Morgunblaðið - 30.08.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.08.1947, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 30. ágúst 1947 ÆVIRAUNIR MARY 0’ NEILL (J^tir ^JJa // (Ja ivie o GULLNI SPORINN Eftir Quiller Couck. 77 Til allrar hamingju fann Delía nú upp á því, að leggja aðra hendina á öxl þessa náunga og gefa honum merki um að hafa lágt um sig. Án þess að segja eitt einasta orð, sneri maðurinn sjer á hæl og fylgdi okkur í áttina að stiga, sem lá niður í skipið. Hann gaf okkur merki um að elta sig, og gekk að því loknu niður á undan okkur og að lágri hurð. Hurðin lá inn í klefa skipstjórans, en vegg- irnir voru þaktir skápum og skúffum. Billy skipstjóri kveikti nú á lampa, sem þarna var, og horfði svo for- vitnislega á okkur, um leið og hann tók upp penna, pappír og blek og lagði það á borðið fyrir framan mig. Jeg greip pennann strax og byrjaði að skrifa — ,,Jeg heiti Jack Marvel og er sendiboði Karls konungs. f dag flúði jeg úr fangelsinu í Bristol. Ef þjer . . . .“. Lengra var jeg ekki kominn, þegar pennanum var allt í einu svift úr höndum mjer, en skipstjórinn þreif brjefið og reif það í smátætlur. Að því loknu greip hann hjartan- lega í hendur okkar og ljómaði allur af ánægju. Þegar hann loks hætti þessum vináttumerkjum, opn- aði hann einn skápanna og tók út úr honum ljósker, ham- ar og meitil. — Hann sagði ekki eitt einasta orð meðan hann kveikti á ljóskerinu og gekk út úr klefanum; en Delía og jeg skildum, að við áttum að elta hann. Fyrir framan dyrnar, við endann á stiganum, opnaði hann lúgu, en þá kom í ljós annar stigi, sem lá niður í lestina. Niður hann gengum við, en ekki vorum við langt komin, þegar okkur lá við köfnun, svo mikill var óþef- urinn þarna. Lestin var mjög lítil og full af ullarpokum, en skammt frá stiganum stóðu nokkrar tunnur, og þangað leiddi skipstjórinn okkur. Pottery skipstjóri velti nú tveimur tunnuna til hliðar, helti úr þeim vatninu og sló úr þeim annan botninn. Enn sagði hann ekki orð, en Delía og jeg sáum strax, hvað hann ætlaðist fyrir, og ekki leið á löngu þar tii við sátum á lestargólfinu með sitt hvora tunnuna yfir ckkur. Svo velti skipstjórinn hinum tunnunum í kringum okkur og fór upp úr lestinni. „Jack!“ „Delía!“ „Finnst þjer þú ekki vera mikil hetja?“ 13. dagur Sjera Dan þerraði af sjer svitann á bláköflótta vasaklútn um sínum. Jeg sat við hliðina á honum og ökumaður smelti með svipunni og hrópaði á fólk ið að forða sjer. Og svo mjök- uðumst við út úr þvögunni og ókum eftir steinlögðum stræt- um, þar sem mjer sýndist alt fullt af myndastyttum og gos- brunnum. Og þarna var eins og tungsljós, en þó var það ein- hver önnur birta. Að lokum staðnæmdist vagn- inn fyrir utan dyrnar á stóru húsi og var kirkja þar hjá. Mjer virtist þetta hús standa á allhárri hæð, því að þaðan mátti líta marga kirkjuturna auk Pjeturskirkjunnar. Fyrst var opnuð svolítil gátt á hurðinni og síðan var hurð- in sjálf opnuð. Út kom kona í svörtum búningi, með svart band bundið um ennið og hjengu svört bönd niður með vöngum hennar. Hún bauð okkur að ganga inn og fylgdi, hún okkur síðan inn í hlýja stofu. Þar sat eldri kona í sams konar búningi. Sjera Dan hneigði sig mjög djúpt fyrir henni og kallaði hana móður Magdalenu. Hún svaraði honum á ensku, sem mjer þótti ákaflega skrítin, en vissi seinna að það var vegna annarlegs framburðar. Jeg man það að mjer fanst þessi kona mjög fögur, næstum eins falleg og mamma. Og þeg- ar sjera Dan sagði mjer að kyssa á hönd hennar, þá gerði jeg það þegar. Hún setti mig á stól og horfði á mig. „Hvað er hún gömul?“ spurði hún. Sjera Dan kvaðst halda jeg yrði átta ára í þessum mánuði og það var rjett, því að nú var október. „Er hún ekki lítil eftir aldri?