Morgunblaðið - 20.07.1947, Síða 14

Morgunblaðið - 20.07.1947, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 20. júlí 1947 13. dagur „Það er undir einstakling- um komið“, svaraði Gregg skip stjóri, ,,ef maður hefði lifað lifi sínu á jörðinni aðeins fyr- ir hin jarðnesku gæði eins og eignir, vín og kvenfólk, geng- ur honum fjandalega að sam- ræmast öllu í fyrstu, því að þar finst engin fullnæging slíkra girnda -—- en hjer er dálítið fyr ir þig að hugsa um, Lucia. Hef ur þú nokkurn tíma heyrt get- ið um ánægðar vofur“. „Nei“, svaraði Lucy. ,,Nei“, sagði skipstjórinn, ,,og hversvegna ekki? Vegna þess að aðeins þeir óánægðu snúa aftur til jarðar — hinir afturgengnu — þetta vissirðu ekki fyrr. Þessar sálir sem snúa aftur eru ásóttar í hinum staðnum af því sem hefur gerst á jörðinni. Allur almenningur vill aldrei koma aftur“. ,,En finnst þjer það ekki dá- lítið eigingjarnt?“ spurði Lucy. „Það er að segja, þegar þeir sjá alla vini sína og vensla- menn hrygga í huga og grát- andi þar sem þeir vonast eftir fullvissu um að allt sje í lagi. Finnst þjer ekki, að það væri rjett að skreppa aftur bara til þess að veita þeim þessa full- vissu“. „Hversvegna?“ spurði skip- stjórinn. „Þegar allt sem þá vantar, er trúin? Þeir stórfurða mig altaf“, hjelt hann áfram,1 „þessir sálmasyngjandi hræsn arar, sem eyða helmingnum af | æfinni í kirkju. heimtandi af! guði almáttugum að hann gefi þeim vængi svo þeir geti flogið beint inn í Paradís, og þegar vinir þeirra deyja, þá klæðastj þeir sorgarbúningi og tala um þann látna sem „vesalingur-' inn“ — það er ekkert sam- j ræmi í þessu og ekkert vit. Og hvað snertir að senda þá, sem á himnum búa, aftur á nokkra; mínútna fresti til þess að þurka framan úr þeim tárin, þá get- ur þú ímyndað þjer vitleysuna,! sem úr því yrði. Og svo er það líka tímaspurningin og ennþá fleira, sem, eins og jeg sagðij þjer áður, ekki þýðir að reyna að skýra fyrir þjer á jarðneskri tungu, vegna þess að engin orð eru til yfir það“. I „Þú sagðir að eins þeir sem ó- hamingjusamir eru snjeru aft- ur“, sagði Lucy. „Ert þú óham ingjusamur?" „Ekki líkt því eins óham- ingjusamur og er er reiður“, sagði skipstjórinn. „Mjer hef- ur altaf fundist að sjálfsmorð yfirleitt, væru þau örlög, sem ekki sæmdu nema mestu bleyð um, og jeg reiðist því altaf, að mjer skuli vera líkt við rag- geit, og jeg reiðist því einnig, að þessi maður í Suður-Amer- íku skuli eiga það sem jeg hafði ætlað heiðarlegum skip- stjórum. og jeg er bölvaður auli og lítt framaður í lífinu effir dauðann, þó þú ef til vill haldir það“. „Jeg verð að játa, að mjer heyrist þú ekki neitt hamingju- samur“, sagði Lucy, „og hvorki ertu leiðinlegur nje yfirnáttúr lcgur. Jeg er alls ekki hrædd þegar þú heimsækir mig“. íj„Þú verður það nú bráðlega“, sagði sWipstjórind,; „nema þú komir þjér í rú.mið. Hann er að skella á með þoku. — Jeg vildi heldur sigla skipi yfir Ermasundi í norð-austan roki, heldur en í þoku“, hjelt hann áfram. „Það er reimt í kring- um mann, — vofur af skip- um. sem blása í eimpípurnar, og maður siglir sínu eigin skipi, eins og maður væri kominn út áf hjara veraldar. Breiddu nú ofan á þig, og jeg skal segja þjer söguna af því þegar skip ið rakst á okkur út undan Nore, þegar jeg var ungur sjómað- ur“. . „Hvernig á jeg að fara að Wreiða ofan á mig, þegar jeg er ekki einu sinni háttuð?“ spurði Lucy. „Jæja, háttaðu þá“, sagði skipstjórinn, „jeg kæri mig koll óttann“. ,Jeg var nú að hugsa um sjálfa mig“, sagði Lucy í um- vöndunarróm. „Viltu fara út?