Morgunblaðið - 31.10.1947, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.10.1947, Blaðsíða 11
Föstudagur 31. o!<t. 1947 MORGUISBLAÐIÐ 11 — Ræða Jóhanns Hafstein Framh. af bls. 6 einstök verslun orðin að skömmtunarskrifstofu, þar sem bókfæra þarf innlagða seðla og síðan skammta í smáslumpum ut á þá, eftir því, sem pantanir berast — misjafnlega greiðlega, oft í minni pörtum, o. s. frv. Ekki mundi þetta draga úr verslunarkostnaði, •— heldur smáþrýsta á kröfu verslananna um að við álagningu mætti taka tillit til þessa umsfangs — og fengi þá neytandinn að lokum að borga brúsann. Þetta læt jeg nægja til sönn- unar því, að tillagan sem hjer liggur fyrir frá hv. 6. þm. Reyk víkinga vinnur gegn öllu í senn gjaldeyrissjarnaði, vöruvöndun, og minni verslunartilkostnaði. Barlómurinn um misskiftingu innflutningsins óþarfur. Jeg kem þá að því atriðinu, hvort frv. þetta, ef að lögum yrði, mundi líklegt til þess að 'innleiða meira rjettlæti en nú ríkir um skiptingu innflutnings milli kaupfjelaga eða S.Í.S. og annarra heildverslana, og skapa þannig neytendum meira kaup- frelsi en verið hefir. Hvers vegna þessa vantrú á kaupfjelögum og Sambandinu? Hversvegna að ráðgera, að hlut- ur samvinnuverslunarinnar ^je svo mjög fyrir borð borinn eft- ir tímabili í verslunarsögunni, þegar mjög mikið frjálsræði hef ir ríkt um innflutning á fjölda mörgum helstu vöruflokkum og innflutningur verið með eins- dæmum mikill? Háttv. þm. Vestur-Húnvetn- ‘inga talaði að vísu um hina ,,afskaplegustu“ gjaldeyrissóun. Við það vil jeg aðeins gera þá athugasemd hjer, að samkvæmt skýrslu Fjárhagsráðs var um eða yfir 80% af gjaldeyrisforða þjóðarinnar, eins og hann var mestur í nóvember 1944, varið til nýsköpunarframkvæmda, sem nú eru undirstaðan undir góðum afkorpymöguleikum í framtíðinni. Það er satt, að inn- flutningurinn var mikill og áreiðanlega of mikill á sumu. En hefir Sambandið dregist eitthvað aftur úr heildverslun- um undanfarin ár? Þarf að rjetta hlut þess nú með alveg spánýju haftakerfi, sem á sjer engan sinn líka, þar sem við þekkjum til í heiminum. Jeg held alls ekki, og hrein fjar- stæða úr lausu lofti gripin hjá þm. Vestur-Húnvetninga, að í tíð fyrverandi stjórnar hafi allt stefnt í öfuga átt og til vaxandi ranglætis, eða „hallað á ógæfu- hliðina“, eins og hæstv. mennta málaráðherra komst að orði. Það er engin ástæða til að troða hjer upp með barlóm og kveinstafi fyrir hönd samvinnu verslunarinnar. Þetta veit all- ur almenningur, sem veit, hvar vörurnar hafa fengist. Það vita líka þeir, sem vita, hvar ónotuð gjaldeyris- og innflutningsleyfi eru, og líklega einnig þeir, sem vita betur en jeg um það, hvort Sambandinu hafi kannske geng ið betur en öðrum að fá yfir- færslur nú á síðustu tímum gjaldeyriserfiðleika. Rjett er að þingnefnd athugi þessi atriði og önnur slík, sem koma til álita í þessu máli. Er haframjölsát mælikvarði allra þarfa? Því er haldið fram, að þar sem Sambandið hafi flutt inn rúm 50% af öllu haframjöli og rúgmjöli, en 'innflutningur á þessum vörutegundum ifrjáls, þá sanni þetta, að um það bil helmingur landsmanna vilji eiga skifti við þessi samtök og S.Í.S. eigi því að iá 50% inn- flutningsins á öllum öðrum vör- um. Jeg held, að flm. hafi kallað þetta „kröfu um skýlausan rjett.