Morgunblaðið - 15.11.1947, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 15.11.1947, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 15. nóv. 1947 SKÝRINGAR Á UMSÓKNUM UM FESTINGARLEYFI A NÆSTA FJAR- Ari LÖGUM samkvæmt er eitt helsta verkefní fjárhagsráðs að semja heildaráætlun miðaða við eitt ár í senn um allar meiri háttar framkvæmdir i landinu. Undirbúningur slíkrar áætlun- ar fyrir árið 1948 er nú haf- inn. Einn helsti grundvöllur hennar er umsóknir um leyfi til að hefja eða halda áfram framkvæmdum af hálfu þeirra aðila, er að þeim stánda, enda er svo fyrir mælt að sjerstakt leyfi, svokailað fjárfestingar- leyfi, þurfi til að hefja eða halda áfram öllum fram- kvæmdum í landinu. að tiltekn um minni háttar framkvæmd um undanskildum. Þar að auki hefur verið sett skömtun á helstu byggingarvörur, og fer úthlutunin fram eftir ákveðn- um reglum, sem fjárhagsráð setur. Frestur til að skila um- sóknum um fjárfestingarleyfi fyrir árið 1948 hefur nú verið ákveðinn til 1. des. í Reykja- vik, Hafnarfirði og Seltjarnar- neshreppi, og til 15 desember annarsstaðar á landinu. Það er ætlunin með þessum orðum að veita væntanlegum umsækjend um nokkrar upplýsingar og skýringar varðándi þessar um- sóknir. Fyrst er vert að benda þeim, sem um fjárfestingarlevfi hafa þegar sótt á þessu ári á það, að endurnýja verður allar þessar umsóknir fyrir hinn tilskilda tíma, svo framatlega sem fram kvæmdum verður ekki lokið fyrir áramót. Þetta mun að sjálfsögðu valda mörgum all- mikilli fyrirhöfn, en þvi miður verður ekki hjá þessu komist, einkum af tvennum ástæðum. 1 fyrsta lagi er nauðsynlegt í sambandi við samningu fjárfest ingaráætlunar fyrir næsta ár að vita, hve langt þeim fram- kvæmdum fer nú komið, sem leyft hefur verio að halda á- fram á þessu ári. I öðru lagi hafa verið mjög mikil brögð að því, að upplýsingar í umsókn unum hafa verið allsendis ó- fullnægjandi, og .hefur ekki verið hægt að taka margar um sóknanna til afgreiðslu af. þeim astæðum. Þeir, sem áður hafa sótt um fjárfestingarleyfi til fjárhagsráðs, skulu því athuga það gaumgævilega, að þeir verða að endurnýja þessar um sóknir svo framarlega sem framkvæmdum verður ekki lokið — eða því sem næst — fyrir áramót. Endurnýjunin verður ao eiga sjer stað' alveg án tillits til þess, hverja af- greiðslu umsóknin hefur hlot ið, eða hvort framkvæmdir hafa hafist eða ekki. Hingað til hefur aðeins verið notuð ein tegund eyðublaða fyrir umsóknir. Þessu hefur nú verið breytt, vegna þess hve margskonar framkvæmdirnar eru. Nú verða því notuð ferns- konar ný eyðublöð: 1) Hið fyrsta þeirra er eink mn ætlað fyrir íbúðarhús og sniðið með tiiliti til þess. Þó á einnig að nota þetta eyðublað fyrir umsóknir um útihús, ver- búðir, verslunar- og skrifstofu- byggingar, bílskúra, geymslur og þvi'um líkt. Þetta eyðublað er ótölusett, en texti þess ber með sér til hvers á að nota það. Þetta eyðublað hefur um nokk uð skeið verið hægt að fá bæði hjá skrifstofu fjárhagsráðs í Reykjavik og umboðsmönnum ráðsins úti um land, en þeir eru bæjarstjórar og oddvitar á öllum verslunarst landsins. 2) Annað eyðublað er merkt nr. 2, og er, það ætlað til um- sókna fyrir fyrirtæki er stunda eða ætlá að stunda hverskonar iðnað eða framleiðslu. Þetta eyðublað er hægt að fá í skrif stofu fjárhagsráðs i Reykjavík og mun á næstunni berast til umboðsmanna út um land. Mun það ýmist þegnr vera kom ið þeim í hendur eða berast á næstunni. 