Morgunblaðið - 23.08.1947, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 23.08.1947, Qupperneq 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 23. ágúst 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) yrjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. f lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Hrakin hey. Minni mjólk ÓÞURKARNIR í sumar geta haft hinar örlagaríkustu afleiðingar fyrir bændur á Suður- og Vesturlandi. A öllu svæðinu frá Mýrdalssandi vestur í Dali og eystri hluta Barðastrandasýslu hafa töður bænda stórhrakist og á ein- stökum býlum hefur varla tugga verið hirt. Að áliti búnaðarmálastjóra, getur svo farið að mjólkur- framleiðslan dragist mjög saman á komandi vetri og mundi það þýða mjólkurskort hjer í Reykjavík Ef að bændur fá hinsvegar nóg af fjölbreyttum fóðurbæti væri hægt að draga nokkuð úr áhrifum hins ljelega heyskapar. Það er ^essvegna ekki nóg að afla nægilegs síldarmjöls lil fóðurbætis. Bændur verða jafnframt að eiga kost á því, að fá keypt maísmjöl og annan þann fóðurbætir, sem nauðsynlegur er. Hjer er ekki aðeins um að ræða vandamál bændanna einna. Þeir hafa að vísu fyrst og fremst þurft að berjast við örðugleikana, sem óþurkunum eru fylgjandi. Fátt er raunalegra fyrir þá, sem landbúnað stunda, en að sjá töður sínar og annan heyafla hrekjast. Á heyöfluninni byggist afkoma bóndans að verulegu leyti. Búpeningur- inn verður að fá nægilegt fóður. Það þykir lítil búmenska að setja á guð og gaddinn. Og það veldur hverjum bónda miklum sársauka að þurfa að skera niður stofn sinn, hvort heldur er kýr eða kindur. En hin válynda og kenj- ótta íslenska náttúra spyr ekki að því. Þess vegna gera óþurkasumrin ekki boð á undan sjer.. En óþurkarnir og afleiðingar þeirra geta, eins og áður var drepið á, bitnað á fleirum en bændum. Víðast hvar á landinu, er mjólkurframleiðslunni þannig háttað að al- menningur í kaupstöðum og þorpum fær síst of mikla mjólk og sumsstaðar allt og litla. Lítil hey og skemmd þýða minni framleiðslu, færri mjólkurlítra á borð fólks- ins við sjávarsíðuna. Óþurkarnir og hinn ljelegi hey- skapur bænda á Suður- og Vesturlandi eru þess vegna sameiginlegt áhyggjuefni allra íbúa þessara landshluta. Til þess ber þessvegna brýna nauðsyn að allt verði gert sem unt er til þess að útvega eins mikið af hverskon- ar fóðurbæti og möguleikar eru á. Verður að treysta því, að þar til bær stjórnarvöld láti ekki undan fallast að gera nauðsynlegar ráðstafanir í þessu efni. •UR DAGLEGA LIFINU Bílaljósin, sem blinda. NÚ ER DAGINN farið að stytta svo mikið, að bifreiðar aka með Ijósum mikinn hluta kvölds og nætur. Þá skapast á ný hætta sú, sem stafar af bíla- ljósunum, sem blinda. Fjölda mörg slys verða og hafa komið fyrir vegna ófullnægjandi ljósa útbúnaðar. Það er gat á bifreiða' lögunum, að ekki skuli vera ströng ákvæði um það hvernig bílaljósin eigi að vera. — En lög eða lög ekki. Bifreiðaeftir- litið og lögreglan verða að gera gangskör að því nú í haust að kippa þessu í lag. Þá má ekki hætta á að fleiri slys hljótist af þessu en þegar er orðið. Fótgangandi vegfarendur. KOMIÐ HEFIR það fyrir, að bifreiðum hefir verið ekið á fótgangandi á vegum úti í myrkri vegna þess, að bifreið- arstjórinn hefir ekki sjeð menn ina á veginum. Einhverntíma var það góða ráð gefið fót,- gangandi vegfarendum, að ganga jafnan á hægri brún veg- arins, því með því sjá þeir öku- tæki þau, sem koma á móti þeim, en hin sem koma á eftir eru á — eða eiga að vera — á þeim hluta vegarins, sem fjær er hinum fótgangandi. Þá er góð regla, að menn, sem ganga um vegi í myrkri, haldi á einhverju ljósleitu, t. d. hvítum vasaklút í þeirri hendi, sem veit inn á veginn. • Osiðir. ÞAÐ ER ALTAF verið að skamma unga fólkið-fyrir ósiði. Það er nú einu sinni svo, að hinir eldri og reyndari sjá hvað betur má fara, jafnvel þótt þeir hafi ekki hagað sjer sem skyldi er þeir sjálfir voru unglingar og ef til vil ennþá betur fyrir það. Hollráð til unglinganna eru ekki gefin af ótugtarskap, síð- ur en svo. En það er oft auð- veldara að benda á ósiðina hjá ungum, sem gömlum, en bæta úr þeim. .