Morgunblaðið - 30.09.1947, Síða 12

Morgunblaðið - 30.09.1947, Síða 12
 12 MORGUISBLAÐItí Þriðjudagur 30. sept. 1947 fimm mínútaa krossgúian j Sjötugsafmæli: 2 3 SKÝRINGAR: Lárjett: -— 1 stafurinn — 6 líf — 8 hljóðstafir — 10 skamm stöfun — 11 rómanska — 12 greinir — 13 endir 14 — fát — 16 hreyfir. Lóðrjett: — 2 mar — 3 hlífð arföt — 4 eins — 5 hangir — 7 óþverri — 9 fugl — 10 fóta- búnað — 14 eignast — 15 tónn. Lausn á seinustu krossgátu: Lárjett: — 1 lögur — 6 lem •— 8,ee — 10 ál •— 11 kindina — 12 K.R. — 13 AG. — 14 afa •— 16 vatna. Lóðrjett: — 2 öl — 3 gerduft •— 4 um — 5 þekki — 7 klaga •— 9 eir — 10 ana — 14 aa ■— 15 an. GóS gleraugu *ru fyrlr ðllu. AfgrelOum flest gleraugua recept og gerum víS gler- augu. • Augun þjer hvfllð meO gleraugum frá TÝLI H. F. Austurstrætl 30. Gæfa fylgir Halló Hafnfirðingar! ( Get lánað og greitt fyr- = irfram nokkra peninga- § uþphæð þeim sem getur f leigt tvö herbergi og eld- | hús. Erum aðeins tvö i reglusöm. Smávegis hús- 1 hjálp getur komið til f greina. Tilboð merkt: i ,,Hafnfirðingur — 185“ | sendist afgr. Mbl. sem i fyrst. trúlofunar hringunum frá SIGURÞÓR Hafnarstr. 4 Reykjavík. Margar gerðir. Sendir gegn póstkröfu hvert á land sem er. — Sendið nákvœmt mál Sigríður Þórðardóttir FRÚ Sigríður Þórðardóttir, sem á sjötugsafmæli i dag, er ein af þeim mörgu vestfirsku at- orku-.og dugnaðarkonum, sem í kyrrþey og hávaöalaust hefir unnið sitt ævistarf og skilað þjóðfjelaginu löngu og drjúgu dagsverki með iðjusemi og fórn- fýsi í -uppeldi sjö barna sinna. Það eru þessar fórnfúsu og starfssömu konur, sem oftast leggja stærstu og traustustu steinana í þjóðfjelagsbygging- una án þess að almennt sje eft- ir því tekið eða launa krafist. Svo hverfa þær af sjónarsvið- inu jafn hljóðlega og þær unnu sín störf, en sjálfar hafa þær reist sjer óbrotgjarnan bauta- stein með lífi sínu og störfum. I hópi þessara kvenna er Sig- ríður Þórðardóttir. Sigríður er fædd 30. sept. 1877 að Læk í Aðalvík, dóttir Þórðar Sigurðssonai að Tungu í Skutulsfirði og Gróu Sölva- dóttur. 1899 giftist hún Ingi- mundi Þórðarsyni frá Kletti 1 Gufudalssveit og bjuggu þau hjónin þar til 1923, (að undan- teknum nokkrum árum, sem þau bjuggu í Álftafirði við ísa- fjarðardjúp) en fluttust það ár til Hnífsdals. Þar misti hún mann sinn á öndvei ðu ari 1924 en til Reykjavíkur fluttist hún 1928. Þau hjónin eignuðust 8 börn. Eitt dó á unga aldri en sjö eru á lífi. Þorbjörg, ekkja, búsett í Kaupmannahöfn, Þþrður og Ing unn, bæði einnig gift og búsett í K.höfn, Ingimar, ógiftur, Jó- hanna, Ingibjörg og Þóra, allar giftar hjer í Reykjavík. Ingunn og Þórður og kona hans, Helga, eru komin í skyndi heimsókn til að gleðjast með móður sinni og ter.gdamóður í dag og talar slik ræktarsemi sínu máli. Þorbjörg átti ekki heimangengt, en hvergi hefði hún þó frekar kosið að dvelja en í hópi systkina sinna og ann- ara vandamanna og vina, sem í