Morgunblaðið - 27.08.1947, Qupperneq 6
MORGUNBLAÐIÐ 1
Miðvikudagur 27. ágúst 1947
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Trjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands.
kr. 12,00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbðk.
Verðlagsgrundvöllurinn
SAMKVÆMT lögum, sem síðasta Alþingi samþykkti um
afurðasölu landbúnaðarins o. fl. skulu fulltrúar frá samtök-
um framleiðenda og neytenda hafa fundið verðlagsgrund-
völl landbúnaðarafurða í fyrsta skipti fyrir 1. ágúst 1947.
Ef fulltrúar þessara aðilja ná samkomulagi um verðlags-
grundvöllinn skal það bindandi, en náist slíkt samkomulag
ekki, skal vísa þeim atriðum, sem ágreiningi valda til sjer-
stakrar yfimefndar, sem skipuð er þremur mönnum, einum
frá samtökum bænda, öðrum frá fulltrúum neytenda og
hagstofustjóra, sem oddamanni.
Þessi yfirnefnd fellir fullnaðarúrskurð um deiluatriðin.
Hagstofa fslands skal síðan árlega reikna út framleiðslu-
kostnað landbúnaðarvara á grundvelli fyrrgreinds samkomu-
lags eða úrskurðar yfirnefndarinnar.
Ennþá hefur ekki verið tilkynnt um niðurstöðu af viðræð-
um þessara aðilja. Hvert afurðaverðið verður á komandi
hausti er þess vegna óvíst. En eitt er víst, Við ákvörðun þess
standa stjórnarvöld landsins frammi fyrir dýrtíðarvanda-
málinu í öllu þess veldi og ægileik. Hækkun innlendu vör-
unnar í haust hlyti að þýða stórfelldan vöxt dýrtíðarinnar.
Fjárveítingarnar til niðurgreiðslu voru miðaðar við það verð
lag, sem ríkti er fjárlög voru undirbúin um síðustu áramót.
Það er þess vegna ekki hægt að borga þá hækkun vísitölunn-
ar niður, sem hlyti að leiða af hækkuðu afurðaverði nú
Slík hækkun þýddi að hjólið hefði enn snúist einn hring.
Verðlag og kaupgjald væru ennþá í kapphlaupi. Ef það kapp-
hlaup verður ekki stöðvað nú og ekki verður snúið við á
verðbólgubrautinni ganga íslendingar opnum augum fram af
hengifluginu í efnahagsmálum sínum.
Vjelakaup
landbúnaðarins
SAMKVÆMT skýrslu Landsbankans árið 1946 hefur á því
ári verið flutt til íslands langtum meira af hverskonar land-
búnaðartækjum og vjelum en nokkru sinni fyrr.
Þá voru fluttar inn 290 hjóladráttarvjelar, 34 beltisdrátt-
arvjelar, 740 sláttuvjelar, 600 rakstrarvjelar, 300 snúnings-
vjelar og meira og minna af markskonar öðrum tækjum.
Auk þess voru fluttar inn um 600 jeppabifreiðar, sem Ný-
byggingarráð veitti leyfi fyrir og ætlaðar voru bændum og
öðrum, sem starfa í þágu landbúnaðarins. Sá Búnaðarfjelag
Islands um úthlutun á 350 af þessum bifreiðum.
Á þessu ári hafa svo verið fluttar inn allskonar landbún-
aðarvjelar í hundraðatali.
Þegar á þetta er litið verður það auðsætt að bændur hafa
síst verið eftirbátar í þeirri viðleitni, sem einkennt hefur at-
vinnulíf Islendinga síðustu árin, viðleitninni til þess að byggja
framleiðsluna á aukinni tækni og fullkomnari vinnuaðferö-
um. Og raunar hafa miklu færri bændur en vildu fengið
þessi tæki. Á það ekki hvað síst við um jeppabifreiðarnar,
sem mikil eftirspurn er stöðugt eftir og miklu færri bændur
hafa fengið en sótt hafa um þær.
Hinn stóraukni innflutningur vjela til landbúnaðarins hef-
ur áreíðanlega verið rjett ráðinn. Fólkinu, sem stundar fram-
leiðslustörf í sveitum landsins hefur á síðustu árum fækkað
mjög. Sjest það best á því að árið 1900 búa rúm 80% Jands-
manna í sveitum en árið 1945 aðeins rúmlega 33%.
Á sama tíma hefur fólkinu í landinu fjölgað úr 79 þúsund
í rúm 130 þúsund.
Þörf landbúnaðarins fyrir aukna tækni er því mjög brýn.
Þetta hafa bændur skilið best sjálfir og þess vegna hafist
handa um stórfelldan innflutning landbúnaðarvjela. Afleiðing
þess verður að landbúnaðurinn kemst af með minni vinnu-
kraft en áður meðan ennþá var unnið með hinum frumstæð-
ustu verkfæram. önnur afleiðingin getur einnig orðið sú að
ír-amleiðsla bóndans verður ódýrari og þar með auðkeyptari
af íbúum sjávarsíðunnar. *
Vd ar áhripar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Hundadagarnlr
liðnir.
