Morgunblaðið - 31.10.1947, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 31. okt. 1947
1ÁNAÐALUR
SL áídóaqa ej-tir acL cJiondon
43. dagur
Eftir því sem dagarnir og
vikurnar liðu fann Saxon
hvernig brjóst hennar tóku að
vaxa og harðna. Henni varð
þetta til innilegrar gleði, því
að hún var hraust og heilbrigð
kona,-sem fagnaði því að eiga
að verða móðir. Stundum kom
þó að henni nokkur kvíði, en
það var ekki nema snöggvast,
og svo var eins og hún yrði
enn glaðari á eftir.
Það var aðeins eitt sem olli
henni kvíða og það var sú ó
vissa, sem vofði yfir verkalýðn
uin og hún fjekk ekki skilið.
„Jeg heyri alla tala um hvað
hægt sje að vinna mikið með
vjelum“, sagði hún einu sinni
við Tom bróður sinn. „En
hvernig stendur þá á því þegar
þessar mikilvirku vjelar eru
kómnar að kaup verkamann-
anna skuli ekki hækka?
..Það eru nú ástæður til
þess“, sagði hánn. „En það væri
alt of langt mál ef jeg ætti að
fara að útlista fyrir þjer skoð
anir jafnaðarmanna á því“.
,.Hve lengi hefir þú verið
jafnaðarmaður?“ spurði hún.
„Átta ár“, sagði hann.
„Hefirðu grætt nokkuð á
því?“
„Nei — en það kemur þegar
/ram í sækir“.
„Ef þessu heldur áfram þá
getur verið að þú sjert dauður
áður.“
Tom andvarpaðí.
„Já. jeg er hræddur um það.
H'enni varð litið á þennan þol
inmóða mann, lotinn af erfiði,
hrukkóttan og með vinnulúnar
hendur. Og henni fanst hann
lifandi ímynd þess vonleysis,
sem nú grúfði yfir.
IX. kafli.
Það byrjaði af tilviljun. eins
og flestir óvæntir og óheillarík
ir atburðir.
Saxon stóð við gluggan og
horfði á börn á ýrrísum aldri
sem voru að leika sjer á göt-
unni. Og hún var að hugsa um
barnið sitt, sem hún átti von á
bráðum.
Steikjalndi hiti hafði verið
um daginn, en nú var byrjað
að kólna og hæga hafgölu lagði
inn yfir borgina. Alls staðar
var friður og ró.
Alt í einu tók eitt barnið að
benda upp eftir Pine Street,
þangað sem það kom inn á sjö
undu braut. Hin börnin hættu
að leika sjer, störðu og bentu
líka. Svo söfnuðust þau í smá-
hópa og stærri drengirnir voru
sjer, en stætstu telpurnar tóku
minstu börnin sjer við hönd
eða í fangið.
Saxon gat ekki sjeð hvað var
á ferðum, en hún giskaði á það
þegar hún sá að stóru strákarn
ir fóru. að safría steinum og
láumast með þá inn í húsa-
sundin. Litdlu drengirnir fóru
að dæmi þeirra! En telpurnar
flýðu með smábörnin heim til
sín. Þær skeltu hurðunum í lás
á eftir sjer og brátt var engan
að sjá á götunni. í sumum hús-
unum var gluggatjöldum lyft
frá og einhverjir gægðust út.
Saxon heyrði másið í járn-
brautarlestinni, hún var að
leggja á stað frá Center Street
stöðinni. Svo heyrði hún hávær
köll cg hróp frá sjöundu braut.
Hún sá ekki hvað var á seiði,
[ en ósjálfrátt mintist hún þess,
að Mercedes hafði sagt: Þeir
’ eru eins og hundar. sem bítast
■ um bein og beinið heitir at-
vinna.
Ópin og köllin færðust nær.
Saxon teygði sig út úr glugg-
anum og sá þá hvar kom hópur
verkfallsbrjóta, varinn af varð-
mönnum og lögreglu. Þeir
gengu í fylkingu eins og
vel æfðir hermenn og stefndu
beint á húsið hennar. Á eftir
þeim komu hundrað verkfalls- j
menn æpandi. Þeir gengu í ó-
skipulegri þyrpingu og sumir
gripu upp steina úr götunni.
Saxon varð dauðhrædd, en hún
sagði við sjálfa-sig að hún mætti
ekki láta þetta á sig fá og svo
stóð hún kyr við gluggann. j
Henni var líka nokkur hug-1
hreysting í því að sjá Mercedes
koma út á tröppurnar hjá sjer
með stól og setjast þar kyrfilega
á hann. |
Lögreglumennirnir voru vopn
aðir kylfum, en varðmennirnir
virtust vopnlausir. Og fyrst í
stað virtist svo sem verkfalls-
[ menn mundu láta sjer nægja að
æpa á þá og kasta að þeim ó-.
kvæðiso-rðum. En þá voru það
krakkarnir er komu öllu í bál og .
