Morgunblaðið - 11.09.1947, Page 5
; Fimmtudagur 11. sept. 1947
MORGVTSBLAÐIÐ
5
— Landsamband íslenskra útvegsmanna —
... kv„Jdir útvegsmanna .- . Ritnefnd L. I. Ú.
AFKOMA (JTVEGSllViS OG ÞJÓÐFJELAGSINS
Eftir Finnboga Guðmundsson
Síldarvertíðin:
NÚ ER síldarvertíðin senn að
jverða úti, og e rafkoman miklu
verri en svartsýnustu menn
Ijetu sjer detta í hug. Aflinn
orðinn aðeins % hluti þess, er
búast mátti við, ef síldargengd
hefði orðið í meðal lagi með
Jbeim möguleikum, sem voru til
að afla og taka á móti til
bræðslu og í salt. Gjaldeyris-
tekjur þjóðarinnar verða aðeins
70—80 miljónir króna af síld-
veiðunum í stað 200—250 milj.
króna, ef heppnin hefði verið
með. Rekstrartap útvegsmanna
á síldarvertíðinni verður um
eða yfir 20 miljónir króna,
rekstrartap síldarverksmiðja
og síldarsaltenda er mikið, og
allir, sem við síldveiðarnar
vinna á sjó og í landi, hafa að-
eins þær lægstu tekjur, sem
þeim eru trygðar af atvinnu-
rekendum.
Útvegsmenn verða nú sem
oft áður verst úti. — Þetta er
þriðja síldarvertíðin, sem
bregst og auk þess hafa út-
vegsmenn búið við mjög óhag-
stætt afurðaverð, miðað við til-
kostnað, síðan 1942 og því .oft-
ast tapað og bætt við skuldum
áriega.
IÞo kvertíð vjelbátaútvegsins
: ár:
J'"-. 5 hefur verið deilt á út-
ve nenn vegna þess, að þeir
ge: i kröfu til að ríkið tæki
áb 3 á afla þeiira í ár, og
mr 'r hafa haldið því fram,
að ' lþingi hafi framið hið
jnru ' glópstkuverk með fisk-
áb“’ '5arlögunum. Adeilan út
af ! ,;,sum lögum hefur verið
be: gegn útvegsmönnum al-
mr‘ en mest er okkur Suður-
ner: nönnum kent um þetta.
Ad um þessum hefur ekki
ve i > svarað'að neinu, og því
álí ' 'g rjett, að minnast nokk-
ur" ’ r orðum á þessi mál um
lei: og jeg læt frá mjer fara
fyrirboða um þær kröfur, er
v/e ■ útvegsmenn munum nú
geia. Kröfur þær, er útvegs-
men ngerðu á s.l. hausti, voru
þær, að trygt yrði sem lágmarks
verð kr. 0.75 pr. kg. af slægð-
um þorski með haus og tilsvar-
andi á öðrum tegundum, og
jafnframt yrði trygt, hð kaup-
gjald í landi hækkaði ekki, og
vísitalan yrði ekki yfir 300 stig.
Alþingi tók ábyrgo á 0.65 pr.
kg. af þorski slægðum, með
haus og tilsvarandi á öðrum
tegundum, og vísitalan hefur
verið 310—316 stig á árinu. —
Þessar ráðstafanir urðu til þess
að mikill hluti vjelbátútvegs-
ins var í gangi á síðustu vetr-
arvertíð, en taprekstur varð
talsverður á flestum bátunum,
sem gengu, en nokkur hluti bát
anna komst ekki á vertíð fyrir
fólkseklu, og fjárskorti fitvegs-
manna. Það hefur sem sje sýnt
sig, að kröfur útvegsmanna
voru síst of miklar og þó þær
hefðu verið uppfvltar með öllu
hefði samt orðið tap á mörgum
bátum og nokkrir ekki komist
á stað.
Afli þeirra báta, sem gengu,
varð sem næst þessu:
ca. 25 þús. tonn frystur fisk-
ur. ca. ca. 28 þús. tonn salt-
fiskur. ca. 3 þús. tonn þorska-
lýsi. ca. 6 þús. tonn fiskimjöl.
10 þús. tonn hrogn. samtals að
yerðmæti til útflutnings ca.
126 milj. króna.
