Morgunblaðið - 24.09.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.09.1947, Blaðsíða 1
84. árgangur 16 síður 216. tbl. — Miðvikudagur 24. september 1947 íaafoldarprentsmiðja h.f. Lifláti Petkovs lýst sem rjettarmorði Mönnum blöskrar ósam- komuíag stórþjóðanna Aihyflisverð ræíía Lies á albherjarþingi Samciiiuðu þjóðanna í gær NEW YORK í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. TRYGVE LIE, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, flutti ræðu í dag á allsherjarþinginu, er almennum umræðum lauk. Lagði hann að meðlimaþjóðunum að samþykkja upptöku allra þeirra þjóða, er vildu gerast meðlimir í S. Þ., og kvaðst þeirrar skoð- unar, að það mundi hjálpa stofnuninni. Ilann talaði auk þess um ósamkomulag það, sem svo mjög hefur borið á að undan- förnu, og kvað fólki blöskra, er það kæmist að raun um, hversu illa þjóðum þeim, sem staðið hefðu áð stofnun S. f., tækist að koma sjer saman. lATMR LAIISIR fkkert élíkt má einræðisherrum kommúnista og nasista LONDON í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins fiá Reuter. LÍFLÁT búlgarska stjórnmálaleiðtogans Nikola Petkov hefur vakið feikna athygli um allan heim. Hafa fjölmargir merkir menn lýst yfir viðbjóði sínum á þessu fáheyrða ofbeldisverki kommúnista, en áður en líflátsdómnum yfir Petkov var framfylgt, höfðu stjórnir Bretlands og Banda- ríkjanna mótmælt honum, auk þess sem þekktir stjórn- málamenn á borð við Leon Blum höfðu farið fram á náðun Petkov til handa. — En kommúnistar í Búlgaríu, undir forystu Dimitrovs, virtu öll mótmæli að vettugi og hengdu Nikola Petkov seint í gærkveldi. ----------------------- Grunsemdir. Lie dró ekki dul á ósam- komulag stórþjóðar na. En hann skoraði á þær að starfa saman, og sagði í því sambrndi, að eng- in þeirra æskti eí'tir stríði — þær grunuðu aðeins hvor aðra um græsku. — ,,Menn vilja vinna og fá fæðu — ekki vald- svæði“, sagði aðairitarinn. Itölsku friðarsamningarnir. A fundinum í dag bar full- trúi Argentínu fram þá tillögu, að friðarsamningarnir við Italíu yrðu teknir á d.agskrá allsherjarþingsins. Lagðist Vis- hinsky, fulltrúi Rússa, gegn þessu, en það var að lokum sam þykkt með 22 atkvæðum gegn 8. Nítján þjóðir sótu hjá. Grikkland. Þá var og sambykkt að taka Grikklandsmálin á dagskrá þingsins, en Rússar eru því mjög andvígir og bafa, eins og kunnugt er, reynt að koma í veg fyrir að málið yrði rætt. 5 liðir. í áætluninni er meðal annars gert ráð fyrir eftirfarandi: 1) að innflutningur verði minnkað ur, 2) að dregið verði úr út- gjöldum erlendis, 3) að útflutn- AÞENA: — 1,400 pólitískir fangar í Grikklandi hafa verið látnir laus <. Hin nýja gríska stjórn hefir þá ails látið 4,000 fanga lausa. reisnarinnar í Vestur-Evrópu. ingur verði aukinn, 4) að nauð synjaframleiðsla verði látin ganga fyrir annarri framleiðslu og loks 5) að landbúnaðarfram leiðslan í nýlendunum og heima fyrir verði aukin til muna. Trygve Lie hvelur fil sanivinna Trygve Lie, aðalriíari Samein- uðu þjóðanna, flutti ræðu á alsherjarþinginu í gær. Dró hann ekki dul á ósamkomulag stórþjóðanna, en hvatti þær mjög til samvinnu. Engar lánsbeiönir enn Garner lagði þó áherslu á bað, að eignir bankans næmu nú að- eins 500 miljón dollurum, og þetta mundi því hafa það í för með sjer, að nauðsynlegt væri að hefja nýja hlutabrjefa sölu. Hann bætti því við, að ekkert landa þeirra, sem jiátt tóku í Parísarráðstefnunni, hefðu enn farið fram á lán hjá bankanum í sambandi við Marshalláætlunina. Feröast um Evrópu Garner sagði, að John Mc Cloy, aðalbankastjóri Alþjóða- bankans, væri væntanlegur til