Morgunblaðið - 01.08.1947, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 01.08.1947, Qupperneq 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 1. ágúst 1947 r Útg.: H.f. Árvakur, Rpykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arnl Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. f lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. A umkunarverður fjenaður „Ef annar aðilinn óskar ekki eftir samvinnu, þá er það sama sem, að hætta sje á árásarstríði. Þjóðveriar óskuðu ekki eftir samvinnu við Sovjetrikin og gerðu árás á Sovjet- rikin. — Hefðu Sovjetríkin annars getað unnið með Þjóðverjum? — Já, Sovjetríkin hefðu getað unnið með Þjóðverjum eins og hverri annari þjóð. Möguleikar fyrir samvinnu eru altaf fyrir hendi. En óskin um slíkt er ekki altaf til staðar. Ef ann- ar aðilinn óskar ekki eftir samvinnu þá leiðir það til deilu, til styrjaldar.“ Þetta er þáttur úr viðtali, sem bandaríski stjórnmálamað- urinn Stassen átti við Stalín marskálk ekki alls fyrir löngu. ★ Hjer er gefin óvenjulega skýr útsýn yfir hugarfar þeirra manna, sem ráða ríkjum í Rússlandi í dag. Þeir gátu svo sem ósköp vel unnið með nasistunum. Hitler og alt hans harð- snúna lið af siðleysingjum gátu átt sjer innilega vini og bandamenn austur í Moskva. Það stóð ekki á valdamönnun- um þar. En Hitler vildi ekki samvinnu. Á því strandaði. Það stóð heldur ekki á hinum islensku kommúnistaspír- um að vera verkfæri þeirra manna, sem vildu vinfengi við nasista. Menn muna heift hinna íslensku kommúnista, er þeir reyndu að tefja eða koma í veg fyrir, að hjer á landi yrðu gerðar ráðstafanir til þess að hefta framsókn nasist- anna á Atlantshafinu. Þeim flökraði ekki við því þá, að vera bandamenn og bræður húsbændanna í Buchenwald og Dachau. Menn sem voru í andstöðu við Hitler, voru á þeim tímum í augum komma hæfilegur eldsmatur í brensluofna nasistanna í Þýskalandi, af því þá hafði Hitler ekki sagt upp vináttunni við hina ríkjandi Moskvastjóm, er hefur hjer leppa sína, hlauparófur og páfagauka. Fjöldi Islendinga skildi það ekki fyrr en nokkru síðar, hve íslenskir kommúnistar eru fullkomlega ánauðugir þræl- ar þeirra, sem með völdin fara í austanverðri álfunni. Nú sjá menn og skilja það betur er Rússastjórn hefur lagt undir sig austanvert Þýskaland og tekið þar að erfðum þær til- færingar, sem nasistarnir höfðu komið sjer þar upp, til þess að losna á fyrirhafnarlítinn hátt, við pólitíska and- stæðinga. Fangabúðirnar í austanverðu Þýskalandi sem nasistarnir notuðu til þeirra hryðjuverka, er teljast mega þau mestu, sem sagan hefur enn hermt, eru aftur teknar í notkun. Þar hafa orðið húsbóndaskifti. Nú eru þar sömu húsbændur og þeir, sem ráða því, er Þjóðviljinn skrifar daglega. Þar eru sömu húsbændur, og þeir, sem ráða orð- um, athöfnum og skoðunum allra foringjaklíku hins ís- lenska kommúnistaflokks. Þó húsbóndaskifti hafi orðið í þessum víðfrægustu kval- stöðum mannkyns, dettur víst fáum í hug að aðferðirnar, sem þar eru notaðar nú, sjeu mjög frábrugðnar þeim, er nasistarnir höfðu um hönd. ★ Þegar málpípur hins austræna einræðis, þess einræðis er mest hefur brotið af sjer og fjarlægast stendur vestræn- um hugsunarhætti og frelsiskenningum, þykjast geta komið fyam eins og boðberar frelsis, fyrir íslenska þjóð, þá er ekki hægt annað en vorkenna svo afvegaleiddu og andlega voluðu fólki. Húsbóndi þeirra hefur sjálfur sagt, að hann hefði eins vel getað fýlgt nasistum að málum, eins og hverjum öðr- um. Sjálfir sýna þeir sem fylgja kommúnistum bæði hjer og annarstaðar, að þeir eru gersamlega bundnir við að hlýða hverskonar fyrirskipunum er að austan koma. Þeir sem kommúnistaflokknum stjóma hafa selt sál sína, hafi þeir nokkru sinni haft nokkuð, sem því nafni yrði nefnt, þeir eru ekki annað'en fjenaður, sem rekinn er viljalaus til fylgis við hvaða óhæfu, sem einvaldsstjórninni