Morgunblaðið - 16.10.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.10.1947, Blaðsíða 6
6 M.ORGUIVBL4Ð1Ð Fimtudagur 16. okt. 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgCarm.l Frjettaritstjóri: ívar Guðmvmdsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristinssoxu Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanland*. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Leabók. Þegar Einari varð orðfall ÚTVARPSUMRÆÐURNAR, sem fram fóru á Alþingi í fyrrakvöld, eru að sumu leyti einhverjar þær merkileg- ustu, sem þjóðin hefur heyrt. Og þær voru það frá upp- hafi til enda. Flutningsmaður tillögu þeirrar sem til um- ræðu var, aðalforingi kommúnista, Einar Olgeirsson, reyndi í upphafi þeirra að komast hjá því að mæla fyrir henni og krafðist forsetaúrskurðar um það, hvort sjer bæri að gera það! Svo mjög var af manninum dregið. Mun slíkt einsdæmi í allri þingsögunni, að þingmaður gugni á því fyrirfram, að mæla fyrir sínu eigin máli! En þar með var ekki lokið þrengingum hins framlága kommúnistaforingja. Þegar forseti hafði kveðið upp þann urskurð, að hann kæmist ekki hjá að mæla fyrir tillögu sinni, gafst hann upp, er hann hafði notað einn fjórða hluta ræðutíma síns. Einari Olgeirssyni varð beinlínis orðfall, fyrir sinni eig- in tillögu. Það datt af honum andlitið frammi fyrir alþjóð. Þá fyrst er fulltrúar stjórnarflokkanna höfðu haldið ræð- ur sínar, hafði foringi stjórnarandstöðunnar kjark til þess að taka til máls og gagnrýna með venjulegu ofstæki þá ráðabreytni íslendinga, að vilja taka þátt í ráðagerðum um viðreisn hinna styrjaldarþjáðu þjóða. Hversvegna gátu slík undur gerst? Einar Olgeirsson var þess ekki viðbúinn að ræða hina fáránlegu tillögu sína í áheyrn alþjóðar. Hann flutti hana aðeins til þess að þóknast sínum austrænu húsbændum. Þessvegna kom ósk ríkisstjórnarinnar um útvarpsumræð- ur um þetta mál eins og reiðarslag yfir hann. Hann treysti sjer þegar á hólminn kom alls ekki til þess að telja þjóð sinni trú um það. að það væru landráð við hana, að senda fulltrúa á ráðstefnu, sem ræddi um, hvernig hægt væri að leggja grundvöll að efnahagslegri viðreisn landa, sem íslendingar gjarnan vildu selja afurðir sínar, en nú eiga erfitt með að kaupa nokkuö af okkur vegna efnahagslegs óngþveitis og ringulreiðar. Einar treysti sjer alls ekki til þess að sanna að þáttaka í slíkri ráðstefnu væru fjör- ráð við frelsi íslensku þjóðarinnár. En hann varð að reyna það vegna þess, að flokki hans er ,,fjarstýrt“ eins og flug- vjelinni sem flaug fyrir nokkru mannlaus yfir heilt heims haf. Vesalings maðurinn að taka sjer slíkt hlutverk. Og í umræðunum var hver staðhæfing hans af annari rekin ofan í hann. Ríkisstjórnin hefur enga dollaralántöku í undirbúningi. Utanríkisráðherra lýsti því þvert á móti yfir, að hann teldi að þá ráðstöfun ju'ði að forðast í lengstu lög, að reyna að leysa núverandi gjaldeyrisvandræði með því að binda þjóðinni þunga erlenda skuldabagga. Kommúnistar segjast vera á móti lántökum. Jafnhliða berjast þeir með hnúum og hnefum gegn því, að íslend- ingar láti sig varða efnahagslega viðreisn þeirra landa, sem þeir vilja skifta við og selja afurðir sínar En á sölu íslenskra afurða á hagstæðu verði veltur það algerlega, hvort þjóðin getur fullnægt að eigin rammleik gjald- eyrisþörfum sínum. Að öllu samanlögðu er óhætt að fullyrða, að aldrei hafi nokkur pólitískur flokkur fengið aðra eins útreið í opin- berum umræðum og kommúnistar á þriðjudagskvöldið. Þeir stóðu að þeim loknum algerlega afhjúpaðir, sem ó- sjálfstæð verkfæri erlends yfirgangsríkis. Svo segja þessir menn, að enginn kommúnistaflokkur sje til á íslandi, og að hið nýja alþjóðasamband