Morgunblaðið - 15.11.1947, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 15. nóv. 1947
í:
FRANS RO
!
skáldsaga eftir hollenska
rithöfundinn Piet Bakk-
er.
Yndisleg bók um eitt
mesta vandamál mann-
legs lífs: uppeldi barns á
algeru vandræðaheimili,
og hversu kennara barns-
ins, barnadómarinn og
aðstoðarmenn hans reyna
að vernda það gegn slæm
um áhrifum af viðskipt-
um barnsins við heimili
sitt.
Göfgandi og spillandi öfl
togast á um barnið og
þoká því fram til þroska
og lífshamingju eða
draga það út í myrkur
vonleysis og örvæntingar.
ÞAÐ ER fremur sjaldgæfur við-
burður, að út komi á voru landi
skáldsaga um börn og þroska-
feril barna, sem með öruggri
vissu má um segja að verulegur
ávinningur sje að lesa og endur-
lesta.
Ein slík bók hefur þó borist
í hendur mjer nýlega í íslenskri
þýðingu, og því vil jeg ekki láta
hjá líða að vekja á henni at-
hygli, ef ske kynni að fleiri
læsu hana og nytu hennar en
ella myndi.
Frans Rotta er skáldsaga
byggð á sálfræðilegum stað-
reyndum. Hún er svo skemmti-
leg aflestrar, að jeg er sann-
færður um, að hver sem byrjar
að lesa hana les hana með á-
nægju til enda. Þó munu þeir
fagna bókinni mest, sem þykir
verulega vœnt um börn og starfa
meö bömum. Jeg er líka sann-
færður um, að flestir, sem bók-
ina lesa, fá aukinn og gleggri
skilning en þeir áður höfðu á
því, hversu barn hugsar og starf
ar og hversu það bregst við erfið
um viðfangsefnum.
Frans er háður þeim hörðu
örlögum að alast upp við hörmu-
legustu aðstæður. Sagan lýsir
þeim nákvæmlega og þó er frá-
sögnin enganveginn ömurleg.
Önnur börn koma til sögunnar
og hverju þeirra um sig er lýst
af skilningi og samúð. —• Þau
koma í huga manns hvert með
sínum einkennum. Maður kann-
ast að vísu við þau öll áður og
hefur kynnst þeim hverju um
sig, en við lestur sögunnar skil-
ur maður þau betur en áður og
allt, sem þau segja og gera,
verður í einu vetfangi eðlilegt
og sjálfsagt. Svona er það satt,
svona hlaut þetta að fara.
Þeir; sem gjarnir eru að
leggja dóma á náunga sinn,
mundu ekki fella milda dóma
um dreng, sem líktist Frans. En
það væri þá líka af þeim ástæð-
um einnig, að þeir hirtu ekki
um að vita við hvað slíkur dreng
ur hefur að stríða.
Máske verður Fransi einna
best lýst með því að líkja hon-
um við villfjurt sem vex í mesta
óþverranum í götuskorningi
Rotterdamborgar, en hirðulaus-
ir fætur vegfarenda slá í hana
eða kremja hana með öllum
,Kþunga þess holds, sem fótunum
fýlgir. Þessu lík eru kjör hans.
t.jEh ef Frans mætir óvænt ná-
.kvæmri velvild og skilningi verð
ur hann algjörlcga ráðafátt. —
Hann býr hjá móður sinni. Hún
er framreiðslukona í veitinga-
krá, sem slæmt orð fer af. Móð-
irin er hörð við Frans og stund-
um misþyrmir hún honum og
fyrir kemur, að hún lokar hann
inni í dimmum kolaklefanum.
Eina manneskjan, sem getur
laðað Frans til gleði og biíðu er
faðir hans. En hann er farmað-
ur á flutningaskipum og er mjög
sjaldan í ldndi. Hann býr þá
heldur ekki heima hjá Fransi, og
Frans verður jafnvel fyrir ó-
notum og misþyrmingum, ef
hann hittir föður sinn.
Það er því síst að undra, þó
að sálarlíf þessa barns verði
nokkuð með öðrum hætti en
æskilegt væri. Og þannig er því
hka farið.