• Hóparnir við sam- komuhúsin. LJÓTUR SIÐUR er það að sjá fólk — og þá nær eingöngu ungt fólk — hópast saman við samkomuhúsin í bænum eftir að þeim hefir verið lokað. — Þetta fólk hefir orðið seint fyr- ir, ekki náð sjer. í miða, eða komið eftir að húsinu var lok- að samkvæmt ákvörðun lög- reglusamþyktarinnar. Og þarna hangir það í hóp- um frameftir allri nóttu í þeirri veiku von, að það verði einhver smuga, sem það kemst inn um. Nú eru slíkar smugur fágætar og eiga ekki að vera til. Og það er því alveg tilgangslaust að bíða. Verkefni fyrir lög- regluna. OFTAST NÆR verða ein- hver leiðindi útaf þessu hangsi manna fyrir utan samkomuhús in. Þar eru ölvaðir menn, sem gera uppsteit og ósjaldan kem ur það fyrir að úr verða áflog, skammir og illindi. Hjer er greinilega verkefni fyrir lögregluna. Hún ætti að gera sjer að reglu að dre'ifa þessum hópum og koma þessum leiða ósið af með öllu. Úlfaþytur í bíó. ÞÁ ER ÞAÐ einn ósiður ung- linga, sem „fer í taugarnar“ á fólki, en það er ,,úlfaþyturinn“ í kvikmyndahúsunum. Ungir strákar gera sjer að reglu að ýlfra og blístra eins og óðir væru ef sýnd er mynd af fall- egri stúlku, eða fáklæddri. Þeir halda víst piltarnir að þetta sje fínt, því þeir hafa heyrt er- lenda hermenn skrækja svona. • Læknavörður allan daginn. ÞAÐ ER EKKI öllu lengur hægt að komast hjá því að hafa læknavörð allan sólarhringinn hjer í Reykjavík. Það vita þeir best, sem hafa þurft að sækja lækni um hábjartan daginn og ekki tekist að ná í einn einasta lækni. Ennfremur er það orðið altof lítið að hafa aðeins einn nætur lækni í jafnstórum bæ og Reykjavík. Þegar næturlæknir, sem býr t. d. lengst vestur í bæ er sóttur inn í Kleppsholt, seg- ir það sig sjálft að hann er lengi í slíkri ferð og þá er ekki hægt að ná í annan þótt líf liggi við. Það verður að fara að taka þessi mál til rækilegrar yfir- vegunar. Besta lausnin — og eina rjetta lausnin — er góð læknavarðstofa, eða bæjarspít- ali, en á meðan hann er ekki til verður að gera það sem næst- best er. • Eftir röð. ÞAÐ ÞYKIR nú orðið svo | sjálfsagt, að fólk sje afgreitt eftir röð, að það þykir engum afgreiðslumanni stætt á því lengur, að hafa það öðruvísi. Það er líka sjálfsagt, að það fyrirkomulag sje haft, að ,,þeir, sem fyrstir koma fái sig fyrst afgreidda". Þar sem aðgöngumiðar eru seldir, í kvikmyndahúsum og víðar^ raðar fólk sjer upp og bíður eftir að röðin komi að því. En stundum verður lítið gagn að þessu fyrir þeim frekj- um, sem vaða inn í röðina og fá þenna eða hinn til að kaupa fyrir sig miða. Það getur enginn komið bet- ur í veg fyrir þetta en fólkið sjálft, sem í biðröðinni stend- ur. Þegar það verður vart við, að einhver ætlar að skjóta sjer framfyrir með því að láta ann- an, sem lengra er kominn í röð- inni kaupa fyrir sig, eiga þeir, sem fyrir aftan eru að mót- mæla og sá maður sem tekur ! að sjer, að kaupa fyrir einhvern annan, sem síðar kom, á að missa röð sína og færast aftur fyrir á enda. MEÐAL ANNARA ORÐA .... Á mestum hluta Vestfjarða, Norðurlandi og Austur- landi hefur heyskapurinn í sumar gengið sæmilega o& sumstaðar ágætlega. Tún hafa þar víða verið mjög vel sprottin og nýting heyjanna góð. Súgþurkunin, sem víða hefur verið reynd, hefur gefist misjafnlega vel. Þar sem loftið hefur verið jafn rakt og hjer sunnanlands, hefur hún verið erfið þar sem þurkað hefur verið með