Morgunblaðið - 16.10.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.10.1947, Blaðsíða 8
 Firritúdagúr 16. okt. Í1047 8 RÆÐA BJARMA BEMEDIKTSSOIMAR (Fiamhald af bls. 7) stjórn. Ekki hefði átt að vera erfitt að rökstyðjn það. Hitt er óneitanlega nokkuð veik vörn gegn öllum þessum ófarnaði og ósköpum, að skora á skemd- arvargana sjálfa að gefa skýrslu um sín skuggalegu áform, svo sem háttv. 2. þm. Reykvíkinga, Einar Olgeirsson ætlast :iú til. Endurreisnar ráðstefnan í París. En háttv. 2. þmgm. Reyk- víkinga, Einari Olgeirssyni, finnst allt annað mega sitja á hakanum fyrir einu stórmáli, sem hann endilega varð að koma á framfæri. Svo er mál með vexti, að úti í löndum, suður í París, var í sumar haldin ráðstefna um við- reisn Evrópu. Franska og breska ríkisstjórnin boðuðu til þessarar ráðstefnu og buðu þang að öllum ríkjum j Norðurálfu, að undanteknum Spáni einum. Ástæðan til þess, að efnt var til ráðstefnu þessarar, var vax- andi öngþveiti í efnahagsmál- um Norðurálfu, en um þann voða hafði Mr. Marshall, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna talað í ræðu, sem hann hjelt í Harward 5. júní s 1. Hjet hann þá Norðurálfuþjóðunum stuðn- ingi Bandaríkjanna, ef þær legðu fram skýrslu um þarfir sínar. og framleiðslugetu og legðu ennfremur fram gild rök fyrir því, að væntanleg fjárhags aðstoð Bandaríkjanna yrði til þess notuð fyrst og fremst, að koma iðnaði Evrópiýþjóðanna og matvælaframleiðslu í það horf, að þær gæti af eigin af- rakstri sjeð sjer farborða. Nú er það að visu umdeilan- legt, hversu mikinn þátt íslend- ipgar eigi að taka í alþjóðasam- tökum, en fátt varðar þá þó meira en, að þjóðir Norðurálfu rjetti við. Ef fátækt og vand- ræði haldast við með þessum þjóðum, er ljóst, að sá farald- ur hlýtur að berast á örskammri stundu til Islands. Að vísu getum við ekki lagt mikið af mörkum til viðrjett- ingar nágrönnum okkar. Eftir okkar litlu getu er okkur þó skylt, bæði annara vegna, en þó umfram allt sjálfra okkar vegna, að taka þátt í uppbygg- ingarstarfinu. Það lá því í aug- um uppi, að við hlutum að taka þátt í þessari ráðstefnu, sem tvær af okkar bestu vina og viðskiptaþjóðum efndu til. Sigfús skerst úr leik. Ríkisstjórnin varð um þetta sammála svo og utanríkismála- nefnd, þegar málið var undir hana borið á fundi 7. júlí mán- aðar s. 1. Þar var aðeins einn, sem skarst úr leik, háttv. full- trúi Sameiningarfiokks alþýðu, Socialistaflokksins, þingm. Reykvíkinga, Sigfús Sigurhjart arson. Mótbára hans var þó í fyrstu aðeins sú, að við ættum að bíða þangað tii sýnt væri, hverja afstöðu hin Norðurlönd- in tækju til þessa boðs, þó að það hefðist upp úr honum að lpkum, að hann væri á móti því að við þægjum boðið. <í .Danmörk, Noregur og Sví- Mjóð höfðu þá efnt til fundar um þetta, án þess að kveðja ísland til. Þótti ölium öðrum en hinum háreista og djarfhuga háttv. þingm. Reykvíkinga, Sig fúsi Sigurhjartarsyni, ástæðu- laust að bíða ákvörðunar fund- ar, þar sem við værum hvergi nærri og ekki til kvaddir. Á sínum tíma korn það einnig í ljós, að öll þessi þrjú riki tóku sömu ákvörðun og Island hafði gert, sem sje þá, að þiggja boð- ið. Ríkisstjórnir þeirra mátu hagsmuni landa sinna á hinn sama veg og ríkisstjórn íslands og utanríkismálanefnd höfðu metið íslenska hagsmuni. Raunin varð sú, að öll rík- in, 16 að tölu, í vestur- og