Morgunblaðið - 23.08.1947, Side 1
34. árgangur
189. tbl. — Laugardagur 23. ágúst 1947
iR&foldarprentsmiSja h.i.
Þjóðminjasafnið
„Ekkert lært — engu gleymt“
-S>
Hjer birtist mynd af Þjó'ðminjasafnsbyggingunni, cr tekin var í gær, eftir að fánar höfðu þar
verið dregnir að hún. Byggingin stendur sem kuanugt er á norðvestanverðri Háskólalóðinni,
vestan við Melaveg. Er myndin tekin af norðanverðu húsinu frá Melatorgi.
Húsið er þrjár aðalhæðir með útbyggingu, sem á myndinni sjest og turn. í neðstu hæð eða
kjallara verða geymslur og sýningarsalir svo og íbúð þjóðminjavarðar. Á miðhæðinni verða að-
alsalir Þjóðminjasafnsins, en á efstu hæð verður listasafn ríkisins fyrst um sinn uns sjerstakt
hús verður reist handa því. I turninum verða sjerdeildir safnsins svo sem herbergi Jóns Sig-
urðssonar o. fl. I útbyggingunni verður fyrirlestrasalur, sem einnig mun verða notaður fyrir
sögulega sýningu.
Lögð verður áhersla á að húsið verði í alla staði sem vandaðast. Það verður hitað með ný-
tísku geilsahitun. Gluggar úr bronsi og koparþak.
Húsið er 50 metrar á lengd, og er rúmmál þess um 17000 teningsmetrar. (Nánar um bygg-
inguna í ræðu Alexanders Jóhannessonar próf., formanns byggingarnefndar, á 2. bls. blaðsins
1 dag.). nms
Álit indverska fulltrúans
í Öryggisráði á nýlendu-
veldunum
igær
NEW YORK í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
1 RÆÐU, sem fullti'úi Indverja í öryggisráði flutti í dag,
er ráðið hjelt áfram umræðum sínum um Indonesiu, sagði
hann meðal annars, að „sum nýlenduveldi virtust ekkert læra
og engu gleyma“. Lýsti hann því yfir, að Indverjar teldu hráð-
náuðsynlegt, að Öryggisráð skipaði nefnd til áð rannsaka mál-
efni Indonesíu. — Fulltrúi Hollendinga, dr. -van Kleffin, sem
einnig tók til máls, endurtók þá staðhæfingu hollensku stjórn
arinnar, að ráðið hefði engan rjett til að skipta sjer af deilu
Indonesa og Hollendinga, „þar sem hjer væri um innanrikis-
mál að ræða.“
Uppjoot á fundi
í Öryggisráði
Bresk-egypfska deilan iil umræSu
NEW YORK i gærkvöldi.
Einkaskejrti til Morgunhlaðsins frá Reuter.
ÆRSL og ólæti urðu á fundi Öryggisráðsins hjer í New
York i dag, er verið var að ræða deilumál Breta og Egypta.
Stökk einn af stuðningsmönnum Múhameðstrúarmanna hróp
andi á fætur, og lauk þessu svo, að verðir í fundarsalnum urðu
að færa hann á dyr með valdi.
Deilur.
Allmikill hiti var annars í
umræðum um málið í dag. Lýsti
Nokrashy Pasha, forsætisráð-
herra Egypta, því yfir 1 ræðu,
að ef Öryggisráðið tæki þá á-
kvörðun að Iáta Breta og
Egypta halda áfram samkomu
lagsumleitunum, mundi friðn-
um stafa af því mikil hætta.
Skylda ráðsins.
Egyptski forsætisráðherrann
taldi Breta hafa beitt Egypta
19. aldar aðferðum, en Öryggis
ráðið vera að bregðast skyldu
sinni, ef það reyndi að komast
hjá því að skipa Bretum að
halda brott me'ð her sinn úr Eg-
yptalandi.
Fulltrúi Breta.
Alexander Caddogan, fulltrúi
Breta í ráðinu, talaði á eftir
Nokrashy Pasha og sagði meðal
annars að það væri alger fjar
stæða að hætta væri á að bresk-
egypska deilan kynni að valda
friðarsþjöllum.
Verður lífláfíim
London 1 gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morgbl.
frá Reuter.