“ „Það er alveg óþarfi að jeg' fari út“, svaraði skipstjórinn. J „Hvort sem þú ert klædd eða ekki hefur ekkert að segja frá 1 mínu sjónarmiði“. Það heyrðist • dálítill hlátur en síðan lcng þögn. Lucy fór úr kjólnum milli vonar og ótta. „Þú hefur fallegar axlir“, sagði skipstjórinn blátt áfram, „og helvíti góðan vöxt“. „Guð hjálpi mjer“, sagði Lucy um leið og hún greip sloppinn sinn og hjelt honum fyrir framan síg. „Ertu ennþá hjer? Jeg hjelt að þú værir farinn?“ „Þú klæðir þig alls ekki rjett“, hjelt skipstjórinn áfram, án þess að láta sjer fatast. „og altof mikið. Hver heldurðu að myndi nokkurn tíma láta sjer detta í hug að þú værir eins konar smámynd af Venus frá Milo, þegar þú hleður öllu þessu drasli utan á þig — það er líka óþarfi fyrir þig að roðna, þó það fari þjer bara vel“. * ,,Þú ert voðalegur“, sagði Lucy og greip höndunum fyr- ir andlitið, en missti um leið sloppinn. Hún flýtti sjer að taka hann upp aftur og vefja honum utan um sig. „Farðu í burtu, ómennið þitt, farðu í burtu“,'Skipaði hún. „Pmleg nú, Lucia, misstu ekki stjórn á sjálfri þjer, sagði skipstjórinn í sefjandi mál- j rómi. „Það er ástæðulaust að hleypa sjer í æsing. Líkamar sem slíkir hafa ekki hina minstu þýðingu í mínum aug- um eins og jeg hefi sagt þjer! fyr. Öll þessi vitleysa um nekt, J er eintómt þvaður hvort sem! er“. „Viltu fara?“ spurði Lucy, og það var farið að síga í hana. „Fjandinn hafi það — nei“, sagði skipstjórinn. „En jeg skal líta undan eins og þeir kalla það“. Það var önnur þögn. Lucy slökkti Ijósið og lauk við að, hátta sig. Hún fór ígamaldags náttkjól, sem hún átti með út- saumuðum ermum og uppbrot- um. Síðan stóð hún lengi og horfði á stjörnurnar og tungl- ið, sem endurspeglaðist í sjón- um, þangað til henni fanst hún vera partur af einhverju sem var miklu stærra en hún sjálf i og þar sem ékkerf rúm var fyr- ir falska dygð, falska siðprýði eða falskt hugarfar. „Góða nótt“, sagði hún þýð- lega. „Mjer þykir leitt að jeg var vond. „Lucia“, sagði skipstjórinn blíðlega. „Þú ert svo lítil og yndisleg. Jeg vildi óska að jeg hefði getað ferðast með þig til Noregs og sýnt þjer firðina og miðnætursólina, og til Kína — mikils heurðu farið á mis, af því þú fæddist of seint til þess að ferðast með mjer um heims- höfin. Og jeg hefi líka misst mikils“. 3. KAFLI Sumarið leið og því fylgdi haustið og á eftir haustinu kom veturinn. — Friðsama lífið í Gull Cottage gekk sinn vana- gang. Börnunum þótti gaman í skólanum. Cyril var efstur í sínum bekk með ágætiseink- unn í latínu og vildi fá smá- sjá í jólagjöf. Anna rak lest- ina í sínum bekk en dansaði þó sólódans á skemmtuninni, sem haldin var í lok skólaárs- ins og vildi fá gramrftófón í jólagjöf. Þetta var yndislegasti jóladagurinn. sem Lucy hafði lifað, síðan hún sjálf var barn. Ekkert skygði á ánægju dags- ins, sem byrjaði með jólasokk unum fullum af heimatilbún- um sætindum og síðan kom kal kúnasteik, búðingur, jólasálm- ar og kastaníuhnetur, sem steikt ar voru á arineldinum eftir kvöldverð og síðast kom svefn- inn. Það var eins og jólatrjenu, sem breiddi ævintýrageisla sína um herbergið, hefði verið gefin einhver töframáttur til þess að gera alla atburði dags- ins ánægjulega, jafnvel upp- þvottinn. Veturinn gekk úr garði og vorið reið enn einú sinni í hlað og þá keypti Lucy hund. Skömmu eftir giftinguna hafði Lucy látið í Ijós löngun sína til þess að hafa eitthvað dýr í húsinu og þá hafði Ed- win gefið henni hund. af á- gætu kyni. En gelt hans og ó- læti komu honum brátt í gröf- ina öllum til ánægju. En þessi litli hundur, sem þau höfðu keypt af götusala, reyndist hinn skemtilegasti og ágætur fjelagi. Hún og Tags, en það kallaði; hún hundinn, fóru í æ lengri göngutúr á daginn eftir hús- verkin, en á kvöldin hlustaði hún á börnin, þegar þau sögðu henni frá atburðum dagsins og sagði þeim síðan frá sínum eigin ferðalögum. Gregg. skipstjóri heimsótti hana næstum á hverju kvöldi og sagði henni sögur frá æsku sinni og sjóferðum. „Ertu orðinn gamall núna?