Morgunblaðið - 08.11.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.11.1947, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 8. nóv. 1947, FRAMLEIÐSLA SJAVARAFURÐA UNDIRSTAÐA GJALDEYRISÖFLUNAR EINS OG venja er til við 1. um- rceðu fjárlaganna mun jeg hefja þessa rœðu með því að gefa yfir- lit yfir afkomu s.l. árs. Heildartekjur ársins 1916 hafa numið kr. 198.649.912.59, en þær höfðu verið áætiaðar kr. 122.419.711 og hafa því farið rúmlega 76 og l/4 millj. fram úr áætlun, en gert hafði verið ráð fyrir tekjuhalla kr. 4.987.176. Einstaka tekjuliðir hafa farið fram úr áætlun svo sem hjer segir: (Sjá töflu I). Verðtoilurinn reyndist ríkis- sjóði drýgstur tekjustofn, íór 27.2 millj. kr. fram úr áætlun, sem stafar af óvenju miklurn irmflutningi á vörum þetta um- rædda ár, vörumagnstollurinn fór 'J.7 millj. fram úr áætlun af sömu ástæðu. Innflutningurinn nara 444.3 millj. kr. Tekju- og eignarskatturinn fór 6.8 millj. kr. fram úr áætlun. Veltuskatturinn, sem kom inn á árinu 3.7 millj. kr. var aðeins fyrir síðasta fjórðung ársins 1945, því fyrir hinum þrem árs- íjóröungstekjum hans vár gerð grein í rekstrarreikningnum fyr ir árið 1945. Innflutningsgjald af benzíni fór um hálfa millj. fram úr á- ætlun. Þá urðu og tekjur af rekstri Áfengis- og Tóbaksversl- ana ríkisins miklu meiri en gert hafði verið ráð fyrir i f járlögum fyrir það ár eða um 23,5 millj. ki'. samtals. Óvissar tekjur fóru mjög fram úr áætlun fjárlaga, þar . voru þær áætlaðar 100.000 kr. en reyndust 6.8 millj. kr. og er mismunurinn aðallega fólginn í inriborgun ÍTá sölunefnd setu- liðseigna og sölunefnd setuliðs- bifreiða, sem hvort tveggja sam- aníagt nemur 5.5 millj. kr. Aðrir tekjuliðir eru sumpart svö nærri því, sém áætlað var eða skýra sig sjálfir samkvæmt rekstursreikningnum, svo jeg gcri þá ekki að sjerstöku um- ræðuefni. Rekstrarútgjöldín 1946 voru áætluð 127.417.000* en auk þess ei- greitt samkvæmt heimilaar- lögum, sjerstökum lögum og þingsályktunum kr. 6.095.000, þannig, að sje þessum gjöldum bætt við gjöldin eins og þau voru ákveðin í fjárlögum nema þau samtals kr. 133.512.000. Sje þessi upphæð dregin frá heildarútgjöldunum, sem urðu 170.258.000, kemur fram mis- munur kr. 36.7 millj., sem leita verður aukafjárveitingar fyrir. Gjöldin hafa víða farið all- mjög fram úr áætlun fjárlaga og hafá umframgreiðslur reynst mestar á eftirfarandi liðum: Dómgæsla og lögreglustjórn 2.5 millj Vegamál 7 millj. kr. Kennslumál 4.1 millj. kr. Land- búnaðarmál 1 millj. kr. Niður- greiðsla á landbúnaðarafurðum 4.2 millj. kr. Hjer viö bætast svo útgjöld samkvæmt heimiidar- lögum, sjerstökum lögum og þingsályktunum, er samanlögð nema rúmlega 6 miilj. kr. Hin mikla umframgreiðsla til kennslumálanna virðist einkum stafa af hækkun vísitölunnar. Ilíkisbókhaldið hefur gert Fjárlagaræða Jóhanns Þ. Jósefssonar fjármálaráðherra á Alþingi í gær Jóharin Þ. Jósefsson flytur fjárlagaræðuna á Alþingi í gær. (Ljósm. Mbl.: Ólafur K. Magnússon). til framkvæmda Landssímans, er tekið var 1946 og nam 6 millj. kr. Mun síðar verða nánar að því vikið, hversu þetta hefur á- gerst á yfirstandandi ári. skýrslu um eignahreyfingar árs- ins 1946 og vil jeg hjer með drepa á niðurstöðutölur þeirrar skýrslu. (Sjá töflu II). Endurgreiddu lánin nema kr. 2.43G.000. Er þar Reykjanesraf- veitan með stærsta upphæð, kr. i.176.000, en hún er þannig til- komin, að f je til hennar var lagt fram úr raforkusjóði. Hinar auknu lausaskuldir kr. 10.2 millj. eru að mestu yfir- dráttur í Landsbankanum. 