Morgunblaðið - 08.11.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.11.1947, Blaðsíða 6
6 MORGUTSBLAÐIÐ Laugardagur 8. nóv. Í947 - FJÁRLAGARÆÐAN , Framh. af bls. 5 Á þessu ári hefur ekkert at- vinnuleysi verið, nema sem staf að hefur af vinnustöðvun út af kaupdeilum, og atvinnuskilyrði yfirleitt verið góð. Þetta á þó ekki við um sjávarútveginn, sem allar líkur benda til að fari enn ver út úr þessu ári en árinu í fyrra. Togaraútgerðin mun varla bera sig á gömlu togur- unum þrátt fyrir gott verð, sem hefur verið á ísvörðum fiski í Bretlandi, en hið háa verðlag innanlands og aflabrestur á síld veiðum mun gera það að verk- vim að allur þorri bátaflotans verður rekinn með tapi á árinu. Það er því fyrirsjáanlegt, að hin rýra afkoma þessa atvinnu- vegar mun draga allverulega úr skattgreiðslu þeirra, er hann stunda. Hins vegar hefur vísital- an hækkað enn á þessu ári og með hliðsjón að því og hve mik- ið tekju- og eignaskatturinn fer fram úr áætlun í ár þykir ekki óvarlegt að telja að hann reyn- ist svo sem ráð er fyrir gert í frv. Stríðsgróðaskatturinn varð árið 1946 9.8 milij. kr., þar af 4.9 rnillj. kr. í ríkissjóð og á- lagður stríðsgróðaskattur í ár nemur svo að segja sömu fjár- hæð. Með hliðsjón af því sem áður er sagt um afkomu sjávar- útvegsins á árinu, hefur ekki þótt ráðlegt að hækka áætlun- ina frá núgildandi fjárlögum. T ollar: Vörumagnstollurinn var í septemberlok orðinn 14.2 millj. kr., en er í frv. áætlaður 12 millj. kr. og er þá gert ráð fyrir, að hækkun sú á þessum tolli, sem lögfest var á síðasta Al- þingi verði framlengd á næs'ta ári. Það er mjög erfitt að gera sjer grein fyrir hvað óhætt er að fara hátt með þennan tekju- lið, þar sem vitað er, að mjög verður dregið úr innflutningi á næsta ári. Síðast liðið ár nam þessi tollur 14.7 millj. kr. Inn- ílutningurinn var það ár meiri en nokkru sinni fyrr, eða 444.3 millj. kr. Tollhækkunin nær að vísu ekki til allra vörutegunda, en þó innflutningurinn yröi helmingi minni á næsta ári eða meira, ætti þessi áætlun að geta staðist. V er&tollurinn: Þessi tekjuliður var orðinn 51 millj. kr. í septemberlok, sem áður greinir, og engar líkur til að hann nái áætlun fjárlaga, sem er 72.5 millj. kr. í frv. er hann áætlaður 33 millj. kr. og þá ekki í þessu frv. gert ráð íyrir að verðtollshækkun sú er samþykt var á síðasta þingi og gildir til ársloka verði fram- lengd eftir áramótin. Sú hækk- un var gerð með sjerstöku til- liti til þess að tekin var upp í fjárlögin, við meðferð málsins á Alþingi, upphæð til að standa straum af niðurgreiðslu á vör- um, en þar sem engin slík upp- hæð er tekin upp í frv. þetta, þótti rjett að gera ekki ráð fyr- ir framlengingu á hækkun verð- tollsins. Þessi tekjugrein er al- veg háð innflutningnum og verð lagi á erlendum markaði, farm- gjöldum og öðrum kostnaði, sem á vöruna leggst, áður en hún kemur til landsins. Til glöggvunar hefi jeg látið gera skýrslu um hlutfallið á milli innflutningsverðmætis og verðtolls síðustu 5 árin, með þeim niðurstöðum, er hjer grein ir: Ár Innfl. Veröt. % 1000 kr. 1000 kr. 1942 247.747 39.384 15.9 1943 251.301 33.933 13.5 1944 247.518 36.106 14.6 1945 319.772 48.771 15.3 1946 443.288 62.285 14.1 73.4 að meðaltali 14.68%. Það er athyglisvert hve litlu munar frá ári til árs á hlut- fallinu á milli verðtolls og inn- flutnings. Lægst er það árið 1943 13.5%, en hæst 15,9% árið 1942, og meðaltal 5 áranna er 14.68%, eins