Morgunblaðið - 11.11.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.11.1947, Blaðsíða 10
10 MORGllNBLAÐIÐ ___________________—•-1—; t --— Skömtunin og gj aldeyris- erliðleikarnir SÚ skömtun, sem tekin hefir Ferið upp á ýmsum nauðsynja- vöfum í því skyni að tryggja sem jafnasta vörudreyfingu og spara gjaldeyri, reynir mjög bæði á neytendur og þá sem flytja inn vörurnar og selja þær. Það er glögt að allur almenn- ingur verður um skeið að leggja sig mjög fram um að haga vöru- kaupum sínum hyggilega og nýta sem best það sem til er. Innflytjendur verða að leggja á- herslu á að kaupa vörur þannig til landsins að sem mest og sem best fáist fyrir hinn takmark- aða gjaldeyri. Þetta er erfitt hlutverk, eins og nú er málum háttað í viðskiptum þjóða á meðal. Innflutningur okkar er mjög háður því hvar markaður fæst fyrir útflutningsafurðir okkar en reynslan hefir sýnt mjög glögglega að það fer hvergi nærri ætíð saman að best sje og hagkvæmast að kaupa frá þeini löndum, sem taka við útflutningsafurðum okk ar. Viðskipti við ýms lönd geta í framtíðinni færst meira og meira á þann grundvöll að verða Vöruskiptaverslun og er það mikið óhagræði. I fyrsta lagi er, eins og áður er sagt, ekki ætíð unt að fá þær vörur, sem okkur einkum vanhagar um frá löndum sem kaupa af- urðir okkar og í öðru lagi ber við að verðið er með öllu óað- gengilegt. Það er því margs að gæta í þessum efnum og kem- ur nú mikið undir hagsýni og dugnaði innflytjendanna hversu vel það takmark næst að spara gjaldeyri, svo sem talið er þurfa. % Reglur FjárhagsráSs í 12. grein laganna um fjár- hagsráð er tekið fram að „reynt verði, eftir bví sem frekast er unt að láta þá sitja fyrir inn- flutningsleyfum, sem best og hagkvæmust innkaup gera og sýna fram á að þeir selji vörur sínar ódýrast í landinu“. Þegar litið er á það, sem að ofan er sagt um örðugleika í innflutningsverslun okkar þar sem góðir útflutnings markaðir og möguleikar til jnnflutnings fara ekki nálægt því altaf sam- an, verður það nokkuð skilj- anlegt að ákvæði fiárhagsráðs- laganna sje ekki orðað á ákveðn ari hátt en það er. Ef svo er að jafnvirðiskaup verða almenn þjóða á milli er ljóst að það eitt getur orðið til þess að við verð- um neyddir til að kaupa 'til landsins vörur á óhagstæðari hátt en ella mundi, ef gjald- eyririnn fyrir útfluttu vörurnar væri frjáls. Slíkt gæti leitt til þess, að neita yrði innflytjanda, sem gert getur hagstæð inn- kaup, um leyfi vegna þess að við sjeum knúnir til að kaupa þær vörur sem innflytjandinn óskar eftir að fá, í löndum, sem" krefjast þess að við kaupum af jþeim vörur fyrir það sem við flytjum út til þeirra. Það tillit, >sem óhjákvæmilega verður að , (taka til útflutningsmöguleika iOkkar, eins og nú er, geta því Samvinnafjá innflytjenda orðið til truflunar á fram- kvæmd 12. greinar laganna um fjárhagsráð en meginregla þeirr ar greinar um skiftingu inn- flutningsins var tekin upp hjer að framan. Það hlýtur ætíð að verða mjög mik'ið matsatriði hvaða innkaup sjeu „best og hagkvæm ust“. Þarf mikla vöruþekkingu til að dæma