Morgunblaðið - 03.09.1947, Side 6

Morgunblaðið - 03.09.1947, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur, 3. sept. 1947. Ferðafjelagið efnir til Ijósmynria- sýningar á verkum áhugamanna B. C. 1 TILEFNI aí 20 ára afmæli Ferðáfjelags Islands, efnir fje- lagið til ljósmyndasýningar fyr ir áhugamenn 19.—30. septem ber 1947, og býður fjelagið öll um íslenskum áhugaljósmynd- urum þátttöku i sýningunni. Myndunum er skipt í eftir- farandi flokka og undirflokka: A. 1. Landlagsmyndir. 2. Ferðamyndir. 3. Náttúrulýsingar. 1. Þjóðlífsmyndir (atvinnulif á sjó og landi, atburðir, sport, arkitektur o. fl.) . 2 Samstillingar. Andlitsmyndir. 1. Lljeraðslýsing, 12 myndir. (Ein sýsla eða kaupstaður). Hver myndahópur á að lýsa einni sýslu eða kaupstað, og skal tilgreint á spjaldinu hvaða stað hópurinn lýsir, t.d. Norð- ur-lsafjarðarsýslu, Siglufjörður o. s. frv. Ekki verða teknar til greina hópar, sem taka yfir minna landsvæði eða stærri landshluta, eða hópar, sem ekki hafa hinn tilskylda fjölda mynda. Hver sýnandi getur aðeins sent einn hóp myndaseríu frá hverjum stað og verða mynd- irnar dæmdar eftir því hvern- ig þær lýsa stað þessum og ljósmyndagildi þeirra. Stærð mynda í flokkunum A og B verða að vera að minsta kosti 16 cm. á stysta veg og í mesta lagi 60 cm. á lengsta veg. Myndirnar skulu vera límdar á karton. Stærð myndanna í flokki C er ekki bundin, en þær skulu allar 12 vera límdar á karton, sem er annaðhvort 75 cm. á lengd og 50 cm. á hæð eða 50 cm. á lengd og 30 cm. á hæð. Skal vera 5 cm. auð rönd a. m. vinstra megin við myndirn- ar, þannig að hægt sje að hefta spjöldin í möppu, og áskilur sýningarnefnd sjer rjett til þess. A bakhlið hvers mynda- spjalds skal standa merki þátt takenda og auk þess titill mynd arinnar og merki þess flokks, sem myndin á að sýnast í. Með myndunum s’kal fylgja lokað umslag með merki þátttakanda utaná og nafni og heimilisfangi mnam. Allar mótteknar myndir verða lagðar fyrir dómnefnd, er síðar verður skipuð. Dóm- nefndin hefur rjett til þess að velja úr sýningarmyndum, ef sjerstakar ástæður eru fyrir hendi, og ræður hverjar hengd ar skuli upp á vegg. Nefndin úthlutar einnig verðlaunum. Verðlaun verða veitt að minnsta kosti í þrem aðalflokk um, en sýningarnefnd áskilur sjer rjett til þess að skipta að- alflokkunum í undirflokka, ef mikil þátttaka verður, og verða þá veitt verðlaun í undirflokk unum. Verða veitt þrjú verð- laun í hverjum flokki og auk þess viðurkenningarskjöl eftir ástæðum. Hver þátttakandi getur sent ótakmarkaðan myndafjölda, nema í flokki C. Myndirnar og lokaða um- slagið skal senda í góðum um- | búðum til skrifstofu F. f., Krist 'ján Ó. Skagfjörð, Túngötu 5, Reykjavík, og skulu þær þafa borist skrifstofunni í síðasta ,lagi að kvöldi dags 14. septem ber. Ennfremui skal þátttöku- gjald kr. 5.00 fyrir endursend- ingarkostnaði, sent í póstávís- un til Kristjáns Ó. Skagfjörð. Gætt verður allrar varúðar við meðferð myndanna en sam kvæmt venju ljósmvndasýn- inga er ekki tekin ábyrgð gegn glötun mynda nje skemmdum. Sýningarnefnd hefur rjett til að leyfa prentun á myndum sýningarinnar í auglýsinga- skyni, nema ef þátttakándi tek íur það fram á myndinni, að tþess sje ekki óskað. Ennfremur ,hefur F. f. rjett til að prenta myndir þær, er verðlaun ihljófa í Árbók F.f. með skýrslu 'um sýninguna. Eigandi mynd arinnar heldur áfram copy- j right. F. í. áskilur sjer rjett til þess að kaupa í myndasafn sitt jmyndahópa í flokki C með því jverði, sem kopíurnar (stækkan irnar) kosta. Ekki felst í kaup (um þessiun rjettur til birtingar. j Myndirnar verða endursend ar að aflokinni sýningu (eða Ándvirði þeirra í flolcki C). , Lán óskast 35 til 40 þúsund