“ En hefir flm. t. d. nokk- uð athugað, hvort eitthvað af mjölinnílutningnum hafi ekki e. t. v. farið 1 skepnufóður. Og ekki geri jeg ráð fvrir, að hann ætlist til, að sá „kvoti“ skapi kröfur á aðrar vörur, eins og t. d. vefnaðarvörur og afmagns vörur, nema þá ef vera skyldi mjaltavjelar handa kúnum, sem þá væru orðnar einskonár með- limir í neytendasamtökunum. Mjer sýnist einnig, að í grein- argerð frv. .standi, að innflutn- ingur á strásykri hafi verið jafn frjáls og haframjölinu. Samt segir þar, að Sambandið hafi ekki flutt inn nema 33% af þess ari vörutegund. Hvernig stendur á þessum 17% mismun, miðað við haframjölið —- og var þó hvortveggja frjálst? Flutnings- maður hefði mátt reyna að skýra þetta. Annars er þetta svo mikil hringavitleysa, að af því að eihver aðili hafi verslunar- sambönd í haframjöli Og inn- flutning í samræmi við það, þá eigi hann einnig að hafa hlut- fallslega sama innflutning í öðr um vöruflokkum, sem hann hef ur allt önnur verslunarsambönd í, — fyrst og fremst af því, að mismunandi þarfir neytenda og staðhættir kalla á svo mismun- andi tegundir vara til hverskon- ar nota og neyslu á hverjum stað. Svona ,,hundalogik“ má auð- veldlega súna við og segja: Þar sem heildsalar hafa um 50% af haframjölsinnflutningnum á móti S Í.S. eiga þeir kröfu til að fá innflutningsleyfi í sömu hlut- föllum t.d. fyrir landbúnaðar- vjelunr, en mjer skilst, að S.Í.S. hafi haft þann innflutning að mestu með höndum. Og ekki var sá tónn í skýrslu framkv.stj. vjeladeildar S.l.S. á síðasta að- alfundi, að Sambandið ætlaði að afsala sjer einhverju af þeim innflutningi, en þar segir þvert á móti:......líður varla langur tími þar til Sambandið getur fengið, með stuttum af- afgreiðslutíma, frá I.H.C. allt það af landbúnaðartækjum, sem þörf er fyrir hjer á landi, ef nógur gjaldeyrir verður fyrir hendi til þess“. Háttv. þm. Vestur-Húnvetn- inga skilur þetta áreiðanlega mæta vel, því að ef jeg man rjet, var það Árni frá Múla, sem sannfærði þennan þm. um það í umræðum um svipaðan draug og hjer er upp kveðinn, þ.e. ,,höfðatöluregluna“, að Skúli Guðmundsson gæti ekki með neinum rjetti heimtað sama ,,kvota“, af höfuðfötum og Árni Jónsson, þó að höfuðin væru jafn mörg á báðum, þ.e.a.s. eitt á hvorum, — en Skúli lagði það í vana sinn að ganga berhöfðað- ur, — hafði m.ö.o. ekki þörf fyr ir höíuðfat, þótt hann hefði höfuð. Þannig getur mætavel verið, að ýmsir viðskiftavinir kaupfje laganna, sem hafa góða lyst á rúgmjöli og annari matvöru, kæri sig kollótta um rafmagns- varning, t.d. ef ekkert rafmagn er nú þar sem þeir búa. Skipti kaupfjelaga við heild- sala engin nauðungar\'erslun: Þá er vitnað til þess, að kaup- f jelögin hafi verið neydd til þess að kaupa af heildsölum, þar sem þeir hafi haft innflutningsleyfin, en S.Í.S. eða kaupfjelögin ekki. Tíminn hefur birt mjög villandi skýrslur um þetta atriði eftir einum framkv.stj. S.Í.S. Því er m.a. haldið fram, að kaupfjelögin hafi verið neydd til þess á árinu 1946 að kaupa frá heildverslun vefnaðarvöru fyrir tæpar 3 milljónir króna, af því að kaupfjelögin hafi skort innflutningsleyfi fyrir vörunni. Til að mæta þessari upphæð ætti ekki að þurfa leyfi fyrir meira en ca. helmingnum, eða hálfri annari milljón. Nú get jeg upplýst það, að kaupfjelög hafa keypt af aðeins einni heildverslun hjer í bænum árið 1946 vefnaðarvöru, — sem þau hafa lagt inn innflutnings- leyfi fyrir að upphæð 511 þús. kr. eða rúma Vz milljón! Þarna vantaði kaupfjelögin ekki leyfin. Þetta var engin nauðungarverslun. Aðeiris ein- faldlega, að þau báðu heildversl- unina að útvega sjer vöruna út á leyfi, sem þau áttu. Af hverju fóru þau ekki til S.