og fyrr segir. Af þessu yfirliti má glögglega sjá hver innflutningurinn þarf að vera að krónutali til þess að áætl unin standist og sje til hægðar- auka miðað við 15%, þarf inn- flutnigurinn að nema 220 millj. til þess að verðtollurinn nái á- ætlun fjárl.frv. 33 millj. kr. En hvaða líkur eru til að svo mikill innflutningur verði á næsta ári? Það veltur að sjálf- sögðu allt á því hvaða útflutn- ingsverðmætum við höfum úr að spila. Heildarútflutningurinn 1946 nam 291.4 millj. kr. Til septemberloka í 'ár var báið að flytja út fyrir 201 millj. kr. á móti 204.3 millj. kr. á sama tíma í fyrra. Likur eru til að heildarútflutningurinn í ár verði ekki minni en 1946, og með tilliti til þess, að árið í ár er ekki gott aflaár, og að allir nýju logararnir verði komnir í gagnið á næsta ári, er ekki á- stæða til að halda annað, en að útflutningsmagnið verði heldur meira á næsta ári, og er þá eng- in fjarstæða að gera ráð fyrir að inn verði fluttar vörur að verð- mæti fyrir 220 millj. kr., en það er helmingi lægra en árið 1946, og 27 millj. kr. mínna en þegar hann var minnstur á undanförn- um 5 árum, eða árið 1942. -— Lækkandi verðlag á útflutnings- vörunum getur að sjálfsögðu breytt þessari áætlun, en um það er erfitt að spá nokkru með neinum líkum. Bensínskatlur: Samkvæmt fyrrgreindum lög- um um breyting á tollskránni var vörumagnstollur af benzíni hækkaður úr 1 eyri á kg. í 20 aura og gert ráð fyrir á þ. á. fjárlögum að hann mundi nema 5.8 millj. kr. Síðan að þessi lög voru sett hefur verið tekin upp skömmtun á benzíni, sem vafa- laust hefur í för með sjer minnk andi innflutning á þessari vöru. Með hliðsjón af þessu, hefur þessi tekjustofn aðeins verið á- ætlaður 4 millj. kr. í frv. Aðrir liðir frv. eru flestir á- ætlaðir eins og í fyrra, eða með mjög litlum brevtingum, enda hefur reynslan sýnt að þeir breytast lítið frá ári til árs, og þarf ekki að skýra það nánar. Ríkisstofnanir: í tillögum póst- og símamála- stjórnarinnar er gert ráð fyrir halla á rekstri póstsjóðs 940 þús. kr. og rekstrarhagnaði á sím- anum kr. 87 þás. Þessar til- lögur hafa verið lagðar til grund vallar í fjárlagafrv. að því und- anteknu að lagt er til, að fram- lag til notendasíma í sveitum verði lækkað úr 1.000.000 kr. í 500 þús. kr. Var þar byggt á því, að vegna gjaldeyriserfiðleika, mundi ó- sennilegt að hægt væri á næsta ári1 að verja svo miklu fje til þessara framkvæmda, því að efnið, sem á þarf að halda og allt verður að kaupa frá útlönd- um, er tiitölulega mikill hluti af kostnaðinum. Samkv. skýrslu póst- og símamálastjóra, sem nýlega var birt í útvarpinu, eru þegar komnir simar á 2000 sveitabýli. Það væri að sjálf- sögðu, ákjósanlegt að hraða þess um framkvæmdum sem mest, en þegar jafnvel brýnustu nauð- sýnjar eru, ná skammtaðar og skornar við nögl, vegna gjald- eyrisskorts, virðist verða að fara gætilega um framkvæmdir, sem þola bið, því ekki verður á allt kosið, þegar vandi'æðin steðja að. Fram að síðustu styrjöld var póstur og sími jafnan rekinn með nokkrum hagnaði og mun tekjuafgangur þessara stofnana hafa nægt til viðhalds og endur- nýjunar á eignum stofnananna. Árið 1940 varð halli á rekstri póstsjóðs og 2 síðustu árin hef- ur mikill halli orðið á rekstrin- um, einkum árið 1946, en þá varð tapið kr. 1.662.045 á pósti og kr. 1.623.494 á símanum. — Tekjur póstsjóðs voru árið 1939 879 þús, en kr. 4.321.000,00 árið 1946 og hafa því fimmfaldast á