Morgunblaðið - 24.09.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.09.1947, Blaðsíða 12
12 MORGUftBLAÐlÐ Miðvikudagur 24. sept. 1947 fimm mínúfna krossgáfan SKÝRINGAR Lárjett: — 1 fugl — 6 atviks orð — 8 forsetning — 10 íþrótta fjelag — 11 kökuna — 12 sam- an — 13 hæð — 14 tenging — 16 volduga. Lóðrjett: — 2 einkennisstafir ■— 3 liðdýr — 4 skáld — 5 skemmtun þgf. — 7 pár — 9 liðug — 14 tvíhljóði — 15 verk færi. Lausn á síðustu krossgátu. Lárjett: — 1 tísta — 6 stó — 8 ak — 10 aa — 11 grunnur — 12 gá — 13 K. K. — 14 eik *— 16 Unnur. Lóðrjett: — 2 ís — 3 stöng- in — 4 tó — 5 vagga — 7 marka •— 9 krá — 10 auk — 14 en — 15 ku. Albanska stjérnin undirokar og kúgar andstöSuflokkana Washington í gær. BANDARÍSKA utanríkis- málaráðuneytið hefur sent orð sendingu til stjórnar Albaníu, þar sem segir, að albanska stjórnin sje að reyna að ná al- ræðisvaldi í landir.u með því að undiroka og kúga foringja smáflokkanna. Sjer í lagi mið- ar orðsendingin að dómunum ýfir 24 foringjum smáflokk- anna í Albaníu nýlega, en flest- ar ákærur á hendur þeirra voru soðnar saman án þess að nokk- ur rök lægju á bak við. — Meðal annara orða Framh. af bls. 8 verja, sem notar sjer til fulln- ustu það tækifæri, sem þeir fá með því að fara á vörusýn- inguna. Hún er opin fyrir Þjóð verja á milli kl. 2 og 5 síðd. á hverjum degi og kostar ekki nema fimm mörk, en í því er innifalið bæði eitt glas af ljettu víni, sem annars fæst Tivergi í landinu, kolla af góðu öli og nokkuð smurt brauð og það sem er best, þetta fæst allt án þess að láta skömmtunarseðla. Hermenn fiyija kjöl í London London í gær. 300 BRSSKIR herbílar og hermenn eru nú starfandi við að flytja kjöt á markað Lundúna- borgar, því að kjötflutninga- menn í borginni hafa gert verkfall. Verkfall þeirra hófst fyrir nokkrum dögum, vegna þess, að fjórum flutningamönnum var fyrirskipað að skipta um vinnustað en þeir neituðu og fengu samstarfsmei-n sína í lið með sjer. — Reuter. Greenwich stöðin flutt til Sussex London. HALDIÐ er áfram flutningi rannsóknarstöðvarinnar í Green wich. Á að flytja hana til Herst monceux-kastala í Sussex og er það gert vegna þess að land- rými í Greenwich var orðið lítið, London búin að gleypa allt upp. Flutningurinn var ákveðinn fyrir rúmlega einu ári, en hef- ur dregist þetta vegna þess að húsnæði vantaði fyrir starfs- mennina. Hefur verið bætt úr því og byggð bráðabirgðahús fyrir starfsmennina. Sir Har- old Spencer, konunglegi stjörnu fræðingurinn, hefur sagt, að hann geti að öllum líkindum hafið starf sitt í Sussex í maí n. k. — Reuter. Negra flugsföð í Bandaríkjiinum Washington í gær. FLGLIÐ Bandaríska hersins hefur komið á fót tilraunar- flugstöð í ,Columbu(; í Ohio ríki, sem eintómir hermenn af negraættum standa að. Hún er kölluð Locbourne-flugstöð. Allir flugmenn og allt við- gerðarlið eru negrar. Samtals vinna þar 2000 manns. Flug- mennirnir hafa nú Thunder- bolt flugvjelar, en munu ef til vill síðar fá liftþrýstivjelar til umráða. Hermálaráðuneytið hefir skýrt frá því, að þetta sje gert aðeins til reynslu. — Kemsley. Vilja hef ja umræður áný London í gær. BÚIST er við því, að danska stjórnin muni á næstunni senda sendinefnd til London, til að leita fyrir sjer um, hvort ekki muni mögulegt að taka upp á ný umræður þær um matvæla- kaup Breta í Danmörku, sem fóru út um þúfur í Kaupmanna- höfn í s.l. viku. Árangur varð enginn af umræðunum, þar sem Bretar töldu sig ekki geta geng ið að verði því, sem Danir kröfð ust fyrir landbúnaðaraf ut ðir sínar. — Reuter. Brjefaskoðun í Bretlandi London í gær. ÞÁÐ hefur verið tilkynnt í London, að í næsta mánuði muni póststjórnin hefja skoðun á brjefapósti til þess að koma í veg fyrir að pundsseðlar og ýmislegt annað, sem óleyfilegt er að láta út úr landinu sje ekki innifalið. Þó munu aðeins verða rannsökuð þau brjef, sem grun- ur liggur á að feli í sjer eitt- hvað slíkt. — Reuter. Sextugsafmæli Sig- Iryggs Jónssonar, hreppstjóra EINS og getið hefur verið í frjettum átti Sigtryggur Jóns- son, hreppstjóri á Hrappsstöð- um í Dalasýslu, sextugsafmæli 3. þ. m. Við það tækifæri heim sóttu hann fjöldamargir vinir hans og kunningjar. — Bár- ust honum margar góðar gjaf- ir, fjöldi skeyta og mikið af blómum. Stærsta gjöfin var frá sveitungum hans, það var gullúr, mjög vand.að. — Marg- ir fjarstaddir vinir hans, sendu honum hlýjar kveðjur