Morgunblaðið - 16.10.1947, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.10.1947, Blaðsíða 11
Fimtudagur 16. okt. 1947 MORGUISBLAÐIÐ 11 Fjelagslíf Skemtifund heldur K.R. í kvöld kl. 9 siðd. í Tjarnar café. Ágæt skemtiatriði og dans. M.a. Baldur Georgs kemur með Konna. Sýndar verða nýjar kvikmyndir frá kappleiknum við landslið Dana. Kappleik K.R. við Queens Park Rangers í vor. Skiða- móti íslands í ár, ferðalög o.fl. Fund urinn er fyrir K.R.-inga og gesti [leirra. Borð ekki tekin frá. Skemtinefnd K.R. V. ÁRMENNIN GAR! Iþróttaæfingar í kvöld iþróttahúsinu: Minni salurinn. Kl. 9—10 Hnefaleikar. Stóri salurinn. Kl. 7—8 Handknattleikur karla. Kl. 8—9 I. fl. kvenna, fimleikar. Kl. 9—10 II. fl. kvenna, fimleikar. Á föstudagskvöld kl. 7—8 eiga telpur þær sem ætla að æfa handknattleik í vetur, að mæta í stóra salnum iþróttaliúsinu. Skrifstofan er opin á hverju kvöldi kl. 8—10. Stjórn Ármanns. Iþróttafjelag kvenna. Handbolti byrjar mánudagskvöld kl. 7,30 í Austurhæjarskólanum. Nánari uppl. í sima 4087. SkátaheimiliS. Kvikmyndasýning fyrir börn í dag kl. 5,15. Aðgöngumiðar seldir kl. 1—4. Tilkynning K. F. U. Ii. — U.d. Saumafundur verður í kvöld kl. 8,30 Býrjað verður að lesa framhaldssögu Allar ungar stúlkur hjartanlega vel- komnar. K. F. U. M. — A.D. Fundur í kvöld kl. 8,30. Ástráður Sig ursteindórsson cand theol talar. Allir karlmenn velkomnir. FILADELFIA .Almenn samkoma kl. 8,30. I Q G. Z St. Freyja nr. 21S. Fundur í kvöld kl. 8,30. Æ.T. Vinna HREINGERNINGAR Tökum að okkur hreingemingar. Van ir menn. Fljót og góð vinna. Pantið í tíma. Sími 4109. HREINGERNINGAR Magnús Guðmundsson. Sími 6290. JRÆSTINGASTÖÐIN. Tökum að okkur hreingemingar. Sími 5113. Kristján Guðmundsson. HREINGERNINGAR Vanir menn. — Pantið í tíma. Sími 7768. Árni og Þorsteinn. TEK PIREINGERNINGAR / Þorsteinn Ásmundsson. L'ppl. í síma 4966. Tapað Blált Álafossteppi tapaðist í Austur- stræti á þriðjudág. Finnandi vinsam- legast hringi í sima 1699. íþróttamerki gyllt (sveigur með i[>róttamanni í), tapaðist á laugardag. Finnandi vinsamlega geri aðvart í sima 6863. Slönguskinnshanski grænn, tapaðist í Bftnkastræti í gær milli kl. 3—4. Finnandi vinsamlcga skili honum á Barónsstíg 57 1. hæð. Kensla STÚDENT vanur kenslu, getur hætt við sig Mokknim nemendum í málum og gtærðfræði. Þeir sem vildu sinna }>essu leggi inn nafn sitt og heimilis íang i umslagi merktu „Ivensla1'. —Ræla Bjarna Benediktssonar Framh. af bls. 8 þeim vera vandi stjórnarinnar þar, en ekki Ráðstjórnarinnar í Moskva“. Þessi hollráð hinna rússnesku samningamanna eru áreiðan- lega af heilum huga mælt. Ráð- stjórnin austur í Moskva kaupir af þeim, sem best kaup býður, og ætlar sjer ekki að leysa verð- lagsvandræði okkar með því að gefa okkur hærra verð en hún þarf að greiða öðrum. Hún mun ekki leysa okkar vanda, frekar en við ætlum okkur ekki þá dul að segja Rússum fyrir, hvernig þeir skuli hátta sínum málum. Skipti sjálfstæðra þjóða geta ekki orðið á öðrum grundvelli en þessum og það er sannarlegt gleðiefni, að. viðskiptaþjóðir okkar skuli hafa á þessu hinn sama skilning og við. Viljum vináttu við allar þjóðir. Hitt þarf ekki heldur að fara mörgum orðum um, að íslenska ríkisstjórnin núverandi sje ó- vinsamleg þjóðunum í Austur- Evrópu. Það er