RÚSSLAND hefur nú
neitað að verða við þeim
tilmælum Bretlands og
Bandaríkjanna, að dauða-
dómurinn yfir Petkoff,
leiðtoga stjórnarandslöð-
unnar í Búlgaríu, verði
endurskoðaður. Heldur
fulltrúi Rússa í eftii-Iits-
nefnd bandamanna í So-
fíu því fram, að slíkt
mundi fela í sjer afskifti
af innanlandsmálum Búlg-
ara.
Líklegt er því, að dauða-
dómnum yfir enn einum
af andstæðingum stjórn-
arflokkanna í leppríkjum
Rússa verði fullnægt.
ræðum í Veslur-
Evrópu
Kaupmannahöfn í gær.
Einkaskeyti til Mbl.
STÖÐUGIR þurkar valda nú
stórvandræðum í Vestur Evrópu
Akrarnir sviðna, skortur er á
skepnufóðri og á ýmsum stöð-
um auk þess skortur á vatni.
Þetta hefur svo haft það í för
með sjer, að nauðsynlegt hefur
verið að slátra miklu af kvik-
fje.
í næstu viku munu Danir
slátra 31,000 kvikfjenaðar, eða
14,000 meir en í samsvarandi
viku s.l. ár. Miklu af kvikf jenaði
hefur einnig verið slátrað í inn
flutningslöndunum og hafa
nokkur þeirra beðið Dani að
hætta að senda sjer kjöt í bráð.
Kjötskömmtun hefur þvi verið
afnumin í Danmörku í eina viku
til þess að koma í veg fyrir
skemmdir á kjöti.
WASHINGTON: — Ritari
Trumans forseta hefur neitað ^
frejmum frá Buenos Aires um
að forsetinn muni koma í heim! yggisráði, að „nú veröi að tala
sókn til borg'arinnar,
Cairo í gærkvöldi.
TIL óeirða kom hjer í dag, er
kröíugöngur voru farnar í borg
inni, þar sem meðal annars voru
borin spjöld, sem á var letrað
„Nílardalnum verði ekki skipt“
og „Engar nýjar samkornulags-
tilraunir milii Breta og Egypta.“
Lögreglan varð að beita skot
vopnum og særðust að minsta
kosti 40 manns, þar af 10 lög-
regiuþjónar.
Eitt af blöðum Múhameðstrú-
armanna ritar í sambandi við
deilu Breta og Egypta fyrir ör-
íungumál blóðsins". — Reuter,
1 Van Kleffin hjelt því einnig
fram, að Indonesar hefðu aldrei
haft sig eins mikið í frammi og
síðan Öryggisráðið gaf deiluað
ilum skipun um að leggja niður
vopn.
Til fyrri stöðva.
Indverski fulltrúinn lagði hins
vegar megináherslu á það, að
Öryggisráðinu bæri að krefjast.
þess, að hersveitir Indonesa og
Hollendinga tækju sjer aftur þá
stöðu, sem þær voru í áður en
vopnaviðskiptin hófust.
Sömu rök.
Er hjer var komið ræðunnar,
lýsti indverski fulltrúinn því yfir
eins og þegar hefur verið sagt,
að nýlenduþjóðirnar sumar
hefðu ekkert lært og engu
gleymt. Sagði hann, að ræður
þær, sem fulltrúar Hollendinga
hefðu flutt um þetta mál, sýndu
að þeir notuðu nákvæmlega
sömu rökin og nýlenduveldin
hefðu hampað sem mest hjer
1 áður fyrr.
Vonbrigði.
í lok ræðu sinnar sagði ind-
verski fulltrúinn meðal annars:
„Allar tilraunir til að sniðganga
Öryggisráðið á þessu stigi máls
ins mundu hafa alvarleg áhrif
á þróun Sameinuðu þjóðanna.
Lýðræðisslagorð Evrópuþjóð-
anna urðu þess valdandi að Asíu
löndin tóku þátt í baráttunni fyr
ir lýðræðinu. Verið getur að
Evrópuþjóðirnar hafi ekki tekið
þessi slagorð allt of hátíðlega en
íbúar Asíu, sem eru barnalegri,
trúðu á þau og gerðu sjer vonir
um írelsi. Þeir hafa orðið fyrir
vonbrigðum. Þjóðir Asíu bíða
| þess nú, að Öryggisráðið ljái lýð
ræðinu lið".