3) Þriðja eyðublaðið er merkt nr. 3 og er það ætlað fyrir um sóknir um opinberar byggingar þ. e. byggingar, sem að öllu eða einhverju leyti eru byggðar með framlagi eða styrk rikis, bæjar- eða sveitarfjelaga, eða með fjárhagslegri ábyrgð, þess- ara aðila. Má þar tif nefna skóla, sjúkrahús, elliheimili, fje lagsheimili, sundlaugar o. s. frv Þó er ekki ætlunin að nota þetta eyðublað, þar sem að mestu eða öllu leyti er um íbúð arhús að ræða, endu þótt þau sjeu bygð með fjárhagslegri að stoð' þess opinbera, eins og t. d. byggingar skólastjóraíbúða, prestssetra, læknisbústaða o. s. frv., ekki heldur fyrir umsókn ir um íbúðarhúsabyggingar, er falla undir lögin um opinbera aðstoð Uð íbúðarhúsabygging- ar, svo sem byggingar verka- mannabústaða, samvinnubygg- irfgarf jelaga eða íbúðarhúsa- byggingar bæjar- og sveitarfje- laga. Er þá ætlast til að eyðu- blað það, er fyrst var getið, verði notað. 4) Fjórða eyðublaðið er merkt nr. 4, og er það mjög áþekt eyðublaði nr. 3. Er það ætlað fyrir hverskonar opin- berar, verklegar framkvæmd- ir, þ. e. framkvæmdir, sem gerð ar eru með framlagi, styrk, eða fjárhagslegri ábyrgð ríkis, bæj- ar- eða sveitarfjelaga, en þar sem ekki, eðá að litlu leyti er um byggingar að ræða. Má sem helstu dæmi slíkra fram- kvæmda nefna rafvirkjanir og rafveitur, vega- og brúagerðir, hafnargerðir, vatns- og hita- veitur. Bæði þessi eyðublöð, nr. 3 og 4, hafa tafist í prentun og eru enn ekki að fullu tilbúin. Þau munu þó innan skamms verða fáanleg í skrifstofu fjár- hagsráðs í Reykjavík, og verða þá þegar send umboðsmönnum út um land og ennfremur odd- vitum í öllum hreppum lands- ins. Þess má geta í sambandi við þessi tvö síðasttöldu eyðu- blöð, nr. 3 og 4, að upplýsingar um þær framkvæmdir mun einnig verða aflað hjá þeim aðiljum í Reykjávík, sem hlut eiga að máli, t. d. vitamáiastjórn inni, vegamálastjórninni, raf- veitustjórn ríkisins, fræðslu- málastjóra, húsameistara ríkis- ins o. s. frv. og geta umsækj- endur haft samráð við þá um umsóknirnar. Hjer skal þá til frekari glöggvunar ítrekað, hverjar eru hinar fjórar tegundir eýðu- blaða: 1) Almennt eyðublað, ótölusett, er nota á fyrir um- sóknir um íbúðarhús, verslun- ar- og skrifstofubyggingar, úti- hús, verbúðir, bílskúra, geymsl ur o. s. frv. 2) Eyðublað nr 2 fyrir hvérskonar iðnaðar- og framleiðslufyrirtæki. 3) Eyðu- blað nr. 3 fyrir opinberar bygg- ingar, önnur en íbúðarhús. 4) Eyðublað nr. 4 fyrir aðrar opin berar verklegar framkvæmdir. Mikilsvert er, að umsóknir sjeu skrifaðar á rjett eyðublöð, og jjmsóknir á eyðublöðum þeim, sem notuð voru á síðast- liðnu sumri og hausti, verða ekki teknar til greina. Ennfrem- ur er nauðsynlegt, að þéir aðil- ar, fjelög eða aðrir, sem standa að fleiri en einni byggingu eða framkvæmd, skili sjerstakri umsókn fyrir hverja þeirra. Þá skal farið nokkrum orð- um um þau helstu atriði, sem ætlast er til, að upplýsingar sjeu .gefnar um í umsóknunum. I fyrsta lagi verður að sjálfsögðu að gefa til kynna, um hvers- konar framkvæmdir,.er að ræða og úr hvaða efni hús verða byggð: Þá eru allítarlegar spurningar um notkun hús- næðis, fjölda íbúða^ fermetra- fjölda þeirra, stærð fjölskyldu o. s. frv. Nauðsynlegt er, að