dag hylla sjötuga móður og mannkostakonu. ___Sigríður Þórðardóttir. bi»b óska henni farsæls og friðsæls ævikvölds. Vinur. — Hinningarorð Framh. af bls. 5 mál og dægurþras ljet hann sig litlu skipta, að því er heyrt varð, en fylgdist þó vel með en hjelt sínum skoðunum fyrir sig og var óhlutdeilinn um menn og málefni. Bæru þau á góma og aðrir ræddu þau af kappi þar sem Bogi var áhiustandi, jafn-. aði hann deiluna með góðlátlegu gamni, svo öllum varð skemmt- un af. Þó að oft væri þröngt í búi tókst þeim hjónum með prýði að koma á legg og til frama barnahóp sínum. Heimilisbrag- ur og hættir voru raeð ágætum. Börn hans og barnabörn, frændur og vinir kveðja hann nú og geyma minningu hins góða manns. Jeg er einn þeirra. Sigurjón Jóhannsson. Brunabófafjel. íslands ( vátryggir allt lausafje I (nema verslunarbirgðir). i Uppl. í aðalskrifstofu, Al- = þýðuhúsi (sími 4915) og i hjá umboðsmönnum, sem | eru í hverjum hreppi og | kaupstað. Sigríður er góðum gáfum gædd, dugnaðar- og sæmdar- kona í hvívetna, trygg vin- um sínum, ástúðleg og virðu- leg í framkomu en hógvær og glöð í viðmóti. Hún hefir hvergi hopað af hólmi í lífsbaráttunni og með sæmd náð sínu lífs- takmarki, því, að koma vel upp sínum börnum af eigin ramm- leik og atorku. Með hækkandi aldri þverra kraftar og heilsa. Það er lög- mál lífsins og afleiðing lífsbar- áttunnar. En þá er gott að hljóta að launum fyrir langt og veg- legt dagsverk ástríki og um- önnun. Þeirra launa nýtur Sig- ríður nú í ríkum mæli hjá börn um sínum og tengdabörnum, og önnur eða betri laun mun hún ekki kjósa sjer á kvöldi lífsins. Sigríður býr nú með Ingimar syni sínum að Drápuhlíð 42, en í dag mun hún dveljast á heim- ili Jóhönnu dóttur sinnar og manns hennar, Björns Sigurðs- sonar, að Faxaskjóli 18, þar sem börn hennar og aðrir vanda- menn og vinir rninnast með þakklæti og gleði liðinna ára og Minnin garorð Eiinborg Pjetursdóttir Hall í DAG er til moldar borin frú Elinborg Pjetuvsdóttir Hall. Hún ljest á Elliheimilinu 23. þ. m. eftir fjögurra vikna legu. Elinborg var fædd 15. des. 1861 á Borðeyri við Ilrútafjörð. Foreldrar hennar voru Pjetur Eggerz pöntunarf jelagsstjóri á Borðeyri og fyrri kona hans Jakobína dóttir Páls amtmanns I Melsteð. Elinborg ólst upp í for 1 eldrahús'um þar til er hún var 117 ára. Þá gekk hún að eiga | Kristján Hall, sem þá var starfs maður hjá föður hennar, og sem tók í sama mund við stjórn pöntunarfjelagií.ins, en Pjetur Eggeri fluttist til óðals síns í Akureyjum. — Þeim hjónum varð þriggja barna auðið. Dóu tvö börnin kornung, en eitt komst upp, dóttirin Ragnheið- ur, sem síðar varð aðal ellistoð móður sinnar. .Elinborg misti mann sinn eftir aðeins þriggja ára sambúð. Fluttist hún þá að Prestsbakka, til Arndísar syst- ur sinnar og manns hennar Páls Olafssonar prófasts. Á Prests- bakka dvaldi Elinborg um sjö ára skeið. Þá fluttist hún til Reykjavíkur og tók að reka mat