Morgunblaðið - 20.07.1947, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 20.07.1947, Qupperneq 9
Sunnudagur 20. júlí 1947 MQRGUNBLAÐIÐ 9 NÚ Á TÍMUM er mikill ágrein ingur í Noregi um listamanninn Gustav Vigeland. Sumir hefja hann til skýjanna. Aðrir, og meðal þeirra menn, sem telja sig hafa sjerstaka listþekkingu, telja hann fyrir neðan allar hell- ur. En jafnvel þeir, sem líta þannig á, gera undantekningar um verk, sem hann gerði snemma á árum, það er að segja á fyrsta áratug þessarar aldar. Ýmsar orsakir eru til þessa ágreinings. í fyrsta lagi er iist Gustav Vigeland með svo mikl- um persónueinkennum háns, að það er mjög undir mönnum sjálf um komiö, hvernig hún orkar á hugi manna. En áhrifin veröa altaf mikil, hvort sem verk hans vekja hrifningu eða andið. Fúir verða ósnortnir. í byrjun aldarinnar, um það leyti sem Noregur varð frjáls, var almenningur yfiríeitt hrif- inn af Vigeland og verkum hans. Leiddi það til þess, að bæjar- stjórn Osloborgar keypti gos- brunn Vigeiands. En síoar öll verk hans, þau sem hann þá hafði gert og þau, sem hann myndi gera í framtíðinni. End- urgjaldið var það eitt, að bæjar- stjórnin skuidbatt sig til að byggja handa honum vinnustofu og safn, og setja upp verls hans, í eir og stein á stao, sem al- menningpr hefoi aðgang að. Bæjarstjórn Osloar hefur lát- ið hinn einráða og sjerlundaða listamann fá heilan trjágarð til umráða. Hefur hann lagað garð- inn eftir sínu höíði, sem um- gjörð um verk sín, svo að garð- urinn og listaverkin yrou sam- stillt heild, eins og hann gat best á kosið. Hefur bæjarstjórn- in í raun rjettri gefið listamann inum frjálsar hendur. Er það að minni hyggju til ævarandi heið- urs fyrir ráðamenn Osloar. Frjálslyndi þetta heíur orðið vatn á myllu þeirra, sem skilia ekki, hve mikill listainaður Vige land er. Þeir segja, að í framtíð- inni verði litið á, að bæjarsíjórn in hafi orðið sjer til minnkunar, með því að láta hann fá svo mikil fríðindi og olnbogarúm. — Þeir listamenn, sem lent hafa i - ■* mikilmennisins, haía i hj*íí atuyoisemi Stytturnar öoru megin á brúnni í VigelandsgarSinum í Oslo reynt að draga af honum skó- inn, svo sem þeir, er hafa verið eldheitastir aðdáendur Edvards Munc’n.. — , Þeim finot hafa verið gert of mikið fyrir Vige- land, og hafa ieitast við að ; kasta á hann rýrð. En þetta er | vafalaust aðeins stundaríyrir- | brigði. ] Tíminn eínn getur að sjálf- j sögðu leitt í Ijós, hvernig Vige- 1 land verður metinn í listsögunni. Fersónulega er jeg í engum vafa um, að hinn endanlegi dómur verður sá, að hann veröur sett- ; ur við hlið mestu manna í heimi listarinnar. j Fyrir þá, sem ekki hafa sjeð : önnur listaverk Vigelands, en | Snorrastyttuna, sem nú verður afhjúpuð á íslandi, verður erf- itt að skilja þann ágreining um listamanninn Vigeland, er átt heiur sjer gtað á síbustu árum. Því að „Snorri“ er ekld meðal þeirra listaverka, er vakið hafa þennan ágreining. Hjer er um að ræða sterka, veí unna mynd, sem sjerhver listamaður getur verið vel sæmdur af. Hún er laus vir aii uaiur og tiidur, eins og öli verk þessa listamanns. En hún er ekki meðal þeirra mynda, sem leiða í Ijós snilligáíu Vige- lands í fullurn rnæli. Hún á sjer innra líf bak við hið cbrotna, heilsteypta form. En húr. hefur ekki það fjör, sem Chr. Krogh skapaöi i sinni alþektu Snorra- mynd, í norsku myndaútgáf- unni af Heimskringlu. Þar hafði listamaðurinn gert fegraða mynd af sjáifum sjer og iagt áherslu á höfSingjasvipinn, mik- ilmennið. — En Snorri Vige- lands sýnir bóndann, jarðeigand ann og hinn athugula fi æðaþul. Sr.orramyn áir Vigelar.ds og Kroghs sýna persánulegar sjer- stæoar hugmyndir listamann- anna um Snorra og hvor sína hlið á mannínum á rnjög sliemti legan hátt. En þótt mynd Vigelands sje góð, þá er Snorri hans ekki meðal bestu manna.mynda hans eíns