mið- Evrópu, sem boðið fengu, tóku því. En því miður höfnuðu Rússar og nokknr nágrannar þeirra boðinu. Það getur ekki verið hlutverk íslensku ríkis- stjórnarinnar að átelja afstöðu þeirra ríkja, sem ekki vildu þekkjast boðið. Stjórnir þeirra ráða gerðum sínum án þess að þurfa um þær að sækja dóm undir okkur. Hinsvegar getur engum óblinduðum íslendingi blandast hugur um. að lítt hefði land okkar vaxið eða orðið öf- undsvert af afstöðu sinni, ef það hefði bæst í hóp þeirra, sem boðinu neituðu. Allsherjarstríð gegn endurreisninni. En það voru ekki aðeins stjórnarvöldin i Austur-Evrópu og á Balkan, sem neituðu þátt- töku í Parísarráðstefnunni, heldur hófu kommúnistar um gervallan heim heilagt stríð gegn ráðstefnunni. Sá eldmóð- ur krossfarans, sem nú hefur gripið háttv. 2. þingm. Reyk- víkinga, Einar Olgeirsson, út af þessu máli, hefur einhvern veg inn borist með austan blænum hingað til landsins. Það er þessi óskiljanlegi aust an andvari, sem ætíð leikur um forystumenn háttv. Sameining- arflokks alþýðu, Socialista- flokksins, sem hefu.r hvíslað því að háttv. 2. þingm. Reykvík- inga, Einari Olgeirssyni, að það, sem íslensku þjóðinni riði nú mest á af öllu, væri að gera Parísarráðstefnuna tortryggi- lega. Þá viðleitni yrði að setja ofar öllu öðru. Henni yrði að helga fyrsta mál stjórnarand- stöðunnar á þessu nýja þingi. Oll skemdarverk hrunstjórnar- innar illu yrði að liggja í lág- inni á meðan tekið væri undir sönginn að austan um voðann, sem stafaði af Parísarráðstefn- unni. En þeir segja mest af Ólafi konungi, sem hvorki hafa heyrt haiin eða sjeð. Ef til vill hefði og verið hægt að egna menn ‘hjer á landi til haturs gegn Parísarfundinum, ef engar fregnir hefðu af honum borist nema með austan blænum. En hvaða gagn það hatur átti svo að gera íslensku þjóðinni, er raunar allt annað mál. Tillögur ráðstefnunnar. En nú vill svo vel til, að einn ágætur íslendingur, Davíð Ól- afsson, fiskimálastjóri, fylgdist með störfum Parísarfundarins, sem erindreki íslensku stjórnar- innar. Davíð hefur gefið ítar- lega skýrslu um ráðstefnuna og sjerstaklega þátttöku fslands í henni, en hann var sá fulltrúi, sem allan starfstíma fundarins íór með uraboð íslands. Skýrsla Davíðs er því miður svo löng, að jeg get nú ekki lesið hana alla, og skal því aðeins drepa á nokkur höfuðatriði, og munu menn þá sjá, að eðli ráð- stefnunnar var allt annað en háttv. 2. þm. Reykvíkinga, Ein- ar Olgeirsson, vill láta menn halda. Aðalverkeíni ráðstefnunnar var að safna gögnum, um hvað helst væri hægt að gera til end- urreisr.ar Evrópu og semja fram leiðsiuáætlun, samkv. upplýsing um þeirra landa, sem þátt tóku í ráðstefnunni. Um þetta segir Davíð Ólafsson: ,,Til þess að tryggja það, að svo miklu leyti, sem að beim snýr, að endurreisn Evrópu verði framkvæmd, samþykkja hinar þátta.kandi þjóðir að gera sitt til 1) að auka framleiðsiuna, aðal- lega á kolum og matvælum, eftir föngum. 