tímabilinu. Útgjöldin voru aftur á móti 724 þús. kr. 1939, en tæpar 6 millj. kr. 1946 og hafa því áttfaldast á sama tíma. — Tekjur símans voru 1939 kr. 2.824.000,00. en 15.5 milj. 1946 og hafa því meir en fimmfaldast Útgjöldin voru rúmar 2 millj. kr. 1939 en 17.1 millj. kr. 1946 og hafa því meir en áttfaldast á tímabilinu. Einkasölur ríkisins. Sem stendur heldur ríkið uppi einkasölum á nokkrum vöruteg’- undum: Tiibúnum áburði, græn- meti, viðtækjum, tóbaki og á- fengi. Lögum samkvæmt er ekki gert ráð fyrir að ríkissjóð- ur fái neinar tekjur af áburða- og grænmetisversluninni og tekj ur af viðtækjaversluninní eiga að renna til útvarpsins, og skulu þessi fyrirtæki því ekki gerð að umræðuefni hjer. Á f járlagafrv. er gert ráð fyr- ir að hagnaður af tóbaki verði 16.5 millj. kr, eða 1 millj. kr. hærri en í fjárl. þ.á. Samkvæmt reynslu þ.á. mætti búast við meiri hagnaði af tóbakseinkasöl unni en ráð er fyrir gert, en vegna þess að tókbaksverslunin útheimtir tiltölulega mikinn gjaldeyri þótti ekki ráðlegt að áætla hagnaðinn nema 16.5 millj. kr, ef til þess þyrfti að koma að draga yrði úr innfl. þessarar vöru, vegna gjaldeyris- skorts. Um áfengið gildir öðru máli. Það kostar tiltölulega lítinn gjaldeyri, en tollur og hin geysi- háa álagning skapa hinn mikla hagnað, sem af þeirri verslun leiðir. Það er því óhætt að reikna með þeim hagnaði af þessari vörusölu, sem gert er ráð fyrir í frv. að óbreyttum ástæðum. Hitt er svo annað mál, að á- ætlunin um hagnað af þessum 2 fyrirtækjum, er byggð á gild- andi verðlagi í landinu. — Verði breyting á því í þá átt, að verð- lagið lækki innanlands, er fyrir sjáanlegt að ekki verður hægt að halda hinu háa verði á tóbaki og áfengi, sem reynst hefur framkvæmanlegt í ár. Þess vegna verður óumflýjanlegt að endurskoðá tekjuáætlun frv. að því er þessum stofnunum við- kemur, ef breytingar á innan- lands verðlagi til lækkunar ná fram að ganga á Alþingi. Iðnrekstur ríkisins. Auk neftóbaksgerðar, sem Tó- bakseinkasalan hefur haft með höndum í nokkur ár og efna- gerðar, sem rekin er á vegum Áfengisverslunarinnar, sem hvort tveggja hefur jafnan ver- ið rekið með nokkrum hagnaði, hefur ríkið starfrækt um all- langt skeið prentsmiðjuna ,,Gut- enberg“ og járnsmíðaverkstæði, sem nefnt hefur verið Lands- smiðjan. Prentsmiðjan hefur jafnan skilað hagnaði, er nú orð ið fjárhagslega öruggt fyrir- tæki, enda verið prýðilega stjórn að frá byrjun. Landssmiðjan hefur gefið lít- ið í aðra hönd, þau ár sem hún hefur verið rekin, enda illa að henni búið frá öndverðu. Fjekk t.d. aldrei meira en 50 þús. kr. í stofnf je og hefur lengst af orðið að vinna með dýru lánsfje. Bjó um langt skeið við mjög ljeleg- an húsakost, uns í það var ráðist á stríðsárunum að byggja stór- hýsi yfir hana og auka mjög verulega vjelakost og áhalda, og má segja að Landssmiðjan standi nú jafnfætis sambærileg- um járn- og vjelsmiðjum í Rvík, að því er allan útbúnað snertir. En þetta hefur orðið dýrt og skuldir fyrirtækisins eru nú um 3.9 millj. kr, auk þess, sem ríkissjóður hefur nú þegar greitt upp í tap á skipasmíðastöðinni við Elliðavog kr. 1.650.000., — Ennfremur skuldar Landssmiðj an 682 þús. kr. í ógreidda skatta, sem óhjákvæmilegt verður að af skriía. Það sem verst hefur far- ið með f járhag Landssmiðjunn- ar er bygging skipasmíðastöðv- arinnar, sern ráðist var í árið 1945 fyrir atbeina fyrrverandi atvinnumálaráðherra, Áka Jak- obssonar. Starfrækslu