uþplýsingar ijeu veittar um ,þessi atriði, þar sem afgreiðsla umsóknanna getur að verulegu leyti oltið á því. Þá er spurt allnákvæmlega um stig það, sem byggingarframkvæmdirnar eru á, og -hvenær áætlað er að öðrum stigum verði náð. Mikils vert er einnig að fá skýr svör við þessu atriði. Þá eru allítar- legar spurningar um efnisþötf og birgðir. Þessar spurningar virðast oft hafa valdið allmikl- um örðugleikum, en óhjá- kvæmilegt er að gera strangar .kröfur til þess, að þeim sje svarað á viðunandi hátt. Verð- ur því að ráðleggja mönnum að leita í þessu efni aðstoðar byggingarfróðs manns, sjeu þeir ekki sjálfir færir um að gera slíkar efnisáætlanir. Athuga ber, að eingöngu er spurt um það efni, sem þarf til af fullgera framkvæmdirnar, ekki það efni, sem þegar er kom ið í þær. Einnig getur varðað miklu, að birgðir sjeu rjett fram taldar. í því sambandi er rjett að vara þau fyrirtæki, er reka verslun með byggingar- vörur, en jafnframt standa í byggingarframkvæmdum, ræki lega við því að þau rugli ekki saman verslunarbirgðum og efnisbirgðum framkvæmdanna. Birgðir þeirra eru verslunar- birgðir, sem óheimilt er að ráð- stafa til nokkurra framkvæmda fyrirtækisins án sjerstaks leyfis fjárhagsráðs eða umboðsmanna þess. Þá fyrst er slíkt leyfi hef- ir verið veitt, má telja efnið sem birgðir til þeirra sjerstöku framkvæmda. Um byggingarkostnaðinn hef ir hingað til reynst mjög erfitt' að fá upplýsingar á skýrslun- um. Aætlanir um byggingar- kostnað verða að vera eins ná- kvæmar og unnt er, og má t. d. gera þær á þann hátt að áætla heildarkostnað eftir rúmmetra- fjöída byggingarinnar í sam- ræmi við þann kostnað á rúm- meter, í svipuðum byggingum, sem talinn er almennur á staðnum. í þessu efni er einnig sjálfsagt að leita aðstoðar bygg ingarfróðs manns. Jafnframt er nauðsynlegt að gefa upp þann kostnað, sem byggingin þegar hefur haft í för með sjer. I sam- bandi við byggingarkostnaðinn er einnig spurt um fjáröflun til framlcvæmdanna, að hve miklu leyti sje um eigið fje að ræða, og hve miklu leyti um lánsfje, og þá frá hvaða aðil- um. Um þetta er spurt til þess að hægt sje að gera sjer hug- mynd um fjárhagslegan grund- völl framkvæmdanna, að hve miklu leyti þær geti komist í framkvæmd af fjárhagsástæð- um, og að hve miklu leyti þær mundu krefjast lánsfjár frá bönkum eða öðrum opinberum aðiljum. Vart hefur orðið all- mikillar tregðu að veita upp- lýsingar um þessi atriði, og er í því sambandi rjett að benda á, að meðlimir fjárhagsráðs og starfsmenn þess eru bundnir þagnarskyldu um þau atriði varðandi einstök fyrirtæki eða einstaka menn, sem þeir verða áskynja um af skýrslum þessum og þessar upplýsingar fara að sjálfsögðu ekkert út fyrir stofnunina, ekki heldur til ann arra ríkisstofnana. Þetta eru helstu atriðin, sem upplýsingar þarf að gefa um á hinu almenna eyðublaði, er ætlað er til um- sókna um íbúðar-, verslunar- og skrifstofuhús, útihús, ver- búðir, geymslur, skúra o.s.frv. Hin eyðublöðin, nr. 2—4, eru á ýmsan hátt fyllri og ítarlegri, en þar sem þau verða yfirleitt notuð við meiriháttar fram- kvæmdir, þar sem nákvæmari áætlanir eru gerðar af sjerfræð- ingum, þykir ökki ástæða til að fjölyrða sjerstaklega um þau hjer. Að lokum skal á það bent, að teikningar verða að f.ylgja öllum umsóknum, þó að undan- teknum umsóknum um útihús eða