Morgunblaðið - 16.10.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.10.1947, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Fimtudagur 16. ott. 1947 mAnadalur háldóacja eptlr ^acL cJdondo n 30. dagur II. KAFLI. Þótt Saxon væri natin við heimilisverkin komst hún fljótt að raun um að hún átti miklu fleiri tómstundir en hún kærði sig um. Sjerstaklega var þetta þá dagana þegar maður hennar hafði nesti með sjer, svo að hún þurfti ekki að hugsa um mið- degisverðinn. Henni leiddist þetta vegna þess að hún var vön því að vinna frá morgni til kvölds. Hún kunni ekki við það að halda að sjer höndum, og ekki gat hún farið að heim- sækja vinkonur sínar, því að þær voru að vinna í þvottahús- inu. Nágrannakonur sínar þekti hún ekki neitt. Þó hafði hún komist í kynni við einkennilega gamla konu, sem átti heima í næsta húsi. Þær höfðu nokkr- um sinnum talast við yfir girð inguna, sem var á milli hús- anna. Eina ánægju hafði hún þó af iðjuleysinu — nú gat hún far- ið í bað eins oft og henni sýnd- ist og verið eins lengi í því eins og henni sýndist. Heima hjá Söru hafði hún aldrei mátt fara í bað nema einu sinni í viku. Hún hafði reynt að fá þessu breytt, en það var ekki við það komandi. Sara hafði hæðst að henni, og það endaði alltaf með því að hún varð reið. Hún hafði sannfærst um það að nóg væri að fara í bað á laug- ardögum, en ef það væri gert oftar, þá væri það ekki annað en hjegómaskapur og móðgun við hreinlætistilfinningu sína. Auk þess fylgdi því óþarfa elds neytiseyðsla og aukinn þvott- ur á handklæðum. En hjer átti Saxon alt sjálf, eldavjelina, eldsneytið, sápuna og handklæð in, og hjer var enginn, sem gat bannað henni að fara í bað.dag lega. Að vísu var ekkert bað- kerið, en hún notaði stóran þvottabala, setti hann á mitt eldhúsgólfið og hálffylti hann af heitu vatni. Og svo ráðlagði þessi einkennilega nágranna- kona henni að hún skyldi láta nokkra dropa af ammoniak út í baðið. Saxon hafði aldrei heyrt getið um það — en baðið varð enn unaðslegra fyrir vikið. Það átti nú svo að fara, að þessi gamla kona fræddi hana um margt. Þær kyntust fyrst þegar Saxon var að hengja upp þvott — bestu nærfötin sín. Gamla konan stóð þá á tröpp- unum hjá sjer og horfði á. „Þjer eruð víst nýgift?“ sagði hún. ,,Jeg heiti frú Higg- ins, en þjer skuluð kalla mig skírnarnafni mínu, Mercedes". „Jeg er frú Roberts“, svaraði Saxon og roðnaði við, því að hún hafði aldrei fyr kallað sig því nafni. „Annars heiti jeg Saxon“. „Það er einkennilegt nafn á Yankee“, sagði gamla konan og hló. „Jeg er ekki Yankee“, svar- aði Saxon. „Jeg er hjeðan úr Kaliforníu“. Frú Mercedes Higgins hló aftur. „Jeg gleymi því-oft að jeg er í Ameríku“, sagði hún. ,,í öðr- um löndum eru allir Ameríku- menn kallaðir Yankee. En eruð þjer ekki nýgift?“ Saxon kinkaði kolli. „Þjer eruð hamingjusöm — og að vera svona fögur. Jeg öf- unda yður svo mikið að jeg geti næstum lagt hatur á yður. Jeg er viss um að þjer getið vafið öllum karlmönnum um fingur yðar. En þjer hafið ekki rænu á því. Það hefir enginn rænu á því fyr en það er um seinan“. Þetta kom Saxon á óvart og h'ún fór hjá sjer. Þó svaraði hún: „Jú, jeg veit vel hve ham- ingjusöm jeg er. Jeg á besta manninn í öllum heiminum“. Frú Mercedes andvarpaði og skifti um umræðuefni. „Jeg sje að yður þykir gam- an að fallegum fötum. Það er gott fyrir unga konu. Falleg föt freista karlmannanna •— þau eru besta vopn kvennanna í baráttunni. Með því móti er hægt að halda í karlmennina. Og þjer viljið auðvitað halda í manninn yðar — altaf, ef þjer getið, er ekki svo?