um slíkt, svo vel fari. Verð vörunnar er alls ekki ætíð öruggasti mælikvarðinn, 'það ódýrasta getur stundum orð ið dýrast og kannast allur al- menningur ofurvel við þá stað- reynd. En þótt sú regla, sem sett er fram í lögunum um fjárhagsráð, hljóti að verða vandasöm í fram kvæmd, ætti að mega með góðri samvinnu innflytjenda og við- skiftanefndar að halda inn- flutningsmálunum í sanngjörnu horfi svo bæði r.eytendur og seljendur megi una. Það, sem ehhi ver'Sur látiS í ashana Viðleitni hins opinbera til að spara gjaldeyri einskorðast ekki við skömmtun nauðsynjavara, sem svo eru kallaðar. Gjaldeyrir er sparaður á fjölda mörgum öðrum sviðum og á það ekki síst um ef það sem fyrir gjaldeyrir- inn fæst verður ekki látið í ask- ana. Skulu hjer aðeins nefnd tvö atriði til skýringar. líins og kunnugt er hefur far- areyrir þeirra, sem til útlanda fara, verið mjög skorinn- við nögl á síðustu tímum, í bví skyni að spara gjaldeyri. Það er kunnúgt að íslenskir oámsmenn erlendis eru nú uggandi um framtíð sína vegna skorts á líf- eyri við námið. Það er vonandi að slíkar hömlur þurfi ekki að standa lengi því íslendingar þurfa að geta haft sem greið- asta möguleika til nauðsynlegra utanferða. Annað atriði, sem er skylt því, sem nú hefur verið nefnt, er að tekið er fyrir innflutning blaða og bóka frá útlöndum. Englendingar tóku upp þá regiu hjá sjer í s.l. septembermánuði að veita aðeins einstaklingum leyfi til bókakaupa erlendis frá og takmörkuð þó. Kvarta menn þar í landi m'jög yfir þessum hömlum. „Times“ í London tek- ur svo til orða að setja eigi Englendinga aftur fyrir andlegt járntjald og jafngildi þessar hömlur á sinn hátt banni ýmsra einræðisherra á innflutningi prentað máls, til þeirra landa, sem þeir ráða., Slíkar hömlur koma illa við fslendinga, ef þær standa lengi, en ekki skal farið fleiri orðum -um það mál. En það er augljóst að því víðtækari og nærgöngulli sem innflutningshömlur eru, því ríkari skylda hvílir á þeim, sem ráða innflutningnum að sjá um að sá gjaldeyrir, sem sparast rhagsráðsog nauðsynleg vegna óþægilegra hafta sje rjetli lega notaður. Reynir þar mjög á skilning Fjárhagsráðs og Við- skiptanefndar. Liðinn tími hefur sýnt að sum ir hafa notfært sjer eftir megni stjórnmálaafstöðu til að fá ó- eðlilega mikil tök á ipnflutningi til landsins og meðferð þess tak- markaða gjaldeyris, sem til hef- ur fallið á krepputímum. — Ef sBkt kæmi fyrir nú mundi allur almenningur taka því illa og þykja til lítils barist. Það þarfæinnig að búa svo um að öll forrjettindi um meðferð gjaldeyris sje útilokuð. Það verð ur að ganga ríkt eftir að öllum gjaldeyri fyrir útfluttar íslensk ar vörur sje skilað til íslenskra banka, en ekki notaður til vöru- kaupa eftir geðþótta þeirra, sem hafa hann í höndum. Það er kunnugt að á haftaárunum milli 1930 og 1940 söfðu sam- vinnuverslanirnar all-mikla sjer stöðu í þessum efnum. Ætlar „Tíminn“ a'S sherast iir leih? Blaðið ,,Tíminn“ er ekki á- nægt með þá leið, sem valin hef- ur verið um skiptingu innflutn- ingsins og komin er fram í lög- unum um Fjárhagsráð