þvert r móti ein- dregin ósk og vilji ríkisstjórn- arinnar, að sem mest vinátta megi haldast á milli okkar litlu þjóðar og allra annara þjóða og þar á meðal hinna miklu þjóða, sem þann heimshluta byggja. Um Sjálfan mig er það sann- anlegt, að jeg átti í því engu minni hlut, ef ekki meiri, en háttv. þingm. Sameiningar- flokks alþýðu, Socialistaflokks- ins, að á sínum tíma var stofn- að íslenskt sendiráð í Moskva, og jeg hefi ætíð verið eindreginn talsmaður þess, að hafa eðlileg, vinsamleg skipti við Rússland, eins og önnur Austur-Evrópu- ríki. Hitt er allt annaö mál, þó að meginþorri íslendinga telji sjer ekki ávinning af að taka upp sama stjórnarfar og þær hafa, frekar en þær vilja taka okkar stjórnarfar sjec til fyrir- myndar. í»eir eru einir stríðsæsinga- menn. í umræðum hjer á háttv. Al- þingi s.l. vor kallaði háttv. þm. landkjörinn Brynjólfur Bjarna- son mig stríðsæsingamann, af því að jeg tel kommunistiskt stjórnarfar ekki henta á íslandi. Þetta heiti er eitt þeirra, sem austan andvarinn sífellt blæs í málpípur háttv. Sameiningar- flokks alþýðu, Socialistaflokks- ins. Verður þó að segja það eins og er, að þetta orð hljómar ein- staklega illa í munni háttv. Brynjólfs Bjarnasonar og nán- ustu fjelaga hans. Því að þeir eru einmitt einu stríðsæsinga- mennirnir, sem þetta land hefur alið, a.m.k. á seinni öldum. — Kærleikar þeirra til mín, sem óneitanlega voru all-heitir um skeið, byrjuðu einmitt að kólna, þegar jeg beitti mjer gegn þeirri ráðagerð þeirra að steypa Is- landi í stríð á móti Japönum og Kaup-Sala Kaupi gull hæsta verði. SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4. NotuS húsgögn og lítið slitin jakkaföt keypt hæsta rerði. Sótt heim. Staðgreiðsla. Simi 6591. Fornverslunin, Grettisgötu 45. | Þjóðverjum snemma árs 1945. En af hverju er jafn greindur maður eins og háttv. þm. land- kjörinn Brynjólfur Bjarnason með svona uppnefni og hvers vegna er jafn gott skinn eins og háttv. 2. þm. Reykvíkinga, Ein- ar Olgeirsson, óneitanlega er, að skrökva upp fjandskap til vin- samlegra þjóða og fyrirætlun um kúgun á almenningi? Það er vegna þess, að taum- laus útþenslu- og kauphækkun- arstefna þeirra hefur nú leitt þjóðina í ógöngur. Vilja út í ófæruna. Af einhverjum orsökum vilja þeir ekki snúa við, heldur halda lengra í ófæruna. Þess vegna reyna þeir að telja mcnnum trú um markaði, sem ekki eru til. En af því, að ómögulegt er, að venjulegir mennskir menn grípi ekki fegins hendi ágætum sölu möguleikum á framleiðslu lands ins, ef fyrir hendi væri, er ríkis- stjórninni lýst sem samsafni úr- hraka og stórglæpamanna. Sjálfir vita þó þessir menn, að allt hjal þeirra um óendan- lega markaði fyrir afurðir okk- ar í Austur-Evrópu fyrir það verð, sem okkur lystir, er því miður af sama toga spunnið og vefur háttv. þm. Siglfirðinga, Áka Jakobssonar, fyrir rjettu ári, þegar hann þóttist vera að semja við hr. Semenov um af- urðir okkar. Rjett stjórnarvöld | rússnesk tættu þann heilaspuna' í sundur, strax og til þeirra | kasta kom, og sögðusc ekki, sem ] von var, kaupa aðrar vörur en j þær, sem Rússar hefðu þörf íyr- j ir og ekki af okkur, nema við værum samkeppnisfærir við. aðra. Sama er reynslan hvarvetna. I Á þessu ári hefur einmitt verið reynt rækilegar en nokkru sinni