austur frá dettur í hug, að geti komið henni að gagni, í hinni ógeðs- legu viðleitni hennar til heimsyfirráða. ÚR DAGLEGA LÍFINU Stækkun landhelginnar MIKIÐ og margt hefur verið rætt og ritað um nauðsyn þess, að landhelgin íslenska yrði stækkuð. Einstaka menn hafa jafnan borið þetta fyrir brjósti öðrum fremur, og komið fram í blöðum og útvarpi til að skýra þetta þjóðþrifamál fyrir lands- mönnum. Svo er að sjá sem norrænu þingfulltrúarnir, sem nú sitja hjer fundi, finni jafnt til þess og ofangreindir menn, hversu land- helgin er fiskiveiðaþjóðunum viðkvæmt mál. Hafa þeir marg- ir hverjir í ræðum sínum vikið að þessu, og allir virðast þeir hallast á þá skoðun, að rjettur smáþjóðanna sje, eins og svo oft vill verða, borinn fyrir börð í þesSum efnum. Á Parísarfundinum BRESKUR maður, sem hjer dvaldist lengi í stríðinu og verið hefur hjer á landi um tíma í sumar, kom að máli við mig fyrir nokkru, og sagðist líta svo á, að við íslendingar ættum að taka upp stækkun landhelginnar á Parísarfundinum, sem boðað var til vegna aðstoðartilboðs Bandaríkjanna. Hann skýrði þessa skoðun sína þannig, að á þeim fundi hafi verið skipaðar nefndir til að birta álitsgerðir um hjálparþörf og framleiðslu- getu Evrópuþjóðanna. Þar eig- um við íslendingar fulltrúa. • íslenska framleiðslan FRAMLEIÐSLUGETA Islend inga byggist að langmestu leyti á sjónum. Því lítur þessi breski maður svo á, að ef við í nefnd- um Parísarfundarins getum sannfært þátttökuþjóðirnar um það, að til þess að auka og tryggja framleiðslu okkar sje stækkun landhelginnar íslensku nauðsynleg, sje alls ekki ólík- legt, að okkur verði meiri gaum- ur gefinn en til þessa. Er þetta ekki þess virði, að það sje athugað? Hvers eigum við karlmenn að gjalda? ÆTLI nokkur karlmaður líti í spegilinn á morgnanna og taki til við að undirbúa eyðingu skeggbroddanna, án þess að láta sjer detta í hug, hvers við karl- menn eigúm eiginlega að gjalda. Þessi endalausi og þrautleiðin- legi rakstur er vissulega ekkert annað en ægileg refsins, sem við höfum verið dæmdir í fyrir ein- hvern ennþá ægilegri glæp. Nú skal jeg að vísu ekki neita því, að kvenfólkið á einnig sinn djöful að draga á morgnanna, en það getur þó að minnsta kosti haft einhverja tilbreytingu í þessu öllu saman — dregið svörtu bogana fyrir ofan augun misjafnlega krappa og breytt um varalit allt að því sjö sinn- um í viku. • „Motturnar“ ANNARS er ékki annað að sjá, en að karlmennirnir, sumir- hverjir, hafi gefist upp á þessu öllu saman, ypt öxlum og leyft skóginum að vaxa í allar áttir. Það bera að minnsta kosti „motturnar" með sjer, sem sum- ir þeirra nú rogast með framan á andlitinu. Eitt skáldið okkar er orðið eins og greifinn af Monte Christo og Balboskegg blómstr 'r á ásjónu eins flug- máiasjer.ræðingsins. Skegg hefur raunar gegnum aldirnar haft ekki svo lítið að segja í heimsmálum. Menn hafa safnað skeggi til að sýna trú sína og gengið skegglausir til að sýna trú sína, stundum hefur alskeggið vottað frómleik mann- anna, en á öðrum tímum höku- toppurinn — og svo er það auð- vitað yfirvaraskeggið, sem oft og tíðum hefur verið aðal fyrir- vinna kvikmyndahetjanna. o Vandræðin með þvottinn ÞVOTTAHÚSIN eru of fá í þessum bæ, um það verður ekki deilt. Yfirleitt mun það reglan, að viðskiptavinirnir verði að bíða tvær til þrjár vikur eftir þvottinum, og því lítil furða þótt þeir sjeu orðnir súrir á svipinn og svartir í kringum hálsinn, þegar flíkur þeirra loksins koma. Ekki er þó hægt að segja, að þetta sje viljaleysi þvottahús- anna að kenna — þau bara eru ekki nógu mörg og hafa því ekki undan. Sama er að segja um stofnanir þær, sem hreinsa föt — mjer er jafnvel sagt, að sumir sjeu byrjaðir að senda föt sín lengst út á land til hreinsunar. Og hversu illa þetta kemur við margan manninn, má sjá á því, að sú saga gengur fjöllunum hærra, að efnaðir Svíar láti hreinsa fötin sín — í Banda- ríkjunum. • ,, RÆSTINGARSTÖÐIN' ‘ hef- ur sent mjer línu, vegna skrifa husmóðurinnar, sem hreingern- ingarmennirnir ljeku sem verst um daginn. Þykir mjer sjálfsagt að birta þetta brjef, enda sýni- legt, að taxti Ræstingarstöðvar- innar er allur annar en heiðurs- manna húsfreyjunnar. Brjefið er á þessa leið: ,,Að gefnu tilefni, vegna grein ar ,,húsmóður“ í dálkunum í Daglega lífinu 29. 