Morgunblaðið - 13.11.1947, Blaðsíða 11
Fimtudagur 13. nóv. 1947
MORGUNBLAÐIÐ
11
Fjelagslíf
Skemtifund heldur K. R. í
kvöld kl. 9 í Tjarnarcafé.
Til skemtunar verður:
Sýnd Heklukvikmynd
Kjartans Ó. Bjamasonar og fleiri nýj
ar myndir sem hann hefur tekið s.I.
sumar E. O. P. les upp revíuna
„Hvitir Italir“ — Dans. Borð ekki
tekin frá. Fundurinn er fyrir K.R.-
inga og gesti þeirra.
Skemtinefnd K. R.
Allar íþróttaœfingar K. R. falla
niður í kvöld vegna skemtifundar fje
lagsins.
Stjórn K. R.
Þeir l.R.-ingar sem hafa
Ýtu happdrættið til sölu,
geri skil til skrifstofunnar
milli kl. 4—7 hvern dag
fram að helgi.
Handknattleiksflokkar■ í. R.
1 kvöld er síðasta æfing fyrir mót
kl. 9.30 að Hálogalandi.
Stjórnin.
Kvennadeild Barðstrendingafjelagsins
hefur kvöldvöku í samkomuhúsinu
RöSli í kvöld, fimtudaginn 13. ]>.m.
kl. 8*4■ Skemtunin er fyrir fjelags-
menn en heimilt er að hafa með sjer
gesti.
Nefndin.
Tilkynning
K. F. U. K. — U.D.
Saumafundur í kvöld kl 8. Fram-
haldssagan lesin. Fröken Levdal talar
Allar stúlkur velkomnar.
FILADELFIA
Ahnenn samkoma kl. 8,30. Allir vel
komnir.
Samkoma í kvöld kl. 8,30 á Bræðra-
borgarstíg 34. Sigurður Þórðarson frá
Egg, talar. Allir velkomnm.
<$x®x$>^kS>3>3x®*$>3x®x®xíxíx3><s><S><®x$xSx$x®x$x$
I. O.G.T.
St. Dröfn nr. 55.
'Fundur í kvöld kl. 8,30. Skýrslur og
innsetning embættismanna.
Æ. T.
-^<^><®xí
Tapað
Peningaveski tapaðist á laugardaginn
8. nóvember, sennilega á Skúlagötu.
.Vinsamlegast skilist i Skipasund 50.
Gullarmbandsúr, með leðuról, Yeo-
man, tapaðist. Finnandi vinsamlega
skili því í verslunina Elfu Hverfisg.
32, gegn fundarlaunum.
Kaup-Sala
NotuS húsgögn
og lítið slitin jakkaföt keypt hæst
verði. Sótt heim. Staðgreiðsla. Simi
5691. Fornverslunin, Grettisgötu 45.
Vin n a
TEK HREINGERNINGAR
Þorsteinn Ásmundsson,
Uppl. í shna 4966.
HREINGERNINGAR
Pantið í tíma. Simi 5571.
Guöni Björnsson.
RÆSTINGASTÖÐIN. Tökum að
okkur hreingeraingar. Simi 5113.
Kristján og Pjetur.
AUGLlSING
ER GULLS ÍGILDI
- Fórnaði lífi sínu
Framh. af bls. 5
heldur vegna þess að hann leit
svo á, að vísindamenn hefðu
skyldur og rjett til þess að
leggja alt í sölurnar. Auk þess
vc,r hann framtakssamari og
hugmyndaríkari en flestir aðr-
ir, sem jeg hefi þekkt. Hann
var djarfur og fordómalaus í
skoðunum sínum, á sviði vís-
inda, án allrar stirfni og þver-
móðsku. Það var óvenjuleg
ánægja að vera með honum,
vegna þess að maður fór altaf
ríkari, fróðari af fundi hans er
rætt var um vísindaleg efni.
En auk þess var hann trygg-
lyndur og góður vinur vina
sinna, sem við allir munum
trega.
Jeg held að allir þeir, sem
hafa tekið þátt í Heklurann-
sóknunujm, hafi vitað hvað
rannsóknir þessar gætu kostað.
Nú hefjr Steinþór Sigurðsson
fært þá fórn fyrir alla hina.