og t. d. myndin af Werge- land og Camillu Coilett (syst- ur Wergelands) eða myndin af hinum táltnræna Abel, minnis- merkinu um hina óhlutlægu, ■ snildarlegu hugsun um sigur ,,cosmos“ yfir ,,chaos“. Snorra- myndin stenst heldur ekki sam anburð við hinar miklu granít hópmyndir eða bestu „brúar- myndir“ hans, en svo eru nefnd ar stytturnar, sem' standa á , brúnni í Vigelandsgarðinurn í | Oslo, eða gosbrunnsstytturnar. i Listaverk þessi eru sem opin- I berun, bera órækan svip inn- I blásturs. Formið er óbrotið og áhrifamikið, iafnframt bví ;:em i . . andi verkanna er sterkur. | Á ungb aldrei gerði Vigeland drög að miklum gosbrunni. -— Upphaflega ætlaði hann áð láta , standa á brunnbarminum tólf I stór ker, er báru piastiskar mannamyndir. Hugmyndin um kerin á brunnbarminum var eðlileg. Kerhugmyndin þving- ! aði hann þó of mikið við gerð mannamyndanna, en þær voru honum aðalatriðið. Þessvegna hvarf hann frá þessari hug- mynd, og mótaði fólk sitt und- ir trjám, er stóðu á brunnbarm inum. Þetta var gömul eftir- lætishugmynd hans. En hún er ceðlileg í sambandi við brunn og frekar verkefni fyrir mál- ara en myndhöggvara, vegna þess hve erfitt er að gera trjá- krónur í höggmynd. Vigeland hefur ekki tekist þetta fuli- komlega. En hinsvegar eru mannamyndirnar innan um þessi trjfe, ágætar, frumlegar og gerðar af næmri tilfinningu. — Og snildarleg er samstilling trjástofna og greiná við aðal- atriðið i hverjum hóp. Fyrir hugskotssjónum manna verður allt verkið eins konar „lífsins lundur“, lýsing á lífi manna frá vöggunni íil grafar- innar, Hjer kom fram stórhug- ur í verki, sem aldrei fyrr í norskri höggmyncTalist, tilfinn- inga auðgi og formfegurð, sem menn höfðu aldrei fyr augum litið, svo að allir Oslobúar urðu strax stórhrifnir, er verkið fj'rst var sýnt árið 1906. Svipuð hugmynd þessari um mannlífið hefur komið fram í norskri málaralist í ,,Livsfrisen“ eftir Edvvard Munch. Vigeland gerði tvisvar síðar hópmyndir, er lýstu sama viðfangsefni, aðra í granít, en hina í. eir. ■— Granítmyndirnar 36 gerði hann miðaldra, en eirmyndirnar 58 gerði hann á gamals aldri. Þeim er komið fyrir á brú í Vige- landsgarðinum, og eru bví oft kallaðar ,,brúarmyndirnar“. Þessir síðari myndflokkar eru algerlega óháðir innbyrðis, svo og brunnmyndunum. Hug- myndin ein er sú sama: líf manna frá vöggu til grafar, en bæoi efni og form er mjög ó- líkt. I brunnmyndunum sjer listamaðurinn iífið í viðkvæm- um lífsfögnuði ungs manns. -— Listamaðurinn hafði þá nýlega rifið sig úr þröngsýnu og strang trúarlegu umhverfi í sunnlensk um smábæ, þar sem hann hafði alist upp. En guðræknin þar hafði mótað skapgerð hans, enda var hann alla æfi alvar- lega hugsandi trúmaður. Kröpp kjör hans og kynni í Berlín við sjervitra, sjúklynda snillinga, eins og Munch og Strindberg, höfðu gert hann þunglyndan. Það kemur fram í „brunnmynd um“hans . Sem listamaður var Vigeland , raunar altaf í andstöðu við real ismann. Á fyrstu listamanns- árunum kom þetta fram í nokk uð eindregnum expression- isma hans. Stíll hans var nú orðinn mildari, og ekki ósvúp- aður stíl Rodins. Skoðanir hans á mannlifinu voru þá með þung lyndislegum, ungæðislega skáldlegum raunablæ. Er Vigeland tók að vinna granítmyndir, varð hann að taka upp skarpara form. Efnið útheimti það. En samtímis hreyttist stíikennd hans sjálfs. í raunrnni er Vigeland klass- 'skur frá fæðingu. En slíkur maður er óhugsanlegur á síð- ustu árum 19. aldar. Eins og allir byrjandi listamenn vann hann eftir formi -tíðarandans, og það var þá naturalisminn. En hann naut sín ekki við það form, og ljet það í ljós með róttækri formmyndum, sem gengur lengra en naturalism- inn og hefur ekkí fundist ann- að betra orð yfir þá stefnu en expressionismi. u.h,.„w . Framh. á bls. 10

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.