Morgunblaðið - 22.08.1947, Side 2

Morgunblaðið - 22.08.1947, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. águst 194/ , Hjáip Rauða krossins til íslendinga í Þýskalandi viltœk og þðrf f I UTANRIKISRAÐUNEYTINU hefur fyrir nokkru borist skýrsla frá Arna Siemsen stórkaupmanni, sem er fulltrúi Rauða Kross Islands og framkvæmdastjóri fjelags Islendinga í Þýska- landi. Lætur hann þar í ljós mikið þakklæti Islendinga fyrir hina miklu hjálparstarfsemi Rauða Kross íslands, er hófst síðari hluta ársins 1945. Fram að hernámi Danmerk- ur önnuðust danskir ræðismenn fyrirsvar og vernd Islendinga í Þýskalandi, en frá þeim tíma og til ófriðarloka ræðismenn og fulltrúar Svía. Bæði hinir dönsku og hinir sænsku ræð- ’ ismenn sýndu málefnum Is- lendinga mikinn áhuga og höfðu jafnan góða samvinnu við fjelag Islendinga um öll vandamál. Ýmsir örðugleikar. í ófriðarlok hættu hinir sænsku ræðismenn að annast jíslensk málefni, og var þá ekk- ert fyrirsvar lengur af hálfu Islendinga í Þýskalandi. — En bæði danskir og sænskir ræð- ismenn hjeldu áfram að gera íslendingafjelaginu marghátt- aða greiða, einnig sænski, danski og norski Rauði Kross- inn og aðrir norrænir aðilar. f Liibeck, þar sem Árni Siem- sen er búsettur og á öðrum stöðum í Norður-Þýskalandi, þar sem flestir íslendingar búa, gerðist brátt þröngt fyrir dyr- um, þegar flóttafólk fór að streyma þangað úr öllum átt- um. Var það ósjaldan fyrir hreina tilviljun, að íslenskt flóttafólk gat náð sambandi við Arna. Oft var örðugt að greiða fyrir fólki þessu, en honum tókst jafnan að greiða götu þess með þolinmæði og dugnaði. Safnað upplýsingum um um íslendinga. Stuðningur Rauða Kross ís- lands hófst með sendiför Lúð- vígs Guðmundssonar skóla- stjóra til Þýskalands síðari hluta sumars 1945. Safnaði hann upplýsingum um íslend- inga í Þýskalandi og tókst að ná sambandi við állflesta þeirra. Næsta skrefið var það, að Rauði Krossinn tók að senda matarböggla til íslend inga. Veitti Árni Siemsen þeim flestum móttöku og sendi þá áfram, en Einar óperusöngvari Kristjánsson tók að sjer að greiða fyrir bögglunum til Ham hoi'gar og nágrennis. Þá var ekki um símasamband að ræða við Kaupmannahöfn nema frá Hamborg, og er ekki enn kom- ið símasamband við Lúbeck, enda þótt Árni eigi von á því á næstunni, að fá leyfi til sím- tala úr úr landinu. Matur og fatnaður. Af matarbögglunum fær hver Islendingur einn böggul á mánuði, og eru bögglarnir af sajna tagi og þeir, sem aðrir Norðurlandaíbúar fá, innihald flest það, sem mest skortir á íæðuna, svo sem feitmeti, grjón og sykur. Fyrir jólin 1945 voru föt send S>-------------------------------- i fra Islandi ,en vegna sam- gönguerfiðleika kom sendingin ekki fram fyrr en snemma í mars 1946. Síðan hafa sam- göngur batnað mjög, enda fá nú allmargir landar einnig reglubundnar bögglasendingar að heiman. — Þessar sendingar eru einnig afgreiddar fyrir milli- göngu Rauða Krossins,’ enda er samgöngukerfi hans og úthlut- unar hið besta sem völ er á. Frjettir um ættingja og vini. Árni Siemsen getur þess og með þakklæti, að Rauði Kross- inn hefir greitt mjög fyrir send ingu frjetta og upplýsinga um skyldfólk, og hafa nú yfir 400 orðsendingar Islendinga verið afgreiddar til vandamanna á íslandi. Fyrir þessum sending- um greiðir einnig danski aðal- ræðismaðurinn í Hamborg. Eft- ir að póstsamgöngur komust í lag, dró að sjálfsögðu úr þess- ari starfsemi, en til viðbótar henni hefur komið fyrir- greiðsla með aðstoð sendiráðs íslands í Kaupmannahöfn, á als konar plöggum, svo sem um- sóknum um dvalarleyfi, um- ferðaleyfi, vegabrjefsáritanir