Morgunblaðið - 30.08.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.08.1947, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 30. ágúst 1947 Jón Gestsson áttræður ÁTTATÍU ára var 6. ágúst a.l. Jón Gestsson frá Sviðu- görðum í Gaulverjabæjar- hreppi, nú á Öldugötu 53 í Rvík. Jón var sonur Gests Jónssonar bónda í Sviðugörðum og konu hans Elínar Einarsdóttur. Ólst Jón þar upp og dvaldi fram á þrítugsaldur, en fór þá að Kald aðarnesi til Sigurðar sýslu- manns, var ráðsmaður hjá hon um í þrjú ár. Meðal annara vinnukvenna var þar þá Guð- rún Guðmundsdóttir frá Halls- koti Flóagaflshverfi. Fór svo að þeim leist vel hvoru á annað og giftust um haustið þriðja árið. Hvernig vinnuhjú þau hafa verið Jón og Guðrún, má best marka af því, að sýslu- mannshjónin hjeldu stórveislu við það tækifæri, sem vott virð ingar og þökk fyrir prýðilega unnin störf þessi ár. Þetta hjónaband mun ekki hafa verið stofnað fyrir augna- blikshrifning eina, heldur miklu fremúr fyrir vaxandi virðingu og skynsamlega yfir- vegun þeirra við störfin á þessu stórbúi, það hefir líka reynst þeim vel, þau hjón hafa lifað í hamingjuríku og farsælu hjónabandi hátt á fimmta tug ára, saman valin að -atorku og ráðdeild. Vorið eftir fluttu þau til Reykjavíkur og hafa búið þar síðan. Stundaði Jón sjóinn lengi, eða um 20 ár, sem hann var skútumaður. Reyndi þá oft á þrek og þor ,en allt gekk farsællega og slysalaust. Og nú er þessi öldungur áttræður, er hefir unnið erfiðisvinnu óslitið með afdráttarlausum áhuga og þrótti alla sína æfi, hann er ennþá svo ern að hann vinnur oftast í „vinnu bæjarins“, og lætur ekki á sig hallast með iðni eða handlag, ies á bók gler- augnalaust, og fylgist með lífi og framförum í bænum með fullum skilningi og einlægni á sinn sjónhaga og velviljaða hátt. Þ^u hjón eiga þrjú börn, hvert öðru efnilegra og ást- ríkara foreldrum sínum; þau eru Guðmunda, gift Steindór Árnasyni frá Höfðahólum, for- stjóra, Elías stýrimaður og Eg- ill bakari. Það er mikilsvert líf og starf slíkra manna, sem Jóns Gests- sonar. Það bæjarfjelag, sem á slíka menn, er traust og sterkt. Á þessu merkisafmæli þínu Jón, senda vinir og frændur þínir þjer kærajcveðju og bestu heillaóskir og kona mín, sem er uppeldissystir þín, blessar þig í orði og anda fyrir hina góðu kynningu er.hún átti með þjer, og ágætu áhrif er hún naut af sambúð við þig í æsk- unni. Vertu blessaður og þið ágætu hjón. Dagur Brynjúlfsson. Reykvíkingar á íþrátiamóli í Eyjum í FYRRADAG flugu 20 KR- ingar til Vestmannaeyja og verða gestir Vestmannaeyinga í dag og á morgun. Ákveðið er að þarna verði háð tveggja daga íþróttamót þar sem KR-ingar, Vestmannaeyingar, og ýmsir aðrir munu taka þátt í, þar á meðal Kolbeinn Kristinsson og Sigfús Sigurðsson frá Selfossi, Stefán Sörensson, Þingeying- ur og Ármeningarnir