brand. Hinum megin við götuna
| voru tvö lítil hús og þar bjuggu
Olsens og Ishams fjölskyldurn- |
j ar. Á milli þessara var þröngt
sund, og út úr þessu sundi kom
nú alt í einu grjóthríð á verk-
fallsbrjóta. Einn þeirra fjekk
stein í höfuðið. Hann var ekki
nema svo sem tuttugu skref frá
Saxon. Hann hrataði fram á
1 girðinguna fyrir framan húsið
og dró upp marghleypu. Með
annari hendi strauk hann blóð-
ið framan úr sjer, en með hinni
hendinni skaut hann beint af
augum á hús Ishams. Varðmað-
ur þreif í handlegg hans til þess
að varna því að hann hleypti af
! fleiri skotum og dró hann á
[ burt með sjer. í sama bili ráku
verkfallsmenn upp villimann-
legt öskur, en ný grjóthríð kom
úr sundinu milli húss Saxons
dg húss Maggie Donahue. Verk-
fallsbrjótar og verjendur þeirra!
I staðnæmdust og bjuggust til
varnar. Þetta voru hraustleika-
menn og Saxon sá á svip þeirra
að nú mundi koma til blóðs-
úthellinga. Aldraður maður,
I sem sýnilega var foringi verk-
fallsbrjóta, tók af sjer hattinn
og þerraði svitann af skalla sín
um. Hann var með ístru og al-
skeggjaður og það var tóbak í
skegginu. Hann var svo nærri
\ að Saxon sá að flasa var á jakka
. kraganum hans.
Einn þeirra benti og þá fóru
þeir allir að skellihlæja. Og
J þarna kom þá litli drengurinn
j hans Olsons, tæplega fjögurra
. ára gamall. Hann rogaðist með
j stóran stein í fanginu og stefndi
beint á þá, sem hann taldi fjand
menn sína. Andlit hans afmynd
að af reiði og hann hrópaði
hvað eftir annað:
„Bölvaðir verkfallsbrjótar.
Bölvaðir verkfallsbrjótar“.
Mennirnir hlógu því meira
og það gerði hann enn reiðari.
Af öllum kröftum kastaði hann
(steininum, en kraftai'nir voru
j ekki meiri en það að steinninn
fór sex skref.
j Saxon horfði á þetta og svo
sá hún hvar móðir drengsins
kom .hlaup.an.di til þess að ná í
hann. Þá heyrðist skotþruma.
Það voru verkfallsmenn, sem
hófu árás. Einn af verkfalls-
brjótum bölvaði hátt og þreif-
aði um vinstri handlegg sinn,
sem hjekk máttlaus. Saxon sá
að blóð rann niður úr erminni.
Hún vissi að hún mátti ekki
horfa á þetta vegna barnsins
síns, en hún gat ekki hreyft
sig. Má vera að blóð herskárra
forfeðra hafa farið að ólga í
æðum hennar. Hún gleymdi
öllu — svo starsýnt varð henni
á foringja verkfallsbrjóta. Ein-
hvern veginn í ósköpunum
hafði hann kastast á grindurnar
þar fyrir utan og höfuðið farið
í gegn um þær, en búkurinn
hjekk niður hinum megin, og
hnjen náðu ekki niður að jörðu.
Hatturinn far farinn af honum
og sólin skein á skallann svo að
glóði á hann. Hann horfði fram-
an í hana og henni sýndist hann
brosa, en hún vissi þó vel að
andlit hans afskræmdist af
kvölum.
Meðan hún starði á hann
heyrði hún málróm Berts. Hann
kom hlaupandi niður götuna og
hópur manna á eftir honum.
Hann hrópaði: „Fram Mohikan
ar. Nú höfum við ráð þeirra í
hendi 'okkar“.
Hann var með langa járn-
stöng í vinstri hendi og marg-
hleypu í þeirri hægri. Hún var
sýnilega tóm því hajan tók hvað
eftir annað í gikkinn, en ekkert
skot kom. Svo staðnæmdist
hann skyndilega rjett fyrir
framan dyrnar hjá Saxon. Hann
misti járnfleininn, en þeytti
marghleypuni af afli beint fram
an í verkfallsbrjót. sem kom á
móti honum. Svo riðaði hann
og varð máttlaus í knjám og
lendum, og seig þar niður í
hrúgu, en fjelagar hans hlupu
yfir hann.
Hjer var hvorki griða beðið
nje grið veitt. Þarna varð æðis-
genginn bardagi. Verkfalls-
menn umkringdu hina, en þeir
sneru baki að girðingunni hjá
Saxon og vörðust hraustlega.
Barist var með kylfum og axar-
sköftum. Sumir rifu grjót upp
úr götunni og köstuðu því.
Sumir voru með marghleypur.
Saxon sá hvar Frank Davis,
einn af vinum Berts og nýlega
orðinn faðir, setti marghleypu
fyrir brjóstið á einum verkfalls
brjót og hleypti af. Ópin og ó-
hljóðin voru ægileg, öskur,
heróp og neyðaróp. Það var
rjett, sem Mercedis hafði sagt.