“ sagði konan, en sjera Dan sagði þá eitthvað um mömmu, sem jeg man nú ekki hvað var. . Svo fóru þau að tala um annað, en jeg horfði á mynd- irnar á veggjunum — myndir af dýrlingum og páfum og svo mynd af Jesú með hjartasárið opið. „Ætli litla stúlkan sje ekki orðin svöng?“ sagði konan. „Hún verður að fá að borða áður en hún gengur til hvílu •— hin börnin eru þegar hátt- uð“. Svo hringdi hún handbjöllu og inn kom konan, sem opn- aði fyrir okkur. „Segið systur Angelu að finna mig undir eins“. Fáum mínútum síðar kom systir Angela. Hún var barn- ung, varla komin af unglings- árum, og hún var svo falleg og ástúðleg, að mjer þótti undir eins vænt um hana. „Þessi litla stúlka heitir Mary O’Neill. Farið með hana og gefið henni eins mikið að borða og hún hefir lyst á og skiljið ekki við hana fyr en hún er hress og ánægð“. „Já, móðir“, sagði systir Angela og tók í höndina á mjer. „Komdu með mjer Mary mjer sýnist þú vera þreytt“. Jeg fór með henni og í sama mund reis sjera Dan á fætur og jeg heyrði hann segja að sjer mundi ekki veita af tím- anum til að fá sjer inni í ein- hverju gistihúsi. Biskupinn hafði ekki gefið honum leyfi til að dveljast nema nóttina í Róm og hann varð því að fara með fyrstu lest daginn eftir. Þetta kom yfir mig eins og reiðarslag. Mjer hafði aldrei komið til hugar að jeg yrði skilin ein eftir í Rómaborg. Jeg slepti systir Angelu og hljóp til sjera Dan. „Þú mátt ekki fara frá henni litlu Mary þinni“, kjökraði jeg. Þetta tók mjög á hann og hann stamaði fyrst mikið, en sagði svo eitthvað um það að abbadísin mundi verða mjer eins og móðir, og hann kæmi aftur að sækja mig fyrir jól- in, eins og pabbi hefði lofað statt og stöðugt. Eftir það fór systir Angela með mig hálf kjökrandi. Hún fór með mig inn í stóran borð- sal, þar sem tók undir þegar gengið var á gólfinu. Þar voru mörg borð og þar á vegg hjekk líka stór mynd af Jesú með blæðapdi hjartasár. Eitt gas- ljós logaði þarna inni og undir því borðaði jeg kvöldverðinn, og leið miklu betur á eftir. Þá kveikti systir Angela á lampa og síðan leiddi hún mig upp háan stiga upp á svefnloft ið. Það var álíka stórt og mat- salurinn, en þar var ekki jafn hljótt, því að þar var rúm við rúm og í þeim sváfu litlar stúlk ur og andardráttur þeirra minti mig á niðinn af tifinu í klukk- pnum hjá úrsmiðnum heima. Rúmið mitt var skamt frá dyrunum. Systir Angela hjálp aði mjer að hátta og síðan breiddi hún ofan á mig. Svo hvíslaði hún að mjer ósköp lágt að nú mundi mjer líða vel og hún væri viss um að jeg yrði góð stúlka og kær Jesúbarn- inu. Jeg gat þá ekki setið á mjer. Jeg vafði handleggjunum um hálsinn á henni og kysti hana. Svo tók hún lampann og fór inn í skot nokkurt út úr saln- um og sá jeg að þar bjóst hún að ganga til hvíldar. Hún tók fyrst af sjer hárböndin og ljet j hið mikla Ijósa hár sitt hrynja í bylgjum niður um axlirnar. Og þá var hún aðdáanlega fög ur. Aldrei á ævi minni — jafn- vel ekki þegar harðast svarf að mjer — hefir mjer fund- ist jeg jafn einmana og yfir- gefin eins og þetta kvöld. Þeg- ar Angela systir var háttuð og allt var orðið hljótt, svo að jeg heyrði ekkert nema andardrátt þessara ókunnu barna, þá breiddi jeg upp yfir höfuð eins og jeg var vön að gera þegar jeg vildi fela mig fyrir pabba. Jeg áfellist ekki pabba, en enn í dag skil jeg ekkert í því að hann skyldi geta hrakið mig þannig að heiman. Gerði hann það vegna þess að hann þótt- ist ekki geta fengið neinn frið við vinnu sína á meðan við Bridget værum saman? Eða sat enn í honum gremjan út af því að jeg skyldi ekki hafa verið drengur? Vildi hann þess vegna losna við mig? Jeg veit það ekki. Jeg þori því ekki að fullyrða neitt um það. En hvað um það, þá get jeg ekki afsakað það að hann skyldi rífa mig frá mömmu, sem þótti svo vænt um mig