Morgunblaðið - 08.11.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.11.1947, Blaðsíða 10
10 Fíamh. af bls. 7 ári. í frv. er gért ráð fyrir 3 millj. kr. auk 2,8 millj. króna til bygginga hjeraðs- og kvenna skóla. Alls er því áætlað tæpar 6 millj. kr. til skólabygginga á móts við 4,3 millj. kr. á .fjárl frv. fyrir 1947. Jeg tel ekki, að með góðu móti sje hægt að leggja fram meira fje en frv. gerir ráð fyrir, enda er fyrir- sjáanlegt að draga muni úr inn- fl. byggingarefnis á næsta ári, þannig, að ekki er jafnvel lík- legt að hægt verði að vinna fyr- ir meira fje, en frv. segir. Til landbúnaðarmála er áætl að alls 16,3 millj. kr. en er í núgildandi fjárlögum 16,1 millj. Af vangá hefur fallið úr frv. 500 þús. kr. framlag tii Rækt- unarsjóðs samkv. 1. frá síðasta þingi, þannig að gera má ráð fyrir að þessi liður verði 16,8 millj. kr. í fjárlögum. Flestum stærstu framlögunum hefur ver ið haldið óbreyttum frá því sem nú er, nema framlag til vjela- sjóðs hefur verið lækkað úr 850 þús. í 200 þús. kr. og kostn- aður við sauðfjárveikivarnir á- ætlaður 4.260.000.00 vegna fjár- skipta er þegar hafa farið fram. Tillag til Alþýðutrygging- anna hækkar úr 18.750 þús. kr. i 24,8 millj. kr. Stafar þessi hækkun af því að III. kafli trygg ingalaganna á að koma íii fram kvæmda á næsta ári en á hinn bóginn sparast ríkissjóði við það allmikið fje, eins og get- ið er um í athugasemdum við frv. Áætlun Tryggingarstofnun- arinnar var að vísu 3,8 millj. kr. hærri, með því að gert var >"áð fyrir 3 millj. kr. aukafram- lagi og framlag til aukalæknis- starfa var áætlað 800 þús. kr. haerra en í frv. Ef til vill fer það svo að áætlun frv. stenst ekki að því er þennan lið snert- ir og þá verður ríkissjóður að leggja fram það sem á vantar lögum samkvæmt, en jeg taldi ekki rjett að taka annað og meira í frv. en lög heimila og greiðsluna fyrir aukalæknis- störf, sem ekki mun vera samið um ennþá, he'fi jeg ekki álitið að þyrfti að vera meiri, en sem svarar launum allra hjeraðs- lækna á landinu. Eins úg um er getið í aths. við frv. er sú ný- breytni tekin upp samkv. ábend ingu yfirskoðunarm. lands- reikn. varðandi 18. gr. að feld er niður sundurliðun á eftirlaun- um og styrktarfje en aðeins heildarupphæðin tekin inn í 4 liðum. Vísast að öðru leyti til aths. Um aðra útgjaldaliði frv. vísast einnig til aths. enda skýra þeir sig flestir sjálfir. Eftir því sem fyrir liggur má telja að hagur ríkissjóðs reikn- ingslega skoðað standi veh Eignw hans hafa stórum aukist síðustu árin. Skuldir eru að vísu um 30 milli. í föstum lánum. mest innlend lán, auk yfirdratt arins í Landsbankanum. Þó ber þess að gæta, að skuldbinding- ar ríkissjóðs eru fleiri nú en fram kemur í reikningum hans. FiskábyrgSin Fiskábyrgðarlógin frá síðasta þingi voru sett til þess að tryggja viðunandi verð fyrir fisk vjelbátaflotans á þessu ári, en útlit er fyrir að með þeim MORGUNBLAÐIÐ i-1—--- ■■ ;-:- Laugardagur 8. nóv. 1947 -+-4----■r-r—í------------------ FJÁRLAGARÆÐAN verði ríkissjóði bundinn skulda baggi sem ætlá má að nemi varla minnu en 23 millj. kr., ef það, sem eftir er óselt af hraðfrystum fiski og hálfverk- uðum fiski selst fyrir það verð, semáætlað er. Þá á ríkið einnig. ogreiddar nær 5 millj. kr. vegna ábyrgðar á ull vegna fram- leiðslu