Morgunblaðið - 13.11.1947, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.11.1947, Blaðsíða 5
Fimtudagur 13. nóv. 1947 MORGUNBL4ÐIÐ 5 20 bíta happdnttti S. í. B. S. Á laugardaginn kemur fer fram dráttur í 2. fl. bíla- happdrættisins. Eins og í 1. fl. eru nú 5 fjögra manna Renaultbílar í boði, allir spánýir. Nú er hver síðastur að kaupa miða, ef ekki á að fara á mis við gróðavon laugardagsins og gleði eftirvæntíng- arinnar, sem samfara er.hverjum ch'ætti. Börn og unglingar, sem selja vilja miða, geta fengið þá afgreidda á eftirtöldum stöðum: Austurbær: Freyjugötu 5. Jóhanna Steindórsdóttir. Grettisgötu 26. Halldóra Ólafsdóttir. Miðtúni 16. Árni Einarsson. Mánagötu 5, miðh. Baldvinn Baldvinsson. Hringbraut 76. Sigrún Straumland. Grettisgötu 64. Selma Antoniusardóttir. Skála 33, Þóroddsstöðum, Vikar Davíðsson. Þórsgötu 17. Ásgeir Ármannsson, Sjafnargötu 8. Ágústa Guðjónsdóttir. Laufósveg 58. Fríða Helgadottir. Hverfisgötu 78. Skrifstofa S.Í.B.S. Vesturbær: Bakkastíg 6. Ármann Jóhannsson. Kaplaskjólsveg 5. Kristinn Sigurðsson. Vegamótum, Seltjarnarnesi. Sigurdis Guðjónsd. Skipasund 10, Kleppsh. Margrjet Guðmundsd. Sjerstaklega óskar S.l.B.S. eftir ungum stúlkum til aðstoðar við söluna og væntir þess að margar vilji, á þann hátt, leggja Sambandinu lið í baróttu þess gegn þungbæru þjóSarböli. Eftirtaldar verslanir hafa happdrættismiða S.l.B.S á boðstólum: Bókabúð Helgafells Bókabúð Sigfúsar Eymundssonar. Bókabúð Máls og Menningar. Bókabúð Snæbjarnar Jónssonar. Bókabúð Þórarins B. Þorlákssonar. Bókabúð I.augarness. Versl. Goðaborg, Freyjugötu 21. Hafliðabúð, Njálsgötu 1. Pöntunarfjelag Grímstaðaholts. Versl. Regnboginn. Laugaveg 74. Versl. Varmá, Hverfisgötu 84. Sölubörn þurfa að hafa skriflegt leyfi foreldra eða vanda manna. , Foreldrar, leyfið börnum yðar að selja happdrœttis- miða S.Í.B.S. Innheimtustarf Eldri maður óskast til innheimtustarfa fyrir verslunina 4 nú þegar. .A&tUtfyaMzÍun, * "*»*"***'- v:! cfljuiiatímat LaUgaveg 20 B. Best ú augiýsa í iVlorgunbíoiioo Klukka Vil kaupa vel útlítandi og góða veggklukku. — Uppl. í síma 5126. Til sölu Dökkblá vetrarkápa með silfurrefaskinni og karlmannsfrakki. Til sýn is á Sólvallagötu 29, kjall aranum, eftir kl. 4 næstu daga. Maður í góðri atvinnu óskar eftir 12000 kr. (áni Góð trygging, háir vextir. Þagmælsku heitið ef ósk- að er. Tilboð skilist fyrir hádegi á laugardag merkt j ..Þagmælska — 38“. VIÐSJA 5. hefti 1947 ; ritifMr a. bssíar Haukur Clausen: Fyrstur að marki. John Langdon-Davies: Hvað er í yændum? Bruce Bli.ven: Er hægt að skerpa skyn- scmina? Francis Bull: Brandur og Pjetur Gaut ur. Töfrar segulmagnsins. J. D. Ratcliff: Tóbak — vörn gegn slagi. Frank Smytlie: Fjallið ósigraða. Ethel Eaton: Herferð matiranna. Gallups-skoðanakönn- un í 10 löndum. Dr. John Mjöen: Æfintýrið um ambátt- ina Thais. IJarald Vindalen: Græna meginlandið. Lyman Spitzer, jr.: Hvernig stjörnur verða til. J. V. Tempest: Æska Evrópu leggur járnbraut. Kvenfólk og mýs. Úlfur að Austan: Jeg er laxveiðimaður. Maurice Chevalier: Jeg elskaði Mistinguett. IMtlllMMMMMMMIMMIMMMtMMMIMMMtMtlMIIMII'MII Stúlka óskar eftir atvinnu í hljóðfæraverslun fram að áramótum. — Tilboð merkt: „Hljóðfæraverslun —45“ sendist afgr. Mbl. fyrir mónudag n. k. SuKsmiði? 16 ára drengur óskar eft ir að gerast gullsmíðanemi. Tilboð merkt: ..Gullsmiða nám — 46“ leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 18. þ. m. vuuuiiiiuiiiiiiiuunuimtunMUktaiumttMiitMiMmmit* H&m fórnaðé Sífi sínu sfarf, er Imm faidi skfldu sina Minningarra&Sa Niels Kielsen préfessors um Steinjsér Sigurðsson. ÁÐUR en Pálmi Hannesson rektor hóf fyrsta fyrirlestur sinn í Landfræðifjelaginu (Geo- grafisk Selskab) í Kaup- mannahöfn, um rannsóknir á Heklugosinu og sýndi Heklu- myndina, flutti prófessor Niels Nielsen minningarræðu um Steinþór magister Sigurðsson, aar sem hann komst að orði á aessa leið: ★ I gær, er við störfuðum að undirbúningi að fyrstu skýrslu sem hjer hefir verið gefin um Heklurannsóknirnar, fengum við hina hörmulegu fregn um hið sviplega fráfall fjelaga okk- ar