Þegar þið hjer í kvÖld heyrið
og sjáið ögn af þeirri þekking
og kunnleik, sem fenginn er af
Heklugosinu vil jeg biðja yður
að líta til þess með lotningu,
Jeg hefi reynt að gefa yður dá-
litla hugmynd um hvað það
hefir kostað, reynt með fátæk-
legum orðum að gera yður
grein fyrir virðingu vorri fyr-
ir Steinþóri Sigurðssvni og
þakklæti voru í hans garð. Jeg
er þess fullviss að fjelagar hans
munu líta á það sem skyldu,
að halda starfi hans áfram og
hver um sig leggi við það alla
sína alúð, til þess að verk þetta
geti staðið sem óbrotgjarn
minnisvarða yfir góðan vin og
fjelaga, framúrskarandi vís-
indamann staðfastan, ótrauðan
starfsmann, er fórnaði lífi sínu
fyrir verk það, er hann taldi
skyldu sína að inna af hendi.
Yfirlýsing frá Fjelagi
ísi, myitdiislar-
manna
Fjelag íslenskra myndlista-
manna hefur sent blaðinu
eftirfarandi:
EINS og getið hefur verið um í
blöðum á að reisa minnisvarða
í Vestmannaeyjum um drukkn-
aða sjómenn.
Vestmannaeyingar hafa falið
þetta verk sænskum myndhöggv
ara.
Fjelag íslenskra myndlista-
manna sjer ástæðu til að harma
það, að ekki var fullreynt, hvort
íslenskur myndhöggvari eða
arkitekt ekki gæti gert þetta
verk, áður en leitað var út fyrir
landsteinana. Það virðist heldur
enginn maður með sjerþekkingu
hafa verið hafðui- í ráðum um
val á umræddu verki, sem þó
ætti að vera ófrávíkjanleg regla.
Við viljum því beina því til
Menntamálaráðs íslands, hvort
það sjái ekki ástæðu til að hlut-
ast um, að slíkt sem þetta endur
taki sig ekki. Menntamálaráði
íslands er falið með sjerstökum
lögum að annast listmál þjóðar-
innar, þannig er því ætlað að
hafa hönd í bagga með skreyt-
ingum opinberra bygginga og er
þá ekki minni ástæða til íhlut-
unar hins opinbera um minnis-
merki, sem reist eru á almanna-
færi og standa eiga í augsýn al-
317. dagur ársins.
Næturlæknir er í læknavarð
stofunni, sími 5030.
Næturvörður er í Reykjavík
ur Apóteki, sími 1760.
I.O.O.F.5=12911138y2=:
Martin Larscn, sendikennari,
flytur fjórða fyrirlestur sinn
um æfintýraskáldið H. C. And
ersen í II. kennslustofu Háskól
ans kl. 6.15 í kvöld.
Maður sá, er tók út af togar-
anum Surprise í ofviðrinu að-
faranótt sunnudags, heitir Guð
mundur Jóhannsson, Austurg.
29 í Hafnarfirði. Nafn hans
hafði misritast í frásögn blaðs-
ins af þessum sviplega atburði,
svo og í leiðrjettingu blaðsins,
í miðvikudagsblaði Morgun-
blaðsins.
Nýir norrænufræðingar. Ný-
lega hafa lokið, kandidatsprófi
í norrænum fræðum, þeir Her
mann Pálsson með 130% stig,
sem er eitt af hæstu prófum í
norrænu hjer við Háskólann,
og Sverrir Pálsson 99% stig.
Breiðfirðingafjelagið heldur
fund í kvöld. Verður þar m. a.
sýnd kvikmynd frá Heklugos-
inu.
Til hjónanna, sem brann hjá:
B. Ó. 200,00, Systkini 25.00,
frá Lambastöðum 700,00 og af-
hent af sjera Garðari Svavai-s-
syni frá konu í Laugarnessókn
50,00, ónefnd 50.00.
Skipafrjettir. Brúarfoss kom
til Rvíkur 11/11. frá Gauta-
’borg. Lagarfoss fór frá Rvík
6/11. til Hull. Selfoss fór frá
Immingham 11/11. til Akur-
eyrar. Fjallfoss er í Rvík.
Reykjafoss kom til Leith 11/11.
frá Húll. Salmon Knot fór frá
New York 29/10. til Rvíkur.
True Knot kom til Halifax
10/11. frá New York. Lyngaa
kom til Helsingfors 3/11. frá
Hamborg. Horsa fer frá Rvík
12/11. til Leith og Antwerpen.
Arbók Slysavarnarfjelagsins
er komin út og vex-ður hún seld
á götum bæjarins í dag. Sölu-
börn eru beðin að koma í skrif
stofu Slysavarnafjelagsins.
ÚTVARPIÐ í DAG:
8.30 Morgunútvarp.
18.30 Dönskukensla, 2. fl.
19,00 Þýskukensla.
