Morgunblaðið - 30.09.1947, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 30. sept. 1947
MORGUNBLAÐIÐ
riiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiimimiiiua
Lítið hús
í nágrenni bæjarins til
sölu. 2 herbergi, eldhús og
geymsla. Sanngjarnt verð.
Uppl. í síma 6087 eftir
kl. 5.
J^táíba
| óskast á Víðimel 70. —
t
Bína Kristjánsson. j
KFiimiMKmii-MaKMn:«sawiw^49a«Hnaam ;
Góð stofa I
óskast. til leigu. Mætti §
vera 2, einnig 3. Húshjálp |
kemur til greina. Uppl. j
í síma 4066 frá kl. 4—6. >
MiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiHieiiiiiiiiiiiiiiiiiimr “
Riímfatapoki
tapaðist af áætlunarbíl
s. 1. föstudag á leiðinni
Borgarnes—Ferstikla. —
Finnandi geri vinsamleg-
ast aðvart 1 síma 1515.
5 manna 1
I Bifreið |
| r míðaár 1937, með nýjum |
| mótor og í góðu lagi, til |
| rölu og sýnis milli kl. 5 |
| r í 7 á bifreiðastæðinu við |
Lækjargötu.
Stúlkei
r' ’: ast til heimilisstarfa.
í ' rherbergi. Frí annan
1 - rn sunnudag (allan dag
i ■) og eftir samkomu-
Guðrún Hafstein
Víðimel 42, uppi.
Ívíburavagn
lítið notaður til sölu. -
Uppl. í Varðarhúsinu.
Bogi Benediktsson — Minningnrorð
MiminminmininiiiKinii z
Ungur iðnaðarmaður óskar j
eftir
1 Eierbergi og eidhúsi 1
(eða eldunarplássi) 1. okt. |
Húshjálp eða stigahrein- I
gerningar koma til greina. |
Tilboð merkt: „Bjartsýni I
— 214“ sendist afgr. Mbl. =
(iiiiiiiiiimniiiiiiHniiiiiiiiiiaiminiimmiiiiiiiiiiini :
j Kensla (
| í ensku, þýsku, sænsku, |
| frönsku, dönsku og bók- |
| , færslu. Undirbúningur í
i undir skólapróf.
1 I
g j
I HARRY WILLEMSEN í
| Suðurg. 8. — Sími 3011. i
| Viðtalstími frá kl. 6—8. I
MEÐAL fyrstu endurminninga
minna frá æsku er að við bræð-
urnir vorum að leika okkur við
fjóra litla stráka, sem voru á
sama reki og við. Þetta voru
fjörugir og hraustir drengir,
sem við áttum fullt í fangi með,
ef til átaka kom. Þeir 'áttu
heima á næsta bæ þarna í
Fnjóskadalnum, rúmum tug
kílómetra fyrir norðan Vagla-
skóg. Við vorum gestir á heim-
ili þeirra, Garði, er stendur
vestan í fagurri brekku í hlíðum
hins mikla fjallgarðs, sem skil-
ur Fnjóskadal frá austursveit-
um Suður-Þingeyjarsýslu. —
Þarna á hólnum fyrir framan
bæinn naut kvöldsólin sín vel.
því að breiða og fagra skarðið
í Vesturfjöllin — Dalsmynnið
— veitti henni greiðan aðgang,
og við hefðum getað sjeð væna
sneið af Eyjafirði, ef Höfðinn
í Höfðahverfi hefði ekki strítt
okkur með því að standa þarna
út við sjóinn og skyggja á. —
Fnjóskáin, sem annars er orð-
lögð fyrir prúðmennsku, hefur
líklega einhverntíma skipt skapi
og ráðist með ofsa og óhemju-
skap.á Garðinn þar sem hann
var lægstur í vesturátt — mikið
var vinnandi til að sameinast
hinum fríða Eyjafirði. Þessa
nutum við nú og áttum þarna
indæla sólskinsstund þegar
flestir aðrir bæir í dalnum voru
að sveipast kvöld§kugga.
Þessir f jórir sveinar, sem við
vorum að glíma við hjetu Bald-
ur, Olgeir, Bogi og Indriði og
voru synir Benedikts Olgeirs-
sonar í Garði og konu hans,
Kristínar Gísladóttur. — Pabbi
drengjanna var bróðir móður
okkar 'og höfðu þau alist upp á
þessu ættaróðali með systkinum
sínum: Friðgeir, Skúla, Bjarna,
Friðriku og Kristjönu. Foreldr-
ar systkina þessara, hjónin 01-
geir Árnason og Ingibjörg Ein-
arsdóttir, höfðu búið allan sinn
búskap í Garði.
Jeg gleymi því aldrei hve rösk
lega þjett-vaxni snáðinn, með
brúnu augun og fríða breiða
andlitið, gekk fram í því að
sýna okkur hornin sín og legg-
ina og svo haglega gerðu bygg-
ingarnar, sem þeir bræður höfðu
reist þarna á hólnum yfir þenn-
an búpening. Þetta var Bogi
Benediktsson, sem nú, að liðn-
um rúmum sex tugum ára, er
borinn til grafar í dag.
