal annars: „Nú vilja Færeyingar verða frjálsir og stjórna landi sínu einir. Það er ekki nema gott ei'tt um þao að segja. Mjer fyndist rjett fyrir Islendinga, að feta í fótspor Færeyinga“. Eftir þetta hafði jeg orðið, þangað til komið var til Gauta- borgar. < Aö lokum biður B. H. M. að heilsa Islendingum með von um að Snorrahátíðin í Reyk- holíi verði sem ánægjulegust. © Umferðastrykin. BERGSTiiINN Guojónsson, bifreiðastjóri. skrifar á þessa leið: „Kæri Víkverji! Þegar komio er niður í mið- bæinn s. 1. fimtudagsmorgun, varð maður var við að umferða strik höfou verið máluð í göt- urnar við gatnamót á aðaium- ferðagötum miðbæjarins. En sýnilega ætla þau að hafa þar stutta viðdvöl, eins og cft áð- ur, enda óhagstætt veður íyrir þau nú. Gangbrautamerkingar eru alveg. nauðsynlegar, því það er greinilegt, að þeir sem öku- tækjum stjórna, haga sjer mun rjettara, þegar merkin eru, en ella, þar sem hægt er að koma því við að stöðva tækin á rjett- um stað. Þess vegna tel jeg nauð synlegt, að hafa gangbrautar- merkingu altaf. Fn það er öllum augljóst mál, að málningar- merkin endast.skamt á svo fjöl förnum götum, sem hjer eru, því reynslan hefur sýnt að þau hverfa fljótt. © Ný aðferð. „EN ÚR ÞESSU er hægt að bæta í eitt skifti fyrir öll og langar mig til þess að biðja þig að koma. eftirfarandi tillögu á framfæri, en hún er sú að höggv in verði rauf í göturnar af svip aðri breidd og málningarstrik- in eru og raufarnar síðan fylt- ar með litaðri steinsteypu, þá myndi málningin endast jafn- lengi og göturnar sjálfar. Jafn- framt þarf að færa merkingarn ar fjær gatnamótum en nú er, sökum þes að ekki er hægt að komast hjá því að stöðva öku- tæki á gangbrautum á þeim stað sem þau eru nú, þar sem undir flestum kringumstæðum sjest ekki til umferðar úr hlið- argötum fyr en ökutækið er komið þvert á gangbrautina og verður að stöðva að bíða eftir umferðinni, en þá verður ekki hjá því komist að loka gapg- brauíinni. © Gremja vegfar- enda. „VID ÞAÐ orsakast oft gremja hjá gangandi vegfarend um, og eru þeir þá ekki lengi að reikna út að hjer sje ,,öku- níðingur“ á ferðinni, en það þarf ekki að vera, því það er aðstaðan á staðnum sem orsak- ar þessar truflanir en ekki níð- ingsskapur ckumannsins, og ef vegfarandi athugar þetta muft hann komast að rjettri niður- stöðu. Jæja. Víkverji minn! Jeg vona að þú komir þessu áleiðis fyrir mig og jafnframt vona jeg að hlutáðeigendur taki þessa hugmynd mína til vin- samlegrar athugunar sem allra fyrst og að þetta verði fram- kvæmt ef mögulegt reynist“. Það er bæjarverkfræðings að athuga þetta. Hann hefur mana best vit á því. © Smekklegir minja- gripir. í GÆR SÁ jeg í verslunum nýja mmjagripi, heldur smekk- lega. Þetta eru vasaklútar úr silki (ekki snýtuklútar), með íslensku og norsku fánunum og áletrað „Snorrahátíðin — 1947“, önnur tegund klúta var og þar sem á stóð „Kveðja frá íslandi“ og svo íslenski fán- inn. Þetta eru ekki miklir grip- ir nje verðmætir, en þeir eru snotrir og vandlega frá þeim gengið. Hlutföllin í fánunum eru rjett, en það er sjaldgæft á slíkum gripum. Á styrjaldarárunum var framleitt hjer mesti sægur alls konar klúta og erlendir her- menn keyptu víst ókjör af þessu drasli, sem oft var mjög ó- i smekklegt. Mjer er ekki kunnugt um ! hverjir standa að gerð þessara ! klúta, enda skiftir það ekki j miklu máli. Aðalatriðið er að ] hjer er vísir að minjagripagerð. : Litlum grip, en laglegum. MEÐAI. ANNARA ORÐA . . . . •|iBhriWak9áHliS(l«i Á öðrum stað hjer í