Morgunblaðið - 16.10.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.10.1947, Blaðsíða 1
Marshalláætl unin. Geliir hindrað eínahagslegt hrun Evrópu Fyrsti snjór vetrarins Fyrsíi snjórinn á vetrinum. sem ckki tók u ip strax aftur, fjeli í fyrrinótt og er bæjarbúar komu á fætur í gærmorgun, var allt orðið hvíít, cins cg um hávcíur. Myntíin hjer að ofan var tekin við hús Geirs Zoega vegamálastjóra við Túngötu. ...og börnin voru fljót til Börnin ljetu ekki standa á sjer að nota sjer s njóinn og voru komin snemma í gærmorgun upp á Arnarhól með sleoana sína. Gaman, gaman. Elvílt í mitri brekkunni á uppleiðinni og svo aHir íi halarófu niður . . . ; (Ljó: m. Morgbl. — Ólafur Magnússon). ■<s —— Athyglisverð ræða Mars- hails utanríkisráðherra í gær Boston í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. í RÆÐU, sem George Marshall utanríkisráðherra, flutti hjer í Boston í kvöld, varaði hann við nauðsyn þess, að láta Evrópu- löndunum í tje bráðabirgðahjálp, til þess að koma í veg fyrir pólitískt og efnahagslegt hrun þessara landa, áður en Banda- ríkjaþing hefði tíma til að kynna sjer og koma í framkvæmd áætlun um aðstoð til lengri tíma. Skömmu áður en Marshall flutti ræðu sína, hafði Lovett aðstoðarutanríkisráðherra, tjáð frjetta- mönnum, að bandaríska utanríkisráðuneytið hefði í hyggju að hafa gengið frá Marshalláætluninni og lagt hana fyrir utan- ríkisnefnd þingsins fyrir 10 nóvember næstkomandi. Arabar setja við- skiftabann á Gyð- inga Lebanon í gærkvöldi. ÁKVEÐIÐ hefur verið á ráð stefnu Arabasambandsins, sem nú er haldin í Beirut, Lebanon að grípa til nýrra aðgerða gegn Gyðingum. Munu Arabaríkin engar vörur kaupa af þeim auk þess sem landamæri þeirra verða fokuð ölfu fólki af Gyð- ingaættum. Þá hafa fulltrúarnir á ráð- stefnunni og komið sjer saman um, að senda Frökkum, Bret- um, Bandaríkjamönnum og Rússum orðsendingu, þar sem þess er krafist, að Lybía fái al- gert sjálfstæði. — Reuter. Fyrsta bandaríska hjálparsendingin lil Tyrklands Istambul í gærkvöldi. TVÆR bandarískar flutn- ingavjelar komu í dag til einn- ar af hafnarborgum Tyrklands við Miðjarðarhaf. Fluttu þær fjmsta farminn af hjálpargögn um þeim, sem Bandaríkjamenft ætla að láta Tyrkjum í tje. Meðal varningsins voru ýmis konar vjelar tii vegagerðar. ! , I (Jfvarpsræða | Bjarna Benedikís- j j senar er á bls. 7. j +———■—+ Hjálparþörf Frakka Alment er álitið, að þessi yf- irlýsing Lovetts sýni, að utan- ríkisráðuneytið sje fallið frá þeirri hugmynd að kalla París- arráðstefnuna saman á ný. —- Lovett vjek einnig að hjálpar- þörf Frakklands og sagði, að hann vonaðist til þess, að auð- æfi þau, sem nasistar rændu á styrjaldarárunum, gætu á næst- unni bætt nokkuð úr fyrir Frökk um. MatvælasparnaSur Marshall utanríkisráðherra, benti á það í ræðu sirni, að líta mætti á áætlun stjórnarinnar um matvælasparnað sem bráða- birgðahjálp. Þá væri og enginn vafi á því að þingnefndir mundu í næsta mánuði ræða aðrar hjálp arleiðir. En þar til það yrði gert mundi Bandaríkjastjórn gera alt, sem hun gæti, til að hjálpa. Þessar aðgerðir, hjelt Mars- hall áfram, munu þó ekki nægja Þær eru aðeins eitt skref —■ bráðnauðsynlegt skref — í átt- ina til að koma í veg fyrir hrun í vetur. Skýrslur 16 þjóSa. Marshall mintist nokkuð á framgang Marshalláætlunarinn- ar, síðan hún fyrst var birt op- inberlega í ræðu hans í Harvard í júní s.l. Við erum nú komnir það langt, sagði utanríkisráð- herrann, að 16 þjóðir hafa lagt fram skýrslu um getu sína, auk þess sem þær hafa látið uppi, hversu mikillar — ef nokkurrar — utanaðkomandi aðstoðar þær muni þarfnast næstu fjögur eða fimm árin. Ver'ða ekki viðstödd brúðkaupið LONDON: Hertoganum af Wind- sor og frú hans hefur ekki vei'ið boðið að vera viðstödd væntanlegt brúðkaup Elízabeth prinsessu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.