Morgunblaðið - 03.09.1947, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.09.1947, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 3. sept. 1947, , linyir Sjáffstæðismenn í skemtiferð tii Stykkishólms unr næstu heiyi í ' ................... t ■■ Kvöldskemtun í Olver í Hafnarskógi HEIMDALLUR, fjelag ungra Sjálfstæðismanna í Reykja- vík, og fjelag ungra Sjálfstæðismanna á Akranesi efna til sameiginlegrar fjelagsferðar til Stykkishólms um næstu helgi. Á laugardagskvöldið verður dansað í sumarskemtistað Sjálfstæðismanna á Akranesi, — Ölver í Hafnarskógi — og gist þar um nóttina. Á sunnudag er haldið hjeraðsmót Sjálfstæðismanna í Snæ- fellesnes- og Hnappadalssýslu í Stykkishólmi og sama dag verður einnig aðalfundur Sambands ungra Sjálfstæðismanna í sýslunni. Þessari ferð verður hagað^ þannig að Heimdellingar leggja af stað frá Reykjavík kl. 3 síð- degis á laugardag. Verður þá far ið upp að Ölver í Hafnarskógi. Þessi ágæti sumarskemtistaður Sjálfstæðismanna á Akranesi hefur enn tekið miklum stakka- skiptum í sumar. Með miklum á- huga og dugnaði hefur verið reistur þar nýr skáli, sem er geysistór samkomusalur, sem getur rúmað 500—600 manns. -— Jafnframt hefur verið gert rúrn- gott bílastæði og lagað til í kring um skálann. Seinna verður þessi skáli innrjettaður með því að skipta honum í mörg minni her- bergi, þar sem fólk getur notið gistingar til sumardvalar með börn sín í hinu fagra umhverfi. Allar veitingar eru framreiddar í eldri skálanum, sem er hinn vistlegasti í alla staði. Ungir Sjálfstæðismenn frá Akranesi koma þarna til móts við Heimdellinga og verður efnt til dansleikjar um laugardags- kvöldið. Þarna verður svo gist um nóttina, en Heimdellingar verða að hafa meðferðis svefn- poka oða teppi til næturdvalar- ,innar. Sunnudagsmorguninn verða Heimdellingar og ungir Sjálf- stæðismenn frá Akranesi sam- ferða til Stykkishólms. Klukkan 4 á sunnudag verður haldinn aðalfundur Samba’nds ungra Sjálfstæðismanna í Snæ- fellsnes- og Hnappadalssýslu. — Um kvöldið efna Sjálfstæðis- menn á Snæfellsnesi til hjeraðs- móts í Stykkishólmi. Hið besta hefur verið vandað til undirbúnings þessa móts. —• Meðal ræðumanna verða Gunnar Thoroddsen, þingmaður kjör- dæmisins, og Gunnar Ifelgason, erindreki Sjálístæðisflokksins. Brynjólfur Jóhannesson, leikari, skemtir með gamanvísum, upp- lestri o. fl. Þá sýna þeir Baldur Georgs og ,,Konni“ listir sínar með búktali og fleiii kúnstum. Að lókuih verður dans stiginn. Gert er ráð fyrir, að þátttak- endur í skemtiferðinni taki þátt í hjeraðsmótinu og fundarhaldi — en ekið verður til baka heim á mánudagsnótt. Ungir Sjálfstæðismenn hafa efnt til margra skemtiíerða i sumar og allar tekist prýðilega. Væntanlegir þátttakendur í ferð Heimdallar verða að til- kynna þá+ttöku sína sem fyrst og kaupa farseðla, sem kosta 75 ki'. stykkið, ekki síðar en fyrir hádegi á föstudag. Verða þeir af hentir á skrifstofu Sjálfstæðis- flokksins í Sjálfstæðishúsinu —• (sími 3315). Fjórir sækja um (ögreglustjóra- embæltið FRESTUR TIL að sækja um lögreglustjóraembættið í Reykjavík er útrunninn, og hafa borist umsóknir frá fjór- um lögfræðingum og eru það allt ungir menn, er sækja, en þeir eru: Sigurjón Sigurðsson, fyrver- andi fulltrúi lögreglustjóra og nú settur lögreglustjóri. Gunn- ar Pálsson bæjarfótgeti á Norð- firði og tveir fulltrúar hjá saka dómara, Logi Einarsson og Þórður Björnsson. Belgía verður full- trúi Hollands í Indó- nesíu Haag í gær. TILKYNNING hefur verið gef in út um það samtímis í Hol- landi og Belgíu, að einn full- trúinn hafi verið skipaður í hina væntanlegu Indónesíu- nefnd. Er það Holland, sem hef- ur skipað Belgíu fyrir sína hönd. Indónesar munu skipa annan fulltrúa og síðan munu þessir tveir kjósa oddamann í nefnd- ina. — Reuter. 