Nú eru hundadagarnir liðnir
og þeir hafa sannarlega borið
nafn með rentu. Mestan hluta
þeirra hefur varla verið hundi
út sigandi hjer á suðurlandi.
Hundadagarnir eru taldir
standa frá 13. júlí til 23. ágúst.
En í kjölfar þeirra kemur Höf-
uðdagurinn. Það er hinn merki
legasti dagur að gömlum átrún
aði. Þá bregður vanalega veð-
ráttu þannig, að ef votviðra-
samt hefur verið þornar um en
ella blotar. Helst þá vanalega
sama veður í 20 daga. Þetta seg
ir þjóðtrúin um Höfuðdaginn,
sem er 29. ágúst. Og nú bíða
menn þessa dags með óþreyju,
ef vera skyldi að þjóðtrúin hefði
rjett fyrir sjer. Það er betra
en ekkert að hengja hatt sinn
á hana í nokkra daga. Það er
ekki holt að láta svartsýnina
ná alveg tökum á sjer meðan
enn á þó að heita sumar.
•
Draugarnir eru út-
dauðir.
Annars hitti jeg nýlega kunn \
ingja minn, sem bar sig hörmu
lega. Jafnvel draugarnir, þessi
þjóðlegu íslensku fyrirbrigði,,
eru dauðir úr öllum æðum.
Þeir eru að drepast út. Hann
var afskaplega mæddur yfir
þessu. Öll þjóðin er með sultar-
dropann neðan í nefinu, sagði
hann.
Hvernig eiga draugar annars
að geta lifað á þessari öld efn-
ishyggjunnar? ímyndunaraflið
er koðnar niður. Menn beygja
sig ekki lengur fyrir neinu öðru
en bláköldum staðreyndunum.
En fyrst við mintumst á drauga
þá kemur mjer í hug saga Ósk-
ars Wilde um Canterville draug
inn. Sá draugur mætti einhverj
um hraklegustu örlögum. sem
heyrst hefur getið uin. Hann
sama sem veslaðist upp úr leið
indum. Hann hafði að rnig minn
ir_ í nokkur hundruð ar átt
heima í gamalli og virðulegri
enskri höll og gert þar als-
konar grín, hrætt gamla 3á-
varða og hertoga. gert rner.n
geggjaða og framið fleiri her-
virki. Fyrir öll þessi afrek naut
hann mikillar virðingar og við
borð lá að höllin fæt'i í oyði og
yrði þannig einkai'mð draugsu.
En þá keypti einn forstokkað-
ur Ameríkani hana. Og nú
hófst einn skelfilegur tími.
Ameríkanarnir gerðu draugn-
um lífið alveg óbærilegt. Þeir
stríddu honum og hæddu á alla
lund. Enginn var hræddur við
hann og jafnvel krakkarnir
gerðu honum allskonar glenn-
ur. Það var ekki mikið varið
í að vera draugur upp á þessi
býti. Og veslings Canterville-
draugurinn var að niðurfalli
kominn úr einskærum leiðind-
um. Hann átti sjer engrar við-
reisnar von og fór í felur fyrir
þessu hræðilega fóiki.
Þetta er annars svo löng saga
að hjer verður að láta staðar
numið.
•
Austan úr Árnes-
sýslu. !
S. sem fyrir nokkru var á
ferð austur í Árnessýslu skrifar
mjer svohljóðandi brjef:
„Jeg er nýkominn úr ferða-
lagi austan úr Árnessýslu um
þær stöðvar, sem jeg hygg'
verst hafa orðið úti vegna ó-
þurkanna, þessara látlausu og
dæmalausu! Ástandið er í
stuttu máli sagt átakanlegt. —1
Bændurnir eru þreyttir og
ráðþrota. Lítið sem ekkert af
töðunni er komið undir þak.
Túnin eru þakin smásætum,1
föngum og heyflekkjurh, guln-
uðum, niðurrigndum og hálf-
úldnum. Vonleysi um afkomuna
lamar kraftana. Síðasta vonin
er umskifti um Höfuðdaginn. •
Bændur liðfáir.
En þá er spurningin. heldur
brjefritarinn áfram: Hvernig
geta bændurnir, eða þeir þeirra
sem eru einir eða liðfáir, ef
til vill með unglingum eða
gömlu fólki og lasburða, ann-
ast um þurk og hirðingu allr-
ar töðunnar og meira til, í
einu?
Væri ekki hugsanlegt og jafn
vel sjálfsagt að kaupstaðafólkið
og þá helst Reykvíkingar,
beittu sjer fyrir því með á-
skorunum í útvarpi og blöðum
að sjálfboðaliðar fjölmentu í
sveitirnar þegar þurkurinn
Itæmi. bændum til aðstoðar.
Mundu ekki ýmsar skrifstofur
og fyrirtæki vilja senda eitt-
hvað af starfsfólki sínu til
slíkra starfa í nokkra daga.
Húsbændurnir mættu jafnvel
vera með til þessara bráðnauð-
synlegu starfa.