“ „Jú, jeg vil gera alt til þess að hann elski mig altaf, altaf“. Hún þagnaði skyndilega. Henni ofbauð hvað hún hafði verið hreinskilin við bláókunna konu. „Þacf er skrítið fyrirbrigði, þessi ást karlmannanna“, sagði frú Mercedes. „Og það er gall- inn á öllum konum að þær halda að þær þekki mennina eins og fingurna á sjer. Og svo deyja flestar þeirra vegna þess að hjarta þeirra brestur, af því að þær þekkja karlmennina ekki nógu vel. Samt þykjast þær þekkja þá. Ó, þetta eru dæmalausir kjánar. Og nú seg- ið þjer, nýgifta kona, að þjer ætlið að gera alt til þess að mað urinn yðar elski yður altaf. Þetta sama segja þær allar og þær þykjast þekkja ástir karl- mannanna. Nei, þá er auðveld- ara að ná í hæsta vinninginn í happdrættinu. En veslings ný- gifta konan veit það bara ekki fyr en um seinan. En þjer hafið byrjað rjett. Kappkostið að vera lagleg og vel til fara. Með því hafið þjer fengið manninn yðar og þjer skuluð halda hon- um föstum með því. Þó er það ekki nóg. Jeg skal spjalla við yður einhvern tíma og þá skal jeg segja yður margt, sem fæst ar konur kæra sig um að vita, en hver kona þarf að vita. — Saxon, það er hljómsterkt og fallegt nafn. En það hæfir yð- ur ekki. O-sussu, góða mín, jeg hefi tekið eftir yður. Þjer eruð frönsk, á því er enginn vafi. Berið manninum yðar kveðju rnína og segið að jeg dáist að honum fyrir það hvað hann hafi valið vel“. Hún þagnaði og hjelt um hurðarhandfangið. „Skreppið þjer yfir um til mm einstaka sinnum. Þjer mun uð ekki iðrast þess. Jeg get kent yður margt. Komið seinni hluta dags. Maðurinn minn er næturvörður og sefur þess vegna lengi fram eftir, Hann er sofandi núna“. Saxon fór inn til sín og henni var ekki rótt. Aldrei hafði hún kynst konu, sem var eins og þessi kerling. Og útlitið var eft ir Því. Andlitið var visið, eins og það hefði sviðnað í eldi, en augun svört og tindrandi. Hún hlaut að vera gömul — Saxon giskaði á eitthvað um sextugt, eða meira. Hár hennar hafði sýnilega verið kolsvart einu sinni, en nú voru gráir lokkar í því. En svo málfærið. Saxon hafði tekið eftir því að hún talaði ensku með miklu fegurri hreim en hún hafði nokkru sinni heyrt. Og þó var eitthvað útlendingslegt við framburðinn. Hún sagði Billy frá þessu þeg ar hann kom heim. „Jæja, hún er konan hans Higgins“, sagði hann. „Hann er næturvörður, og hann er ein- hendur. Það eru skrítin hjón. Fólkið hjerna umhverfis er hrætt við hana. ítalarnir og sumar af írsku konunum halda að hún sje galdranorn, og vilja ekkert eiga saman við hana að sælda. Bert hefir sagt mjer frá þessu. Því er alment trúað að ef hún reiðist einhverjum þá þurfi hún ekki annað en líta á hann og þá sje hann dauður. Einn af samverkamönnum mín- um hefir sagt mjer að hún ætti að vera á geðveikrahæli“. „Ekki er jeg nú viss um það“, sagði Saxon, því að henni fanst hún verða að taka málstað gömlu konunnar. „Hún er sjálf- sagt einkennileg, en hún er ekki vitlaus, því að hún segir hið sama og þú. Hún segir að jeg sje frönsk". „Þá er jeg vinur hennar“, sagði Billy. „Hún er óvistlaus fyrst hún segir það. Hún er hygg in eins og gömul hæna, og því geturðu skilað til hennar með kveðju frá mjer“. „Hún talar svo fallega ensku að það er eins og hún sje skóla- kennari, og'þannig ímynda jeg mjer að mamma hafi talað“, sagði Saxon. „Hún hefir áreið- anlega hlotið gott uppeldi“. „Já, hún er enginn glópur, það sjest á því hverjum viðurkenn- ingarorðum hún fór um þig“, sagði Billy. „Já, það er satt, hún bað að heilsa þjer og óska þjer til ham ingju með það hvað þú hefðir valið vel“, sagði Saxon og hló. „Gerði hún það? Berðu henni bestu kveðju mína. Hún er eftir mínu skapi. Hún kann að meta það sem gott er. En hún ætti nú líka að hrósa þjer fyrir það hxað þú hefir valið vel með því að giftast mjer“. Nokkrum dögum seinna stóð Mercedes aftur á tröppunum og horfði á Saxon og þvottinn hennar. „Hjer stend jeg og öfunda yð ur, nýgifta kona“, sagði hún. • „Jeg hefi nú sjeð fallegra, því að jeg hefi unnið í þvottahúsi“, sagði Saxon. Mercedes hló