Bjarni Linnet, Hörður Hafliðason og Stefán Gunnarsson. — I dag verður kept í 200, 1500 m., 4x 100 m. boðhlaupi, langstökki, hástökki, kúluvarpi og kringlu kasti, en 'é morgun í 100 m, 400 m., 3000 m hlaupum, þrí- stökki, stangarstökki, sleggju- kasti og spjótkasti. Þátttakendur K. R. í ferðinni eru Ásmundur Bjarnason, Brynjólfur Ingólfsson, Einar H. Einarsson, Gunnar Sigurðsson, Hermann Magnússon, Ingi Þor- steinsson, Jóhann Bernhard, Magnús Jónsson, Pál Halldórs- son, Pjetur Sigurðsson, Páll Jónsson, Trausti Eyjólfsson, Þórður Sigurðsson og Þorvarð- ur Arnibjarnarson. Reykvíkingarnir eru vænt- anlegir heim aftur annað kvöld. — Fararstjóri KR-inganna er Brynjólfur Ingólfsson. Sameinuðu þjóðirnar WASHINGTON. Trygve Lie, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur tjáð frjettamönnum, að hann geri ráð fyrir að alsherjarþingið, sem hefjast á 16. september n.k., standi yfir í þrjá mánuði. — Þýski iðnaSurinn Framh. af bls. 1 og er talið, að Frakkar beri það fram sem skilyrði, ef þeir eigi að sameina sitt hernámssvæði, að framleiðslumagn þýska iðnaðar- ins verði minnkað. Hefur franski upplýsingamála ráðherrann, Bondard, lýst því yfir, að Frakkar álíti, að endur- reisn Þýskalands eigi ekki að ganga íyrir endurreisn þeirra ríkja, sem börðust fyrir málstað lýðræðisins í styrjöldinni. Ilann heldur áfram: Ef að þessari aukningu verour komið á verður það til þess ao Þjóð- verjar ná sama valdi yfir fjár- málum Evrópu og þeir höfðu fyrir styrjöldina. — Frakkar heimta að framleiðslumagn Þjóð verja á þyngri vjelum og einnig ýmis efnaframleiðsla, svo sem gerfigúmmí verði lækkuð frá því sem Bretar og Bandaríkja- menn hafa ákveðið. Og þeir vilja iíka, að meiri kol verði flutt út frá Ruhr-hjeruðunum og megi þá telja þá flutninga sem hluta af stríðsskaðabætum Þjóðverja. Þjóðverjum finst ekki nógu langt gengið. Þýski sósíalistaflokkurinn er þar á móti óánægður með að- gerðir hernámsstjórnanna og Schumacher hefur sagt, að þess- ar aðgerðir sjeu ekki líkt því nægjanlegar, til endurreisnar Þýskalands. Yiðræður í Berlín.. Bandarískir, breskir og fransk ir sjerfræðingar munu ræðast við í Berlín eftir helgina og verð ur þá úr því skorið, hvort Frakk ar vilja sameina sitt hernáms- svæði hinna. aiKiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitfitiiiiiitiiiiidiiiiiiiiiiiiiniiiiii' : r [Dodge bílij } Keyrður 30.000 km. er til { | sölu. Lysthafendur sendi j j nöfn merkt: „X-120 —953“ I j til afgr. Morgunbl. «iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Vefnaðarksnsia § Stúlka, sem vill hjálpa til I við húsverk getur fengið I kenslu í vefnaði. — Uppl. | hjá Agnesi Davíðsson í Holtsgötu 31. Sími 5399. „LAGARFGSr fer frá Iteykjavík fimtudaginn 4. september til vestur- og norðurlandsins. Viðkomustaðir: Patreksfjörður Þingeyri Isafjörður Siglufjcrður Akureyri. H.