Morgunblaðið - 20.07.1947, Síða 11

Morgunblaðið - 20.07.1947, Síða 11
! Sunnudagur 20. júlí 1947 MORGVNBLAÐIb 11 Pélska örygglslðg- ’lí þús, manns í sinni þjónusfu EF TRIJA skyldi vissum blöðum, hefur hin pólska „lýð- l'æðissinnaða“ stjórn, er kom til Warsjá í kjölfar rauða hers- Sns, stuðning meirihluta þjóð- ferinnar. Hjer skal því ekki mót mælt, heldur aðeins fullyrt, að stuðningur þjóðárinnar sje að þakka kænlega skiþulagðri Stjórnardeild, sem gjarnan má ]kalla lögreglu- eða annað, eft- ír þeim ályktunum, er menn öraga af grein þessari. Lögreglan í Póllandi hefur tekið sjer afar áhrifaríkt döl- nefni: Ráðuneyti hins opinbera öryggis (U. B. P.) Ráðuneytið . hefur aðsetur sitt í Warsjá og Jhefur á að skipa um 1500 starfs j mönnum, sem skiptast á milli gjö aðaldeilda. Deildunum er síðan skift niður í skrifstofur cg þeim aftur í smærri deildir. Starfsemi eru: 1) Gagnnjósnir — einkan- J.ega gegn þýskri og breskri starfsemi. 2) Rannsóknir — ofsóknir o. fl. — 3) Fjármál. 4) Verndun iðnaðarins. 5) Vernd hinna pólitísku flokka. 6) Vernd ríkisstjórnarinnar. 7) Gæsla fangelsa og fanga- búða. Tvær aukaskrifstofur, sem vandlega er breitt yfir, eru ná- tengdar aðaldeildum sem sje skrifstofa hinna erlendu njósna, tengd hinni svonefndu ,,sjer- stöku“ skrifstofu, sem lýtur eovjetrússneska utanríkismála- ráðuneytinu; og skrifstofa bar- áttunnar gegn „glæpamensk- unni“. Með því’er átt, í flestum tilfellum, við hina ólöglegu andstöðu gegn Sovjet. Undir eíðarnefndu skrifstofuna lýtur sjerstakur dómstóll með fullu dómsvaldi — einnig til dauða- dóma — eftir fyrirmynd frá hinu sovjetrússneska OSSO (Osoboie Sovjetchanie). Undir öryggismálaráðuneyt- ið lúta 16 umdæmisskrifstof- ur (W.U.B.P.) Hver þeirra hef- ur á að skipa 9600 starfsmönn- um. — 322 hjeraðsskrifstofur hins opinbera öryggis lúta svo aft- ur hinu fyrnefnda WUBP. Á hverri þessara skrifstofa vinna 100 starfsmenn, þ. e. a. s. sam- anlagt um 32.200 manns. Aukaskrifstofur öryggisins, er í bæjum og sveitafjelögum Starfa, hafa um 20.000 starfs- menn. Þannig hefur hið Opin- bera Öryggi um 76.800 starfs- menn. Aðrar deildir þess hafa um 276.600 manns yfir að ráða, er skiftast í eftirtalda flokka. NDSMÁLAÁLYKTA GRA SJÁLFSTÆÐIS EFTIRFARANDI samþykktir voru gerðar á þingi Sambands ungra Sjálfstæðismanna á Akureyri: Siglingar. Þingið íagnar þeirri aukningu, sem orðið hefur á sigiingaiíota landsmanna, en leggur jafnframt áherslu á, að íslenska þjóðin verði sem fyrst sjálfri sjer nóg með flutninga til og frá landinu, en úr því sje stefnt að því, að siglingar verði stundaðár af ís- lendingum á víðara vettvangi. Þingið vill beina þeirri áskorun til Alþingis og ríkisstjórnar, að strandferðunum verði hið fyrsta komið í betra horf en nú er, þannig, að vinunandi samgöngur verði allan ársins hring við af- skekkta landshiuta. Fjárarál og skattamál. Stefria beri að alhliða sparnaði í opinberum rekstri og settar verði ‘með stjórnarskrárákvæðum skorður við því, að Alþingi hafi ótakmarkaða heimild til útgjaldahækkana á fjárlögum frá því, sem