og ósk- ir, bæði í bundnu og. óbundnu máli. M. a. sendi Geir Sigurðs- son, oddviti á Skerðingsstöðum í Hvammssveit, honum eftir- farandi kveðju: Heill þjer vinur, vafinn sjertu visku og gæfu, laus við hrygð, sextíu ára sæmdar vertu, sigurgleði og vinatrygð, sveitamanna sómi ertu, sífelt rómi Dalabygð. Góður árangur a! Parísarráðstefn- unni London í gær. BEVIN, utanríkisráðherra'' Breta, kom í dag flugleiðis frá París, þar sem hann sat loka- fund Parísarráðstefnunnar um Marshall-áætlunina. Tjáði hann frjettamönnum á flugvelli í ná- munda við London, að ráðstefn- an hefði afrekað miklu og nú mætti ekki láta staðar numið. Skýrsla Parísarráðstefnunnar er væntanleg til Washington í kvöld. Mun Marshall, utanrík- isráðherra, kynna sjer hana á morgun (miðvikudag), en enda þótt álitið sje að bandaríska þingið muni samþykkja skýrsl- una í aðalatriðum, er búist við að hörð átök verði um hana. Truman forseti mun bráðlega taka ákvörðun um það, hvort kalla beri saman aukaþing, til þess að fjalla um skýrsluna. Aþena í gærkvöldi. GRÍSK frjettastofa tilkvnnti í dag, að stjórnarhersveitir ættu nú í höggi við 350 skaxu- liða í fjöllunum við norður- strönd Korinthuflóa. Bar fund- um þeirra saman í námunda við Kalloni, og er barist þar enn. Fjörutíu og fimm skæruliðar höfðu fallið, er síðast frjettist, en 30 verið teknir til fanga. — Reuter. - Samgöngumálin erfið (Framhald af bls. 2). þeir geta gróðursett í brekk- urnar á næstu árum. Óþurkarnir. Hafa bændur í Skaftafells- sýslum ekki átt í miklum erfið leikum í sumar vegna óþurk- anna? Fyrir austan Mýrdalssand náðust töður nokkurn veginn. Oþurkarnir náðu ekki á túna- slættinum lengra austur en að Hafursey. Þó var þurkurinn linur í Álftaverinu. En út- engjaheyskapurinn hefir verið jafn erfiður í allri sýslunni. Og garðávextir verða mjög af skorn um skamti í haust m. a. vegna þess hve garðarnir fóru illa í norðanverðri 6. ]úlí. Endurreisn pélska landbúnaððrins Varsjá í gær. NÝ áætlun fyrir pólska end- urreisn hefur nú verið samin. Er þar gert ráð fyrir hinum mestu framförum, einkanlega í landbúnaðinum, því að miklar breytingar hafa ekki orðið í þeirri atvinnugrein. Fyrst hafa Rússar tekið af Póllandi stærstu landbúnaðar- hjeruðin, en í stað þess hefur Pólverjum bætst mikið land- rými frá Þýskalandi. Þó segja Pólverjar, að hluturinn frá Þjóðverjum geti ekki bætt þeim upp tjónið. í landinu eru nú um fjórð- ungi milljónar færri bændur err 1939. — Reuter. — Um daginn og veginn Framh. af bls. 7 stóru og ríku vinnuveitendur sig saman um að heimta kaup- lækkun. Ef ekki er gengið að því, loka þeir fyrirtækjunum, því þeir þola það vel. — Þeir segja glottandi við verkamenn- ina: Þið hafið gott af að hvíla ykkur svolítið. Verkamaðurinn þolir atvinnu leysið ekki lengi. Börnin gráta og biðja um meiri mat, móðirin er hnuggin og í vandræðum. — Hann verður að láta undan, því af tvennu illu skal taka það skárra. Jeg tel víst, að vel skipaöur gerðardómur mundi afgreiða málið á þann hátt sem rjettlát ast væri eða sem næst því. Jeg tel víst, ef þetta fyrir- komulag gæti komist á, þá myndi koma allt annar svipur á þjóðfjelagið. Öryggi verka- manna og vinnuveitenda yrði tryggara og traustara. — Það myndi Iíka hafa þau áhrif, að flokkarígur og stjettabarátta myndi verða öðruvísi en verið hefur, til stórra umbóta. I góðu trausti sendi jeg ykk- ur nú, þjóð minni og þingi, þennan smíðisgrip minn með þeirri von, að þið fleygið hon- um ekki beint í eldinn, heldur lagið hann eitthvað til og heflið af honum mestu hrukkurnar og notið hann svo að einhverju leyti. Með bestu kveðju. Jóhann Eyjólfsson. I Eftir Robert Sform Al 7HI* /HQvigNTL7^y^BR-R-R. 1 l'M ( j U6HT UP, INSIDE- THEN COMB OUT WlTH WUR HANDS HIGH- AND EMPTY» CMILLED 10 TME BONE - ^ IP ONLV ^MlFTV/4ND ÖRINNER CAN riOLD ODT TILL X A . élAKE TRACK$ — Jfcff WATCri N FOR TRI BlNGj <”opr. 1046, Kinp Futures Syndirarr. Inr.. VX'orld ri^hts rcsor»ed Shifty: Jæja, þið þarna fyrir utan, hvernig viljið og tómar. — Tuck segir: Passaðu að hann leiki ekki en vonar að hinir bófarnir tefji lögregluna, svo að þið að jeg gefist upp. — Bing: Kveiklu Ijósin inni. Kalli upp á vatnsbakkann/Honum er ákaflega kalt, hann sjálfur sleppi. Komdu svo út með hendurnar fyrir ofan höfuð ■— á þig. — En um leið og Shifty gefst upp ,skríður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.