Morgunblaðið - 31.10.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.10.1947, Blaðsíða 6
6 MORGUISBLAÐIÐ Föstudagur 31. okt. 194 7 BAIMDARÍKIN Á NÆSTD ÓLYMPÍDLEIKJDM Eftir Braga Magnússon S / Ð A R l G R K 1 N 1500 m. hlaup Gill Dodds, sem á innanhúss heimsmet á mílunni, 4,06,4 og hljóp á þessu ári á 4,07,1 er langlíklegasti hlaupari U.S. á þeirri vegalengd í London. — Margt getur þó skeð á einu ári, og jafnvel það, að Leslie Mc Mitchell, Frank Dixon eða Rill Hules, sem eru nýkomnir frá herþjónustu, taki forystuna af prestinum. Af yngri hlaupurum koma helst til greina Bill Marck (Dráke), Jack Dianell (Michi- gan) og Roland Sink (Califor- niu). í lengri hlaupunum ciga Eandaríkjamenn enga, sem nokk uð kveður að og háfa aldrei átt. Flestir muna þá 5000 metrana í Los Angeles 1932, þegar Ralph Hill sá af sigrinum sökum ó- drengilegrar framkomu Lethin- en frá Finnlandi. Grindahlaup í grindahlaupinu ber mest á Harrison Dillard, eftir komu hans úr hernum 1946. í 110 m. grindahlaupi hefur hann aáð tímanum 14,1 sek. Margir gagn- rýna stökk Dillards yfir grind- urnar, hraði hans á milli þeiíra er hafinn yfir allar aðfinnslur. Besti grindahlaupari heimsins 1938—41, Fred Wolcott mun að öllum líkindum freista gæfunn- ar á ný, hvernig sem honum tekst. Bill Cummings, eftirmað- ur hans 1942—43, særðist illa á Okinawa, en hefur náð sjer það vel, að hann var næstur Dillard á meistaramótinu. Aðrir mjög efnilegir grindahlauparar eru Roy Cochram, Walter Smith, Charles Stade, Seaon Hall, Bill Porter, George Watker og Augie Erfurth. Ilástökk Þessi íþrótt hefur á síðari ár- um tekið á sig einskonar einok- un Vesturheims. Nú eins og oft áður eiga Bandaríkjamenn marga ágæta hástökkvara, sem svifu yfir rána í um og yfir 2ja metra hæð. Meðal þeirra eiu Ken Wiesner, Dane Albritton (sem stökk jafnhátt Johnson, Olympíumeistaranum 1936), John Vislocky, Irving Mondse- hein, Bill Vessie, Pete Watkins og Dwight Edleman. — Lester Steers, sem nú á heimsmetið, hefur í hyggju að gera enn einu sinni tilraunir við rána eftir sex ára fjarveru. Langstölck W. Steele frá San Diego var sá eini sem stökk framar 25 fetum árið 1946. Aðrir lang- stökkvarar, sem líklegir eru til stórræða eru helstir, Bill Lace- field, Billy Brown, Don Borks- dale, Herb Douglas og John Ro- bertson. Stangarstöklc Hollendingurinn fljúgandi, sem sveif yfir rána í 4,60 m. (15 fet) hæð 45 sinnum gerð- ist atvinnumaður fyrir nokkru síðan. Cornelius Warmerdam kennir nú íþróttir við Strand- ford-háskóla, G. Smith, Irving Moore og Bob Smith stökkva allir 14—16,6 fet, en Ricmond Morcon er eftirtektarverðastur þeirra allra. Hann er mjög ung- ur ennþá, en þjálfari hans og fleiri hafa vonir um, að hann feti í fótspor Warmerdams áður en langt um líður. Þrístökk Hjer eiga Bandaríkjamenn enga, sem þola nokkurn saman- burð, enda þekkist þrístökk varla á íþróttamótum þeirra og alls ekki í skólunum. Ástæðuna er að finna í skaðlegum áhrifum þrístökks á líkamann og slysa- hættu, sem oft er samfara þess- ari íþrótt. Kúluvarp Hjer má segja líkt og um há- stökkið. Bill Bangert, Bernie Mayer, Irving Kintesch, Stanley Lambert, Norman Wasser, Charles Fornville, Ed Quirk, Moose Thompson og Herb Mic- haels varpa kúlunni allir um cg yfir 16 m. Kringlukast Bob Fitsh (Minnesota), sem nú á heimsmetið í þessari íþrótt, kastaði yfir 55 m. (180 fet 