sölu í Þingholtsstræti 24 í fjelagi við mágkonu sína frú Lovísu Hall, ekkju Ola Ás- mundssonar verslunarstjóra á ísafirði. Hafði Elinborg með þeim hætti ofan af fyrir sjer og dóttur sinni alt þar til er Ragnheiður giftist. Þá fluttist Elinborg til hennar og tengda- sonar Einars Jónsscnar, sem þá var starfandi lögfræðingur í Reykjavík en síðar sýslumað- ur Barðstrendinga. Bjó Elinborg eftir það hjá dóttur sinni alt þar til er hún fluttist s. 1. vet- ur á elliheimilið „Grund“, er dóttir hennar missti húsnæði það, er hún hafði í Reykjavík og fluttist til dætra sinna í Vest urheimi. Það má með sanni segja, að lífið hafi iðulega ekki verið neinn leikur fyrir frú Elinborgu Það er mikil þrekraun fyrir kornunga konu að missa, svo að segja í sama mund, eiginmann og tvö börn. Á löngum kafla æfinnar var líka fátæktin stöð ugur förunautur hennar. En hún var kona, sem kunni að bera sorg og ytri erfiðleika. Þótt lífið yrði henni erfitt með^ köflum, náði það aldrei að marka sál hennar með mæðu eða beiskju. Sjerhverju mót- læti mætti hún ineð rósemi, sem ljet aldrei haggast. Yfir ásjónu hennar hvíldi jafnan myldi og friður •— líka þá er lífsleiðin var torfærust, Elinborg var há kona vexti og í æsku mjög fríð sýnum. Yfir öllu fasi hennar hvíldi jafn an kvenlegur yndisþokki og alt látbragð hennar bar með sjer einkenni ágætrar ættar. Hún var elskuð og virt af öllum, er kynntust henni — og því meir, sem kynnin urðu nánari. — Á þeim kafla æfinnar, sem hún rak matsöluna, fengu margir tækifæri til að kynnast hermi og mannkostum hennar, eink- um úr hópi skólapilta og stúd- enta, sem voru margir í fæði hjá henni. Sú kynning varð í © mörgum tilfellum að vináttu, sem hjelst síðan æfilangt, Hí- býli frú Elinborgar voru að vísu sjaldan miög áberandi a.uðug af þeim hlutum, sem mölur og ryð fær grandað, en hið ástúðlega viðmót hennar og göfuga framkoma varpaði ljóma yfir sali hennar, sem gerði að verkum, að öllum þótti gott að sitja við arin henrar. Þótt ýmsir þessara manna sjeu nú komnir til fjarlægra staða, munu þeir þo í dag verða í anda viðstaddir útför Elin- borgar/ Og marga stund mun minningin um hina góðu og gáfuðu konu eiga eftir að ylja hugi þeirra, sem. kynntust henni á lífsleiðinni. Gamall vinur. -----—--------- Frú Elín GnSisiuíids- dótlir iimmlug FRÚ Elín Guðmundsdóttir, Bergþórugötu 12, verður fimm- tug á morgun, 1. október. Þú ert sómi þinnar stjettar, þú hefur veriö ungum best, öldruðum og illa leiknum, ávallt týgjað þeirra hest, Þess jeg óska að þínir nið.jar þannig breyti eftir þ.jer. Sól að morgni, sem að kvöldi, síst af öllu skugga sjer. Eins og fertug fram þu gengur, fennit seint í sporin þín. Trygga vina, er til þín kailað, týndu upp aftur gullin mín. Bjartar 1 veðjur berast til þín, bjart mun ávallt yfir þ.jer. Blessun fylgi barnahópnum, birta, sem að aldrei þver. G. G. H.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.