og hafði liðið svo mikið mín vegna. Mjer finnst hann hafi ekki haft neinn rjett til þess að ráða þannig yfir mjer, því að honum þótti ekkert vænt um mig. Mjer finnst hann hafi ekki haft neinn rjett til þess, þótt hann væri faðir minn, að breyta svona harðýðgislega við mig. Hann er faðir minn — guð hjálpi mjer til þess að hugsa ekki nema gott um hann. XIII. Klukkan hálfsex um morgun inn vaknaði jeg við glymjanda í vekjaraklukku. Þegar jeg reis upp og reyndi að núa stírurn- ar úr augunum, sá jeg að mið- aldra nunna var þarna inni og las bæn, og að allar telpurnar krupu í rúmum sínum og spentu greipar. Á næsta augnabliki stukku þær allar út úr rúmunum með írafári og sköllum. svo að glumdi 'í salnum, og fóru að klæða sig. Stór telpa kom til mín og sagði: „Jeg heiti Mildred Bankes og systir Angela sagði að jeg ætti að gæta þín í dag“. Hún var um fimtán ára að aldri, bjartleit og langleit svo að hún minti mig á einn hest- inn hans pabba. En þó var eitt hvað það við hana þegar hún brosti, að mjer þótti undir eins vænt um hana. Hún klæddi mig í flauels- kjólinn minn en sagði um leið að hún ætti þegar að fara með mig til nunnanna, sem saum- uðu föt á allar stúlkur, sem x skálanum voru. Það var enn svo skammt lið- ið morguns, að ekki lagði nema litla glætu inn um gluggana. En jeg sá þó þegar að þarna voru ekki nema sjö eða átta stúlkur á mínu reki. Hinar voru allar eldri. Eftir svo sem stundarfjórð- ung höfðu allar klætt sig og þvegið sjer. Svo kallaði systir Angela eitthvað og þá hljóp allur skarinn hlæjandi og mas- andi niður stiginn og niður í samkomusalinn. Þetta var stór salur. Upphækkaður pallur var í öðrum enda og þar yfir var stór mynd af Jesú með þyrni- kórónu og blæðandi síðusár. Abbadísin var þarna og all- ar nunnurnar í kíaustrinu. Þær voru fölar og dapureyar og all- ar með talnaband. Abbadísin las langa bæn, en nemendur (þeir voru eitthvað 70—80) tóku undir við og við. Svo var þögn í fimm mínútur til hug- leiðinga, en jeg sá að telpurn- ar voru að hnippa hver í aðra og hvíslast á. Síðan hlýddum við á messu í kirkjunni, en að því búnu safnaðist allur hópurinn sam- an í matsalnum. Þar voru rjúk- andi'rjettir á borðum og þar varð svo mikill hávaði og klið- ur að það var eins og að vera kominn í fuglabjarg. Jeg var svo annars hugar og óframfærinn að jeg gleymdi matnum, þangað til Mildred minti mig á að jeg yrði að borða Jeg stakk skeiðinni niður í súpuna og var komin með hana hálfa leið upp að vörunum þeg ar jeg Ijet hana aftur síga. Því að nú kom óvænt fyrir. — Ójá, bara að maður væri aftur orðinn svona sextugur. ★ Fyrstu leynifarþegar með flugvjel til Ameríku komu með sænsku flugvjelinni, sem fer milli Stokkhólms og New York. Þeir sluppu inn með því að fela sig í farangursgeymslu flugvjelarinnar, en síðar fund ust þeir í New York borg. ★ ■— Eruð þjer inni í músik? — Já, dálítið. — Hvað er jeg þá að spila núna? — Á píanó. 'k Bornholm fjekk í sumar meira aðdráttarafl fyrir ferða- menn en áður, því að í Hamm- ershus rústunum fór að sjást draugur, sem er talinn vera sami draugurinn og gekk þar um fyrir 300 árum, svo að hann er gamall og kominn í hefð. Hann hefir sjest á sveimi í ganginum út frá hallarhvelf- ingunni og þeir sem hafa heyrt til hans segja að hann gefi við og við frá sjer átakanlegt vein. ★ Tengdapabbinn tilvonandi: — Treystið þjer yður til að sjá ★ Hjúkrunarkona: — Er það yður, sem á að skera upp á morgun. — Já. — Verið þjer ekki svona taugaóstyrkur og hræddur. Þjer skuluð fara upp í stofu núm- er 13, læknirinn kemur seinna. ★ — Heyrðu, af hverju gengur Stefán altaf með hanska. — Það er annað hvort vegna þess að hann er fínn maður eða hann er hrædur um að skilja eftir fingraför.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.