Morgunblaðið - 31.10.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.10.1947, Blaðsíða 8
8 MORGIJTSBLAÐIÐ Föstudagur 31. okt. 1947 Útg.: H.í. Árvakur, Reyk/avík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.l Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsipgar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanland*. kr. 12,00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Löngu málþófi lokið ALÞINGI hefur nú afgreitt þingsályktunartillögu kom- múnista varðandi Keflavíkurflugvöllinn. Henni var vísað írá með rökstuddri dagskrá í trausti þess, að ríkisstjórnin gæti hagsmuna íslands örugglega við framkvæmd flug- vallarsamningsins. Hinar löngu umræður, sem orðið hafa um þetta mál, voru að mestu óþarfar. Ríkisstjórnin og önnur íslensk stjórnarvöld hafa gætt hagsmuna íslands í þessu máli og þessir aðiljar munu halda áfram að gera það. Til þess hef- ur þjóðin altaf ætlast og til þess ætlast hún fi'amvegis. Það, sem fyrir kommúnistum vakti með flutningi þess- arar tillögu var engan veginn að tryggja hagsmuni íslands að einu eða neinu leyti. ★ Tilgangur þeirra var þvert á móti sá, að torvelda fram- kvæmd þessa samnings og gera aðstöðu Islendinga erfið- ari gagnvart hinum samningsaðiljanum. Það skilur allur almenningur nú, þótt þremur aftaníossum kommúnista á Alþingi klígjaði ekki við að binda bagga sína með þeim í þessu máli. En að loknum þessum óþörfu umræðum, sem að því leyti voru þó gagnlegar, að landsmenn vita betur en áð- ur, hvernig þessum málum er háttað, er ekki ótímabært að leggja á það áherslu að íslendingar hljóta í framtíð- innni að stefna að því að hafa sem mestan veg og vanda sjálfir af rekstri flugvalla sinna. ★ Flugvallarsamningurinn við Bandaríkin er enginn þröskuldur á þeirri leið. Sam- kvæmt honum hafa Islendingar skilyrðislausan uppsagn- arrjett eftir stutt árabil. Þeim rjetti munu þeir á engan liátt afsala sjer. Á þetta lagði Bjarni Benediktsson áherslu í umræðunum á Alþingi. Ástandið í alþjóðamálum hlýtur hinsvegar að hafa nokkur áhrif í þessum efnum gagnvart Jslendingum eins og öðrum þjóðum. Þegar hefur verið stofnað til viðtækra samtaka um alþjóða samvinnu um flugsamgöngur. Við íslendingar höfum gerst aðiljar að þeim samtökum og erum fúsir til þess að leggja okkar skerf fram til þess að gera þessar samgöngur öruggari, okkur sjálfum og öðrum þjóðum til aukins hagræðis. Sennilega er ekki alþjóðleg samvinna eins nauðsynleg um nokkur mál og flugmálin. Á henni munu vinsamleg viðskifti þióða í milli byggjast í vaxandi mæli í fram- líðinni. Innflu tnin gsm álin í RÆÐUM þeim, sem málsvarar Sjálfstæðisflokksins ,þeir Ingólfur Jónsson og Jóhann Hafstein, hjeldu í út- varpsumræðunum á þriðjudagskvöldið, var greinilega mörkuð stefnu flokksins í verslunarmálunum. Hann tel- ur hagsmunum almennings best borgið með því að frjáls samkeppni fái notið sín milli samvinnuverslunar og ein- staklingsverslunar og er mótfallinn því, að öðrum hvor- um þessara aðilja sje sköpuð einokunaraðstaða. Sjálf- stæðismenn vilja því halda fast við það stefnuskráratriði núverandi ríkisstjórnar, að þeir innflytjendur sitji fyrir um vörukaup til landsins, sem hagstæðust innkaup geta gert. ★ Það verður hlutverk gjaldeyrísyfirvaldanna að fram- kvæma þessa stefnu. Af þeim verður að vænta fyllsta vjettlætis í því mati, sem óumflýjanlega verður hlutverk þeirra að framkvæma á því, hverjir geti útvegað besta og ódýrasta vöru. Vel má vera, að þetta verði vandaverk. En það verður jyrst og fremst að vinnast af fullkomnu rjettlæti og sann- •sýni. Að öðrum kosti verður meginreglan óframkvæman- leg og kák eitt, sem engin umbót er að. TJR DAGLEGA LÍFINU $ 45 þúsund fyrh teikningar. í SÍÐASTA HEFTI tímarits- ins „ÚtvarfJHíðindi" segir Pjet- ur Pjetursson þulur frá því, að Ríkisútvarpið hafi greitt 45 þús und dollara fyrir teikningar af 9 eða 15 miljón króna útvarps- höllinni fyrirhuguðu. 