Þessi átta manna sveit átti
marga ánægjulega fundi, en
svo skildu vegir og hver fór
sína braut, flestir langa leið og
nú er aðeins helmingur liðsins
eftir.
Bogi sál. náði brátt góðum
þroska þótt oft væru kjörin
kröpp framan af, síðari æsku-
árin dvaldi hann í Dæli í
Fnjóskadal. hjá Skúla bónda,
föðurbróðir sínum. Brátt kom
í Ijós að hann var mjög góðum
gáfum gæddur og hneigðist hug
ur hans til bóknáms. Nokkru
eftir fermingu gekk hann á
Möðruvallaskóla og útskrifaðist
þaðan 1897, fjekkst nú um sinn
við barnakennslu, en fróðleiks-
fýsnin ljet hann ekki í friði og
árið 1899 var hann kominn í
Menntaskólann í Reykjavík og
útskrifaðist þaðan fimm árum
síðar, gekk á prestaskólann og
tók próf í forspjallsvísindum
vandaður og samviskusamur,
lundin var ljett og veit jeg að
margir sakna hins gáfaða, sí-
glaða manns, sem var hrókur
alls fagnaðar, en á hinn bóginn
þrekmenni hið mesta í hverri
raun.
Bogi Benediktsson var fædd-
ur í Garði í Fnjóskadal 2. jan.
1878 og dó á heimili sínu hjer í
Reykjavík aðfaranótt fimmtu-
dags 18. sept. þ. á, eftir nokkra
mánaða þunga legu.
Ing. Gíslason.
Bogi Benediktsson
1905,'hætti síðan námi en stund
aði leiklist með Leikfjelagi
Reykjavíkur um skeið, ávann
hann sjer mikla hylli, einkum
sem gamanleikari.
Til Seyðisfjarðar fluttist
hann vorið 1907 og gerðist kenn
ari við barna- og unglingaskól-
ann þar, en vann að verslunar-
störfum á sumrum hjá St. Th.
Jónssym og eftir 1920 hætti
hann kennslu og gaf sig ein-
göngu við verslunar- og skrif-
stofustörfum eftir það, síðari
árin — frá 1924 — dvaldi hann
hjer í Reykjavík.
Hjer að framan fór jeg nokkr
um orðum um föðurætt Boga,
en um Kristínu móður hans er
það að segja, að hún var dóttir
Gísla Sigurðssonar, bónda á
Reykjum í Reykjahverfi, þótti
hún fríð kona og vel verki farin.
Af bræðrum Boga lifir nú að-
eins einn, nefnilega Olgeir,
bátasmiður á Akureyri., Indriði
dó er hann var á þrítugsaldri,
hann var smiður og sömuleiðis
Baldur, sem dó hjer í Reykja-
vík fyrir fáum árum, en eftir
lifa tvær systur: Áslaug og
Kristín, kona Magnúsar Guð-
mundssonar, skipasmiðs. Þær
systur ólust upp á Þverá með
okkur systkinunum.
Bogi kvæntist 21. jan. 1905
Elínu Guðrúnu Sigurðardóttur,
hreppstjóra Jónssonar í Firði í
Seyðisfirði, lifir hún mann sinn
og hefur reynst honum hin
mætasta kona. Börn þeirra eru:
Sigurður> f. 1905 d. 1921, Gunn-
björg, f. 1909, Indriði, f. 1911,
Ólafía Helga f. 1914, Bryndis f.
1919 og Sigríður, f. 1925.
Bogi sál. þótti ágætur starfs-
maður að hverju sem hann gekk,
BOGI BENEDIKTSSON fyrv.
skrifstofustjóri erMaðist að
heimili sínu, Öldugötu 9 hjer í
bæ, 18. sept. s.M eftir þunga
legu.
Bogi var fæddur 2. jan. 1878
í Garði í Fnjóskaóal í Suður-
Þingeyjarsýslu og var því tæp-
lega sjötugur að aldri er hann
ljest. Foreldrar hans voru
Benedikt Olg'eirsson af al-
kunnri þingeyskri ætt, bóndi í
Garði og víðar í Fnjóskadal og
kona hans Kristín Arnbjörg
Gísladóttir Sigurðssonar bónda
á Reykjum í Reykjahverfi.
Seytján ára að aldri fór Bogi
í Möðruvallaskóla og útskrifað-
ist þaðan vorið 1895. Dvaldi
hann næsta vetur í fæðingar-
sveit sinni og stundaði þar
barnakennslu, en fluttist til
Reykjavíkur árið 1898 og bjó
sig undir framhaldsnám og tók
inntökupróf í annan bekk
Lærðaskólans vorið i899. Tók
stúdentspróf vorið 1904 Gekk
um haustið á Prestaskólann og
tók próf í forspjallsheimspeki
vorið 1905, en hvarf síðan frá
námi og dvaldi í Reykjavík á-
fram og stundaði leiklist með
Leikfjelagi Reykjavíkur. Vorið
1907 fluttist Bogi til Seyðis-
fjarðar og gegndi þar ýmsum
störfum um sumarið, en vann
aðallega við smíðar því lagtæk
ur var hann í besta lagi. Um
haustið gerðist Bogi kennari við
barna- og unglingaskólann þar,
og vrann jafnframt að verslun
arstörfum í frístundum sínum,
því eljumaður var hann mikill.