króna lán óskast. Örugg trygging. Fullri þagmælsku heitið. Tilboð merkt: „Örugg trygging", sendist blaðinu. reokkra frfesirilði eða húsgagnasmiði vantar nú þegar til vinnu við yfir- byggingar á jeep-bifreiðir. Ennfremur vantar nokkra smiði eða lagtæka menn, til pallasmíða á vörubifreiðir. ^JJriólinn onáóon VAGNA- OG BfLASMIÐJA Frakkastíg 12 — Reykjavík. BEST Atí AUGLÝSA 1 MORGUNBLAtílNTJ Reykjavíkurmóiið: Fram - Valur 3:3 Leikur Fram og Vals, sem er 4 leikur í Reykjavíkurmótinu, var' háður síðastliðinn laugar- dag. Veður var frekar hagstætt, þó nokkur vindur stæði upp á annað markið, hafði hann engin áhrif á leikinn, sem var einn sá besti, sem sjest hefur í mótinu. — Dómari leiksins var Baldur Möller. Fram-liðið náði strax yfir- höndinni í leiknum hvað hraða og dugnað snertir, og var Fram í sókn mestallan leikinn. Vals- liðið aftur á móti náði sjer al- drei verulega á strik, þótt svo að liðið næði nokkrum all vel upp- byggðum upphlaupum, tókst þeim ekki að skora mark. Fyrsta mark Fram gerði Richard er um 30 mínútur voru af leik eftir að hafa leikið mjög snjallt á Haf- stein, sem ljek miðframvörð fyrri hluta leiksins. Annað mark Fram skoraði Magnús á síðustu mínútum fyrri hálfleiks, eftir að hafa leikið upp vinstri kantinn, en þar hafði skapast eyða, í vöi'n Vals, vegna þess að Jón Þórðar- son hægri bakvörður hafði þá sem sagt á sama augnablikinu orðið að yfirgefa völlinn sökum meiðsla. Skotið var frekar laust og hefði Hermann átt að geta varið. — Þriðja mark Fram var skorað á síðustu mínútum leiks- ins, knötturinn rann óhindraður upp vinstri helming vallarins, og gerði enginn leikmannanna sjer far um að reyna að ná honum — eflaust reiknað hann á leið úr leik — þar til Richard tekur rögg á sig, hleypur á eftir knett- inum og nær honum upp við endamörk vallarins og gefur fall ega fyrir Valsmarkið, þar sem Þórhallur kemur brunandi inn að markinu og nær knettinum og hleypur með hann í netið, Úrslit þessa leiks eru all sann- gjörn, þar sem tillit má taka til þess aö Hermann fjekk varið vítisspyrnu er dæmd var á Val í fyrri hálfleik. Enn einu sinni sannaði Framliðið með þessum leik að mikils árangurs rriá vænta, þar sem að dugnaður og óskekull baráttuvilji er fyrir hendi, þótt svo að Framliðið sje ekki skipað neinum sjerstökum ,,stjörnum“, en liðið aftur á móti skipaö mjög jöfnum og samhent- um leikmönnum. Richardur brást ekki í þessum leik sem öðrum með það að gera mörk. Adam sýndi að hann er í stöðugri framför. Miðframvörð- urinn og vinstri framvörðurinn; sem báðir eru nýliðar, voru alls engin veikleika merki í vörninni, þótt svo að Kristján Ólafsson haíi vantað. Valsliðið var ekki eins sam- stilt i þessum leik og það hefur verið oft áður. Sigurður, Sveinn og Guðbrandur voru þeirra steik ustu menn. Á. Á. Frjálsíþróttamótið í V estmannaeyjum EINS og kunnugt er fór fram stórt frjálsíþróttamót í Vestm.- eyjum um síðastliðna helgi. — Voru keppendur um 40 talsins frá 6 fjelögum innan 4ra hjer- aðssambanda, eða frá Reykja- vík, Selfossi, Þingeyjarsýslu og Vestmannaeyjum. Á laugardag var keppt í 7 í- þróttagreinum og var þá veður gott. Á sunnudag átti mótinu að ljúka með keppni í öðrum 7 íþróttagreinum, en vegna rign- ingar varð að fresta 5 þeirra til mánudags. Þann dag var veður ágætt og var þá lokið við keppni í 4 greinum en ákveðið að keppa í þeirri síðustu (200 m. hlaupi) í Reykjavík, þar sem aðalkepp- endurnir urðu að fljúga heim fyrir hádegi á mánudag. Helstu úrslit urðu þessi: LAUGARDAGUR: Kringlukast: 1. Gunnar Sigurðs son, KR, 36,50 m., 2. Ingólfur Arn- arson, iBV, 36,18 m. 3. Jóh. Björg- vinsson, iBV, 35,82 m. Kúluvarp: 1. Sigfús Sigurðsson, Selfossi, 13,80 m. 2. Gunnar Sig- urðsson, KR, 12,97 m. 3. Ástv. Jónsson, Á, 12,95 m. Þetta afrek Sigfúsar gefur 795 stig og er besta afrek mótsins. Og náist ekki betra afrek í 200 m. hlaupinu, hlýtur Sig fús bikar þann, sem KR veitir fyr- ir besta afrek mótsins. 