og samstarfsmanns Steinþórs .Sigurðssonar er fórst í Heklu- hrauni, þar sem hann var að starfi við rannsóknir. í fyrstu kom okkur til hug- ar, að afboða samkomu þessa. En komumst fljótt að þeirri niðurstöðu, að það væri mál- efninu fyrir bestu og myndi hafa verið hinum látna fjelaga mest að skapi, að láta fráfall hans ekki trufla fyrirætlanir okkar. Steinþór heitinn Sigurðsson var fæddur 11. jan. 1904, og var því aðeins 43 ára að aldri. Sem ungur stúdent kom hann hingað til Hafnar og lagði stund á stjörnufræði. Lauk hann námi sínu árið 1929 með magisterprófi. En óður en hann hafði lokið námi eða árið 1927, tók hann þátt í rannsóknar- ferð, er við Pálmi Hannesson tókumst á hendur til öræfanna vestanvert við Vatnajökul. Þá þegar kom í ljós að Steinþór heitinn var óvenjulegum hæfi- leikum gæddur sem vísinda- ma,ður og könnuður. Oræfa- svæði þetta hafði lítt verið rannsakað áður. Uppdráttur sá, er hann gerði af svæði þessu ber með sjer, að leikni hans og kunnátta var mikil og hæfileiki hans frábær að skilja landslag- ið. Hafa uppdrættir hans af öræfum landsins verið notaðir sem grundvöllur við ýmsar rannsóknir á lítt könnuðum svæðum þeirra. í nokkur ár vann Steinþór að mælingum öræfanna með landmælingamönnum herfor- ingjaráðsins á sumrin, en vann við kenslu í Mentaskólanum á Akureyri og síðar í Reykjavík á vetrum. En vísindalegir hæfi leikar hans voru svo augljósir, að þjóð hans varð að njóta þeirra á öðrum sviðum. Var hon um því falið, að hafa á hendi stjórn Atvinnudeildar Háskól- ans, er hefir með höndum vís- indaleg'ar rannsóknir sem ýms- ar atvinnugreinar landsins byggjast á. Þetta varð einn af meginþáttunum í ævistarfi hans. Sem forstöðumaður þess- arar stofnunar stjórnaði hann m. a. víðtækum rannsóknum á jarðhita landsins og hið mikla undirbúningsstarf sem nú er hafið, til afnota af jarðhitan- um, er að verulegu leyti bygt á reynslu hans og skipulagn- ingu. Hann vann og mikilvægt starf' á öðru sviði náttúrurann- sókna landsins.. Á síðustu ár- um hafa verið gerðar skipu- legar rannsóknir á gosstöðv- um tveim, sem eru jökli hulin Grímsvatnasvæðinu í Vatna- jökli og Kötlu í Mýrdalsjökli. Báðar eldstöðvar þessar eru mjög merkilegar i augum vís- indamanna, og af þeira kann að vera hægt að draga mjög merkilegan fróðleik fyrir vís- indin, og jafnvel fyrir hið praktiska lif manna. Iljer vann Steinþór Sigurðs- son ásamt starfsbræðrum sín- um mikilvægt þrekvirki, með því að fylgja því nákvæmlega hvað gerist á þessum jökla- svæðum frá ári til árs í því skyni, að hægt verði, þegar næstu gos koma, að svifta þeirri hulu, sem enn liggur yfir mörgu því, sem gerist þegar þar gýs. En ábugi hans vr.r mikið víð- tækari. Hann vann að mörg-r um viðfangsefnum, sem snerta landfræði Islands og tók jafn- vel upp á síðkastið að gefa sig að teoretiskum hugleiðingum um líffræðileg efn.i Hann var fremstur í hópi þeirra, er unnið hafa að rann- sóknum á Heklugosinu. Strax snemma morguns þegar gosið hófst þ. 29. mars, lagði hann af stað ásamt Jóbannesi Ás- kelssyni í jeppabíl til Heklu. Komu þeir þá upp bækistöð þeirri, sem notuð var við Heklu rannsóknirnar næstu mánuði. Frá þeim degi hafði hann unn- ið viðstöðulaust oð rannsókn- um þessum, og var óþreytandi í því, að leysa þau verkefni, sem gosið gaf tilefni til. Það sem við vitum um gosið í mið- hluta gossprungunnar er t. d. að miklu leyti honum að þakka. Með mkiilli djörfung fór hann hvað eftir annað alla leið að gígunum, til þess að gera þar mælingar og athuganir, taka sýnishorn, myndir og kvik- myndir. Það er t. d. honum að þakka, að til er allmikið af „prufum“ af lofttegundum þeim, sem komu upp úr gígun- um. Honum tókst að kómast niður í gigina með gasgrímu, stálhjálm og í sjerstökum hlífð- arfötum, til þess að ná í sýnis- hornin. En áranginn af mynda- starfi hans fá menn hjer tæki- færi til að sjá. Hann var óvenjulega fjöl—— gáfaður maður, og vel að manni hár og fimur, framúrskarandi þolinn þegár hann þurfti að reyna mikið á sig, hugrakkur í hættum, ekki vegna ofdirfsku, Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.