Washington 25. október, en hann hefur fyrst í hyggju að ferðast víðsvegar um Evrópu, meðal annars til Frakklands, Hollands, Belgíu, Póllands og Tjekkóslóvakíu. London. TITO marskálkur, hefur gert ráðstafanir til þess, að hinn mikli húsnæðisskortur í Júgóslavíu komi ekki hart nið- ur á fjölskyldu sinni. Hefur henni verið sjeð fyrir stórhýsi, sem áður var í eigu ríks Tjekka, en um 100,000 sterlingspund- um hefur þegar vérið varið til að endurbæta bygginguna. —Kemsley. . rm .. M t r, m .. -•—> " í nauðungarvinmr hjá Rúisum Hamborg í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. ÞÝSK frjettastofa upp- lýsti í dag, að Rússar neyði um 18,000 þýsk- ar konur og karla til að vinna í úramumnámum þeim, sem eru undir rússn eskum yfirráðum. Hcfur töluvert borið á því að und anförnu, að fólk flýi frá rússneska hernámssvæð- inu inn á hernámssvæði Breta og Randaríkja- manna, og mun orsakanna meðal annars að leita í þessari nauðungarvinnu- Rússa. Þá hafa og ýmsir þýskir embættismenn flúið frá rússneslca hernámsvæðinu. Herma fregnir, að borgar- stjórinn í Jena, sem nýlega hvarf, sje nú kominn til Frankfurt, en forsætisráð- herra Thiiringen á rússn- eska hernámssvæðinu dvelst í námunda við Wiesbaden, undir vernd bandarískra stjórnarvalda. —Reuter. Frjettariíari Reuters í London símar út af rjettarmorði þessu: Vansittart lávarður, fyrrver- andi aðstoðarutanríkisráðherra Breta, Clement Davies, leiðtogi frjálslynda flokksins og Rey- mond Blackburn, einn af þing- mönnum verkalýðsflokksins, hafa birt yfirlýsingu, þar sem segir meðal annars: „Rjettar- morðið á Petkov sýnir ljóslega hversu líkt er með Dimitrov (eins og öðrum kommúnistaein- ræðisherrum) og Hitler og Göring (eins og öðrum nasista- einræðisherrum). Frjettaritari Reuters í París símar: „Nikola Petkov barðist jafn- an gegn einræði í öllum mvnd- um. Sem andstæðingur konungs sinna, var hann sakaður um hollustu við þá, sem óvinur nas- ismans, var hann sakaður um að verja þá stefnu, sem föður- landsvinur, var hann drepinn sem „erlendur erindreki“. - — Blaðið La Monde spáir því, að aðrir stjórnarandstæðingar í Austur-Evrópu eigi eftir að hljóta örlög Petkovs. Frá Washington símar frjettamaður Reuters: Bandaríkjastjórn lýsti þvi yf- dag, að búlgarska stjórnin hefði „fyrir dómstóli alheims- álitsins“ sýnt, að hana skorti virðingu fyrir einföldustu rjett- lætis- og mannrjettindareglum. Rjettarhöldin yfir Petkov sýna ljóslega, segir og í yfirlýsingu bandarísku stjórnarinnar, að þau eru aðeins einn þáttur í að- gerðum kommúnista til að sigr- ast á öllum andstöðuöflum í Búlgaríu. Brot á friðarsamningum. Breska stjórnin mun líta svo á, að með ofbeldisverknaði sín- um hafi búlgarskir kommúnist- ar rofið friðarsamninga bá, sem nýlega hafa verið undirrit- aðir við Búlgaríu. Bretar ætia að stórauka útflutningsframleiðsluna LONDON í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. VITAÐ er nú um meginatriði efnahagsáætlunar þeirrar, sem breska stjórnin hefur samið til að sigrast á fjárhagsörðugleik- um Breta. Er í ráði að framleiddar verði til útflutnings næstu fimmtán mánuðina vörur fyrir 1700 miljón sterlingspund. Marshalláæflunin: Alþjóðabankinn býður 3,000 miljónir til framkvæmdanna WASHINGTON í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ROBERT GARNER, aðstoðarbankastjóri Alþjóðabankans, sagði blaðamönnum í dag, að banki hans bæði gæti og vildi útvega fje til kaupa á þeim 3,000 miljón dollara virði af vjelum og öðrum framleiðslutækjum, sem álitið er að þurfi til endur-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.