o. fl. Það er Ijóst af skýrslu Árna Siemsen, að áhugasamir íslensk ir sjálfboðaliðar hafa leyst af höndum mikið og nytsamt starf fyrir þjóð sína og notið til þess aðstoðar opinberra stofnana ís- lands og annara Norðurlanda. HátíðahöM Hinriúa 15. ágúsi New Dehli. ÞANN 15. ágúst n.k. verður fáni hindúaríkisins í Indlandi dreginn að hún, í viðurvist landstjórans og indverskra her sveita. Búist er við ,að 100.000 manns safnist saman við þessa hátíðlegu athöfn. Tveimur dögum síðar fer fram kveðjuathöfn fyrir bresk- ar liðssveitir, sem eru að fara frá Indlandi fyrir fullt og allt. Indverska sambandsþingið mun koma saman 14. ágúst og samþykkja að lýsa yfir sjálf- stæði landsins á miðnætti. — Monuntbatten lávarður út- nefndur landstjóri og mun hann vinna eið að stjórnarskránni og að því búnu mun ríkisstjórnin undir forsæti Pandit Nehru, einnig vinna eið að stjórnar- skránni. ■—Kemsley. Skemtir í Reykjavík- urfcabarettinum REYKJAVIKURKABAR- ETTINN hefir nú haft þrjár kvöldskemtanir í Sjálfstæðis- húsinu við ágætustu undirtekt ir, en næstu kvöld er Sjálf- stæðishúsið lofað fyrir aðrar skemtanir og verður kabarett- slcemtun þar ekki fyr en á sunndagskvöld. í kvöld hefir Kabarettinn skemtun í Bæjarbíó í H'afnar- firði, þar sem hinir útlendu listamenn sýna. Hefir valið á þeim þótt takast ágætlega. ! Nýtt skemtiatriði. í fyrrakvöld bættist nýtt skemtiatriði í dagskrá kabar- ettsins. Gamanleikari, sem heit ir Johan Thiersen og er hann svo gamansamur, að áheyrend- ur veltast um af hlátri að hon- um. Hann leikur heilt leikrit með því einu að blístra og er það tilhugalíf hjá næturgölum. Þykir sá þáttur vera með því besta sem sjest hefir hjer á því sviði. Myndin hjer að ofan er af Johan Thiersen. íslendingur á siofn- fundi alþjóffasam- bands kennara STEINGRÍMUR ARASON kennari er nýkominn heim frá Skotlandi. Þar sat hann skóla- fund Alþjóðasambands kennara sem fulltrúi íslenskra kennara. Var stofnfundur sambandsins og þing haldið í Glasgow dagana 7. —13. ágúst. Voru þar mættir fulltrúar frá 15 löndum, sem þegar hafa gengið í sambandið, eða ætla að ganga í það. Fjelagsskapur þessi, sem á ensku nefnist World Organiza- tion of Teaching Profession (WOTP) hefir það að markmiði sínu að koma á alþjóðasamvinnu í uppeldis og mentamálum og ala hvern ungling upp í vináttu til nágranna sinna og c-fla al- þjóðaþekkingu milli þjóðanna. Var undirbúningsfundur hald inn í New York í fyrra til að koma þessum fjelagsskap á stofn. í viðtali við Morgunblaðið í fyrra, skömmu eftir að hann kom heim, lýsti Steingrímur til gangi og fyrirætlunum þessa fje lagsskapar og flutti síðar út- varpserindi um sama efni. Steingrímur lætur vel yfir gestrisni Skota við fulltrúa á fundi þessum. ZO Íslendingar sæmdir norskum heiðursmerkjum í TILEFNI af heimsókn Ólafs ríkisarfa Norðmanna og full- trúa Norðmanna á Snorrahá- tíðinni í júlí s.l., hafa nokkrir Islendingar verið sæmdir norsk um heiðursmerkjum í viður- kennin^arskyni fyrir störf þeirra í þágu Norðmanna. Stórkross St. Ólafsorðunnar voru þessir menn sæmdir: Bjarni Benediktsson, utanrík- ismálaráðherra, Ólafur Thors, fyrverandi forsætisráðherra, Vilhjálmur Þór, fyrverandi ut- anríkismálaráðherra og Einar Jónsson myndhöggvari. Kommandör með stjörnu af St. ÓlajJsorðunni: Agnar Kl. Jónsson, skrifstofustjóri. Kom- mandör af St. Ólafsorðunni: Sr. Friðrik Rafnar, vígslubiskup. Riddari af 1. flokki St. Ólafs- orðunnar: Pjetur Eggerz sendi- sveitarritari: Gunnl. Briem, skrifstofustjóri; Brynjólfur Jó- hannesson, leikari; frú Marie Ellingsen (norskur