Jeg fæ ekki sjeð, að þjóðin
væri betur á vegi stödd nú, ef
vjelbátaflotinn hefði ekki ver-
ið í gangi í vetur, þvert á móti
værum við betur settir, ef kröf-
ur okkar hefðu verið teknar til
greina að fullu, og enn fleiri
bátar komist á veiðar, og væri
þá meira til af útflutningsvör-
um til í landinu i:ú til->gjald-
eyrisöflunar. Þeir menn, sem
deilt hafa á okkur fyrir að
knýja fram ríkisábyrgð á fram
leiðslu vjelbátaútvegsins, hafa
ekki komið með neinar raun-
hæfar tillögur aðrar, er leitt
gætu til þess, að útvegurinn
væri í fullum gangi. Þeir hafa
að vísu minst á, að dýrtíðin og
framleiðslukostnaðurinn þyrfti
að lækka, en þeir hafa ekki
komið með neinar ákveðnar íil-
lögur um hvernig það skuli
framkvæmt.
Jeg hefi ekki gögn í hönd-
unum til þess að gera mjer
grejn fyrir, hve mikið tap út-
vegsmanna á þorskvertíðinni
hefur orðið, en mjer þætti ekki
ósennilegt, að það muni vera
ca. 10 milj. króna. Hefur þá
tap útvegsmanna á árinu orðið
samtals ca. 30 miij. króna. —
Útvegsmenn munu nú gera þá
kröfu, að tapi þessu verði jafn-
að á þjóðina í heild, en þeir
ekki látnir bera það einir, og
er það fyrst og fremst vegna
þess, að þeir eru ekki færir
um það, og svo er það full sann
girniskrafa, þar sem tap þetta
er fyrst og fremst vegna þess,
að þjóðin hefir'tekið af útvegs-
mönnum sem þessu nemur
meira en þeir öfluðu.
Nú reynir á samtök útvegs-
manna' meir en nokkru sinni
fyr, og verða þeir að beita þeim
til þess að knýja fram þá kröfu,
að tapinu í ár verði dreift á alla
þjóðina, að þær ieiðrjettingar
verði gerðar, að heilbrigður
starfsgrundvöllur fáist fyrir
framleiðendur útflutningsfram
leiðslunnar, sem er lykiliinn að
gj aldeeyrisöf luninni.
G j aldcyrismálin:
Það hefur verið minnst á, að
nauðsynlegt sje að taka gjald-
eyrislán í Bandaríkjunum, og
það jafnvel rökstutt með þeirri
firru, að það sje nauðsynlegt
til þess að kaupmerm þurfi ekki
að draga saman rekstur sinn.
Jeg vil ekki láta hjá líða að
láta koma fram þá skoðun mína
og flestra útvegsmanna, að slík
ráðstöfun væri algerlega óverj
andi nema því aðeins, að það
væri nauðsynlegt til þess að
forða þjóðinni frá hungri. Ef
tekið er lán, verða men nað
gera sjer grein fyrir, hvernig
hægt muni að greiða það aftur,
og ef við þurfum nú á dollara-
láni að halda, get jeg ekki sjeð,
hvenær við verðum aflögufærir
og ef Bankaríkjamenn þurfa
ekkert að kaupa af okkur nú,
þegar þeir þurfa að hjálpa flest
um þjóðum heims, get jeg ekki
sjeð, að þeir þurfi þess frekar,
þegar þær þjóðir, sem nú taka
lán hjá þeim fara að greiða þær
aftur, en dollara getum við vit-
anlega ekki eignast nema fyrir
vörur, er við kunnum að geta
selt í dollurum. Við þeim erfið-
leikum, sem nú hafa skapast,
er ekki til neitt annað ráð, en
að gera ráðstafani- til þess að
öll okkar fiskiskip sjeu í full-
um notum við fiskveiðar. Til
þess að það megi verða, verður
að finna möguleika til þess að
skapa heilbrigðan starfsgrund-
völl fyrir útgerðin? sem er, að
þeim sje trygt það verð fyrir
afurðir sínar, sem þeim er nauð
synlegt, miðað við þann útgerð
arkostnað sem er, eða að lækka
útgerðarkostnaðinn. svo að
hægt sje að afla fyrir það verð,
sem fæst á erlendum markaði.
