Morgunblaðið - 13.11.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.11.1947, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 13. nóv. 1947 ANADALUR ddbáldóaaa ^acL cyCond-on 54. dagur „Já, Billy minn, jeg er hjerna hjá þjer“, sagði hún. Svo rjetti hann fram hönd- ina eins og hann ætlaði að vita hvar hún væri. Hann kallaði aftur á hana með nafni og hún hrópaði inn í eyrað á honum að hún væri hjer. Þá var eins og honum hægði og svo sagði hann: „Jeg var neyddur til að gera það. Við þurftum á peningun- um að halda". Síðan seig á hann mók, en hann hjelt áfram að umla eitt- hvað í svefni. Þá kom Saxon til hugar að hann mundi hafa fengið heilahristing og hún varð hún dauðhrædd. Hvað átti hún að gera? Bill hafði haldið klakamola að höfðinu á honum, því ekki að reyna það? Hún fleygði sjali yfir sig og hljóp út í veitingastofuna í sjö- undu götu. Veitingamaður var að opna. Hann gaf henni eins mikinn ís úr kæliskápnum og hún gat borið. Þegar hún kom heim lagði hún klakamola við hnakkann á Billy, en heitt straujárn við iljar hans. Og svo bar hún coldcreame framan í hahn. Hann svaf fram undir kvöld. Þá vaknaði hann og vildi endi- lega fara á fætur. Henni var ekki um það. „Jeg má til að sýna mig“, sagði hann. „Jeg ætla ekki að láta menn henda gaman að mjer“. Hún hjálpaði honum í fötin. Það gekk illa því að hann gat sig ekki hreyft nema með harm kvælum. Og með harmkvælum staulaðist hann svo út, til þess að láta kunningja sína sjá það, að hann væri uppistandandi þrátt fyrir hina illu útreið, sem hann hafði fengið. Þetta var einskonar stæri- læti, ólíkt stærilæti kvenna, en Saxon fanst það aðdáanlegt. XIV. KAFLI. Billy var furðu fljótur að ná sjer eftir þetta áfall. Skrámurn ar greru fljótt og það var merki þess hve heilbrigt var í honum blóðið. Lengst bjó hann að glóð araugunum og það bar mjög Inikið á þeim vegna þess hvað hann var hörundsbjartur. Eftir hálfan mánuð mátti heita að honum væri batnað, en margt skeði á þessum tíma. Málinu gegn Otto Frank var hraðað mjög. Kviðdómurinn var skipaður mönnum úr versl- unarstjett og opinberum starfs- mönnum. Hann dæmdi Otto og til dauðarefsingar. Síðan var hann fluttur til San Quentin. Þar sem aftakan átti að fara fram. Nokkru lengur stóð á rann- sókn málsins gegn Chester Johnson og hinum fjórtán, en þessum málum var þó lokið eft ir viku. Chester Johnson var dæmdur til dauða. Tveir voru dæmdir x ævilanga fangelsis- vist og þrír í tuttugu ára fang- elsi. Aðeins tveir voru sýknað- ir. Hinir voru allir dæmdir í 2—10 ára fangelsi. Þessar frjettir fengu mjög á Saxon og hún varð áhyggjufull og þunglynd. Billy tók þær líka lærri sjer, en hugrekki hans var óbilað. „í orustum verða altaf ein- hverjir að falla“, sagði hann. „Enginn gengur að því g'rufl- andi. En jeg fæ ekki skilið hvers vegna þeir eru dæmdir. Allir hinir ákærðu voru jafn sekir í manndrápunum. Þess vegna átti annað hvort að dæma þá alla eða engan. Fyrst þeir báru allir jafna ábyrgð á því sem gerðist, þá átti að hengja þá alia eins og Chester Johnson — eða þá að dæma þá alla sýkna. Mjer þætti gaman að vita eftir hverju dómararnir fara í þessum sökum. Jeg held að þeir hljóti að fara að eins og menn sem spila fjárhættu- spil. Þeir velja sjer einhverja tölu út í bláinn. Þeir horfa á einhvern sakborning og bíða eftir því að sjer detti einhver tala í hug. Annars mundu þeir ekki hafa dæmt Johnny Black í þriggja ára fangelsi, og Carl Hutchins í tuttugu ára fang- elsi. Dómaranum hafa aðeins dottið þessar tölur í hug þegár hann horfði á þá, annars gat hæglega farið svo að þetta hefði verið öfugt þannig að Black hefði fengið tuttugu ára fang- esli og Hutchins þriggja ára. Jeg þekki þá báða frá barn- æsku. Oftast voru þeir með strákunum í tíundu götu og Kirkham, en oft með okkur. Þegar við vorum lausir úr skól anum