2% þuml.) á síðasta ári, og á æf- ingu hefur hann kastað henni yfir 58 m. (192 fet). Fortune Gordien, kunnur úr Evrópuför sinni í sumar, og Byrl Thompson eru einnig lík- legir til sigurs í þessari grein. í sleggjukasti og spjótkasti eiga Bandaríkjamenn enga, sem ekki blikna við samanburð bestu manna í Evrópu. Tugþraut Irving Mondschein (New York) nýtur mestrar hylli í þeirri grein sem stendur. Ágæt efni eru þó í mikilli framför, eins og t. d. Bill Cummings, Dike Edleman og Lloyd Duff. Eng- inn þeirra mun þó líklegur til þess að feta í óviðjafrtanleg fót- spor Glenn Morris. AÐALFUNDUR Glímuf jelags- ins Ármann var haldinn í Breið- firðingabúð síðastliðið þriðju- dagskvöld og var hann fjölsótt- ur. Stjórn fjelagsins gaf ýtarlega skýrslu um starfið á liðna starfs árinu. Milli 5 og 600 manns tóku þátt í innanhúss-íþróttaæfingum á síðastliðnu ári, þar af um 240 manns í fimleikum. Alls æfðu á vegum f jelagsins að þeim með- töldum sem stunduðu skíðaíþrótt ina 8—900 manns, en fjelagið telur nú rúmlega 1200 meðlimi. Fjelagið stundar nú allar greinar íþróttanna, sem hjer eru æfðar, að undanskilinni knatt- spyrnu. Á síðastliðnu ári hóf það aftur að stunda kappróður frá báta- húsi fjelagsins í Nauthólsvík, en síðan 1940 hefur sú grein íþrótta legið niðri vegna þess að ---------------------------- Dynamo vann Horr- köping 5:1 RÚSSNESKA knattspj'rnu- fjelagið Dynamo frá Moskva vann eitt af bestu knathpyrnú fjelögum Svíþjóðar, NorrJ öping s.l. sunnudag með 5:1. ] eikur inn fór fram á Raasunda Stadion í Stokkhólmi, en áður en hann hófst heilsaði Gustav Adolf krónprins leikmönnuri- um. Norrköping setti fyrsta mark ið á 18. mínútu en Dynamó jafnaði á 29. mínútu og rjett í lok hálfleiksins skoruðu Rúss- arnir annað mark sitt. Leikurinn hafði verið mjög jafn og var það einnig i seinni hálfleik, þar til 11 mhiútur voru eftir þá náði Dynamo al- veg yfirhöndinni og skoraði þrjú mörk á þremur mínútum, 36-, 37. og 38, og vann leikinn með 5:1. Sænska útvarpið sagði að leikur Rússanna hefði verið tekniskur, stuttur og snöggur samleikur, en þó bar hann einn ig keim af enskri knattspyrnu, stytstu leið að marki. Þá vakti það og undrun sænskra áhorf- enda, að Rússarnir „hituðu sig upp“ í 10 mínútur á vellinum áður en leikurinn hófst, en slíkt þekkist ekki annarsstaðar. Rússneskur dómari dæmdi leikinn. Hann notaði nokkuð aðra aðferð en þekkist annars- staðar. Skipti vellinum í tvent með hugsaðri línu frá marki til marks yfir miðjan völlinn (ekki hornalínu), hugsaði sjálfur um annan helminginn, en ljet línu- verðina, sem einnig vöru rúss- neskir, sjá um hinn helminginn. setuliðið bannaði æfingar á Skerjafirði. Fjelagið hefur nú sótt um leyfi til bæjarráðs um lóð fyrir íþróttavöll og fjelagsheimili í Nóatúni. Ríkti mikill áhugi fyr- ir þessum framkvæmdum og svarí frá bæjarráði svo hægt væri að hef jast handa með und- irbúning. Ármenningar hafa sem kunn- ugt er bygt í sjálfboðavinnu bæði hið myndarlega skíðaheim- ili í Jósefsdal og róðrarheimilið í Nauthólsvík og hyggjast að koma þessum nýju framkvæmd- um í höfn sem mest sjálfir. Glímufjelagið Ármann tók þátt í nær 40 íþróttamótum á liðnu starfsári og sendi bæði flokka sína út um land og sem kunnugt er fóru 45 Ármenning- - k i 1 Aðalfundur Ármanns Fortune Gordien, (Framh. á bls. 15)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.