Morgunblaðið - 01.08.1947, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 01.08.1947, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 1. ágúst 1947 23. dagur „Verði“ át Eva upp eftir henni, „Lucy, þú ert ekki •— þú ert ekki að hugsa um að gifta þig aftur?“ „Nei“, svaraði Lucy, „vertu ekki hrædd um það, Eva, jeg er orðin of fullorðin til þess að vera rómantísk aftur“. ,0, jeg veit nú ekki“, sagði Eva snöggt, „þú ert yngri en jeg er — ekki að jeg sje gömul — og jeg býst við að sumum 'kynni að þykja þú lagleg á einhverskonar aðlaðandi hátt — karlmenn eru slíkir asnar“. Hún stóð upp skyndilega, gaf þjónustustúlkunni merki um að koma með reikninginn ég flýtti sjer með hann til gjaldkerans meðan Lucy laum aði pening að þjónustustúlk- unni. "ÍÞað var rigning þegar þær komu út og Eva setti upp regn hlífina og hjelt henni þannig að droparnir láku niður á háls inn á LuCy. Síðan greip hún í handlegg hennar og teymdi haná í þveröfuga átt, og það var ekki fyr en þau komu að næsta horni að Lucy gat kvatt hana, þakkað henni fyrir teið og lofað að heimsækja hana naest þegar hún kæmi til Whit- chester. „Sem verður aldrei“, sagði hún við sjálfa sig og flýtti sjer af stað til veðlánarans áður en hann lokaði. Það var komið svp nálægt lokunartíma, þegar hún komst þangað, að eigand- inn var einn í búðinni og það var nokkuð sem hún gat þakk- að Evu, hugsaði Lucy um leið og hún náði leðurkassanum með brjóstnálinni upp úr tösk unni sinni og lagði hana á búð- arborðið. Veðlánarinn. hár mjósleginn maður, með lítil svört augu, sem virtust sjá alt nema hana, tók nálina með beinaberum fingrunum og skoðaði steinana nákvæmlega með stækkunar- gleri. „Á að smíða nýja umgjörð?“ spurði hann dimmura rómi. Lucy hristi höfuðið. „Nei“, hvíslaði hún. „jeg — jeg vil selja hana“. Maðurinn horfði á dúfumyndaða nálina að því virtist alt öðrum augum en áður. Það var eins og hún hefði alt í einu breytst í glermynd af spörfugl. Hann lagði hana á borðið. ,Hún er afar gamaldags", sagði hann með lítilsvirðingu. „En mjer hefir verið sagt að 'steinarnir væru ekta“, sagði Lucy, „og umgjörðin er tuttugu og tveggja karata“. — „Fimtán“, sagði maðurinn snögglega. „Hún er merkt tuttugu og tveggja“. sagði Lucy. „Nei, það er ekki sem jeg meina, þú færð fimtán pund fyrir brjóstnálina“, sagði mað- urinn og mændi upp í loftið eins og Lucy hefði ávarpað hann þaðan. „Það lítur ekki út fyrir að vera mikið“. sagði Lucy efa- söm. Hann ypti öxlum og byrj- aði að leggja saman tölur í höf uðbók. „Þarna er brjóstnál“, sagði Lucy og benti á sýningar- gluggann, „með miklu minni gimsteinum, sem er merkt á fimmtíu pund“. „Nýtísku umgjörð — platin- ium“, sagði maðurinn og hjelt áfram að leggja saman. „Gætirðu ekki látið mig hafa-------“. „Sextíu pund og ekki penny minna^ d,jöfullinn hafi það“, þrumaði rödd skipstjórans. „Veðlánarinn leit upp úr bók sinni og starði hræðsluaugum á Lucy,' sem mætti augnaráði hans með jafnmikilli hræðslu, rjóð í kinnum og varirnar opn ar til þess að mynda orðin, sem hún hafði ætlað að segja. „Hvað — hvað sagðirðu?“ sagði hann og starði niður fyr- ir sig. „Sextíu pund, þorpara þjófskvikindið þitt“, sagði skipstjórinn, „það má vera að smaragðarnir sjeu ekki dýrir, en gimsteinarnir eru ekta og einir saman sextíu punda virði —“. „Farðu burt með þá — burt með þá“, sagði veðlánarinn hás, „og jeg hjelt þú værir svo mikil dama“. „Þú lætur hana fá sextíu pund“, hreytti skipstjórinn út úr sjer. Lucy hjelt áfram að standa þarna orðlaus“, Hver fjandinn er að augunum í þjer, þekkirðu ekki ekta gimsteina þegar þú sjerð þá, og þar að auki fengnir á heiðarlegan hátt, sem er meir en hægt er að segja um sumt af þessu drasli, sem þú hefir hjer, það get jeg svarið“. „Haltu kjafti“, urraði í veð- lánaranum, sem nú vár orðinn eldrauður í framan. „Hver ertu eiginlega?