“ spurði Lucy kvöld nokkurt, er hann hafði lokið við að segja henni frá sjerstaklega spennandi ferð um Suðurhöf- in. — „Hjá okkur er hvorki æska nje elli“, svaraði skipstjórinn. „Aðeins tilvera — engin elli, enginn tími, engin hæð og ekk- ert dýpi — aðeins ódauðleik- inn og eilífðin og hugsýn“. „Mjer finnst það bæði hræði legt og tilbreytingarlaust“,! sagði Lucy. GULLNi SPORINN Eftir Quiller Couch. 42. ,,Það er ykkur fyrir bestu. Það blæðir úr fætinum á mjer, og þegar dagar, geta þorpararnir hæglega rakið slóð okkar, ef jeg fylgist með ykkur“. Hún stóð þegjandi um stund. Að tíbki okkar gátum við heyrt hestana hneggja í örvæntingu, og bjarminn af bál- inu kastaði rauðum bjarma á trjen frumundan. „Nei, þjer megið ekki yfirgefa okkur — við stöndum í of mikilli þakkarskuld við yður.“ Hún fjekk mig til að setjast á stein, sem var þarna, tók af sjer hálsklút sinn-og batt um sárið. Jeg þakkaði henni og við flýttum okkur inn í skóginn. Við vorura stodd í brekku, og meðan við gengum, gátum við greini- lega heyrt hrópin og öskrin frá húsinu. Við endann á hæðinni þynntist skógurinn, og þegar jeg horfði upp rnilli trjánna, sá jeg„að aftur hafði dregið fyrir tunglið. Við gengum yfir hæðina og vorum bráð- lega aftur komin inn í þjettan skóg. En kraftar Sir Deakin voru nú þrotnir. Hann hneig allt í einu til jarðar og fjekk voðalegt hóstakast. ,,Ó,“ stundi hann milli hviðanna, „jeg get þetta ekki!<£ Svo hóstaði hann á ný og engdist sundur og saman á jörð- inni, og um tíma óttaðist jeg, að Settle og fylgifiskar hans mundu heyra til hans. „Jeg get þetta ekki,“ endurtók hann, þegar hóstinn stöðvaðist, og lá svo rnáttvana á bakinu í skóginum. Jeg tók úann í fang mjer eins og lítið barn, og við lögðum aftur af stað. Jeg beit saman tönnunum af sár- sauka, því hvert spor olli mjer ógurlegum kvölum. Þegaþ við komum í litla runnum vaxna laut, nem jeg staðar til að ráðgerast við ungu stúlkuna. Þarna var skjól fyrir storminum, sem sveigði trjátoppana fyrir ofan okkur, og jeg óttaðist að fara mikið lengra, því vel gat svo farið, að skóginn þryti. Mjer fannst því ráðlegast, að koma gamla manninum þarna fyrir og bíða þess að dagaði. Jeg kom úlpu minni fyrir undir höfði hans, en sveipaði skikkju minni um Delíu. HEFND 8 — Jæja, karl minn, nú ætla jeg að hefna mín á þjer og horfa á þig vinna. ★ Sex daga vikunnar er hann ósýnilegur og þann sjöunda er hann óskiljanlegur, sagði göm ul kona um nýja prestinn í sókninni. Meðal negraþjóðflokksins Habé í Vestur-Afríku er það venja, að stúlkurnar giftast ekki fyrr en þær hafa eignast eitt barn og hafa þar með sann að, að þær eru færar um að eignast afkvæmi. Maður, sem hefur ekki ann- að að státa af en forfeður sína, er eins og kartafla. Það besta af honum er neðanjarðar. Gelli. ★ Konan er besta stoð manns- ins. Hún hjálpar honum út úr öllum þeim ógöngum, sem. hann kemst í hennar vegna. Samuel Johnsen. ★ Skoti var hjartveikur. Þess- vegna borgaði hann fargjald í járnbraut aldrei lengra í einu en að næstu stöð. ★ Hún: Þegar við komum aftur til borgarinnar gleymirðu mjer strax. Hann: Nei, jeg skal hnýta hnút á bindið mitt. ★ — Eruð þjer ekki hræddur við innbrotsþjófa? — Nei, bókarinn sefur á skrifstofunni. •— Já; en á næturnar? Hún: — Þú elskar mig ekki lengur, þegar jeg er að gráta, þá spyrðu mig ekki einu sinni hversvegna jeg geri það. Hann: Nei, slíkar spurn- ingar hafa kostað mig svo mikla peninga, að jeg er hætt ur því.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.