í. EÍRiskipafjel. íslafids uiá 1940 j { Velmeðfarinn einkavagn í ; § : { ágætu lagi til sölu. Uppl. | j í síma 7319 kl. 1—3 í dag. ! f•lll•llll•l•l■•l■lll1lllll■lllllllllllllllllllll■llllll•llllll■Mltal Bandprjóna eg hekfynála innfiyfjendur Dönsk verksmiðja býður yður „eloxeraða“ og nikkelhúðaða aluminíum-prjóna. Fljót af- greiðsla. Tilboð merkt: „5318“ sendist Harlang & Toksvig, Re- klamebureau A.S., Bredgade 36, Köbenhavn K. • lllálllllllllSllllk.UtllMIMIMMIII Vk or L agnuó ^Jhonaciuó hæstar j ettarlögmaður IMI— dllHIMH — Me^al annara oróa 1 Framh. af bls. 6 var Farben svo fullkomlega undirbúið undir styrjöld, að engu þurfti að breyta undir stríðsreksturinn. Göring hafði sagt, að í styrjöldinni væri allt komið undir að hafa nóg gúmmí og olíu, sem Farben framleiddi í tonnatali úr kolum. En Farb- en framleiddi einnig 84% af öllum sprengiefnum Þjóðverja. Það jók magnesíumframleiðsl- una um 4000% og alúminíum- framleiðsluna um 1300%. Það framleiddi 95% af eitúrgasi Þjóðverja. Þýskir skriðdrekar. fallbyss- ur og vopnaðar bifreiðar runnu áfram á Farben málmhjólum, með Farben hjólbörðum, rekn ir áfram af Farben gerfibensíni. Og sagan var hin sama allstað- ar. Kraftur þýska hersins bygð ist að miklu leyti upp af margra ára starfi þessa volduga fje- lags. Frá Hollandi og Belgiu F.s. Reykjanes frá Antwerpen 1. sepíembcr frá Amsterdam 3. september EINARSSON, ZOEGA & Co. h£ Hafnarhúsinu, Símar: 6697 & 7797 Bíaupmenn Ef þjer viljið tryggja yður ný fyrsta flokks egg frá hænsnabúi rjett við bæinn, þá sendið nafn og síma- númer á afgreiðslu blaðsins, merkt: „100%“, fyrir n.k. miðvikudagskvöid. '5>^<?>«><?><^x®^<$v$x^x®kí>^xí>^x®>^kí>^k$><^>4xíxJx$>^xMxSxíxSx$x»^xíxíxíxíxSxÍx$x&. fX$><S><®xM^><$>^><^>^SxíX$X$XÍ><í><íxí><$XS><Mx$>^X$XÍxí><$XÍXÍxSKÍxS>^XÍXÍxSX$X$>^XÍXÍX$>^>> Hekluferð í dag kl. 2. Pantið sæti f. h. hjá B. S. R., simi 1720. í I-f £ £ Efiir Roberf Sforns IF UVEf?-LlP(5 KNEW I 60T HEMEABTED úb1 LET TH7.T DCLL TúKE A POWDER, H6*D 5P1LL ME ALL CVER THt PLACE-1 /,n' YET B0UND 10 6QÚEAL — M STU/M5LIN3 THR0J5H THE W00D5, NEEDRA FSALE REACHE& THE HIGHWAV, BUT— f* HES'! THAT L00K& UKE THE FRILL WE BEEN H0LDIN6 ATTHECA/MP —J p i ■■■ „---------------------------sttmi Synoirjfc, Inr, \X orlj riplns rcservcii * Kalli: Það er að koma myrkur. Shifty og Lor- söm. Jóf (hugsar): Ef Kalli kemst að því, að jeg að sföðVa íbifreið Sþiftýs og Loreen. Of seint tekur . V\ \ ¥ ;.ir\ v n \ ■■ ..DU;.-o.i: • . . '4 w 'C V? ", ,S een ættu að fara að koma. — Bófinn: Það var hafi gefið henni líf, drepur hann mig. —< En á sama hún eftir því, að hún er hlaupin beint í fangið á prýðilegt að skjóta stelpuna, Loreen er svo afbrýði- andartaki^er Exale komjn út úr, skóginum, og búin óvinyim s.ínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.