fyrirlitlega. j Til leigu | | 4 herbergi og eldhús með | | öllum nýtísku þægindum 1 | í kjallara (mjög lítið nið- | | urgröfnum) á skemtileg- = | um stað í austurbænum. f | íbúðin verður fullgerð I I bráðlega. Stærð rúml. 100 f | ferm. Tilboð er tilgreini \ f mánaðarleigu, fyrirfram- f | greiðslu, atvinnu og stærð = f fjölskyldu, merkt: „íbúð I f — 312“, leggist inn á afgr. i f Mbl. fyrir kl. 4 á morgun. f GULLNI SPORINN íii. „Nei, als ekki, og þetta er meira dýrindis herbergið, sem þú hefur hjerna. Sestu nú, Jóhanna, og vertu svo- litið vingjarnleg, því jeg hefi verið óheppinn í dag.“ „Láttu það ekki á þig fá. Segðu mjer sögu —- það hjálp- ar ef til vill.“ „Sögu um hvað?“ „Um þá blóðugustu orustu, sem þú nokkru sinni hefur heyrt getið um.“ „Nei, nú ertu búin að heyra nóg af þeim sögum“, sagði' jeg brosandi. „En heyrðu, Jóhanna, þú ert orðin falleg- asta stúlka. Gefðu mjer einn koss fyrir spegilinn.“ í stað þess að reiðast, sem jeg eiginlega hafði búist við að hún gerði, sneri hún sjer að mjer og sagði alvarlega: „Nei, jeg kyssi engan — engan nema unnusta minn.“ „Og hver er hann þá?“ „Enn á jeg engan, og engan mun jeg heldur eignast, fyrr en einhver kemur, sem duglega getur tuskað mig til. Hann mun jeg elska og elta eins og rakki — það er að segja, ef hann lemur mig nógu oft.“ „Þetta verður einkennileg ást,“ sagði jeg og hló. Hún horfði beint í augu mjer. „Finst þjer það, Jack?“ Svo fór hún allt í einu að gráta. Jeg hafði gengið til hennar til að’ hugga hana, þegar ]eg heyrði lúðraþyt uppi á veginum, sem lá til Launces- ton. Jeg leit þangað og kom auga á stóra sveit reiðmanna. Sólin skein á vopn þeirra og hinn græna fána, sem var borinn fyrir fylkingunni. Jóhanna sá reiðmennina um leið og jeg og hætti að gráta. Án þess að segja eitt einasta orð, gengum við var- lega að dyrum leyniherbergisins til að athuga þetta betur. Þetta voru yfir þúsund menn. „Uppreisnarmenn,“ hvíslaði jeg. Jóhanna kinkaði kolli. Á meðan riddararnir riðu hægt framhjá, hugsaði jeg um hótanir Tingcombs og velti því fyrir mjer. hvað lægi á bak við þær. Mjer var ómögulegt að skilja, hvað þessi herdeild var að gera þarna á heiðinni, aðeins örskammt frá þeim stað, þar sem uppreisnarmennirnir síðast höfðu fengið svo herfilega útreið. Skipstjórinn kemur heim úr siglingum með gjöf handa móð- ur sinni. ★ Franskur þjónn, sem var æstur gegn auðvaldinu, eyddi flestum frístundum sínum í fundi hjá kommúnistum. Vinnu veitanda hans þótti þetta mið- ur, en sagði þó ekki neitt, því þjónninn var einstaklega góður þjónn. En er þjónninn hætti alt í einu að sækja fundi kommún ista, gat húsbóndi hans ekki stilt sig um að spyrja hverju það sætti. Og þjónninn sagði honum það: ,,Á síðasta fundi, sem jeg var á( sagði einn ræðumaðurinn, að ef öllum auði í Frakklandi væri skitf jafn á milli allra lands- manna myndi koma 2000 frank ar í hlut“. „Nú, og hvað um það?“ spurði húsbóndinn. „Jeg á 5000 franka", svaraði þjónninn. ★ Þrír aldraðir menn voru að tala um dauðann og á hvern hátt þeir kysu sjer helst að kveðja þenna heim. Sá fyrsti, 75 ára, sagðist helst vilja deyja fljótt og þá í bíl, sem færi fram af björgum með ofsa hraða. Annar, 85 ára, var honum al- veg sammála, en kvaðst helst vilja farast í flugvjel. „Betri dauðdaga myndi jeg kjósa mjer“, sagði sá þriðji, 95 ára, „jeg vildi helst að afbrýði- samur eiginmaður skyti mig með byssu“. ★ — Ertu að veiða. — Nei, jeg er að draga upp orma. ★ Sunnudagaskólakennarinn var áð tala um texta dagsins og er hann hafði lokið máli sínu spurði hann: „Jæja, börnin góð. Hver get- ur sagt mjer hvað við eigum að gera til þess að fá fyrirgefn ingu synda okkar?“ Fyrst var hljóð drykklanga stund, þar til lítill drengur sagðij „Fyrst verðum við að syndga“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.