Blaðið hefur nær daglega birt bardaga- greinar, þar sem krafist er að skömmtunarseðlar verði látnir gilda sem gjaldeyrisleyfi. — Sú hugsun, sem liggur bak við þessi skrif blafftins er, að með slíku fyrirkomulagi muni samvinnu- fjelögin fá aukin tök á innflutn- ingsversluninni vegna góðrar að stöðu kaupfjelaga til að ná til sín megninu af skömmtunarmið- um fjelagsmanna sinna, sem annars er vitað að hafa skipt bæði við kaupmenn og kaupfje- lög. — Þannig á að stofna til kapphlaups um seðlana milli verslana. Slík óhæfa má ekki ná fram að ganga. „Tíminn“ ætti að hætta þeirri iðju sinni að reyna að gera skipt ingu innflutningsins að æsinga- máli og sverta tilteknar stjettir í augum samborgaranna. Blaðið ætti jieldur að beita áhrifum sínum í þá átt, að um þessi mál geti ríkt friður og það mega þeir vita, sem rita „Tímann“ að ekki verður þagað við dylgjum þeirra og svívirðingum, ef svo verður áfram haldið eins og verið hef- ur. Nú blasa við stjórnarflokkun- um örðug vandamál, sem kalla á samheldni, sem flestra, ef þau eiga að leysast vel. „Tíminn“ ætti ekki að skerast úr leik og það því síður, sem fulltrúar þess flokks á Alþingi, sem blaðið telst málgagn fyrir, munu ekki vilja láta sitt eftir liggja þegar kemur að því að ráða fram úr vandræðunum. BEST AÐ AlíGLYSA 1 MORGUmLAÐim Þriðjudagur 11. nóv. 1947 UNGLINGA vantar til að bera út Morgunblaðið í eftir- talin hverfi: ASalsíræti Hiðbæ Njálsgöfu Við^sendum blöðin heim til barnanna. Talið strax við afgreiðsluna, sími 1600. $ ■ «> Tilkynning frá ^felaai ~3óíenólra ^knrekencla Fjárhagsráð hefur falið fjelagi voru að senda öllum verksmiðjum á landinu skýrslueyðublöð til útfyllingar. 1 skýrslum þessum á að láta Fjárhagsráði í tje ýmsar upplýsingar um hráefnaþörf fyrirtækjanna o. fl og geta þau fyrirtæki, sem eigi veita þessar upplýsingar, ekki vænst þess, að fá innflutnings- og gjaldeyrisleyfi til framleiðslu sinnar. Þe’ir verksmiðjuoigendur, sem ekki hafa enn fengið skýrsluformin í hendur, eru beðnir að gera þegar við- vart til skrifstofu vorrar. Jafnframt skal vakin athygli allra skýrslugefenda á því, að frestur til að skila skjuslunum hefur verið framlengdur til 20. þ.m. FJELAG ÍSLENSKRA IÐNREKENDA Laugaveg 10. Simi 5730. SOLUBUÐ á besta stað i einu nýja og stærsta hverfi bæjarins til leigu. Þeir, sem geta borgað' háa upphæð fyrirfram. sitja fyrir leigu. Tilboð auðkennt „Hlíð — 566“, send- ist afgr. Mbl. Lítið Einbýlishús Vil kaupa litið einbýlishús, eða góðan sumarbústað. Helst í Kópavogi eða Fossvogi. Uppl. í síma 4304. <***»♦♦♦♦♦»♦♦ Reglusamur bílstjóri ® er hefir margra ára bifreiðastjórn að baki sjer. og er mjög vel kunnugur í bænum og úthvérfum hans, óskar eftir að komast að hjá öruggu fyrirtæki við keyrslu á góðum bíl. Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir sunnu- daginn 16. nóv. merkt: „Framtíð“. 3ja herbergja íbúð til sölu. Nánari upplýsingar gefur Mál flutningsskri fsto fa EINARS B. GUÐMUNDSSONAR og GUÐLAUGS ÞORLÁKSSONAR Austurstræti 7. Símar 2002 og 3202.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.