fórum við niður til Sandy Beach og syntum þar. Og einu sinni, það var á fimtudegi, náð- um við í mikið af skeljum og seldum úr þeim fiskinn daginn eftir. Við fórum líka til Roch Wall og veiddum þar fisk. Einu sinni — daginn sem sól- myrkvinn varð — veiddi Cal aborra, sem var svo gríðar stór að jeg héf aldrei sjeð annan eins fisk. Og nú á Cal að sitja tuttugu ár í fangelsi. Það er gott að hann skuli ekki vera giftur. Deyi hann ekki úr berkl um verður hann gamalmenni þegar hann losnar.: Mamma hans bannaði honum að busla í sjónum og í hvert skifti sem hann kom heim með einhverjar skrámur, þá brá hún tungunni á þær til þess að vita hvórt saltbragð væri að þeim. Og ef hún komst að því, þá fjekk hann rækifega ráðningu“. „Jeg hefi oft dansað við Chester Johnson“, sagði Saxon. „Og jeg hefi þekt konuna hans, hana Kittie Brady. Við sátum við sama borð í pappaverk- smiðjunni. Hún var ákaflega lagleg og þeir voru margir, sem vildu eiga hana. Og nú missir hún manninn og er komin að falli“. Hinir þungu dómar höfðu mjög óheppileg áhrif á verk- lýðsfjelögin. í staðinn fyrir að gera verkamenn hrædda, magn aðist hjá þeim uppreisnarhugur og heipt. Billy hafði verið ó- sköp ljúfur og góður meðan Saxon var að hjúkra honum eft ir hnefaleikinn. En nú umturn aðist hann alveg. Heima var hann yfirleitt þögull og þungt hugsandi, en ef hann sagði eitt- hvað þá var hann álíka æstur og Bert hafði verið. Hann var líka lengur úti á kvöldin og drakk nú að staðaldri. Saxon lá við örvílnun. Hræðilegar hugsanir og kvíði ásóttu hana stöðugt. Hún bóst stöðugt við því að menn kæmi þangað og bæri Billy á börum, hálfdauð- an að dauðan. Og jafnframt fanst henni að þá og þegar mundi hún kölluð í síma hjá grænmetissalanum og sjer yrði þar tilkynt, að Billy hefði ver- ið fluttur í sjúkrahúsið eða lík- húsið. Svo skeði það að fjölda hesta hafði verið gefið inn eit- ur og að sprengju var kastað á hús eins vagnstöðvaeigandans. Eftir að hún frjetti það bjóst hún við því á hverri stundu að Billy yrði varpað í fangelsi, og hún sá hann í anda í röndóttum fangafötum standandi á aftöku- staðnum í San Quentin, en hús sitt umkringt af lögreglu- þjónum og forvitnum blaða- mönnum. En þrátt fyrir þetta kvíðvæn lega hugmyndaflug hafði henni þó aldrei komið til hugar að ógæfan mundi skella á úr þeirri átt sém hún kom. Það var einhvern daginn, að Harmon, leigjandi þeirra, stað- næmdist hjá henni í eldhúsinu áður en hann færi til vinnu sinnar, og var að segja henni frá járnbrautarslysi, sem kom fyrir í Alviso fenjunum. Þá kom Billy heim, og Saxon sá undir eins að hann var drukk- inn. Hann heilsaði hvorugu þeirra, en hvesti augun á Harmon. Harmon ljet sem hann tæki ekki eftir ókurteisi hans og sagði: „Jeg var einmitt að segja konunni yðar frá----------“. En þá rauk Billy upp fól- vondur. „Mjer kemur það ekkert við hvað þjer hafið verið að segja henni. En jeg skal segja þjer annað lagsi. Konan mín hefir nú búið um rúmið þitt miklu oftar en jeg kæri mig um“. „Billy“, hrópaði Saxon og kafroðnaði af blygðun og reiði. Billy ljet sem hann heyrði ekki. En Harmon sagði: „Jeg skil þetta ekki------“. „Það er sama, jeg þoli ekki að horfa á smettið á þjer“, þrumaði Billy. „Út með þig. Jeg vil ekki hafa þig hjer. Skil- urðu það?