ríkisborg- ari); Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og Þorsteinn M. Jónssoní forseti bæjarstjórnar á Akureyri. Þessir menn voru sæmdir Frelsiskrossi Hákonar VII.: Guðlaugur Rósinkranz, yfir- kennari; Skúli Skúlason, rit- stjóri; Sigurður Sigurðsson, yf- irlæknir og Snorri Sigfússon, skólastjóri. Þessir menn voru sæmdir St. Ólafsorðunni: Helgi Valtýsson, rithöfundur og sr. Björn O. Björnsson. Ennfremur voru eftirtaldir menn sæmdir Frelsisorðu Há- konar VII: Kári Jóhansen, deildarstjóri á Akureyri; Sig- urður Oddsson, prentari, Ak- ureyri og Arthur Guðmunds- son, deildarstjóri, Akureyri. Snorra-líkneskið í Bergen afhjúpað að vori ÞAÐ þykir nú sennilegt, að Snorralíkneskið í Björgvin verði ekki afhjúpað í haust, segir í frjett frá utanríkisráðu- neytinu, eins og ráðgert hafði verið, heldur í júnímánuði að vori, og er þá hugmyndin að bjóða íslendingum og Færey- ingum til heimsóknar og hátíð- ar í því tilefni. Um Snorra-hátíðina. Af norskum blöðum og blaða úrklippum, sem hingað hafa borist, er það ljóst að Snorra- hátíðin hefir vakið mikla at- hygli í Noregi og átt mikinn þátt í að treysta vináttubönd- in milli íslendinga og Norð- manna. Meðan á heimsókninni stóð, birtust daglega fregnir af henni í öllum blöðum Nor- egs, en jafnframt tóku blaða- mennirnir, sem hingað komu, að senda greinar sínar heim í flugpósti. í öllum þessum grein um er látin í ljós mikil hrifn- ing yfir móttökunum, og lofa blaðamennirnir gestrisni og hlýju íslendinga á hvert reipi. Verkfræðingum ] sýnd fróðleg mynd um hemaðarleynd- UM ÞESSAR mundir er hjeí staddur forstjóri útflutnings- deildar stærstu pípuverksmiðju Bretlands, Stewarts & Lloyds. Forstjórinn heitir G. A. Cane og kom hingað til viðræðna við> umboðsmenn firmans hjer, Eld ing Trading Company. Mr. Cane hefur verið á ferð um öll Norður löndin í þessum erindum firmans Meðferðis heíur hann kvikmynd af einu mesta hernaðarleyndar- máli síðustu heimstyrjaldar. — Saga uppfyndingarinnar á „Pluto“, bensín og olíuleiðslunt um, sem lagðar voru neðan sjáv ar á einni nóttu yfir Ermasund er Bandamenn gerðu innrás sína í Frakkland. Þessar leiðslur voru sennilega einn veigamesti þáttur innrásarinnar og sóknar’ innar inn í Þýskaland. Þessa kvikmynd ætlar Mr. Cane að sýna í Tjarnarbíó n.k. laugardag kl. l,15. Hefur Elding Trading Company boðið þangað verkfræðingum hins opinbera og ýmsum öðrum. Verið getur að myndin verði einnig sýnd al menningi. Sýningin tekur 45 mín. Þetta er talmynd. Kvik- myndin sýnir sögu þessarar upp fyndingar og síðan er leiðslan var lögð yfir Ermasund. Um leiðslurnar er það að segja í stuttu máli, að uppfindinga- mönnunum tókst að gera stálið í þeim svo sveigjanlegt að hægt var að vinda pípurnar upp á stórt „kefli“, sem gat flotið, síð an var það nóttina, sem leiðslan var lögð, að keflin voru sett á flot en dráttarbátar undu svo pípurnar ofan af, alveg eins og tvinna af kefli. Pípurnar vafðar upp á keflið. Danir vonasf lil að fá dollara hjá Brefum 1 ÁKVÖRÐUN Breta um að hætta yfirfærslum í dollara kem ur hart niður á Dönum en Danir vona að þeim verði haldið áfram að nokkru leyti hvað viðvíkur sterlingspundainneign þeirra í Bretlandi, vegna þess að Bretar hafa sjálfir hag af að Danir kaupi fóðurvörur í Bandaríkjun um. Aftur á móti er talið mjög vafasamt að Bretland útvegi Dönum dollara til kaupa á tó- 1 baki, kaffi og bensíni. | All mikið er nú rætt um það hjer að minka sölu á landbúnað arvörum til Englands en selja hana heldur til landa, sem hafa á boðstólum sömu vörur og ann ars yrði að borga með dollurum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.