áranna 1943—1945. Hjer er því að ræða um nær 30 millj. kr. útgjöld, Sem ríkissjóður verður að standa straum af, en fyrir tekjum til að mæta þess- um kröfum hefur enn ekki vei- ið sjeð. ITaft var fyrir ai;gum, að af- rakstur síldarverksmiðjanna í sumar myndi verða það góður, að af rekstrartekjum þeirra mætti fá fje til að mæta þeim halla ei af fiskábyrgðarlögun- leiðslunnar og í atvinnulífinu yfir höfuð að tala, sje verðbólg- an og afleiðingar henna.. Goö aösta&a Við höfum nú bet.ri tctknf- lesa aðstöðu en noKKru smm fyrr i sögu pessaiar þjóðar iil að hagnýta auðlindir landsins og bægja böli atvmnuleysisins írá dyrum landsmanna. Viðhorf ið i sölu sjávarafurða cr allt annað nú eftir þessa síðustu styrjöld og hagkvæmara en það var, þegar fyrri heimsstyrjöld- inni lauk. Þá kom fljótt mikið verðfall afurðanna og margir bjuggust við að svo yrði einnig nú þegar í stað að stríðinu loknu. En það er mjög á annan veg. Matarskorturinn í Norður- álfunni og víðar veldur því, að TAFLA III. Sjóðsyfirlit 1946. Inn: Sjóður 1.janúar ...................... Tekjur skv. rekstrarreikningi......... Eignahreyfingar skv. yfirliti ........ 4.415.803.28 198.640.912.59 25.483.279.63 Krónur 228.548.995.50 Út: Gjöld skv. rekstrarreikningi ................... 170.257.818.87 Eignahreyfingar skv. yfirliti ................... 58.074.814.85 Sjóður 31. desember 216.361.78 Krónur 228.548.995.50 um kynni að leiða, en afkoma þoirra reyndist ekki svc: góð að neins sje þaðan að vænta í þessu skyni. Eignakönnunin, sem lögfest var á síðasta -þingi getur orðið til þess að auka nokkuð tekjur ríkissjóðs á næsta ári, en fram að þessu hefur hún ekki borið annan áiangur en þann að seld hafa verið 1% ríkisskuldabrjef fyrir 9,4 millj. kr., mest þannig að fyrir þau hafa verið látin skuldabrjef ýmissa tegunda, en ekki nema 1,7 millj. kr. í reiðu fje. Áhyrgðir ríkissjóðs Jeg vil loks minnast á ábyrgð ir þær á lánum, sem ríkissjóð- ur hefur á sig tekið samkvæmt ákvörðunum Alþingis. Atliug- un, sem jeg hef látið fram fara á þeim í fjármálaráðuneytinu sýna, að þær nema nú á lánum, sem þegar hafa verið tekin 173 millj. kr. og er þó ekki meðtal- in ábyrgð ríkissjóðs á Stofn- lánadeild sjávarútvegsins nje heldur skuldir Síldarverksmiðja ríkisins. Alls hafa verið seld stofnlánadeildarbrjef fyrir 14% millj. kr. og skuldir Síldarverk smiðjanna eru um 50 millj. kr. þar af vegna gömlu verksmiðj- anna 7 millj. og þeirra nýju 40 mlllj. auk tveggja millj. til end urbyggingar á mjölhúsi á Siglu firði, og milli 1 og 2 millj. til lagfæringa og endurbóta. Virðist að þessu athuguðu full þörf á því, að takmarka meir en hingað til hefur átt sjer stað heimildir Alþingis fyrir ábyrgð um af ríkisins hálfu, svo sem við verður komið. Ollum rnun vera það ljóst. að hið alvarlegasta sem þjóðin á nú við að stríða á sviði fram- afurðir okkar eru í bili a. m. k. eftirsóttar og í mjög góðu verði á heimsmarkaðinum. Þetta hagg ar svo eigi þeirri sorglegu stað- reynd, að innanlands verðlag okkar er mikils til of hátt til þess að framleiðslan svari kostnaði þrátt fyrir tiltölulega hátt verð á hinum erlenda markaði. Togarafloti landsmanna sel- ur nú daglega afla sinn í Eng- landi við góðu verði og skara nýsköpunartogararnir þar fram úr af eðlilegum ástæðum. Mun