blaðinu í dag birtist ítarleg grein eftir Matthías Þórðarson þjóðminjavörð, um sögu Reyk- holtsstaðar, fyrir og um daga Snorra Sturlusonar. Þar er og lýst þeim minjum, sem staðurinn geymir, frá því að Snorri var þar, og segja sína sögu um daglegt líf Reyk: hyltinga, og þann ófrið er þá var í landinu. Jarðgöngin, sem þar hafa verið fólgin í jörð, og hulin sjónum manna fram á síðustu ár, munu hafa legið til kjallarans, þar sem Snorri Sturluson Ijet líf sitt. Þar sem sá atburður gerðist, í sögu þjóðarinnar, er hver Is- lendingur hefir harmað um aldir, og Norðmenn ekki síð- ur. En þrátt fyrir þenna sorglega atburð sameinast nú frændþjóðirnar í Reykholti í dag í hljóðri þökk fyrir ódauðleg verk meistarans, sem hvílt hefir í Sturlungareit Reykholtskirkjugarðs í 7 aldir. ★ Um ókomin ár mun mynd Vigelands af Snorra Sturlu- syni prýða Reykholtsstað, til minningar um þá þakkar- skuld, er Norðmenn telja. að þeir eigi að gjálda fyrir verk sagnaritarans mikla. Um leið verður minnismerki þetta talandi tákn þess, að norska þjóðin hefir nú eftir að hún vann frelsisstríð sitt rjett íslensku þjóðinni vinarhönd yfir hafið. Belgía er algjör andstæða við aðra hluta Evrópu. Sjer í lagi er verslunarinálum hennar alt öðruvísi' farið en annarra landa. Belgískir kaupmenn, sem geta flutt vörur inn eins og þeim sýnist alveg haftalaust verða undrandi þegar þeir vita um ail- ar þær hömlur, sem á innflutn- ingi eru hjá nágrannaþjóöu.m þeirra, Bretum, Frökkum og Holllendingum. Opinberum afskiptu.m af iðn- aði og verslun fer nú stöðugt minkandi og verið er að skera niður allar ríkisskipaðar nefnd- ir og minka ríkisreksturinn. — Hann heíur aldrei íest verulegar rætur í landinu, og það hefur ekki reynst mögulegt að neyða hann upp á þjóðina, því að fólk- ið hiýðir ekki þvingunarfyrir- mælum. Er dygð orðin ódygð? Þýska hernámið kendi þeim að óhlýðnast reglum. Það væri ekki auðvelt að kenna þeim að það sem þá var dygð sje nú ó- dygö. Ef undanskili.n eru póct-stofn- unin og útvarpio, rern hafa verid ríkisfyrirtæki frá byrjun, er eng ir.n ríkisrekstur í Belgíu. Einu sinni voru járnbrautirnar í rík- iseign er þær voru seldar 1926 vegna þess að þcar borgucu sig ekki. Auðvitað borgUou þær sig stra < þegar þær komust aftur í einkaeign þótt fargjöldin hækkr uðu ekkert. Nýlega var send nefnd frá Belgíu til þess að kynna sjer þjóðnýtingu Frakka á nárnum. Hún sneri aítur og gaf skýrslu, er sýnir að þeir voru algjörlega mótfallnir að fylgt yrði fordæmi Frakka. „Fylgið ekki stefnu Frakka sögðu þeir í skýrslunni. Engin höft. Ef einhvern Belgíumann lang ar til að hefja verslun getur hann gert það án nokkurra hafta. Hann þarf aðeins að láta skrásetja fyrirtækið, og að öðr leyti en því að námumenn og verkamenn í stálsmiðjum geta ekld flust yfir í aðrar atvinnu- greinar nema með ieyfi er engin opinber stjórn í þeim málum. Belgía slapp raunar betur út úr stríðinu en mörg önnur iönd svo sem Bretland. Vera banda- mannahersins í landinu jók mjög gjaldeyrisinnstæður en þeir höfðu samt sín vandamál svo sem vöntun á kolum, stáii og vihnuafli. Eltkert svartamarkaðsverð. Eina ráðstöfunin til ao hindra dýrtíð var að mestu innistæður í bönkunum voru kyrrsettar. Eft ir það hefur reglan verið að leyfa vörunum að flytjast til markaðsins hvort sem þær eru innlendar eða útlendar. Þeim mun meiri vörur, sem hægt er að fá þeim mun ódýrari verða þær. Tvenns konar aðferðir hafa verið notaðar til að halda uppi i Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.