2) að nota til hins ítrasta fram- leiðslugetu sína, bæði hvað snertir vinnuafl og tæki. 3) að fullkomna framleiðslu- tæki sín og samgöngutæki svo sem frekast er unnt, og auka þannig afkasta getu vinnuaflsins, vinnuskilyrði verði bætt og afkomumögu- leikar Evrópuþjóðanna bætt- ir. 4) að vinna saman innbyrðis og hafa samvinnu við aðrar þjóðir, sem þess óska, að öllu því, sem leiða mætti til lækkandi tolla og minnkandi hindrana á milliríkjaviðskipt um. 5) að hafa samvinnu um nýt- ingu sameiginlegra gæða“. Þarna er það í mjög stuttu máli rakið, sem Evrópuþjóðirn- ar ætla af sinni hálfu að gera til að rjetta hag sinn við. Jeg sje ekki, að það sje neitt ískyggi legt eða nokkuð það, sem ísland geti haft skömm eða skaða af að taka þátt í. Þvert á móti sýn- ist mjer, að hjer sje um stór- fellda nýsköpun að ræða. Ný- sköpun, sem er alveg sama eðlis og okkar íslenska nýsköpun, sem Einar Olgeirsson áður fyrri vissulega ljet sjer ant um, áður en austanvindurinn feykti hon- um af rjettri leið. • Greinargerð frá okkur nauðsynleg. Þátttaká Islands í þessum á- formum, sem sannarlega geta miklu góðu til vegar komið fyr- ir þann hluta heimsins, er við byggjum, var fólgin í því, að gera grein fyrir, hverjar nauð- synjar við þurfum að fá innflutt ar nú og á næstu árum. En þær nauðsynjar þarf að mestu leyti að sækja til þeirra þjóða, sem að ráðstefnunni stóðu. í sam- bandi við þetta var einnig gerð grein fyrir gjaldeyrisástandi og horfum eftir því, sem þá voru gögn fyrir hendi suður í París. Umfram allt beindist þó þátt- taka Islands að því, að mínna þær þjóðir, sem þarna voru samankomnar, á, að Island hefði til sölu fisk, sem þær gætu notað. Mun það öllum vera aug- ljóst, að það er lífsskilyrði fyrir íslendinga, að í áætlunum um endurreisn Norðurálfu sje hæfi- legt tillit tekið til fiskveiðanna, og sjeð fyrir, að sem ílestir geti orðið neytendur fiskjar, bæði sjálfum sjer og framleiðendun- um til gagns. Fulltrúi íslar.ds beindi áhrif- um sínum einkum að því að brýna þetta íyrir mönnum. Skal ekki um það ságt, að hverju gagn það kemur. En hitt er ijóst, að ekki hefði okkar hlutur orðið betri, ef fiskurinn hefði alveg fallið niður, þegar rætt var um matarþörf þessara Evr- ópuþjóða og áætlanir gerðar um • íullnæging hennar. íslendingar ekki beðiS um lán. Því miður er efnahagur margra Evrópuríkja svo slæm- ur eftir eyðileggingar styrjaldar innar, að þeim er um megn að standa sjálf straum af endur- reisnar starfinu. Þess vegna er það von þeirra, að áætlanir þess ar verði grundvöllur þess, að Bandaríkin veiti þeim fjárhags- legan tilstyrk. ísland er hinsvegar ekki í hópi þeirra þjóða, sem hafa beð- ið um slíka aðstoð, og við skul- um vona, að við berum gæfu til að haga svo málum okkar, að við þurfum ekki á henni að halda. Um þetta segir í skýrslu Davíðs Ólafssonar: „Þjóðir þær, sem þátt tóku í ráðstefnunni, voru mjög misjafn lega á vegi staddar f járhagslega, en verst var að sjálfsögðu á- standið í þeim löndum, sem styrjöldin geysaði í og valdið miklum eyðileggingum á mann- virkjum. Ýmsar af þeim þjóðum, sem þátt tóku í ráðstefnunni, voru þó ekki þangað komnar í því skyni, að verða beint aðnjót- andi væntanlegrar aðstoðar frá Bandaríkjunum, heldur var til- gangur þeirra sá, að hafa sam- vinnu við aðrar þjóðir Evrópu um endurreisn álfunnar, þar sem þær álitu rjettilega, að ó- frávíkjanlegt skilyrði fyrir vel- megun þeirra sjálfra væri, að sú endurreisn mætti takast sem fyrst. Frá íslands hálfu lá engin ósk fyrir um f járhagslega aðstoð. — Hinsvegar getur það orðið mjög þýðingarmikið fyrir okkur, ef þær þjóðir, sem gjarnan vildu kaupa framleiðslu okkar, en geta það ekki vegna gjáldeyris- erfiðleika, fengju þá aðstoð, sem vænst er eftir. Mundi það hafa í för með sjer aukna fram- leiðslu