21,411 farþegar llugleiðis yfir Jtllantshal AMERICAN Overseas Airlin- es flutti 21.411 farþega og 1,110,207 pund af varningi yíir Atlantshaf fyrstu sex mánuði þessa árs. Er þetta meir en helm ingi meira en árinu áður. Flugvjelar AOA flugu 924 sinn um yfir Atlantshaf á tímabilinu 1. janúar til 30. júní í ár, og fluttu að meðaltali 118 farþega á dag. Mestur var farþegaflutn- ingurinn í júní, þegar 6,931 mað- ur flaug þessa leið í vjelum flug- fjelagsins. Frú Peron EVITA PERON, kona forseta Argeníínu, hefur nýlega verið á ferð um Evrópu og vakið á sjer feikna athygli. — Á Spáni tók Franco vel á móti frúnni, og var henni sýnd þar margs- konar sæmd, einnig á Italíu var henni vel tekið. En í Sviss var kastað að henni fúleggjum og skemdum ávöxtum og eftir það hætti frúin við fyrirhug- aða Englandsferð sína. Skerðing innflutn- ings til Áslralíu Canberra í gær. CIIIFLEY forsætisráðherra Ástralíu lýsti því yfir að hjeðan í frá verði innflutningur frá Bandaríkjunum og öðrum lönd- um, sem heimta dollaragreiðslu mikið minkaður. Innflutningur verður skertur aðallega á vörum, sem ekki eru taldar algjörlega lífsnauðsynleg- ar, eða á vörum, sem stjórnin álítur að óþarlega mikið hafi verið flutt inn af. Bensín-innflutningur verður minkaður um 12i/2%, tóbak um 20%, blaðapappír um 30%. — Einnig verður mikið minnkaður innflutningur bifreiða, flugvjela, kvikmynda og einnig vefnaðar- varnings. — Reuter. Gagnrýni á bresku sljórn ina á verkalý^sþinginu VERKALÝÐSÞING Bret- lands samþykti í dag með mikl um meirihluta að hefja við- ræður við bresku stjórnina um á hvern hátt best verði að beita reglugerðinni, sem heim- ilar stjórninni tilfærslur á verkamönnum. Mikillar gagnrýni gætti samt á þinginu. Skiptust andstöðu- menn í tvo flokka, þá sem ekki þótti nógu langt gengið og hina, sem hjeldu því fram, að stjórnin væri að fá einræðis- vald yfir verkamönnum lands- ins. — Reuter. Hefnd tí! s5 endur- skoða skattalöghi NEFND hefur verið skipuð til ■að endurskoða skattalögin og út- svarslöggjöfina. ■— Þessir menn eiga sæti í nefndinni: Gunnar Viðar hagfræðingur, og er hann formaður, dr. Björn L. Björnsson hagfr. Reykjavík- urbæjar, Guðmundur í. Guð- mundsson sýslumaður, Jón ív- arsson forstjóri og Steinþór Sig- urðsson kennari. ! Deifd íyrir hiísmæðrakennara vil Arósa-háskóla --------- i Samtal við dr. Skúla Guðjónsson DOKTOR Skúli Guðjónsson prófessor við háskólann í Ár- ósum hefur dvalið hjer á landi í sumar. Meðal annars heim- sótti hann æskustöðvar sínar, Helluland í Skagafirði. Hann er nú á förum hjeðan og verð- ur meðal farþega með „Drottn- Drottningunni. Dr. Skúli, hefur verið próf- essor við háskólann í Árósum síðan 1939. Kunnastur er hann fyrir störf sín í þágu manneldis rannsóknanna. Að rannsóknum á því sviði hefur hann starfað um margra ára skeið og hafa dönsk yfirvöld lokið miklu lofs vorði á rannsóknir hans í þess- um efnum. Þegar Danmörk var hernum- in af Þjóðverjum, komu rann- sóknir Dr. Skúla þjóðinni að miklum notum, með tilliti til matarskömmtunarinnar. Á árinu sem leið voru hinar opinberu manneldisrannsóknir er próf. Skúli hefir veitt for- stöðu lagðar niður, en að sjálf- sögðu verða þær teknar upp að nýju þegar ástæða þykir til. Húsmæðradeild við háskólann. Nú veitir dr. Skúli Guð- jónsson nýrri deild við Árósa háskólann forstöðu. Deildin er fyrir konur er lokið hafa prófi við húsmæðra kennaraskóla. Við þessa deild