Í.S.? Jeg ætla ekki að svara þeirri spurningu — menn finna svarið. En um þennan vefn- aðarvóruinnflutning sagði Tím- inn m.a.: „Sannar þetta betur en nokkuð annað tilkall fjelag- anna til aukinnar hlutdeildar í innflutningnum“. Og Sigfús Sigurhjartarson lætur ekki standa á sjer. Hann segir: „Ástandið í þessum mál- um þarf að breytast. Það má ekki hefta kaupfjclögin í þess- um efnum. Það verður að gera þeim kleift að flytja inn vefn- aðarvöru, búsáhöld og fleiri slíkar vörur, engu síður en mat- vöru“. Nei, — það má ekki „hefta“ kaupfjelögin — og það á að „gera þeim eitthvað meira kleift“ — en hver var að hefta, og hver gerði þeim ekki kleift að flytja inn fyrir leyfi, sem þau höfðu, en kur.u af einhverj- um ástæðum að afhenda heild- sölum svo milljónum skiptir. Frjálst samkomulag besta lausnin. Það, sem hjer hefur verið drepið á, verður að nægja að þessu sinni til að sýna að með öllu er ástæðulaus sú umkvört- un, að rjetta þurfi hlut sam- vinnuverslunarinnar um inn- flutning frá því, sem verið hef- ur, með einhverjum nýjum regl- um. Er að vísu margt í þessu sambandi, sem þörf er gaum- gæfilegrar rannsóknar á í þing- nefnd, en alveg efast jeg um að þessi málatilbúningur komi til með að reynast í þökk kaupf je- laganna. Reyndar vita þá líka allir, að það er ekki af góðvild- inni einni saman, sem málið er flutt. Hitt er svo ljóst að aðilar verslunarinnar hafa mjög ólíka aðstöðu til þess að safna að sjer skömmtunarseðlum fyrir fram og mundi því leiða til mesta mis rjettis að láta þá segja til um innflutningsskiptingu milli kaup manna og kaupf jelaga eða kaup manna innbyrðis, sem einnig geta haft mjög misjafna að- stöðu að þessu leyti. Fyrir neytendur horfir fram- kvæmd þessarar tillögu í frv. 6. þm. Reykvíkinga þannig við, að inneiddir væru einskonar nýir átthaga- eða verslunarfjötrar, þar sem þeir, sem afhent hefðu fyrirfram skömmtunarseðla sína, hefðu þar eftir ekki í önnur hús að venda en sömu búðina — sama fyrirtækið og veitt hefir skömmtunarseðlunum móttöku. Frjálsræðið, sem hæstv. þm. hafa gert sjer svo tíðrætt um í kvöld, er best tryggt í viðskipta málum með frjálsu samkomu- lagi samvinnuverslunarinnar og kaupmannaverslunarinnar, inn an þeirra takmarka, sem að- staða þjóðarinnar í heild skap- ar á hverjum tíma, — og ein- mitt á grundvelli yfirlýstrar stefnu ríkisstjórnarinnar í versl unarmálum, sem nú er lögfest í 12. gr. 1. um Fjórhagsráð. Nemendur á vegum N.F. hjálpað um gjaldeyri. NEMENDUR þeir, sem Nor rænu fjelögin i Svíþjóð og Finn landi buðu ókeypis skóladvöl í vetur, fóru með Drottningunni á fimmtudaginn síðastl. Leit út fyrir á timabili að nemendur þessir gætu ekki farið, þvi þó Norræna fjelagið hefði fengið gjaldeyrisleyfi fyrir þá, kr. 150 á hvern þeirra, til þess að þeir gætu komist til skólanna, neit aði Landsbankinn að afgreiða þennan gjaldeyri. Norræna fje lagið skrifaði þvi Norræna fje- laginu í Svíþjóð að nemendun um liefði verið neitað um gjald eyri og út liti fyrir að þeir myndu ekki geta notað sjer hið góða boð, en þá bauðst fje- lagið til þess að borga farið fyrir nemendurna lika, en danska Norræna fjelagið bauðst til þess að borga fyrir