“. „Kemur þjer ekki við“, sagði skipstjórinn, „en jeg veit það sem jeg veit. Er þessi nál sex- tíu punda virði eða ekki?“ „Þagnarfje11 (Blackmail), nöldraði veðlánarinn, „það er einmitt það, sem þetta er“. „Samviskubit“, sagði skip- stjórinn. „Jeg er ekki að hafa út úr þjer þagnarfje. jeg er að bjóða þjer ágætis gimsteina fyrir helvíti lítið verð, taktu því eða ekki“. Veðlánarinn opnaði peninga skúffuna með skjálfandi hönd um og taldi fram peningana og ýtti þeim síðan yfir borðið, þar sem Lucy tók jafn skjálfandi’á móti þeim og setti þá á tösk- una sína. „Þakka þjer fyrir“, sagði hún hlýlega þegar hún flýtti sjer út og skildi eftir veðlánar- ann ,sem starði á græna dúk- inn, tákn friðarins, á búðar- borðinu. „Mjer stendur alveg á sama“ sagði Lucy þegar hún talaði við skipstjórann heima hjá sjer, „þú hafði engann rjett til þess arna. Það kom mjer í verstu klípu — og jeg þori aldrei að stíga fæti í Whitmouth aftur“. „Eins og þú ætlaðir þjer ekki heldur, hvort sem var, svo þar taparðu litlu“, sagði skipstjór- inn. „Hversvegna fjekkstu ekki ritvjelina?“ „Hvers vegna fjekk jeg ekki ritvjelina“. Lucy sagði. „í fyrsta lagi voru allar búðir lokaðar og í öðru lagi þori jeg aldrei þangað aftur til kaupa“. „Jæja, mjer þykir það leitt góða mín“, sagði skipstjórinn, „en jeg gat ekki farið að láta þennan glæpamann svíkja af þjer fjörutíu og fimm pund“. „Ef hann er slíkur glæpa- maður, hvernig gat hann heyrt til þín?“ spurði Lucy. „Það er það sem undrar mig“. „Glæpamenn þurfa ekki endilega að vera tilfinninga- lausir“, svaraði skipstjórinn, „og allt tilfinningaríkt fólk getur heyrt til mín — þess- vegna heyrði Miles til mín. Það eru aðeins þeir, sem ekki geta sjeð eða skilið ástæður og sjónarmið annara sem eru andlega heyrnarlausir“. „En jeg hjelt að Miles væri gjörsamlega eigingjarn“, sagði Lucy.- „Eigingjarn en ekki tilfinn ingalaus“, sagði skipstjórinn. „Hann gat sjeð og skilið ann- ara sjónarmið og snúið því sjer í vil: Og gott og illt þýðir ekki altaf andlegt og andlaust. Það er mismunur, sem mennirnir hafa búið til. Sumir af verstu mönnunum að dómi jarðbúa hafa fínustu hugsanir og til- finningar," en lenda í þoku ef til vill, í byrjun lífs síns og læra aldrei að sigla beint. Og hjer er annað sem jeg ætla að segja þjer: Það eru dýrðling- arnir og syndararnir, sem komast nær þeim fullkomn- ustu, en þessir hálfgildings- menn með sínar neikvæðu syndir eins og illgirni, fjand- skap og ómensku“. „Hvort ert þú dýrðlingur eða syndari?“ „Jeg er enginn dýrðlingur“, sagði skips'tjórinn, „jeg fjekk ekki mjög háa einkunn hinu- meginn, en að minsta kosti var jeg heiðarlegur við sjálfan mig og mjer var ekki fleygt út“. „Þú meinar að það sje'til hel víti“. sagði Lucy. „Sumir gætu kallað það það“, sagði skipstjórinn. „Það er staður sem sumir andar verða að bíða þangað til þeir skilja og játa sannleikan um sjálfan sig. Það er andskotans einskis virði að reyna að kenna einhverjum eitthvað án þess að hann játi að hann hafi eitthvað að læra‘. „Fer jeg á þann stað?