komm- únista sje þeim óviðkomandi? Nei, íslendingar trúa því einu, sem blasir við augum þeirra, að kommúnistar liggja marflatir fyrir hvaða golu- t þyt, sem berst að nefi þeirra austan af steppum Rússlands. i Þessvegna láta þeir jafnvel hafa sig til þess að fjand- skapast við efnahagslega viðreisn Vestur-Evrópu, þótt 8 hún sje grundvöllur að velmegun þeirrar eigin þjóðar. f\Jíl?uerji óhripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU ,.Gæjar“. „VIÐ GÆJARNIR þurfum að tala við þig“, sögðu tveir- ungir menn, sem jeg hitti í húsi á dög unum. ,,Gæjar“ eru ekki nein ný manntegund heldur nýlegt nafn á piltum á gelgjuskeiði, eða „kóngsins lausamönnum“. Hvort orðið stafar upphaflega frá ,,hasardblöðum“, kvikmynd um eða hernáminu skal ósagt1 látið,æn það mun vera enskt að ! uppruna — guy — og er notað j um pilta-, sem klæða sig afkára! lega og er oft notað í niðrandi | merkingu eða í háði. En hvað j um það. Þetta orð er móðins | hjer sem stendur, en hverfur I væntanl. eins og Yo-You dellan ! á árunum og orðtökin, sem far- j ið hafa eins og eldur í sinu um! landið, líkt og „eins og 200; manns upp um alla veggi“, sem j þótti nauðsynleg áherslusetn- ing fyrir-ekki alllöngu. En það var viðtalið við gæj- ana. • Oánægðir með Borgina. ÞAÐ KOM UPP ÚR kafinu í viðtali við þessa tvo gæja, að þeir gerðu sig ekki ánægða með það fyrirkomulag á Hótel Borg að þar skuli ekki vera dansað milli borðanna á hverju kvöldi.' „Og þessu ertu að hæla“, sögðu gæjfírnir og fussuðu við. „En hvað eigum við, gæjarnir að gera, þegar ekki er dansað á Borg. Þar er ekki komandi inn, því það situr hver við sitt borð og það er ekkert „fönn“. Við getum borgað fyrir okkar veit- | ingar eins og hver annar. Við j erum ungir og viljum skemta okkur, en ekki sitja eins og hænur á priki yfir klassískri músík“. Og meira sögðu gæj- arnir og tóku engum sönsum, en þetta var nú þeirra álit á Borginni og fyrirkomulaginu þar. Gæja-kvöld á Borginni. OG TIL þess að kynna mjer betta brá jeg mjer á gæja- kvöld á Borginni í fyrradag. Þá var dsnsað milli borðanna og það var nú heldur en ekki iíi í tuskunum. Það var ekki nema annar g'æjinn minn frá um kvöldið mættur, en hann skemti sjer konunglega og jeg var far- rnn a3 trúa því, að þeir hefðu haft. nokkuð til síns máls og að það væri illa gert að lofa gæj- unum ekki að skemta sjer við dans á kvöldin. Sýður uppár. EN SVO UNOiR lokunaníma sauð upp úr. Það var okki ;ninn gæ, sem átti þátt í bví heldur danskur gæ. Sá danski slóst upp á einhvern og eftir augna- blik lagaði alt í slagsmálum. Þjónarnir í’eyndu að stilla íil friðar með þeim afleiðingum, að treyjuboðungurinn á ein- kennis'oúningi eins þeirra var rifinn ofan frá og niður úr. Einhvernveginn tókst að koma slagsmála-gæjunum út úr veit- ingasainum og frr.m í gang, en eftir stutta stund fór þar alt í bál og slóust nú allir, bæði karPr og konur þar til lögregl an ltom. Vingjarnlegir lögregluþjónar. LÖGREGLUÞJÓNARNIR voru vingjarnlegir menn. Þeir gáfu sig á tal vi5 danska gæjan og þá íslensku og báðu þá með ^ góðu að vera nú rólega. En gæj arnir voru vondir við „lögg- una“, sem þeir kölluðu lög- regluþjónana og einn sagði þeim meira að segja „að fara til fjandans". Þá fyrst fór að síga í verði laganna og þeir hentu gæjunum út. Einhver hefði nú haldið að slagsmálin ein væru orðalaust kjallara-sök. Víðreistur íslendingur, sem búið hefir lengi í þremur heims álfum og flestum höfuðborgum Evrópu, mælti þá: „Þeir myndu iíka fá að haga sjer svona á Savoy, Waldorf, eða D’Angel- terre!