Þetta voru ekki menn. Þetta
voru villidýr. sem börðust um
bein og drápu hver annan fyrir
ímynduð bein.
GULLNi SPORINN
122.
Við geneum út á akur, sem var þama í nágrenninu, og
settumst niður. Akurinn náði alveg út á háa kletta, sem
gengu í sjo fram. Pottery sneri að sjónum og hafði ekki
augun af skútunni. Hann mælti ekki orð af vörum, en
ltvað sjálfum mjer viðvíkur, var jeg niðursokkinn í að
Itugsa um hina nýloknu orustu, og þar sem jeg var rnjög
þreyttur, kom mjer til hugar að dveljast um nóttina þarna
á akrinum. Jeg lagðist því á bakið og naut hvíldarinnar,
og þegar Pottery stóð á fætur og rölti af stað út á kletta-
brúnina, lyfti jeg aðeins höfðinu og horfði á eftir honum,
Hann hafði verið fjarverandi í um hálfa klukkustund,
þegar jeg settist upp og skimaði eftir honum. Það var
orðið svo dimmt, að jeg sá hann ekki, en jeg kom auga á
einkennilegan rauðan bjarma, sem lagði upp frá strönd-
inni í um fimm til sex hundruð metra fjarlægð. „Pottery
hefur sjálfsagt kveikt bál þarna“, hugsaði jeg og ætlaði
að fara að ganga til hans, þegar jeg kom auga á einhverja
mannveru, sem kom skríðandi til mín. Þegar jeg gætti
nánar að, sá jeg, að þetta var skipstjórinn.
Er hann var kominn fast upp að mjer, reisti hann sig
upp, gaf m.ier merki um að koma með sjer, og skreið svo
í sömu átt og hann hafði komið.
„Þetta er undarlegt“, hugsaði jég og skreið eftir honum
á hnjám og höndum. Hann leit einu sinni við til að full-
vissa sig um, að jeg væri að koma, og hjelt svo áfram
í áttina að bjarmanum.
Enn einu sinni nam hann staðar, en eftir að hafa hugsað
sig um anaartak, skreið hann áfram, en hjelt nú heldur
meir til hægri. Jeg sá brátt, hvað hann hafði í hyggju,
því þarna var þröng gjóta í klettinum, og það var frá
þessari gjótu, að bjarminn barst.
Svo skriðum við að gjárbarminum og litum niður.
Um átta fetum fyrir neðan okkur, var mjó silla, en allt
í kringum hana uxu lágir runnar út úr klettaveggnum.
Upp við klettinn stóðu hlóðir, sem eldur hafði verið
kveiktur í, en yfir hann hallaði sjer maður í einkennis-
búningi uppreisnarmanna.
stendur á því að þú berð bara
einn poka, þegar hinir bera
tvo?
Verkamaðurinn: — Jeg býst
við að það sje vegna þess, að
þeir nenna ekki að fara tvær
ferðir eins og jeg.
★
Gesturinn: — Veggirnir á
þessu hóteli eru svo þunnir, að
maður getur sjeð í gegnum þá,
Hótelstjórinn: — Þetta eru
gluggarnir, sem þjer horfið á.
★
Þjónninn: — Viljið þjer fá
steik, sem kostar 1,00 kr. eða
1,50 kr.?
Gesturinn: — Hver er mun-
urinn?
Þjónninn: — Þjer fáið beitt-
ari hníf með steikinni, sem kost
ar kr. 1,50.
★
Ökumaðurinn: — Keyrði jeg
of hart?
Farþeginn: — Nei, nei, þjer
fluguð bara of lágt.
mm.
hótíúgur
Höfðatúni 8. Simi 7184.
AU G LT S I N G
ER GU LLS IGILE i
Skógartúrinn 1947. Bcnsín-
dúnkurinn hafður seni beita.
Bob: — Hvernig stendur á
því, að þið feitu mennirnir eru
alltaf svona góðir í ykkur?
Jim: — Það er vegna þess,
að við getum hvorki slegist nje
hlaupið í burtu.
fr
Bóndinn: — Jeg fer altaf á
fætur, þegar fyrsti sólargeislinn
kemur inn um gluggann hjá
hjá mjer.
Borgarbúinn: — Það geri jeg
líka.
Bóndinn: — Á veturna líka?
Borgarbúinn: — Já, glugginn
snýr í vestur.
ir
Dill: — Hausinn á honum er
WW.I
eins og hurðarhúnn.
Gill: — Nú, hvernig þá?
Dill: — Allar stelpur geta
snúið honum.
★
Verkstjórinn: — Hvernig
iiMiimiiiimiimiiiiii
í Stúlka í fastri stöðu ósk- |
i ar eftir |
I Sierbergi (
i Gæti litið eftir börnum 2 !
i kvöld í viku. Tilboðum |
i sje skilað til afgr. Mbl. fyr |
Í ir kl. 4 á laugardag, merkt i
j „Strax — 278“'.