skipasmíðastöðv- arinnar er ní hætt og þessi við- skipti gerð upp með halla upp á 2,3 millj. kr, hvar af ríkis- sjóður hefur þegar greitt 1650 þús, eins og fyrr segir. — í stöðinni voru byggðir 4 bátar, 66 lesta og keypt efni í aðra 4 báta, sem ekki hefur verið not- að, því þegar sýnt var hversu komiö var hag Landssmiðjunn- ar, meðfram vegna þessara báta smíða, Ijet núverandi ríkisstjórn hætta við frekari bátasmíðar þar. Er þetta furðanlegt tap á ekki meiri rekstri. Hefur ráð- herra sá, er Landssmiðjan heyr- ir undir fyrirskipað rannsókn á þessu máli, sem ekki mun enn lokið. En þrátt fyrir þó að ríkissjóð- ur greiði hið mikla tap, sem varð á bátasmíðinni, er langt frá því að fyrirtækið sje komið á öruggan fjárhagslegan grund- völl. Hinar miklu skuldir, sem á því hvíla munu torvelda sam- keppni við hliðstæð einkafyrir- tæki, sem bættu mjög fjárhag sinn á stríðsárunum. Það verður því skjótlega að taka ákvarðan- ir um framtíð þessa fyrirtækis, ef á annað borð sýnist ráðlegt að halda því áfram. En saga þessa fyrirtækis frá byrjun gefur ekki góða raun um að ríkisrekstur á sviði stóriðnaðar henti vel í okk ar þjóðfjelagi. Tvö ný fyrirtæki hafa verið stofnsett í fyrra og í ár,Tunnu- verksmiðjur ríkisins á Si, 'ufirði og Akureyri, samkvæmt I. nr, 32 1946, og Ti'jesmiðja r 1 isins, samkvæmt ókvörðun ríkisstjórn arinnar., Tunnuverksmiðjunum er ætl- að það hlutverk að hafa jafnan til nægar umbúðir' um saltsíld og selja þær á kostnaðarverði og er þess að vænt.a, að framleiðsl- an geti orðið svo ódýr, að hún standist samkeppni við ei’Iendar verksmiðjur, en reynslan ein fær úr því skorið, hvort þetta tekst. Á þessu ári keypti ríkissjóður vjelar af trjesmíðaverksmiðj- unni „Akur“ og leigði hús til starfrækslunnar til 5 ára. Var þetta gert af brýnni nauðsyn til þess að greiða fyrir byggingar- framkvæmdum ríkisins, en reynsla undanfarinna ára hafði sýnt að oft höfðu þessar fram- kvæmdir tafist úr hófi fram, vegna örðugleika á að fá smíð- aðar hurðir og glugga og annað trjeverk, sem nauðsyn krafði. Er þess að vænta, að ekki þurfi að verða tap á þessum i’ekstri. Reksiraryfirlitið. Eins og frv. ber með sjer er. gert ráð fyrir tæpum 900 þús. kr. tekjuhalla, en greiosluhall- inn áætlaður óhagstæður um því sem næst 20 millj. kr. Ilækkun vísitölunnar hefur haft í för með sjer að svo að segja allir útgjaldaliðir fjárl. hækka cnn. Við samning þessa frumvarps hefur athyglinni fyrst og fre-mst verið beint að því að takv. inn á frv. öll lögboðin út-gjöld og á- ætla þau eins nálægt sanní og unnt er. Hefur aldrei komið eins glöggt í ljós, og við samning þessa frv. hve umfangsmikill ríkisbúskap- urinn er orðinn og hve miklum tekjurn ríkissjóðurinn þarf á að halda árlega, til að geta staðið undir lögboðnum útgjöldum. — Það mun vera eíalítið að kostn- aðurinn við ríkisreksturinn mun vera hlutfallslega meiri á voru landi en t. d. annarsstaðar á Norðurlöndum og liggja til þess að sumu leyti eðlilegar orsakir, þar sem slíkur rekstur. þarf að vera jafn margþættur hjá smá- þjóð, sem fjölmennari þjóðum og margskonar utgjöld svo sem til samgangna, pósts- og síma, löggæslu, heilbrigðismála. menta mála o. fl., hljóta að verða marg falt meiri í svo strj^bygðu landi og Island er, með 1,3 íbúa á hvern ferkílómetra, heldur en í hinum þjettbyggðu löndum álf- unnar. En margt bendir einnig Framh. á bls. 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.