5. milljóna lántakan er lán hjá Tryggingarstofnun ríkisins vegna síldarútvegsmanna 1945. 4 millj., og 1 millj. tekin að láni í Landsbankanum vegna fiski- hafna, mun hafa farið í lands- höfnina í Njarðvík. Þær 58 millj., sem samkvæmt eignahreyfingaskýrslunni eru greiddar út, eru ýmist lánveiting ar, greiðslur eldri lána eða fram lög, sem auka eignir ríkisins eða ríkisstofnana. Meðal hir.na veittu lána sam- kvæmt þessari skýrslu er kr. 4.000.000. kreppulán til síldarút- vegsmanna, sem áður getur, til nýbygginga í Höfðakaupstað kr. 900.000, til tunnuverksmiðju kr. 746.000 og til kaupa á skipaeik kr. 548.000. Skipaeikin var keypt alls fyr- ir kr. 1.460.000, en hefir lítið verið notuð ennþá. Hinar óvenju mildu útborgan- ír á eignahreyfingunum hafa það eðliiega í för með sjer m.a., að handbært fje ríkissjóðs hefur þorrið eins og sjest af sjóðs- yfirlitinu (sjá töflu III), að sjóðurinn hefir lækkað úr kr. 4.415.803.28 í ársbyrjun niður í kr. 216.361.78 í árslok. Á árinu 1946 og þó einkum á yfirstand- andi ári hefur ríkissjóður orðið að greiða til ýmsra fyrirtækja, er Alþingi heíur til stoínað, svo milljónum skipti vegna þess að þau föstu lán, sem heimilað hef- ur verið að taka í þessu skyni, hafa ekki fengist, nema eitt lán E fnahagur í sambandi við það, er hjer hefur sagt verið, þykir hlýða að gefa yfirlit um fjárhag ríkis- sjóðs við s.l. áramót. Ríkisbók- haldið hefur samið efnahags- reikning, sem jeg vi lleyfa mjer að lesa.upp í heild: Af efnahagsreikningnum sjest, að samanlagðar skuldir ríkissjóðs námu á þessum tíma- mótum 45.3 millj. kr. fyrir utan geymsluf je og að hrein eign var 159.4 millj. kr. og hefur aukist til muna á árinu, eins og eðlilegt er, þar sem rekstrarhagnaður- inn nam nærri 28,4 millj. kr. Afhomnn Jeg skal þá næst, að svo miklu leyti, sem auðið er, gefa yfirlit yfir afkomu yfirst. árs. Er að sjálfsögðu aðeins' um bráða- birgðatölur að gæða, sem geta breyst verulega þegar fullnaðar- skýrslur liggja fýrir. Heildar- tekjur ríkissjóðs námu í septem- berlok kr. 147.272,349, — þar af eftirst. frá f. árum kr. 2.350.- 877.00. Þeir tekjuliðir, sem fyr- irsjáanlegt er nú þegar, að fara munu verulega fram úr áætlun, er tekju og eignarskattur, stríðs gróðaskattur og ágóði af tóbaks- og áfengissölu. Tekju- og eignar skattur, ásamt tekjuskattsvið- auka, er á fjárlögum þ. á. áætl- aður 35 millj. kr., en tilfallið er á árinu, samkvæmt skýrslu inn- heimtumanna 47.4 millj. kr., eða 12.4 millj. kr. fram yfir áætlun. Stríðsgróðaskattur var áætlað ur 6 rhillj. kr., þar af í ríkissjó'ð 3 millj. kr., en tilfallið er á ár- inu 9.8 millj. kr. eða í ríkissjóð kr. 4.9, þ.e. 1.9 millj. meira, en ráðgert er í fjáriögum í ríkis- sjóð. EIGNIR: I. II. Sjóður hjá ríkisfjehirði .... Innstæður hjá: Ýmsum ..................... 2.091.603.29 Sendiráðunum ................ 322.564.07 Sýslumönnum .................. 15.989.31 III. IV. V. VI. VII. Sjóðir ...................... Verðbrjef og kröfur v/ tek- inna lána handa bönkum Ýmis verðbrjef og kröfur ., Ríkisfyrirtæki ............. Fasteignir ................. 