“ Ekki sagði hann meira. Svona eru nú gæja- kvöidin. OG ÞETTA VAR þá gæja- kvöld á Borginni! Ekki er hægt að mæla með þeim og betra að hafa klassisku músíkina. Spái jeg því að innan skamms veroi dans milli torða afnum- inn með öllu á Borginni og að gæjar bæjarins verði að leita sjer að öðrum samastað. Þa5 væri bættur skaðinn. « Rjómakckur. VINKONA MfN, greind og sanngjörn húsmóðir, hringdi til mín í gær og vildi þakka fyrir orðin, sem hjer íjellu um brauð og sætabrauð. „En bú hefoir :nátt minnast á rjómann um leið og þarf í því máli alls ekki að tala undir rós, heldur segja sannleikann alveg eins og hann er. Sjúklingum og öðrum er áð læknisráði íyrirskipað að neyta rjóma sjer til heilsubótar. Þeg- ar gesti ber að garði þykir hús- mæðrum ’sjálfsagt að hafa rjóma út í kaffi, e3a baka köku með rjóma. En rjómi fæst varla frekar en glóandi gull í þessum bæ eins og stendur, sem ekki er kanski , von, þar sem mjólkurskortur er nú tilfinnanlegur. Hvernig má það þá vera, að allar brauðasölur eru yfirfullar af rjómakökum og rjómatert- um. Hvar fæst efni í það? a Og ekki sjest skyr. OG í BÆ, þar sem hundruð manna og jafnvel þúsund þjást af kalkskorti vegna þess hve neysluvatnið og fæðan yfirleitt er kalkrýr sjest ekki skyr vik- um og mánuðum saman. Skyr- ið, þessi þjóðarrjettur, sem ætti að vera á hvers manns borði daglega. Húsmæðrafjelagið ætti að fara í kröfugöngu og heimta, að ávalt sje nóg af skyri fyrir alla, sem það vilja borða og hefja áróðursherferð mikla fyrir al- mennu skyr-áti. MEÐAL ANNARA ORÐA | Eftir G. 4. |—------ ‘T ? -* Þrettán sóiarhringa fyrir ulan veitingahús FYRIR nokkrum árum las jeg smásögu eftir Ring Lardner um Astor hótelið við Broadway í New York og fólkið, sem held ur til í anddyri bess. Lardner er þarna að smáhnýta í menn, sem virðast venja komur sínar í hótelið óvenju oft, og alveg sjerstaklega þá, sem sitja þarna öllum stundum, líkt og staðir asnar eða íávitar, sem bíða oft- ir því einu, að gæslumennirnir komi með spennitreyjurnar og teymi sig hvert má vita hvað. Ef jeg man rjett, hafði einn þessara náunga (að því er Lardner segir) verið í sama stólnum í 66 ár og var orðinn nokkurskonar aldursforseti á staðnum, en annar hafði haldið kyrru fyrir í 27 ár, eða bar iil einhver komst að því, að hann var löngu dauður. • • Afkomemlurnir. Nú hefir verið svo í allmörg ár, að ætla mætti að afkomend ur þessara manna hefðu fluttst til íslands. Á jeg þar við verstu , óvini dyravarðanna hjer í bæ — fólkið, sem lætur sig engu Einn miði eftir — og klukkan að verða hálf tólf muna um að halda kyrru fyrir við eitt og sama veitingahúsið frá því klukkan tíu að kvöldi til eitt eða tvö að morgni, fram an af í þeirri von, að sjer tak- ist að ,,góma“ miða, og síðan — eftir klukkan hálf tóif — að einhver dyravörðurinn aumkv- ist yfir sig og „skjóti sjer inn- fyrir“, svona upp á .gamlan kunningsskap. Þarna eru bæði karlmenn og kvenfóik. Alt á fólk þetta það sameiginlegt að hafa sjaldan eða aldrei látið sjer detta í hug, að reynandi sje að kaupa að- göngumiða að skemtun á þeim tíma, sem hann selst ennþá á frjálsum markaði. ® • Aldursforsetar. E»- þarna eru líka aldursfor- seíarnir hans Lardners, Sumir — og enn gildir það íafnt um konur og karla ■— virðast oyða flestum kvöidum í þessa íþrótt. Jeg er handviss um, að jeg gæti bent á tvo eða þrjá, sem að minsta kosti þrjú kvöld í viku finna hjá sjer innri hvöt til að sækja einhverja skemtun — en auðvitað þá ekki fyr en víst or ao búið sje að selja alla að- göngumiðana að sömu skemt- un. Ekki skal því haldið fram. að nokkur kavaleranna hafi staðið í 66 ár fyrir utan Oddfellow eða Sjálfstæðishúsið eða Breið- firðingabúð. En ef við gerum ráð fvrir. að þeir ötulustu eyði að meðaltali þremur klukku- stundum í viku (og það er iágt reiknað) í að, reyna að komast Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.