Hann var og um skeið kennari
við kvöldskóla iðnaðarmanna á
Seyðisfirði. Ljet af kennslu-
störfum austið 1920 og stund-
aði eftir það eingcngu versl-
unarstörf hjá svila sínum.i
Stefáni Th. Jónssyni, sem hann
einnig hafði gert á sumrum frá
því að hann fluttist til Seyðis-
fjarðar. Árið 1924 fluttist Bogi
til Reykjavikur og gerðist skrif
stofustjóri hjá mági sínum
Magnúsi Guðmundssyni. skipa-
smið og við það starf vann
hann þangað til Magnús hætti
rekstri. Eftir það vann hann
að ýmsum ritstörfcm á heimili
sínu þar til kraftar þrutu.
Bogi kvæntist 21. jan. 1905
Elínu Guðrunu dóttur Sigurðar
hreppstjóra Jónssonar í Firði í
Seyðisfirði, og konu hans Gunn
hildar Árnadóttur af Plellis-
fjarðarætt, ágætn konu eins og
hún á kyn til, sem reyndist
manni sínum hin styrkasta stoð
á lífsleiðinni. Lifir hún mann
sinn. •
Þeim hjónum varð sjö barna
auðið. Sigurður hjet elsta barn
þeirra, mesti efnismaður, en
hann ljest 16 ára að aldri og
varð foreldrum sínum mjög
harmdauði. Hin eru ö)l á lífi,
uppkomin; og búsett hjer i bæ.
Gunnhildur gift Magnúsi
Stephensen sjómaimi, Kristín
forstöðukona verslunarinnar
Kjóllinn, Indriði skrifstofustj.,
kvæntur Jóhönnu Ólafsdóttur,
Ólafía gift Agnari Breiðfjörö,
forstjóra, Bryndís gift Sigur-
jóni Sigurðssyni útgerðarmanni
og Sigríður ógift i föðurgarði.
Öll eru börnin mannvænleg og
vel búin að andlegu og líkam-
legu atgerfi.
Bogi var góðum gáfum gædd
ur og menntur vel enda las
hann mikið. Hugur hans beind-
ist að fagurfræði og sögu. Ótví-
ræðir voru leikarahæfileikar
hans og kímnigála og myndi
hann hafa staðið frama'rlega í
þeirri grein ef hann hefði lagt
stund á. Seyðfirðingar' hinir
eldri eiga honum að þakka
margar ógleymaniegar stundir
frá þeim tímum sem hann
dvaldi þar og tók þátt í sjón-
leikjum og upplestrum. Ætíð
var hann glaður og reifur
hvernig sem bljes og hrókur
alls fagnaðar í vir.ahóp. Þrek-
menni var hann í hverri raun.
Störf sín stundaði hann af al-
úð og frábærri samviskusemi,
vandvirkni og íhugun. Opinber
(Framhald á bls. 12)
Benediktsson
Enn kemur að því að hausti og húmi,
hnípni geislar í tíma og rúmi.
— Örlagarún er rist á skjöld. —
Og það er eins víst og silfrið sindrar,
sólarmorgnana dýrðin tindrar,
að allir dagar sín eiga kvöld.
Svo týna þeir tölu einn af öðrum,
eins og af svönum kippt sje fjöðrum,
aldavinir og manndómsmenn.
Eftir hnípnir við horfum í bláinn.
En hvers vegna’ að syrgja vininn dáinn?
Hann lifir þó lengur en ástin enn.
Og nú ert þú genginn, góði vinur,
gagnmerkra stofna ættarhlynur,
eins og fleiri í fósturskaut.
En allir, sem muna mæta drenginn,
minnast, að glaðreifri þekktist enginn
hvar sem að var, á hvers manns braut.
-ffrT
Þjer tamt var, sem fæstir aðrir eiga,
enda þótt kjósi slíkt að mega,
leika með snilli á oddi als.
Þú tendraðir eld og unað bæja
— angraða jafnvel ljestu hlægja —
skipaðir forsæti skemmtisals.
Þjer var svo oft í lófa lagið
að leika við rím og gamanbragi,
er aðrir blunduðu á beði rótt.
Festum við ósjaldan frelsisyndi
hjá fossinum undir Strandartind?
við söngva Jónsmessu sólarnótt.
Drenglyndi, glaðværð og göfug kynni,
góðvinir þínir hafa í minni
aldurinn meðan endist þeim.
Svífðu á öldum allrar gleði
— eilífðin setur ei neitt að veði —
öðrum til fagnaðar friðargeim.
Sig. Arngrímsson.