216.361.78 2.430.156.67 58.734.468.62 15.417.585.00 30.731.550.96 90.613.461.16 27.160.458.67 SKULDIR: I. Innlend lán .............. II. Dönsk lán................. III. Erlend lán vegna ríkisfyrir- tækja .................... IV. Lausaskuldir ............. V. Geymt fje.................. VI. Höfuðstóll ............. Rekstrarhagnaður ársins .. Kr. 225.304.042.86 24.288.470.85 5.267.478.93 837.729.00 14.935.833,65 20.398.735.75 131.183.700.96 28.392.093.72 159.575.794.68 Kr. 225.304.042.86 Viðvíkjandi eignalið III ber þess að geta, að þar sem reikn- ingar margra sjóðanna hafa ekki borist ríkisbókhaldinu enn- þá, mun sá liður breytast all- mikið, en ekki hafa þær breyt- ingar áhrif á rekstrarreikning-, inn. Hagnaður Tóbakseinkasölunn ar var í septcmberlok orðinn 19,5 milj. kr., en var í fjárlögum áætlaður 15.5 millj. kr. og má því gera ráð fyrir, að óbreyttum ástæðum það sem eftir er ársins, að heildarhagnaðurinn verði um 25 milj. kr. og fari þessi tekjulið ur því 9.5 millj. kr. fram úr á- ætlun. Veldur hjer mestu um hækkun á útsöluverði tóbaks, sem framkvæmd var á árinu. Áfengissölugróðinn var á fjár- lögum áætlaður 36 millj. kr., en var í septemberlok orðinn 31.6 millj. kr. Má ganga út frá að þessi liður fari 5—6 millj. kr. fram úr áætlun um það er lýk- ur. Eins og kunnugt er, heim- ilaði síðasta Alþingi hækkun á þessu ári á vörumagnstolli um 200% og verðtolli um 65% og var samkvæmt því vörumagns- tolluiinn áætlaður á fjárl. 17.4 millj. kr., en verðtollurinn 72.5 millj. kr. Þessi tollhækkun kom ekki til framkvæmda fyrr en uro. mið,jan apríl s.l. Hins vegar var innflutningur mjög mikill allan fyrri árshelming og raunar leng- ur, bæði sökum framlenginga á innflutningsleyfum frá fyrra ári og sökum mikilla veitinga innflutningsleyfa fyrri hluta þessa árs. Allt um það var vöru- magnstollurinn orðinn 14.3 millj. kr. í septemberlok og verð tollurinn 51 millj. kr. Vegna þess að búast má við, að mjög mikið dragi úr innflutn ingi það sem eftir er ársins vegna gjaldeyrisskorts, er fyrir- sjáanlegt, að þessir tekjuliðir stanrlast ekki áætlun. Vera má að ekki muni miklu á vöru- magnstóllinum, en á verðtollin- um rná búast við 8—10 millj. kr, halla. Aðrir tekjuliðir fjárlag- anna flestir standast áætlun en munu ekki fara fram úr áætlun svo nokkru némi. Af því, sem hjer hefur verið sagt er ljóst, að þrátt fyrir það þó að halli verðl á tollum, má telja nokkurn veg- inn víst að heildartekjur ársins muni nema þeirri fjárhæð, sem fjárlög gera ráð fyrir og fara sennilega allveiulega fram úr á- ætlun. Heildarútgjöldin námu í sept- emberlok rúmum 127 millj. kr, og er það 20 millj. kr. meira en á sama tíma í fyrra. Sjáanlegt er nú þegar, að ýmsir gjaldalið- ir, svo sem vegamál o. fl. munu fara fram úr áætlun, en með því að allt er enn í óvissu um heild- arútgjöldin, þykir ekki ástæða til að fara frekar út í það að svo stöddu, en auðvitað er hægt að láta Alþingi í tje gleggri skýrslu um fjárhagsafkomuna, þegar lengra líður fram á veturinn. Það er þó full ástæða til að halda, að um nokkurn rekstrar- hagnað verði að ræða á þessu ári, en hvort hann nægir til að jafna greiðsluhalla fjárlaganna, tæpar 8 millj. kr., skal látið ó- sagt. Samkvæmt yfirliti Ríkisbók- haldsins, sem nær til 1. okt. og skýrslúm sýslumanna um greiðsl úr í október hefur verið varið til niðurgreiðslu á neysluvörum það sem af er árinu tæplega 23 millj. kr. Þar við bætast svo niðurgreiðslur á innlendu smjöri Ennfremur er ekki hægt að full- yrða hvað ógreitt kann að vera af áföllnum uppbótum, en þess er þó að vænta að heildarupp- bætur fari ekki fram úr áætlun, Rikissjóður heí'ur í vanandi Frarnh. á bls. 5. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.