það vera, alþjóð manna gleiði- efni, hversu vel sá áfangi á framfarabraut okkar 1 sjávar- útvegsmálum byrjar sem til var stofnað, þegar kaup þeirra skipa voru fest. Vetrarsíldveiðarnar, sem hóf- ust á síðastliðnu ,ári virðast ætla að verða nokkur búbót, einnig á þessu ári, eftir því sem nú lítur út. Mætti svo fara, að ýmsir útgerðarmenn og sjó- menn, sem brást sumarúthald- ið á síld, fengi hag sinn nokk- uð rjettan í vetur við þessar veiðar, auk þess sem nú er alt útlit fyrir, að úr rætist með beitu til vetrarvertíðarinnar, en fyrir skömmu leit út fyrir mik- inn beituskort. Ríkisstjórnin ieilar markáða Af hálfu ríkisstjórnarinnar hefur verið og er starfað að því, að fá sem besta samninga við erlend ríki varðandi sölu af- urða og kaup á lífsnauðsynjum okkar. Gömul viðskiptasam- bönd eru treyst og nýrra leitað. Að þessum málum er nú stöð- ugt unnið með atbeina sendi- herra landsins erlendis og með sjerstökum sendinefndum þeg- ar þess þarf við. Er þess og mikil þörf að þessum málum sje gaumur gefinr og ekkert látið ógert til að tryggja sölu afurðanna. Ýms viðskiptalönd okkar búa við erfiða gjaldeyris aðsíöðu og krefjast því af okk- ur jafnviroisvörukaupa, ef þeir eigi að kaupa íslenskar afurðir. Þetta má líka gera en þó aðeins að vissu marki. Öflun frjáls gjaldeyris íyrir meiri part af- urðanna er nauðsyn, ekki síst vegna þess, að flestar aðal lífs- nauðsjnjar, er þjóðin þarfnast, krefjast greiðslu í frjálsum gjaldeyri. Gjaldeyrisforði þjóff- arinnar hefir gengið til þurðar fyrr en varði og mjög tilfinn- anlegur skortur á erlendum gjald'eyri er hjer nú ríkjandi, og er það ærið áhyggjuefni en þó engan veginn eins kvíðvænlegt og hitt' sem vofir yfir, ef. ekki finnast úrræði til úrbóta að framleiðslu þeirra afurða, sem eru undirstaða gjaldeyrisöflun- ar þjóðarinnar verði ekki hald- ið uppi. Lífsnauðsyn þjóðarinnar Þjóðinni er það lífsnauðsyn, að þeirri hættu sje bægt frá. Mlkil þörf er þess að öll þjóð in .geri sjer Ijóst hvað við ligg- ur í þessurn efnum, og að sam- vinna Alþingis, ríkisstjórnar- innar og þjóðarinnar allrar ná- ist til að vinna bug á verðbólg- unni og þeim afleiðingum henn ar, sem eru svo að segja að keyra um koll heilbrigt atvinnu líf í landinu. Þá mun brátt ræt- ast úr gjaldeyrisskortinum og hagur alls almennings verða öruggari en hann er nú. HREIN VJEL DRÍFUR Notið endurbætta Veedol Motor Oil Flreinar vjelar eru gangþíðar. Með því að nota endurbætta Veedol Motor Oil tryggið þjer aukin afköst og þíðari gang. Ending vjelanna verður betri, ef þjer notið hið frábæra endurbætta Veedol. Biðjið ávallt um Veedol. ÖRYGGI FYRIR NÝJA BfLA VERND FYRIR GAMLA BÍLA 'VeedoCí Umboðsmaður: jóh. Ólafsson & Co., Reyk javík 100% PURE PENNSYLVANIA MOTOR OIL UNGLINGA vantar til að bera út Morgunblaðið í eftir- talin hverfi: Bráðræðisholl áðalsfræti Miðbæ Við sendum blöðin heim til barnanna. Talið strax við afgreiðsluna, sími 1600 I GARÐAR GlSLASON TRADING CORP. 52 Wall Street New York N. Y. hefir góða aðstöðu til að selja íslenskar afurðir í Amer iku, svo sem: Freðfisk í pökkum, og niðursoðnar vörur, síld, lýsi, fiskimjöl, ull, gærur, minkaskinn o. fl. Framboð með tilteknu magni og verði, ásamt nauðsyn- legum upplýsingum óskast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.