Það er bæjarbúum heldur
alls ekki óviðkomandi, hvað
verður framleitt af mjólk og
mjólkurafurðum á komandi
vetri. Fari svo að bændur neyð
ist til að fækka kúm sínum,
kann svo að fara að mjólkur-
skortur geti orðið í Reykjavík
í vetur.
En þetta er nú aðeins tillaga
mín en jeg held að það sje ekki
úr vegi að athuga hana“.
•
Dapurleg mynd.
Þetta er dapurleg mynd af
heyskapnum á Suðurlándi. En
hún er því miður lítið ýkt. Á-
standið er svona víða 1 þessum
sveitum. Það má vel vera að
ýmsum bændum geti orðið lið
að sjálfboðaliðsvinnu eins og
þeirri, sem brjefritarinn ræðir
um. En sólarleysið og óþurk-
arnir eru áreiðanlega sameig-
inlegt áhyggjuefni höfuðstaða-
búa og sveitafólksins, sem á
töðuna sína gulnaða á túnun-
um.
MEÐAL ANNARA ORÐA . ...
Sá sem skipuleggur þýska Rfnaðinn
HERRA HEINRICH Dinkel-
bach heitir maður sá, sem kem!
ur í stað slíkra valdamanna
sem Alfred Krupp, Hugo Stinn
es og August Thyssen. Hann
er beinn eftirmaður þeirra, því
að hann er Ruhr-iðnjöfurinn
á árinu 1947.
Sem forstjóri fjelagasam-
bands Norður-þýsku járn- og
stálverksmiðjanna er hann
nokkursltonar yfirframkvæmda
stjóri. Og nú er hann að byggja
alla stálframleiðslu Þjóðverja
upp, að undantekinni hergagna
Jramleiðslunni. Hann vann
sama verk undir yfirstjórn nas
istanna frá 1933 til 1939. Nú
dvelst hann í gömlu klaustri
skammt frá Arnsberg, suðaust-
ur af Ruhr og mönnum finnst
hann vera mjög leyndardóms-
fullur maður. En leyndin hef-
ur hulið hann enn meira síðan
utanríkismálaráðherra Rússa,
Molotoff, taldi hann meðal
fimm nasista, sem Bretar hefðu
í þjónustu sinni á hernáms-
svæði sínu.
Eftir því sem sagt er, er
Dinkelbach nú í þriggjai vikna
sumarfríi sínu, en breska her-
námsstjórnin vill lítið segja af
högum hans, játar samt, að (
hann sje veikur maður, sem
þoli ekki neinn ágang. Nánustu!
vinir hans segja. að hann geti
varla lengur talist heilbrigður
andlega, og þannig hefur hann
orðið að nokkru leyti af matar-
skorti og að sumu leyti af of
mikilli vinnu. Hann er trúað-
ur maður og munkarnir 1
klaustrinu eru vinir hans. Þar
vonar hann, að ná aftur heils-
unni.
Vann sig upp.
Dinkelbach er sonur sútara
í Múlheim og hann er hreyk-
inn af að hafa komið sjer sjálf
ur áfram. Móðir hans þvoði
þvotta og einu sinni var litli
Dinkelbach látinn bera stífaðar
skyrtur, undir föt og vasaklúta !
í körfu og fjekk fáein pfennig
fyrir á mánuði. 1909 gerðist
hann skrifstofumaður með
byrjendalaun í smáverksmiðju
sem August Thyssen átti. En
nú vildi svo til, að hinn mikli
August kom. í könnunarferð um
verksmiðjuna og sá, að Dink- f
elbach var skír strákur. Og þá
fór strákurinn að hækka í stöð
unni. Hann varð brátt ritari.
verksmiðjufjelags Thyssen og
1925 stjórnaði hann bræðslu-!
ofnunum miklu í Duisburg. j
Á næsta ári var stofnað risa
fyrirtækið Sameinaða Stál-
I
smiðjufjelagið, sem var soðið:
saman úr hinum 94 fjelögum
Thyssens, Dortmund járn- og
stálverksmiðjunum, þýsku Lux
emburg stálverksmiðjunum og
öðrum.
Dinkelbach var falið það hlut
verk að koma öllum þessum
fyrirtækjum saman í eina stóra
heild. Og hann gerði það vel.
1933 var hann gerður að með-
lim stjórnar þeirra.
Eftir stríðið.
Svo leið langur tími og Þjóð
verjar töpuðu styrjöldinni. Þeg
ar breska hernámsstjórnin
þurfti á manni að halda til að
skipuleggja og koma á rekspöl
Ruhr-iðnaðinum, slepptu þeir
því, að hann var áður meðlim
ur nasistaflokksins, hafði geng
ið í hann 1938. í október 1946
var hann settur inn í verkið.
En líf verksmiðjustjórans í
hrundum byggingum Þýska-
lands er lítið.betra en líf verka
manna. Fjölskyldan er: hann
og kona hans og 27 ára gamall
sonur þeirra, sem nýlega hef-
ur verið sleppt úr enskum fanga
búðum. Þau búa á neðstu hæð-
inni í húsi í Frjádags-götu,
sem einu sinni. var ein fínasta
gata Dússeldorf. Neðsta hæðin
er sú eina, sem eftir er í hús-
fSramh. á bls. 8