eru bundnar miklar vonir. enda hefir eftir- sókn um skólavist verið mikil. Verður í sambandi við þessa deild byggður sjerstakur „Garð ur‘‘’ fyrir húsmæðrakennara og stúdenta er stunda þetta nám. íslendingar hafa þegar gefið andvirði eins herbergis, er nefnt verður „Finsens-stofa“, en að því skulu íslenskar stúlk- ur hafa forgangsrjett. Þrjár ís- lenskar stúlkur stunduðu nám við þessa nýstofnuðu deild í fyrra. Um það hefur verið rætt í sambandi við stofnun hús mæðradeildarinnar, að þar verði einn og sami skólinn fyrir öll Norðurlöndin og hefur dr. Skúli skrifað ríkisstjórnum Noregs og Svíþjóðar í þessu skyni og skýrt þeim frá gjöf íslendinga. Er Morgunblaðið átti nýlega tal við dr. Skúla Guðjónsson, skýrði hann frá þeSsari nýju stofnun. Geta náð doktorsgráðu. Kenslan við deildina er vís- indaleg. Fara þar fram bæði fyrirlestrar og verkleg kensla. Við deildina eru þrjár aðal- greinar náms. Þær eru: Mann- eldisvísindi, tæknileg hússtjórn og húsmæðra hagfræði. — Nám við hverja einstaka grein tekur fimm mánuði. Síðar geta nem- endur gengið undir kandidats- próf, en svo getur hver nem- andi haldið náminu áfram og lokið síðar meira doktorsprófi. Eins og sagt var hjer á undan binda Danir mikla von við þessa þessa stofnun. Aðsókn hefir verið þvílík, að miklum fjölda umsókna hefir oriðið að vísa á bug. í haust þegar deild- in tekur til starfa, munu alls 40 húsmæðrakennarar stunda nám við deildina. Það sem ein- kennilegt má þykja, er að norsk ar stúlkur og sænskar eru jafn margar við nám og danskar. Húsmæðrakennurunu er al- gjörlega í sjálfvald sett hverja námsgrein þær velja, en að loknu námi við eina eða fleiri greinar, þá taka þær til starfa við húsmæðrakennara- skóla að nýju. Um takmark stofnunarinnar komst dr. Skúli að orði eitt- hvað á þessa leið: Með stofnun deildarinnar á að leggja vís- indalegan grundvöll fyrir eins fullkominni kenslu í húsmæðra fræðslu sem völ er á. Á miklu veltur, að húsmæður komandi kynslóða kunni að taka rjettum höndum á hinum óteljandi vandamálum heimilisins. Að með þekkingu sinni í manneld- isfræði geti vaxið upp þrótt- mikið og dugandi fólk. Það er komið undir fæðunni og rjettri meðferð hennar. Hjer heima. Talið barst næst að okkur Islendingum, þá einkun að manneldismálum okkar. Árið 1939 kom dr. Skúli Guðjónsson hingað til lands á vegum ríkisins, tii að undir- búa manneldisrannsóknir hjer á landi. Hugmyndin var að hann hjeldi þeim áfram og kæmi þeim í fullkomið horf. En styrjöldin sá fyrir að svo gat ekki orðið, því dr. Skúli komst hingað ekki til lands, vegna stríðsins. Dr. Skúla þótti hjer ýmis- legt hafa breyst í manneldis- málum. Sagði hann t. d. að ekki þyrfti maður annað en að ganga í matvöruverslanir bæjarins, til þess að sannfærst um, að mataræði þjóðarinnar væri í ýmsu mjög ábótavant. Sagði hann, að sumar af þeim vörum sem fluttar væru inn erlendis frá, væru eins ljelegar og hugs- ast gæti. Hann sagði að sjer þætti mjög miður, að svo virt- ist sem súrmatur væri því nær með öllu að hverfa, a. m. k. hjer í Reykjavík og víða í kaup túnum úti á landi. Kvað hann það vón sína, að Reykvíkingar og aðrir, sem lagt hefðu þennan holla mat á hilluna, tækju hann upp að nýju. I súrmat er senni- lega margt það hollasta, sem ekki fæst í öðrum mat, sagði dr. Skúli. Ljelegu vörurnar ekki keyptar. Dr. Skúli Guðjónsson sagði, að óhætt myndi vera fyrir sig að fullyrða, að ef framkvæmd- ar væru manneldis- og mat- væla rannsóknir hjer, myndi margt af hinni erlendu vöru, sem fólk kaupir i verslunum, (Framhald á bls. 12)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.