viðkomandi þjóða og minnkandi gjaldeyriserfiðleika. Ennfremur væri það þýðingar- mikið, ef takast mætti, sem af- leiðing af fjárhagslegri aðstoð til þeirra þjóða, sem þess óskuðu, að losa nokkuð um þær viðjar, sem öll milliríkjavið- skipti eru nú hneppt í, og loks, tf sá árangur yrði, sem vonir standa tii, að samvinna Evrópu- þjóðanna á sviði fjármála og viðrkipta gæti leitt til aukinna milliríkjaviðskipta og aukinnar velmegunar þjóðanna, en hað var álit ýmissa þeirra, sem þátt tóku í ráðstefnunni og kunnugir eru þessum málum, að aldrei hefði komið fram jafn eindreg- inn vilji til samstarfs eins og á þessari ráðstefnu“. Komniúnistar stefna að lántökuþörf. Að svo stöddu skal jeg ekki fara fieiri orðum um þátttöku Islands í Parísarfundinum. Sú þátttaka miðaði að því, að forða íslandi frá því að taka stór- felld lán. Alveg þvert á móti því sem háttv. 2. þingm. Reykvík- inga, Einar Olgeirsson, gefur í skyn í hinni austrænu þings- ályktunartillögu sinni. Enda er það eindregin stefna núverandi ríkisstjórnar, að ís- lendingar verði í allra lengstu lög að komast yfir núverandi örðugleika án erlendrar lántöku. Þar sem stefna háttv. 2. þingm. Reykvíkinga, Eir.ars Oigeirs- sonar og fjelaga hans hlýtur hinsvegar óhjákvæmilega að leiða til þess, ef ofan á verður, að íslendingar á skammri stund lendi á kafi í skuldum, ef þeir eiga ekki að selja ákvörðunar- vald í sínum eigin málum með fiskinum eins og orð háttv. 2. þingm. Reykvíkinga, Einars Ol- geirssonar og fjelaga hans, ó- neitanlega stundum hníga að. Þeir vilja erlenda íhlutun. í áróðri sínum í sumar hafa þeir fjelagar haldið því mjög á lofti manna á milli, að auðvélt væri að selja allar ísienskar af- urðir í Austur-Evrópu fyrir svo hátt verði, að núverandi verð- iagi mætti halda hjer á landi, einungis ef vinveitt sljórn þess- um þjóðum færi hjer með völd. Því miður hefur háttv. 2. þingm. Reykvíkinga, Einar OI- geirsson, og skoðanabræður hans, aldrei í alþjóðar áheyrn útskýrt, hvað þeir eigi við með þessum fullyrðingum sínum. Ef þeir meina það, sem óneit- anlega virðist felast í orðum þeirra, að aðrir en íslendingar eigi að segja til um, hverjir sitji í ríkisstjórn á íslandi, er öruggt, að sá boðskapur fær lít- inn hljómgrunn meðal íslensku þjóðarinnar. Stjórnir fara og koma, og í frjálsu þjóðfjelagi mun seint verða mynduð sú stjórn, að öllum líki og svo sje háttað, að hún sitji að eilífu. En eitt er víst, og það er, að á meðan íslendingar ráða nokkru sjálfir um mál sín, ætlast þeir til, að þeir einir og engir aðrir, kveði á um, hvaða stjórn sitjí á íslandi hverju sinni. Góðir kaupmenn. Því fer og fjarri, að þessir hugarórar háttv. 2. þingm. Reyk víkinga, Einars Olgeirssonar og fjelaga hans, eigi nokkra stoð í veruleikanum. — Samninga- nefndir, sem nú hafa farið víðs- vegar um lönd, hafa hvergi orð- ið þess varar, að andúð á ís- lensku ríkisstjórnirni rjeði neinu um það, hversu samningar um fiskverð og lýsis tækjust. Þar hefur þvert á móti hvar- vetna komið fram sama skoðun- in, sem samninganefndin austur í Moskva hefur eftir viðsemj- endunum rússnesku, er „þeir sögðust, sem góðir kaupmenn gera kaupin þar sem þau væri hagkvæmust. Við yrðum að vera samkeppnisfærir í verði, ef við viidum selja varning okkar. — Verðlagsmálin á íslandi þótti Framh. á bls. li

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.