Eitt verða menn að gera sjer
ljóst, og það er, að þetta er
ekki hægt, án þess að það
skerði kjör flestra eða allra
þjóðfjelagsþegnanna í bili, því
orsök þess hvernig komið er, er
sú að þjóðin notar meira en afl-
ast, enda hefir hún búið við
betri lífskjör, en nokkur önnur
þjóð í Evrópu, nú um nokkurt
skeið.
Ríkisstjórnin verður að gera
bráðabirgðaráðstafnir nú þegar
til þess að útvegurinn verði
rekinn með mestu afköstum
þessa fjóra mánuði sem eftir
er af árinu. Getur það aukið
gjaldeyristekjurnar mjög mik-
ið, sennilega allt að 100 milj.
króna, umfram það, sem verð-
ur, ef allt er fast, svo sem nú
er. En auk þess er fyrirsjáan-
legur beituskortur í vetur, ef
ekki fara nú þegar miklu'fleiri
bátar á reknetaveiðar en orðið
er og reknetasíldina er einnig
hægt að salta, og frysta, til út-
flutnings. Ef eðlilegt ástand
væri í landinu mundu um 150
—200 bátar stunda reknetaveið
ar fyrir Norðurlandi og í Faxa-
flóa, en nú munu aðeins 30—
40 bátar stunda þessar veiðar.
Astæðan fyrir þessu er sú, að
verðið er ekki nógu hátt á síld-
inni miðað við tilkostnað, og
sjómenn hafa ekki íengist á bát
ana, þó þeir hafi kr. 1891.00
kauptryggingu á mánuði. Allir
bátar sem ekki eiga reknet,
ættu að fiska þorsk með línu
og í botnvörpu.
Samkomulag þarf að nást.
Það er mjög þýðingarmikið,
að samkomulag sem flestra
stjetta náist um þær lagfræing-
ar, sem gerðar verða, þar sem
annars er hætt við, að til al-
varlegra árekstra komi, og verk
föll valdi stöðvunum, er verða
til stórtjóns fyrir alla og auka
á erfiðleikana. Það er því nauð-
synlegt, að nú þegar verði full-
trúar atvinnustjettanna boðað-
ir til fundahalda ásamt fulltrú
um ríkisvaldsins, til þess að
reyna að finna leið eða leiðir
til úrbóta á þeim grundvelli,
að sem flestir geti sætt sig við
eftir ástæðum. Jeg vil því gera
þá tillögu til ríkisstjórnarinnar
að hú nbjóði þessum aðilum að
tilnefna fulltrúa í nefnd, til
þess að reyna að finna sam-
komulagsgrundvöll um þessi
mál. Landssamband ísl. útvegs-
manna fái 2 fultlrúa, Alþýðu-
samband íslands 2. Farmanna-
og fiskimannasamband íslands
2 og Búnaðarfjelag íslands 2,
en ríkísstjórnin skipi einn
mann, er verði formaður nefnd
arinnar. Þessari nefnd sje fal-
ið að reyna að finna samkomu-
lagsgrundvöll um leiðrjettingar
til þess að fiskveiðarnar komist
á heilbrigðan grundvöll fyrir
næsta ár 1948, eða aðeins um
eitt ár í senn, en það tel jeg
líklegra til árangurs, en ef ætti
að hafa fleiri ár í huga. Hugs-
anlegt er þó, að sá grundvöllur
sem fyndist, gæti orðið til fram
búðar t. d. að því yrði þannig
fyrir komið, að kaupgjald og
verð innlendrar neysluvöru
breytist eftir magni og verði
útflutningsafurða ekkar.
Ef þessir aðilar, sem hafa
fulltrúa í þessari nefnd, koma
sjer saman, verður Álþingi og
ríkisstjórn að sjá um fram-
kvæmd á samkomulaginu. Ef
hinsvegar þessir aðilar geta
ekki komið sjer saman, verður
Alþingi Samf að finna meiri
hluta um eitthvert samkomu-
lag, sem verður þess valdandi
að útgerðin sje reiknuð með full
um krafti.
Nokkrar hugleiðingar um hag-
kerfi þjóðfjelagsins.
Margir þeir, sem voru á móti
fiskábirgðarlögunum, færa þau
rök fyrir því, að þau leiði til
aukins sósíalisma og ríkisrekstr
ar og má þetta vei vera.