45 þús- und dalir eru um 300 þúsund krónur ef reiknað er með bankagengi, en tæplega 1 milj- ón, ef reiknað er með svarta markaðs gengi. „Það er ekki hægt að búa í teikningum“ var einhverntíma sagt og sennilega er ekki auð- veldara að útvarpa úr teikning um. Nú er það ekkert tiltökumál þótt einsfaklingar og stofnanir verði að borga fyrir verk, sem þeir láta gera. En dýr mundi Hafliði allur, eins og þar stend- ur. — Útvarp á vinnu- stöðum. BRAGGAÚTVARPIÐ í Kefla vík á árunum hneykslaði suma vandlætara, en meðal almenn- ings var það vinsælt og einkum á vinnustöðum, þar sem útvarp ið var í gangi. Sögðu masgir, sem höfðu menn í vinnu, að músikin frá Keflavíkurútvarp- inu gerðu fólkið ánægðara og yki afköstin. Hjer í dálkunum var stungið upp á því, að Ríkisútvarpið tæki upp þann sið, að útvarpa skemtilegri músík og ljettri að deginum til á miðbylgjum frá litlum ódýrum útvarpsstöðvum. Ráðamenn útvarpsmálanna svöruðu með skæting um Am- eríkanadekur og fíflsku. Þetta gerðist um líkt leyti, sem verið var að greiða 45.000 dollarana fyrir teikningarnar. Þrjár ónotaðar stöðvar. KUNNUGIR MENN og inn- undir hjá Landssímanum full- yrða, að sú stofnun eigi brjár útvarpsstöðvar, sem hægt væri að nota til þess að útvarpa skemtimúsík á daginn af plöt- um eða stálþræði. Galdurinn sje ekki annar við þessar stöðv ar en að tengja tækin við bæj- arkerfið og þá fari alt í gang. Það var nýlega upplýst hjer í blaðinu, að tekjur útvarpsins væru um 3 miljónir króna á ári, en aðeins um 600 þúsund krónur væri notaðar til dag- skrárinnar. Þessari staðhæf- ingu hefir ekki verið mótmælt, enda ilt þar sem tölurnar :nunu vera teknar úr opinberri skýrslu. Ef að einkafyrirtæki gerði svona kúnstir, þá myndu það vera kölluð svik, en þegar um ríkisstofnun er að ræða, þá er það vitanlega „ekki sambæri- Iegt“. • Gerir garðinn frægan. FERÐIR Skymasterflugvjel- ar Loftleiða undanfarið víða um lönd hafa vakið athygli bæði hjer heima og erlendis. Það má segja að ,,Hekla“ sje í stöðugum ferðum heimsálfanna á milli og hreyflarnir eru ekki orðnir kaldir úr Ameríkuferð, þegar lagt er af stað aftur til Parísar, London eða Kaup- mannahafnar. Þrjár áhafnir eru á vjelinni, sem skiftast á að fljúga henni, ein er al- íslensk, önnur hálf íslensk og sú þriðja amerísk. Hekla ætlar að verða hið mesta lánsfarartæki, í ýmsum merkingum þess orðs, vjelin er lánuð hingað og þangað og mik ið lán fylgir henni. Hún hefir gert garðinn frægan. Þyftum að eiga fleiri. ,,HEKLA“ og ferðir hennar hafa sýnt, að þótt við sjeum ■smáþjóð, þá getum við verið samkeppnisfærir. Norðmenn sýndu þetta á sjónum og áttu þriðja stærsta skipaflota heims ins fyrir stríð. Við hefðum átt að koma okkur upp flúgflota og hafa í förum víða um heim- inn. En það er nú eitthvað annað en að hugsað hafi verið fyrir því. Enn er einblínt á þorskinn, sem síst skal lasta, ef horft er í aðrar áttir um íeið. • Enginn gjaideyrir lengur. ÞAÐ ER FULLYRT, að ís- lendingum hafi verið boðið til kaups önnur Skymasterflug- vjel. af nýrri og fullkomnari gerð en Hekla er. En það hafi ekki verið hægt að taka þessu boði vegna þess, að ekki var til