“ „Jeg skil ekkert í hvað að honum gengur“, sagði Saxon og ætlaði að afsaka hann í augum Harmons. „Hann er ekki með sjálfum sjer. Ó, hvað jeg skammast mín“. Billy snerist á hæli að henni. „Haltu þjer saman. Þetta kemur þjer ekkert við“. „Billy---------“. „Og hypjaðu þig burtu. Farðu þarna inn í stofuna". „Þjer megið ekki tala þannig við konuna yðar“, sagði Har- mon. „Jeg hefi þolað þig alt of lengi hjer“, sagði Billy. „Jeg veit ekki betur en að jeg hafi greitt húsaleiguna skil- víslega", sagði Harmon. „Jeg ætti að mölbrjóta á þjer hausinn“, sagði Billy. „Og satt að segja er mjer ekkert að van- búnaði með það“. „Ef þú dirfist að leggja hend ur á hann-------“, sagði Saxon. „Hvað? Ertu hjer enn? Ef þú ferð ekki undir eins inn í stofuna, þá skal jeg fleygja þjer þangað“, sagði Billy. Hann greip um handlegginn á henni. Hún reyndi að slíta sig lausa en hann herti þá takið svo óþyrmilega, að henni hraus hugur við kröftum hans. GULLNi SPORINN 131. Þetta var lúðraþytur, og hann kom handan frá hæðinni, sem var framundan okkur. Jeg sá strax, hvað hjer var á íerðinni. Þetta hlaut að vera riddaradeild Sir Cludleighs, sem nú var á heimleið, eftir að hafa haft fregnir af ósigri íjelaga sinna. Nú stoðaði ekki neitt hik. Jeg leit í kringum mig, en þvergi var einn einasta felustað að sjá. „Fljót!“ hrópaði jeg, „eltu mig — nú er um lífið að tefla!“ Jeg keyrði hest minn sporum og beygði til vinstri inn yfir heiðina. Delía kom rjett á eftir mjer. Við höfðum riðið um 300 metra, þegar jeg heyrði hróp. Jeg leit til baka, og sá að forverðir riddaraliðsins voru komnir upp á hæðina og höfðu nú numið staðar og horfðu á eftir okkur. Hrópunum fjölgaði nú óðum, en jeg ljet þau ekkert á mig fá, en geystist áfram með Delíu fast við hliðina á mjer. Jeg sá strax, að klæðnaður minn hafði komið upp J um okkur, enda þurfti jeg ekki lengi að efast um það, því er jeg leit um öxl, sá jeg nokkra riddaranna keyra hesta sína áfram og stefna hratt í áttina til okkar. Þeir hrópuðu hástöfum og skipuðu okkur að nema staðar. Mjer stóð á sama, þótt eftirför þeirra neyddi okkur til að halda nokkuð úr leið, því jeg treysti því, að hestar okk- ar mundu bjarga okkur uridan óvinunum. Jeg taldi ridd- arana og sá, að alls höfðu átta verið sendir á eftir okkur. Mjer til mikillar gleði, heyrði jeg nú lúðraþytinn á ný og sá, að hinir riddararnir í sveitinni virtust alls ekki ætla að veita okkur eftirför. Þó var það svo sem meir en nóg, að hafa átta óvini á hælunum. Sá fremsti þeirra hóf nú upp byssu sína og skaut, en hann hefur sjálfsagt frekar ætlað að hræða okkur en hæfa, því langt var frá því að hann væri ennþá kominn í skotfæri. Ef Loftur getur það ekki — Þá hver? í bensínleysinu. ★ Drengur nokkur utan af landi kom inn á lögreglustöðina og kvaðst hafa tapað úri, sennilega á Grundarstígnum. • Var honum sagt, að honum yrði þegar til- j kynþ_ ef úrið fyndist og gefnar góðar vonir um að hann myndi ekki þurfa að bíða lengi. Þremur dögum seinna átti drengurinn leið um Grundar- stíginn og sá þá að þar var fjöldi verkamanna með bora og önnur tæki og voru byi’jaðir að grafa upp götuna. Drengnum brá mjög í brún við þetta, og fjekk þegar samviskubit. Hann hraðaði sjer á lögreglustöðina. „Ja, það er út af úrinu, sem jeg tapaði“, sagði hann, „það er al- veg óþarfi að vera að hafa svona mikið fyrir því að leita að. Jeg ætlaðist alls ekki til þess“. Steinaldrar-Jensen sagði við húsbónda sinn, er hann fjekk honum stóreflis steintöflu áletr aða rúnaletri: — Ef þið farið ekki að finna upp pappírinn, neita jeg alger- lega að bera blaðið út lengur. ★ — Jeg geri ráð fyrir að þjer haldið mjög mikið upp á hesta? sagði ung stúlka við riddaraliðs foringja. •— Já, mjer þykir ekki vænna um nokkra skepnu, svaraði liðsforingin, nema ef vera skyldi konan mín. ★ — Jeg held að þjer sje óhætt að fara að tala við pabba. Mömmu og honum er farið að lítast betur á þig en þegar þau 'sáu jþig fyrst. — Nú, hafa þau eitthvað hrósað mjer? — Nei, ekki beint, en mamma sagði í gærkvöldi, að það væri ómögulegt að þú værir eins vit- laús og þú litir út fyrir að vera, og pabbi var á sama máli. , MALFI.UTNINGS- SKRIFSTOFA : Einar B. Guðmundsson. I Guðlaugur Þorláksson Austurstræth?. Símar 3202, 2002 Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5. ? mummnuitmiunwuiMimnnminiiinnniiunnnan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.