7., viljum við taka fram eftirfarandi, fyrir hönd þeirra manna, sem vinna á vegum „Ræstingarstöðvarinn- ar“: 1. Alla vinnu við ræstinga- störf höfum við unnið fyrir auglýstan taxta hreingerningar- manna, kr. 13,50 pr. klukku- stund í dagvinnu. 2. Þar af leiðandi geta hús- mæður nú, sem fyr, snúið sjer til okkar í fullri vissu um heið- arleg viðskipti". Þannig er brjefið, og síst skyldi jeg elta ólar við heiðar- lega hreingerningarmenn. • ! ! ! ! ! OG svo er mjer sagt, að gár- ungarnir sjeu farnir að kalla ný úthlutuðu Renaultbílana haga- mýs, vegna þess h\*rsu lengi þeir stóðu út í Haga. »•■■■■— ....................... ... . I MEÐAL ANNARA OROA . . , , Nokkrir blaðamenn þorðu að leila að sfaðreyndum Margir opinberir erindrekar frá Vestur-Evrópu, starfsmenn við sendisveitir og auk þess nokkrir blaðamenn hafa kom- ist inn fyrir járntjaldið, kom- ist inn í Rússland. Þeir skift- ast oft í tvo flokka, menn, sem gera sig ánægða með það sem rússnesk yfirvöld leyfa þeim að sjá. Vitanlega hafa Rússar jafnan frá því er Katrín mikla var að ferðast um Suður-Rúss- land, verið hinir leiknustu 1 að nota leiktjöld og þeir, sem gera sig ánægða með það, sem þeim er sýnt, koma aftur til baka fullir aðdáunar á öllu, sem þeir hafa sjeð og dásama hið rússneska skipulag. l»eir, sem vilja vita sannleikann. En nú eru aðrir menn, sem gera sig ekki náægða með að skoða leiktjöldin. Þeir vilja skygnast á bak við og sjá hverhig þjóðin og þjóðlífið sjálft er í hversdagsfötunum. Og þótt ýmsar hindranir mæti þeim í fyrstu, svo sem að fölk- ið er hrætt við að tala við út- lendinga vegna aðvarana frá yfirmönnunum, jafnvel, að þeim sje bannað að fara á ýmsa staði, gefast þeir ekki upp, veiða ýmislegt, sem ekki var áður vitað upp úr fólkinu, og sumir geta jaínvel aflað sjer heildaryfirlits yfir afkomu þjóðarinnar og líðan fólksins. Þegar ' utanríkisráðherra- fundurinn var í Moskvu í vet- ur fengu óvenjulega margir biaðamenn leyfi til að fara inn fyrir járntjaldið, þótt þeir væru raunar ekki eins margir og Rússar fyrst höfðu lofað. Nú eru farnar að birtast frá- sagna^reinar eftir þá, méðal annars í breskum blöðum. Und arlegt er, að þó þeir sjeu frá mismunandi blöðum, og þótt þeir hafi mismunandi stjórn- málaskoðanir komast þeir samt að sömu heildarniðurstöð um lífið á bak við grím- una hjá rússnesku þjóðinni. Þó taka þeir hver um sig vanda mál ríkisins frá mismunandi hliðum. Alexander Clifford frjetta- ritari við Daily Mail. sem hef- ir jafnan verið vingjarnlegt í garð RÚssa, segir í grein sem hann kallar „Yfirstjett í stjetta lausu ríki“ þetta. Mismunandi lífskjör. Fjöldinn allur er illa klædd- ur, lifir í ljelegum íbúðum og sveltur, en skilin frá þeim er mikil og voldug yfirstjett, skrautlega klædd. sem lifir í skrautlegri íbúðum en yfirleitt þekkjast í Vestur-Evrópu. Og þefta fólk er svo ríkt, að það getur leyft sjer að jeta, drekka og dansa á hverjum degi á fín- ustu veitingastöðum, án þess að gera nokkurntíma handtak til gagns. Þessir menn eru að stöðu háttsettir embættismenn, sem virðast samt ekki þurfa að mæta til vinnu, hershöfð- ingjar og aðrir háttsettir for- ingjar í her og flota. Læknar, sem hafa verið nógu duglegir að tala sig inn á ráðamenn rik- isins og rithöfundar, sem skrifa eftir pöntun kommúnistanna. Ógurleg árslaun. Þeásir menn hafa margir hVerjir 40.000 rúblna laun á mánuði (næ.”j 20.000 krónur) Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.