lagt er til í fjárlagafrumvarpi. Opinber rekstur sje við það miðaður að koma í veg fyrir óeðli ■ lega verðþenslu og skapa hóflegt jafnvægi milli ára í atvinnuiífi þjóðarinnar með því að. samhæfa framkvæmdir einstaklinga og hins opinbera. Skattalöggjöfin sje endurskoðuð í sambandi við eignakönnun ina, með það fyrir augum, að tryggja áframhaldandi rjett fram- töl, að gera innheimtu skatta og útsvara einfaldari og að fram- kvæma um leið almenna skattalækkun. Þingið mótmælir sjer- staklega þeirri óhæfu, sem átt hefur sjer stað, að skattalöggjöf verki afíur fyrir sig, og telur, að í stjórnarskránni beri að taka af öli tvímæli um það, ao slík lagasetning sje óheimii. Dreifing opinbers valds. 9. þing S. U. S.. telur hinn mikla fólksstraum til Reykjavíkur alvarlegt þjóðfjelagslegt vandamál. Lítur þingið svo á, að stað- setning ails hins opinbera valds í Reykjavík sje hættulegt, og æskilegt, að auka verulega vald hjeraða- og fjórðungsstjórna í sjermálum einstakra landshluta. Skorar þingið á Alþingi og rík- isstjórn að taka þessi mál til ítaralegrar athugunar í sambandi við endurskoðun stjórr.arskrárinnar og annarrar löggjafar hjer að iútandi. Hinsvegar lýsir þingið vanþóknun sinni á öllum til- raunum til þess að skapa úlfúð milli Reykvíkinga og annarra landsmanna í sambandi vjð þetta vandamál. Ileilbrigðismál. Byggingu heilsuverndarstöðva verði hraðað og þeim komið upp eins víða og efni og aðstæður frekast leyfa. Höfuðáhersla verði lögð á að vernda heilbrigði æskunnar og koma í veg fyrir sjúkdóma, m. a. með bættum húsakynnum og auknum þrifnaði í skólum landsins. Gerðar verði víðtækar ráðstafanir til þess að tryggja það, að fólk í öllum byggðarlögum landsins eigi auðvelt með að ná til læknis. Þingið lítur svo á, að það ástand, sem nú ríkir í mörgum hjer- öðum, sem ýmist eru læknislaus eða samgöngum þannig hagað, að erfitt er að ná í lækni, sje með öllu óviðunandi, þar sem slíkt er stórhættulegt lífi og heilsuvernd manna og ósamboðið sóma þjóðarinnar. Landbúnaðarmál. Haldið verði áfram að koma landbúnaðinum í nýtísku horf, svo að takast megi að lækka framleiðslukostnað landbúnaðar- afurða til hagsböta bæði fyrir framleiðendur sjálfa og neyt- endur. Stefnt verði að því, að þjóðin þurfi sem minst að kaupa inn í landið af þeim vörum, sem framleiðanlegar eru í landinu sjálfu. Til að ná þessu marki telur þingið, að leggja beri áherslu á aukna ræktun, aukna vjelanotkun, bætt húsakynni og sjerstak- lega verði hraðað stórfeldum raforkuframkvæmdum til almenn- ingsheilla, er skapa í senn aukin lífsþægindi, fleiri lífsmöguleika, og alhliða bætt skilyrði í sveitum landsins. Listastyrkir. Þingið telur, að gjörbreyta þurfi reglum þeim, sem listastyrkir þjóðarinnar eru veittir eftir. Leggja ber áherslu á, að veittir sjeu ríflegir íistastyrkir og stuðlað sjerstaklega að því, að Ijetta undir með listamönnum þjóðarinnar að kynna á erlendum vettvangi það besta, sem ís- lensk list hefur að geyma á hverjum tíma. Styrkveitingum sje þannig hagað, að strangar skorður sjeu settar gegn misnotkun