fyrr að selja vörur okkar í Austur-Evrópu. Ástæðurnar til,1 að það hefur ekki tnkist betur en raun ber vitni um, eru, að þessar þjóðir eru engar góðgerða stofnanir. Á meðan við erum ósam-1 keppnisfærir vegna verðbólg- j unnar og of mikils kostnaðar við framleiðsluna, bíða okkar vonbrigði og erfiðleikar. Þegar við komum málum okk 1 ar í lag, eins og við einir getum : gert og verðum að gera, bíða | okkur farsælli tímar og meiri möguleikar en nokkru sinni fyrr. — Meðað annara orSa Framh. af bls. 6 inn í yfirfull samkomuhús bæj arins, krefst íþróttin hvorki meira nje minna en 312 tíma á tveimur árum — eða 13 sólar- hringa! • • Er það ekki læst? I flestum, eða sjálfsagt öll- um, skemtanaauglýsingum, er ‘ tekið fram, á hvaða tíma að- ■göngumiðar eru seldir. Getur það verið, að ofangreint fólk sje hvorki læst nje skrifandi, eða er því líkt komið og þeirri, sem Lardner kallar Lucy Pond í sögu sinni? Sú ágæta kona átti stefnumót við stúdent í anddyrinu í Astor hóteli. Þetta var 1887 — stúdentinn mætti ekki — og í Astor situr Lucy Pond enn þann dag í dag. Eða^ svo segir Lardner að minsta kosti. •«x®><S>«x$>^<Sx$xSx$x$>«xS><$xS>^«>«x$^^<®>«>«>«x$xSx$xSx«x$x®><{xSx$x®xS^x$x®x$><$x$x$>«x$xSxS> Orðsending til fje- kgsmnnnn 0.0.1. Opnum í dag, fimtudag, nýja matvörubúð í Barmahlið 4. Búðin selur allar fáanlegar matvörur og nýlendu- vörur, einnig hraðfryst kjöt. Munið nýju matvörubúðina að Barmahlíð 4. AUGLtSING ER GULLS ÍGILDI Kvikmyndasýningavjel 16. m.m. fyrir tal, sem ný til sölu. Verðtilboð leggist inn á afgreiðslu blaðsins fi’rir hádegi á laugard. merkt: „Sýningavj«l“. Okkar hjartkæri faðir og bróðir RÖGNVALDUR JÓNSSON, sem andaðist 30. ágúst s.l. verður jarðsunginn föstudag 17. öktóber, kl. 3,30 e.h. frá Dómkirkjunni. Þeir, sem hefðu í hyggju að heiðra minningu hins látna með blóm- um eða krönsum, eru vinsamlegast beðnir að láta andvirði þess renna til Dvalarheimilis aldraðra sjómanna. Minn- ingarspjöld fást frá kl. 11—12 f. h. og kl. 2—3 e. h. á skrifstofu Sjómannadagsráðs, Sölfhólsgötu 11 (hús Land- smiðjunnar.) Aöstandendur hins látna. Jarðarför konunnar minnar GUÐRlÐAR HALLDÓRSDÖTTUR frá Irafelli, fer fram laugardaginn 18. þ.m. og hefst með húskveðju á Álfhólsveg 33, Fossvogi, kl. 12. Jarð- sett verður að Reynivöllum Kjós. Bílar þangað fást á staðnum. Gísli GuÖmundsson. Maðurinn minn MAGNÚS guðmundsson, fyrverandi verksmiðjustjóri á Raufarhöfn, Ijest á Lands- spítalanum 15. þ.m. Jarðarförin ákveðin síðar. Fyrir mína hönd og barna minna og annara vandamanna Jónína Geirmundsdóttir. Jarðarför móður minnar RERTHU SÖRENSEN fer fram frá dómkirkjunni, föstudaginn 17. okt. kl. 1,30 Vinsamlega látið andvirði blóma renna í Barnaspítala- sjóð Hringsins. Inga Sörenscn. öllum þeim sem á einn eða annan hátt veittu aðstoð eða vottuðu samúð, í veikindum og við fráfall og jarðar- för systur okkar GUÐRÚNAR LOVISU guðmundsdóttur frá Skálpastöðum, sendum við okkar innilegasta þakk- læti og kveðjur. K'ristín GuÖmu ndsdáttir. Ari Guömundsson, Þorsteinn Gitömundsson. Þekka innilega ölium nær og fjær, hluttekningu við andlát og jarðarför mannsins mins BJARNA ÞÖRÐARSONAR frá Þorgeirsfelli. GuÖrún Jónasdóttir Sunnubraut 26, Akranesi. x§«x$x$K§>«

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.