19.40 Lesin dagskrá næstu vnai
20,20 Útvarpshljómsveitin (Þór
arinn Guðmundss. stjórnar):
a) Títusfoi-leikurinn eftir
Mozart. b) Cavalleri Rusti-
cana eftir Mascagni.
20,45 Lestur íslendingasagna
(Einar Ól. Sveinsson pró-
fessor).
21,15 Dagskrá Kvenfjelagasam-
bands íslands: Erindi: Versl-
unarmálin og heimilin (Rann
veig Þorsteinsdóttir stud.
jur.).
21.40 Frá útlöndum (Benedikt
Gröndal blaðamaður).
22,00 Frjettir.
23.00 Dagskrárlok^.
Michae! konungur á
leið til London
Genf í gærkvöldi.
MICHAEL Rúmeníukonung-
ur kom í einkaflugvjel sinni
hingað til Genf í kvöld, en hann
er á leiðinni til Bretlands, til
þess að vera viðstaddur brúð-
kaup Elizabeth prinsessu og
Mountbattens, fyrverandi
Grikkjaprins.
Konungur flaug vjel sinni
sjálfur, en í för með honum er
móðir hans, Helena drotning.
Þau munu halda ferð sinni
áfram á föstudag.
Þakka innilega alla vinsemd og hlýleik, sem mjer
var sýndur á 85 ára afmæli mínu.
Vigdís Símonardóttir.
Jeg þakka hjartanlega fyrir velvild og vinarhug sem
mjer var sýndur á 60 ára afmæli mínu 9. nóv.
Stefán Jóhannsson.
Frímerkjasafnarar
Gildismerki, kóngamerki, Alþingishátíðai'merki með og
án þjón. Lýðveldissettið, Heimssýningarsettið, Hjálpar-
settið, Háskólinn, Landslagið, Snorri, Þox-finnur, Flug-
settið 1934 og 1947. Jón Sigurðsson (eldri), Friðrik
VIII. Póstfrímerkin 1876 Kristján IX. 2 kr. Tveggja
kóngasettið, Flugsettið 1928, Þríhyrningurinn Yfir-
prentanir: Kristján IX. 10/2 kr. Kristján IX 5/16 aur.
20/40 aur. Kristján X. 1 kr. (yfii-stimplað), Kristján
IX. 30/50 aur. Zeppelin, Tveggja kónga 50 aur. (þjón).
Kristján IX. 20/25 aur. Konungsblokkin, Leifsblokkin,
Gullfosssettið. — Frímerkjasalan, Frakkast. 16, sími 3664
Hraðritun
Ung stúlka, sem kann enska hraðritim óskast nú þegar
á ski'ifstofu heildverslunar lijer í bænum. Umsóknir á-
samt upplýsingum óskast sendar á afgreiðslu blaðsins
fyrir 16. þ.m., merkt: „Hraðritun“.
kS><®^xíxS><SxS>3*$xí*8x®>^>^S^S*Sx^<íxM*®3>3>3*S><®”®*®x®<$x&<®*$>$x£<®*$>^^<®*®^>3>@*»
S>3>«*S*Sx®<®*^®*®>3xÍ*^<8>3*®-®*®”®,®><8"<
MATARSALT,
gróft & fint, fyrirliggjandi,
(JJ^ert -J'sriá tjdvióáou JjT* CJo. l.j^. |
Eiginmaður minn
ÁGUST KR. EYJÓLFSSON
bóndi í Hvammi í Landmannahreppi, Rangárvallasýslu.
andaðist að heimili sinu 11. nóv. 1947.
Sigurlaug Eyjólfsdóttir.
Hjartkær eiginmaður minn
ELÍS KRISTINN MAGNÚSSON
andaðist 11. nóv. s.l Jarðarförin ákveðin síðar.
BjdrnheiSur GuSmundsdóttir.
Utför
MAGNUSAR sigurðssonar
bankastjóra
fer fram föstudaginn 14. þ.m. frá Dómkirkjunni í Reykja
vík kl. 1 (ý e.h. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað.
Þeim, sem kynnu að vilja minnast hins látna, skal
hent á, að honum var mjög annt um Slysavarnarfjelag
Islands.
Reykjavik 11. nóv. 1947.
A'Östandendur.
Hjartans þakklæti fyrir auðsýnda vináttu og hlut-
tekningu við andlát og jarðarför
JÓNS J. BLÖNDAL, hagfræðings.
Victoria Blöndal og aÖstandendnr.