100 m. hlaup: 1. Ásm. Bjarna- son, KR, 11,3 sek. 2. Pjetur Sig- urðsson, KR, 11,5 sek. 3. Trausti Eyjólfsson, KR, 11,6 sek. 4. Magn- ús Jónsson, KR, 11,6 sek. Hástökk: 1. Kolbeinn Kristins- son, Self., 1,75 m. 2. Hermann Magnússon, KR, 1,70 m. 3. Torfi Brynjólfsson, KR, 1,60 m. Langstökk: 1. Stefán Sörensson, HS, Þing., 6,55 m. 2. Tovfi Bryn- geirsson, KR, 6,49 m. 3. Ásmund- ur Bjarnason, KR, 6,37 m. U00 m. hlaup: 1. Magnús Jóns- son, KR, 52,8 sek. 2. Pjetur Sig- urðsson, KR, 54,G sek. 3. Trausti Eyjólfsson, KR, 54,9 sek. 1500 m. hlaup: 1. Stefán Gum^ arsson, Á, 4:75,0 mín. 2. Hörður Hafliðason, Á, 4:18,4 mín. 3. Egg- ert Sigurlásson, IliV, 4:25,6 mín. Stefán vann þar með til eignar bik ar þann, sem KR hafði gefið til keppninnar. SUNNUDAGUR: Sleggjukast: 1. Símon Waag- fjörð, ÍBV, 42,32 m. 2. Karl Jóns- son, ÍBV, 38,07 m. 3. Sigfús Sig- urðsson, Self., 34,90 m. Afrek Sí- monar er nýtt Vestmannaeyjamct og besti árangur, sem náðst hefur í þessari íþrótt s.I. 6 ár. Spjótkast: 1. Þorvarður Arin- bjarnarson. KR, 50,57 m. 2. Adoif Óskarsson, ÍBV, 49,92 m. 3. Gunn- ar Sigurðsson, KR, 45,39 m. MÁNUDAGUR: Stangarstökk: 1. Torfi Brynj- ólfsson, KR, .3,70 m. 2. Kolbeinn Kristinsson, Self., 3,60 m. 3. Bjarni Linnet, Á, 3,40 m. og 4. Hallgr. Þórðarson, iBV, 3,40 m. 3000 m. hlaup: 1. Stefán Gunn- arsson, Á, 9:28,2 mín. 2. Hörður Hafliðason, A, 9:43,6 mín. 3. Egg- ert Sigurlásson, iBV, 9:49,8 mí’.i. Þrístökk: 1. Stefán Sörensson, IISÞ, 13,77 m. 2. Adolf Óskarsson, ÍBV, 12,96 m. 2. Hallgr. Þói'ðarson ÍBV, 12,86 m. Afrek Stefáns er það langbesta, sem náðst hefur í þrístökki á þessu ári. 4 x 100 m. boðhlaup; 1. KR- sveitin (Torfi, Brynj., Magnús, Trausti) 46,6 sek. 2. Ármanns- sveitin 48,2 sek. 3. Vesli.. sveitin 48,2 sek. 1 KR sveitina va taði 2 bestu mennina, sem höfoL. fanð heimleiðis fyrir hádegið. Yfirleitt tókst þetta mót ágæt lega, þrátt fyrir frekar slæmar aðstæður. Yfirdómari mótsins var Jóhann Bernhard Rvík', en leikstjóri Martin Tómasson, Vest mannaeyjum. Knaltspymumeís!- aramót Noreys UM þessar mundir fer fram Noregsmeistarakeppnin í knatt spyrnu, og hafa fimm umferð- ir verið leiknar og eru nú átta lið eftir. Keppnin heldur áfram á sunnudag 14. sept. og eigast þessi fjelög við: Víking í Stav- anger á móti Brann í Bergen, Mjöndalen á mó.ti Selbakk Skreid í Öslo á móti Fredriks- stad og Kvik Trondhjem móti Sarpsberg. Skreid er eina knattspyrnu- fjelagið í Oslo, sem enn stend- ur. En taldar eru líkur til þess að Fredriksstad muni sigra það, er liðin mæta til leiks. Síðasl. sunnudag sigraði Brann knatt- spyrnufjelagið Lyn í Oslo, með 4 gegn 0 og þeim er talinn sig- ur yfir Víkingum viss. Sama er að segja um Mjödalen, að það ætti hæglega að geta unnið Selbakk og Sarpsberg að sigra Kvik. Noregur — Finnland. Næstkomandi sunnudág ' fer fram í Helsinki millilandakepni milli Norðmanna og Finna. Lið Norðmanna gegn Finnum er nokkuð breytt, frá því er Norð- menn keptu hjer'. Lið Norð- manna er þannig skipað, talið frá markmanni til vinstri út- herja: Torgersen, Holmberg, Rehn, hann er nýr í liðinu, Sdydevold, Svenssen, Beye Karlsen, Dahlen, Teresen, Wang, Sörcnsen, Brynildseh og Fredriksen, sem einnig er nýr. Það mun eflaust. vekja at- hygli, að V/ang verður mið- framherji og Dahlen á kant- inum. Jeg spái því, að leiknum ljúki með sigri Norðmanna. Gunnar Akselson. Bankastræti 7. Sími 6063 § er miðstöð biíreiðakaupa i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.