g.jaldeyrir. Það strandar margt á valút- unni um þessar mundir, en vel gerðu þeir, sem gjaldeyrismál- unum stjórna, ef þeir gerðu sitt ítrasta til að veita gjaldeyri, ef við eigum kost á að fá keyptar góðar flugvjelar. Þær gætu meira að segja með tímanum unnið okkur inn álitlega upp- hæð í erlendum eyri. • Hámarksverð og hitaeiningar. í HINU ágæta riti Heilbrigt líf, sem Rauði kross íslands gefur út undir stjórn dr. med. Gunnlaugs Claessen, stendur m. a. þessi klausa. „Stjórnarvöldin hjer á landi auglýsa hámarksverð á fæði, en taka ekki neitt fram um, hve margar skuli skuli hitaeiningar á dag, nje heldur um fjörefni11. Þörf athugasemd. | MEÐAL ANNARA ORÐA . . . J Eftir G. J. Á. |———>——■■——•>■—■•—■•—■■—■—»—■*•■—■■—■— Oskursseggir í Austurstræti ÞEIR borgarar þessa bæjar, sem lagt hafa leið sína að kvöldi dags um Austurstræti og Aðalstræti og göturnar -í kringum Austurvöll, munu hafa veitt því athygli, að það er orðið nokkuð títt að sjá ung- lingspilta standa þarna á götu- hornum og í afkimum — og hrína. Þeir gera þetta kvöld eft ir kvöld og virðast aldrei fá sig fullsadda, en allmargir þeirra senda frá sjer annarleg blíst- urshljóð öðru hvoru, eins og til tilbreytingar. Flestir eru peyjar þessir vel klæddir, í mjallahvítum skyrt- um og með gljáfægða skó. Þeir eru líka kembdir og þvegnir og að útliti ekki ólíkir jafnöldrum sínum úti á landi, nema hvað buxurnar þeirra eru ef til vill eilítið þrengri og jakkarnir að- eins örlítið síðari en maður á að venjast utan Reykjavíkur. Alt veldur þetta því. að mjög er erfitt að gera sjer grein fyr- ' ir, hvernig á því stendur, að ofangreindir piltar sýnast hafa tilhneigingu til að hrína. • • Skepnurnar. Nú er það vitað, að flest dýr jarðarinnar gefa frá sjer ein-- hverskonar hljóð eða öskur. Hesturinn hneggjar, kýrin baular, asninn hrin og svo fram vegis. Flest dýr jarðarinnar mundu líka sjálfsagt hafa full- gildar ástæður fram • að færa, ef einhver okkar talaði íungu þeirra og gæíi spurt þau, hvers vegna þau hneggjuðu, bauluðu eða hríndu. Jeg tel að vísu lík- legt, að asninn yrði þvermóðsku fullur eins og endranær, og fengist ekki til að svara. nema þá aðeins að lagt yrði að hon- um, en i lokin ætla jeg þó að hann gæfi greindarleg og ó- hrekjandi svör. Því er ekki til að dreifa :neð Austurstrætispiltana. Ýmsir þeirra mundu að vísu svara því til, að þeir væru að reyna áð Sumir jarma draga að sjer athygli stúlkn- anna og annarra vegfarenda, en viss er jeg um það, að ekki einn einasti öskursseggjanna mundi geta gefið skýringu á því, hvers vegna hann notaði þá ekki móð urmálið til slíkra hluta — hversvegna alt baulið og blístr ið og hneggið, á jeg við. • • Er þetta „fínt“. Sumir þeirra, sem jeg hefi rabbað um þetta við, hafa í hálfgerðri alvöru viljað halda því fram. að þessir stráklingar viti, hvað þeir sjeu að gera. Að þeim þýki ,,fínt“ að hrína. Að þeir sjeu í raun og veru þeirr- ar trúar, að hrín þeirra geri bá að meiri mönnum og „kaldari fuglum“, eins og þeir orða það á rúntinum. Aðra hefi jeg talað við, sem telja að Öskur piltanna stafi af einskærri heimsku. Þeir vekja athygli á því, að þessir sömu piltar gera ósjaldan tilraun íil að hafa áhrif á efnisþráð kvik- mynda, með því að hrópa á leikarana. líkt og þeir búist við því, að þessar hreyfanlegu myndir á tjaldinu heyri til sín. Enn aðrir segja svo, að fram ferði þessara stráka hljóti að sanna, að þeir hinir sömu sjeu eitthvað veiklaðir andlega. (Framhald á bls. 12)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.