nemend urna 'gistingu i Kaupmanna- höfn. Þessir nemendur fóru: Jón Bjarnason frá Núpskóla til heimilis i Reykjavík, Erlingur Hansson frá Laugarvantsskóla til lieimilis i Reykjavík, Njáll K. Breiðdal frá Laugarvants- skóla til heimilis i Reykjavík, Herdis Sigurðardóttir, frá Reykjaskóla í Hrútafirði, til heimilis í Reykjavik, Sigriður Jóhannsdóttir frá Langaskóla til heimilis í Hveragerði, Elías J. Jónsson frá Reykholtsskóla, frá Bolungarvík, Bryndís Þor- valdsdóttir frá Unglingaskóla Vestmannaeyja, frá Blönduósi og til Finnlands Matthías Har- aldsson frá Gagnfræðaskóla Reykjavíkur, til heimilis i Reykjavík. Sk ipbrotsma n na- skýli á Söndunum HINN 29. SEPTEMBER s.l. kl. 17 lagði .ieg af stað frá Rvik ásamt Jóni K. Bergsveinssyni og var ferðinni heitið austur á Sanda. Jeg var fyrir löngu bú- inn að ráðgo"a þessa ferð, s*:rn var farin til þess að sjá með eigin augum þær torfærur, sem svo mörgum sjómanninum hef- ur orðið örðiigt yfirferðar, þeg- ar þeir hafa verið svo ólánssam- ir að sigla skipum sínum á land þarna, sem of oft hefur kornið fyrir, og þá oft leitt af meiri og fór jeg að sjá skýlin sem Kvenna deildir Slysavarnafjel. hafa lát- ið byggja á hinum ýmsu stöð- um þar sem tíðust hafa verið skipsströndin, og hætturnar mestar. Jeg hef oft siglt með- fram þessum stöðum og athug- að þá á uppdrætti, en mjer gat aldrei komið lil hugar að hætt- urnar væru eins alvarlegar, eins og jeg sá í þessari ferð. Það er því ekki alveg út í bláinn ftð konurnar settu sjer það mark að gera það sem þeim var auðið til bjargar þeim mönnum, sem bærust á laml víðsvegar á sönd- unum. Enda eru þær búnar nð reisa þarna austurfrá hvorki meira nje ;ninna en sjö skip- brotsmannaskýli, svo vel útbú- in af klæðnaði, rúmfötum og matvælum, sem best varð ákos- ið í útihúsi. Jeg held að mjer sje óhætt að fullyrða það; að enginn þarf að líða skort í nokkra daga, þó f jölmenna skips höfn bæri þar að garði, enda hægt í sæmilegu skygni að gera vart við sig með því að skjóta upp rakettu. Er því ástæðulaust að yfirgefa skýlin fyr en mann- hjálp berst irá næstu bæjum. Þetta alt hefur kostað mikið f je, og hafa konurnar aflað þess xneð framlögum almennings á ýmsan hátt. Enn þó hugsa þær sjer að búa skýlin betur út af ýmsum öryggistækjum, sem eru nokkuð dýr. Þess skal getið að á Meðrd- landssandi, þar sem fyrsta kvennadeildarskýlið var bygt, er búið að reisa stikur með strönd- ir.ni á 22 km. vegalengd með ör sem vísar Jeiðina að skýlinu og svo þaðan að næsta bæ, Lyngum og er það 15 km. Gudbjartur Ólafnson. NORSKI rithöfundurinn Sigurd Christiansen andaðist s.l. laug- ardag og var jarðsettur í gær í Drammen. Christiansen var einn af þektustu rithöfundum Noregs og kunnastur fyrir bók sína ,,To levende og en död“, sem komið hefur í íslenskri þýðingu. Útför hans í gær fór fram á kostnað bæjarsjóðs í Drammen, en rit- höfundurinn var Drammenbúi og átti Ireima í þeim bæ lengst af ævinni. Rúmlega 1000 mahns fylgdu honum til grafar. Méðal þeirra, sem töluðu við gröfina var Arnulf Överland skáld. Lyf gegn kóleru JERUSALEM: — Gyðinga lækna- skólinn í Jerúsaiem hefur boðist til að senda meðul til Egyptalands gegn kóleruveikinni, en hefur ekki fengið svar frá stjórnarvöldum landsins. Kólerufaraldurinn heldur enn áfram og hafa nú alls látist úr veikinni 6132 menn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.