“ spurði Lucy. „Ekki ef þú ert fullkomlega heiðarleg við sjálfa þig“, sagði skipstjórinn. „En. vertu ekki óróleg út af því hvar þú lendir að leiðarlokum. því þá ertu viss um að stranda. Farðu nú að sofa og á morgun byrjum við á æfisögunni minni með blýanti þangað til þú getur pantað ritvjel frá London“. nifllllllllllllllllllnif IIIIIHIIIIIH ( 5 s E 5 | Bifreiðaeigendur [ | Höfum fyrirliggjandi: = Burðargrindur á bíltoppa, loftdælur (hand- og fótdælur) 1 bensínbrúsa, smurolíur, stýrisratt, lása á switch og stýri i með lyklum. COLUMBUS H.F. Sænska frystihúsinu. Símar 6460 og 6660. •fMiiiimmiiifmifiiiiiiiiiiiniiiifiiiKtiiiiifiiiiitfimmiu GULLNI SPORINN Eftir Quiller Couch. 53 „Og af verður það að fara fyrir því“, sagði jeg og dró skærin upp úr vasanum. ,,Og líttu á þessi voðalegu stígvjel!“ Jeg var ekki lengi að sýna henni fram á, að stígvjelin væru í raun og veru alls ekki sem verst, en langan tíma tók það mig að tala um fyrir henni, svo jeg gæti klippt af henni löngu hárlokkana. Að lokum ljet hún þó undar. og jeg byrjaði að beita skærunum. En hún hágrjet aí gremju og reiði. Þó byrjaði hún bráðlega að hlæja aftur og innan stund ar vorum við lögð af stað yfir akrana í vesturátt, Okku þótti þetta öruggara, en þó tókst okkur ekki betur en ao hlaupa beint í fangið á hópi uppreisnarmanna, sem sát„> bak við stóran stein og snæddu kvöldverð. Þeir voru sex og hljóta að hafa setið krafkyrrír, þa? sem við tókum als ekki eftir þeim. Jeg hafði klifrað upp á steininn, þegar allt í einu var hrópað beint fyrir neðan mig:: „Flýjum! Her konungsins er kominn!!“ Við þetta brá mjer svo, að jeg hrasaði og fjell beint ofan á h: is inn á þreklegum náunga. í fyrstu leit út fyrir að þeir ætluðu að leggja á ileíta en þegar þeir sáu ekkert annað en strákling, sem la ynar flatur á jörðinni, og annan, sem starði dauðhrædd r á þá, snerist þeim fljótlega hugur. Áður en mjer tóksi að standa á fætur, voru tveir þeirra búnir að fleygja sj r á mig — og andartaki seinna voru þrjótarnir búná: að binda bæði mig og Delíu. „Sóttu ljóskerið, Zacchæus“. Það var sótt, kveikt á því og því haldið yfir okkur. Allir sex voru þessir náungar klæddir græiium kyrtlurn. „Leitið á honum“! hrópaði einn þeirra. „Yfirheyrum hann!“, æpti annar og byrjaði strax að spyrja rnig um her konungsins og aðgerðir hans. Jeg gat auðvitaö engar upplýsingar gefið þeim, en það hjeldu þeir að stafaði af þrjósku. „Þá förum við með hann til Tubbs liðsforingja!“ „Bíðið við“ hrópaði annar, sem hafði stungið hendinni inn á brjóst mjer, „komið með ljóskerið hingað! Hvað er þetta?“ ÍLwi! Þegar hárgreiðslumaður- inn gerðist knapi. ★ — Hvar hef jeg hitt yður áður, herra minn? — Á hökuna, við kepptum á drengjameistaramóti í boxi 1923. ★ Þegar fyrirtækið átti afmæli og allir stjórnarmeðlimirnir voru samankomnir í veislunni reis framkvæmdastjórinn á fætur og mælti þessi orð: •— 1 mörgum stjórnum er það svo. að annar helmingur stjórnarinnar vinnur baki brotnu, en hinn helmingurinn gerir ekki handtak. Mjer er ánægja að því að lýsa því yfir að í þessu fyrirtæki okkar er það þveröfugt. ★ Sveinn litli hefur nagað neglurnar. Þá segir mamma hans: Þetta máttu ekki gera Svenni, þá stækkar maginn á þjer. Nokkrum dögum seinna er Sveinn í strætisvagninum eqcS mömmu sinni. Feit kona siíur á móti þeim. Sveinn horfir hlæjandi á hana allan timaro. — Þekkir þú mig, spyr ko:;> an loks. — Nei, en jeg veit hvað j. hefur gert, svarar Sveinn. ★ — Jeg þarf að fá bílhanska — Hvaða númer? - — R.-6238. ★ Það var í bíó, eftir hljeð, að konu sem sat í miðjum sal datt í hug, að kannske væri fjöðurin í hattinum hennar til óþæginda þeim, sem sat fyrir aftan hana. Svo að hún sneri sjer við og sagði brosandi við manninn, sem sat fyrir aftan: — Jeg vona að hattfjöðurin mín sje yður ekki til óþæginda. — Nei, nei, svaraði maður - inn. Jeg klippti hana af í byrj un myndarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.