listastyrksins, að veittir sjeu einnig sjer- stakir styrkir eða verðlaun fyrir einstök listaafrek, og að við almennar styrkveitingar, svipað því, sem verið hefur, sje tekið tillit til efnahags þeirra, sem hlut eiga að máli. Iðnaður. Þingið álítur að efla beri sem mest þann innlendan iðnað, sem hefur í för með sjer aukinn gjaldeyrissparnað og gjaldeyris- tekjur. í því sambandi sje lögð sjerstök áhersla á þá nýsköpun í iðn- aðinum, er miðar að því að vinna frekar en nú er úr afurðum vorum til lands og sjávar og kannað verði rækilega, hvort ekki sje mögulegt og hagkvæmt að hagnýta ýmiskonar íslensk jarð- efni til iðnaðar. Einnig, að reist verði hjer eins fljótt og auðið er fullkomin skipasmíða- og viðgerðarstöð. Tryggt sje, að iðnaðurinn njóti jafnrjettis við aðra höfuð- atvinnuvegi þjóðarinnar varðandi lánskjör og tollaívilnanir. Sjerstök áhersla sje lögð á það, meðan hömlur eru á innflutn- ingsversluninni, að úthlutun innflutningsleyfa sje hagað á þann veg, að iðnaðurir.n verði eigi fyrir tjóni vegna hróefnaskorts. Að stuðlað verði að því, að ungum mönnum með hæfileika og áhuga á tæknilegum efnum verði gert mögulegt að afla sjer þeirrar sjerþekkingar, er atvinnuvegina vanhagar um. Verslun. Leggja beri áherslu á, að verslunin verði sem frjálsust og varast beri ríkisrekstup, einkasölur og önnur opinber afskipti. Þingið álítur, að verslunin sje best komin í höndum einstak- linga og fjelaga, sem starfa í frjálsri samkeppni á jafnrjettis- grundvelli, þannig, að löggjafinn stuðli ekki beint að því, að sjer- stökum rjettarformum fyrirtækja sjeu veitt forrjettindi umfram önnur, eins og nú á sjer t. d. stað um samvinnuf jelög. Meðan aðstæður leyfa ekki algerlega frjálsa verslun, álítur þingið, að rjett sje að breyta hinu óheilbrigða fyrirkomulagi á veitingu innflutningsleyfa, og stefna beri að því, að þeir aðilar, sem hagkvæmust innkaup gera, verði látnir sitja í fyrirrúmi með innflutning. Þingið álítur, að keppa beri að því að afla markaða fyrir af- urðir okkar sem víðast og forðast beri að einskorða sig við ein- stök lönd eða landsvæði. Fjelagsmál æskunnar. Þingið fagnar því, að náðst hefir á síðasta Alþingi verulegur árangur í því baráttumáli ungra Sjálfstæðismanna, að fjelög og fjelagasamtök æskunnar í sveitum landsins sjeu af opinberri hálfu styrkt til þess að koma sjer upp fjelagsheimilum. Þingið telur, að leggja beri áherslu á, að sá hluti skemmtana- skattsins, sem ákveðið er með löggjöf síðasta Alþingis, að renni til þessara þarfa sveitaæskunnar, verði aukinn og með því tryggð hagstæð skilyrði til fjölþætts og heilbrigðs fjélags- lífs æskunnar. Verði þeim hluta skemmtanaskattsins, sem renn- ur til fjelagsheimiliasjóðs, varið þannig, að hann komi þeim fyrst að gagni, sem nú búa við erfiðust skilyrði til fjelagslegs samstarfs. Þá telur þingið, að leggja beri áherslu á að auka starfsemi íþróttasjóðs, og verði hún við það miðuð, að iðkun íþrótta og þroskandi fjelagslíf geti orðið sem veigamestur liður í uppeldi æskunnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.