köldu lofti. Sumsstaðar hafa hreyflar þeir, sem tækin hafa knúð, reynst of litlir og margvíslegir aðrir örðugleikar hafa reynst á þessari þurkunaraðferð. En hjer er samt vissulega um athyglisverða tilraun að ræða, sem sjálfsagt er að halda áfram að endurbæta. Mun reynslan í þeim efnum sem öðrum verða sá skól- inn, sem best hentar. Að því verður að stefna á þessu sviði sem flestum öðrum, að gera starf mannsins, sem óháðast dutlungum náttúrunnar. Bóndinn hefur lengstum átt alt sitt „undir sól og regni“, eins og Klettafjallaskáldið og bóndinn Stefán G. Stefánsson kvað. En tæknin getur einnig ljett honum störf hans og skapað honum aukið ör- yggi. Ef það gæti tekist að finna upp fullkomna aðferð til þess að þurka hey í húsum inni, væri það eitt stærsta spor, sem stigið hefur verið í málum landbúnaðarins. i Súgþurkunin stefnir áreiðanlega í rjetta átt þótt reynslan af henni sje enn sem komið er misjöfn. Eft það, sem mestu máli skiftir nú, það sem mest er ( áðkallandi, er að bændum verði tryggð aðstaða til þess j að bæta hin litlu og hröktu hey sín upp með nægilegum 1 og fjölbreyttum fóðurbæti Það er hagsmunamál framleið-1 enda og neytenda í senn. --------———- - - ■■■■— • ■ • Hvernig sfendur Öryggisráðið sig? SUMUM hefði fundist þeir krakkalegir, þar sem þeir sátu og nöguðu blýantsendana sjer, til afþreyingar. En þetta voru mennirnir, sem hjeldu á örlög- um alheimsins í höndum sjer og voru að skapa nýja mann- kynssögu. Þetta eru menn aiveg eins og jeg og þú í útliti, klæddir venjulegum jakkafötum og með mislit hálsbindi. Þeim jafnvel leiðist þegar umræðurnar verða of langdregnar og þvælnar og þá geispa þeir og draga ýsur . . Komast í blöðin! Hið eina, sem þeir hafa fram yfir venjulega menn er að þeir eru fulltrúar hver sinnar þjóð- ar í Öryggisráðinu. Og þess- vegna er hvert orð, sem þeir segja þarna skrifað upp og það er talað um þá í heimsfrjett- unura á fyrstu síðu í dagblöð- unum. Þessa viku var verið að leggja mörg mál undir Örygg- isráðið og hvert þeirra um sig var eins og prófsteinn á hvortj nokkuð gagn væri að því. Mál) in voru: Balkanskagamálið, sem var nú endurtekið eftir j að Balkannefndin hafði gefið skýrslu sína. Indónesíumálið ( vegna hernaðaraðgerðanna þar og svo nokkru síðar Egypta- landsdeilan milli Egypta og Breta. Og hvernig stóð Öryggisráð- ið sig? Það er ef til vill of snemt að segja, að það sje al- gjörlega gagnslausý en frammi staða þess er ekki til #5 hrósa sjer af. Griklandsmálið. Ef við tökum sem dæmi fyrstu umræðuna um Grikk- landsmálið. Bandaríski fulltrú- inn stakk upp á því að friði væri komið á á landamærum Grikklands og hinna ríkjanna og síðan yrði nefnd frá Sam- einuðu Þjóðunum falið að hafa eftirlit með því að friðurinn yrði haldinn. . Þetta átti að koma í veg fyrir að Balkan- skaginn yrði enn einu sinni púðurtunna Evrópu, sem með einlægum skærum gæti komið á stað þriðju heimsstyrjöldinni. Og nú, þegar þessi tillaga var borin fram var hin brennandi spurning aðeins, hvort Rússar myndu beita neitunarvaldinu gegn henni. Neitunarvaldið í ellefta skifti. Formaður Öryggisráðsins Pól verjinn Oscar Lange bar til- löguna undir atkvæði. Níu greiddu atkvæði með henni. Síðan, hverjir voru á móti. Pól- verjinn sjálfur rjetti upp hend- ina og nú var alra augum beint að fulltrúa Rússa Andrei Gro- myko og jú, hann rjetti hand- legginn hægt og hægt upp, og þannig beittu Rússar neitunar- valdinu í ellefta skifti í hinni stuttu sögu Öryggisráðsins. Saurgim á neitunar- valdinu. Herschel Johnson fulltrúi Bandaríkjanna talaði síðar um þetta: Þetta er, sagði hann, sví- virðing á því valdi, sem þeim er ferigið í heridúr, það er saurg: un á neitunarvaldinu. Slíkt má Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.