aðrar minniháttar fram- kvæmdir, sem ekki mundu hafa verið gerðar teikningar af að öðrum kosti. Áður en teikning er fyrir hendi, er yfirleitt ekki hægt, að taka umsóknirnar til athugunar. Þeir, sem þegar hafa sent Leikningar með íyrri um- sóknunum, þurfa þó ekki að senda teikningar á nýjan. leik, nema breytingar á þeim hafi verið gerðar. Yfirleitt verður ekki hjá því komist að gera mun strangari kröfur en áður um það, að umbeðnar upplýsingar sjeu veittar. Sjeu upplýsingar ó- fullnægjandi má því búast við, að það geti tafið mjög fyrir af- greiðslu umsókna, eða orðið til þess, að þær komi ékki til greina í áætlun ársins. Bændum skal bent á það, að umsóknir og teikningar um yggingu íbúðarhúsa og útihúsa í sveitum verða að vera sam- þykktar og áritaðar af teikni- stofu landbúnaðarins. Það er því rjettast að senda umsóknirn ar fyrst til teiknistofunnar, er síðan kemur þeim áleiðis til f jár hagsráðs. Þá ef rjett að veita nokkrar upplýsingar um þær fram- kvæmdir, sem ekki þarf að sækja um f járfestingarleyfi fyr- ir. Þessar framkvæmdir eru: 1) mannvirki og tæki, sem eigi kosta meir en 10.000 kr. 2) bygging íbúðarhú.sa íil c ýin af- nota, sem húseigandi vii ur að mestu að sjálfur, og ek' i eru stærri en 350 rúmmetiar, 3) bygging verbúða eða útihúsa á bújörðum, enda kosti þær fram- kvæmdir ekki yfir 50.000 kr. Samkvæmt heimild í 11. gr. nefndrar reglugerðar um fjár- hagsráð o. fl. hefur fjárhagsráð þó ákveðio að banna þar til öðruvisi verður ákveðið bygg- ingu bílskúra, sumarbústaða og girðinga kringum lóðir og'hús, að svo rniklu leyti sem erlent efni er notað til þeirra fram- kvæmda. Enda þótt þær framkvæmtiir, sem áður um getur, sjeu Undan- þegnar fjárfestingarleyfi, er þó samkvæmt reglugerðinni skylda að senda tilkynningu um þessar framkvæmdir mánuði áður en verkið hefst, og veita í þeirri til kynningu sömu upplýsingar og í umsóknum um fjárfestingar- leyfir Ennfremur eru þessar •framkvæmdir jafnt háðar bygg- ingarvöruskömmtuninni og aðr- ar framkvæmdir. Fjárhagsráð vill mælast til þess, að menn eft- ir megni reyni að senda slíkar tilkynningar og efnisleyfaum- sóknir fyrir íbúðarhús og útihús, er, byggja á á árinu 1948 og ekki þarf fjáríestingarleyfi til, fyrir hinn áður tiltekna tíma og á samskonar eyðublöðum og aðr ar umsóknir. Aftur á móti skulu slíkar tilkynningar um efnis- leyfaumsóknir ekki sendar um venjulegt viðhald. eoa aðrar framkvæmdir, sem kosta innan við 10.000 kr. Ér þá nóg að snúa sjer til skrifstofu ráðsins eða umboðsmanns þess, ^bgar að framkvæmdum kemur. Líklegt er, að ýmsum muni finnast frestur sá. sem veittur er til að skila umsóknum nokk- uð naumur, sjerstaklega ef und- irbúmngur framkvæmda er skammt á veg kominn, teikn- ingar og áætlanir ekki fullgerð- ar o.s.frv. I því sambandi er rjett að taka það fram, að ekki eru verulegar líkur til þess að hægt sje að leyfa að héfja mikl- ar nýjar framkvæmdir á næsta ári, vegna þess hve mikið af framkvæmdum eru nú ófull- gerðar, og aðaláhersluna verður að leggja á að ljúka þeim fram- kvæmdum. Allar umsóknir eiga að send- ast tii skrifstofu fjárhagsráðs, Tjarnargötu 4, Reykjavík, og þar verða ennfremur veittar allar nánari upplýsingar, sem óskað verður eftir í sambandi við þessar umsóknir. -— Sími ráðsins er 1790.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.