Þessum mönnum vil jeg
benda á það, að ef þeir vilja
losna við að fá meiri höft á at-
hafnasviði einstaklinga, fjelaga
og stjetta, er nauðsynlegt að
gefa gjaldeyrisverslunina alger
lega frjálsa og afnema öll við-
skiftahöf og láta frjálst fram-
boð og eftirspurn rráða verði
allra hluta. Ef þetta fyrirkomu
lag væri hjer nú, værum við
útvegsmenn ekki í vandræð-
um. Við gætum þá selt dollar-
ana fyrir kr. 18—20.00 í staðinn
fyrir kr. 6.50, eins og okkur er
skamtað fyrir þá nú, samkv.
gjaldeyrislögunum.
Við erum nú skuldbundnir
til þess að afhenda allan gjald-
eyririnn, sem við fáum fyrir
afurðir okkar fyrir þetta skamt
aða lága verð, alveg án tillits
til, hvað hægt væri að selja
hann á frjálsum markaði. Og
þessar skömtuðu kr. 6.50 fáum
við jafnmargar fyrir hvern doll
ara enn, þó þessar krónur hafi
verið gerðar verðminni með
hverju árinu sem líður, vegna
taumlausrar samkepni allra
stjetta um að krefjast fleiri og
fleiri króna fyrir þjónust.u sína.
Og sjálf ríkisvaldið hefur tekið
þátt í kapphlaupinu og eru nú
ríkistekjurnar orðnar hátt á 3.
hundrað miljóna, og hrekkur þó
ekki til fyrir útgjöldunum. En
það er ekki nóg, að við sjeum
skuldbundnir til þess að skila
öllum gjaldeyrinum á þessu
lága verði, heldur virðist svo,
sem þeir aðilar, sem hafa rjett
til að kaupa gjaldeyrinn, hafi
engar skyldur um að kaupa
hann.
Að minsta kosti hefur þetta
orðið svo í framkvæmd, að
bankarnir hafa neitað að kaupa
gjaldeyri ýmsra bjóð, og það
þá helst þeirra, sem kaupa Vilja
afurðir okkar og hcfum við þá
orðið að selja hann við lægra
verði en skráð er t. d. lírur fyr
ir 20—25% lægra, eða því verði
er innflytjendur vildu skammta
okkur í hvert sinn ojfvar okk-
ur ekki bætt þetta upp með því
að greiða okkur hærra verð fyr
ir annan gjaldeyri fvo sem doll
ara. Ekki hafa útvegsmenn
fengið að hafa nein áhrif á,
hvernig með gjaldevririnn hef-
ur verið farið fram að þessu,
enda hafa þeir verið rjettlausari
en nokkrir aðrar um að fá gjald
eyris- og innflutningsleyfi.
Eins og að framan segir, hef
ur verið hjer um ófrjálst. skipu-
lag að ræða að verulegu leyti,
en þó hafa þeir, sem bundið
hafa gjldeyrisverslunina o. fl.,
ekki þorað að gera þær ráðstaf-
anir, sem nauðsynlegar eru til
þess að samræmi haldist, þegar
slíkt er gert, en það er að lög-
ákveða kaupgjald allt og verð á
lífsnauðsynjum, og því er nú
komið sem komið er. Ef gjald-
eyrisverslunin er bundin, svo
sem verið hefur, er nauðsyn-
legt að binda um leið kaup^jald
allt í landinu og verðlag á lífs-
nauðsynjum.
Fyrir því munum við útvegs
menn krefjast þess, að við fáum
gjaldeyrisverslunina algerlega
frjálsa og öll viðskiftahöft af-
numin, eða að ríkið taki ábyrgð
á föstu verði á framleiðsluvör-
um okkar í eitt ár í senn, og sje
þá einnig trygt, að framleiðslu-
kostnaður sje í samræmi við á-
byrgðarverðið.
Annað hvort af þessu verður
að vera fyrir hendi til þess að
heilbrigðUr starfsgrundvöllur
skapist fyrir útveginn, en þó
getur komið til greina,' ýms
millistig úr hvoru tveggja t.
d., að útvegsmenn fái veruleg-
an hluta gjaldeyrisins frjálsan,
Frh. á bls. 12