í framkomu Frans ber mest
á varnarstöðunni. Hann er allt-
af á verði gegn hættunni, sem
hann álítur að ógni honum hvað
anæfa jafnvel frá lögreglu og
barnaverndarnefnd. Þessi fram-
koma hans líkist háttum rott-
unnar, sem flýr í holu sína, en
sje ekki undankomu auðið,
snýst hún til varnar með djörf-
ung og hugrekki. Með þessu
nafni kemur hann í skólann.
Kennari hans er ungur sál-
fræðingur. Hann leitast í fyrstu
mest við að kynnast Frans og
skilja hann. Þar næst kappkost-
ar hann að koma Frans í skiln-
ing um að hann vilji litlu Rott-
unni, eins og höfundurinn nefn-
ir hann, allt gott og aðeins gott
og að allt starf hans fyrir Frans
miðist við þa<£
Þessi ungi kennari — Bruis
— sem sjálfur segir söguna,
finnur það köllun sína að vernda
og leiða þetta afvegaleidda barn
til sigurs og manndóms. — Og
jafnvel það erfiða hlutverk virð-
ist ætla að heppnast. Frans
kastar ham rottunnar meira og
meira með hjálp kennarans og
skólafjelaga sinna og svo virðist
sem það góða í fari hans ætli að
sigra. En þá dynur ógæfan á ný
yfir þetta litla umkomulausa
barn. Lögreglan og barnavernd-
arnefnd koma til skjalanna. —
Frans hefur hent hræðilegt slys
og afleiðingin orðið voðaleg.
í sögulokin situr hann í barna
fangelsinu einn og umkomulaus.
En hann er ekki yfirgefinn.
Börnin, skólafjelagar hans,
sakna hans og sum taka skelegg
málstað hans og kennari Frans
og parnadómarmn reyna báðir
að finna þá leið, sem belst yrði
honum tii farsældar.
Þannig skilur höfundurinn
við þennan litla,jjgeng, sem orð-
ið hefur leiksopþur harðra ör-
laga. Framtíð hans er hulin ó-
vissu. eins og lífið sjálft. Hingað
til hefur lífið tekið hann ómild-
um höndum, fátækt og umkomu
leysi hafa þjáð hann. Nú á hann
þó að minnsta kosti álitlegan
vinahóp og Iiann veit um það.
Sú vissa hlýtur að færa honum
nýja von. Og meðan vonin býr
í huga mannsins eru tækifæri
til nýrra sigra og hamingju.
★
Piet Bakker er fæddur í Rott-
erdam árið 1897. Um nokkurt
TTA
skeið var hann barnakennari,
en 1921 yfirgaf hann kennsluna
og gerðist blaðamaður og rit-
höfundur. Mesta viðurkenningu
hefur hann hlotið fyrir bók sína
CISKE DE RAT eða Frans
Rotta eins og bókin heitir í 'ís-
lensku þýgingunni.
Piet Bakker skrifar bækur
sínar af velvilja,, mannást og
næmum skilningi á mannlegu
lífi. Áhugamál hans eru lífsins
og framtíðarinnar, í öllu falli
þeirrar framtíðar, sem við þrá-
um öll.
Vilhjálmur S. Vilhjálmsson
þýddi bókina á íslensku og
Ragnar Jónsson gaf hana út.
Báðir hafa leyst sitt hlutverk
með prýði. Þeirra sje heiðurinn
og þökkin.
Jón Sigurðsson.
„íslensí: fyndnf"
„íslensk fyndni" XI. Safn-
að og skráð hefur Gunnar
Sigurðsson frá Selalæk. —
ísafoldarprentsmiðja h.f.
ÞETTA ER er ellefta hefti „ís-
lenskrar fyndni“, 150 skopsagn-
ir og vísur, með nokkrum mynd-
um. Gunnar frá Selalæk hefur
unnið gott verk og þarft, með
því að safna þessu saman og
gefa út í sómasamlegum bún-
ingi. Mætti þakka honum það
betur en gert hefur verið. — Þó
hefur hann hlotið þá þökk, sem
kanski er best allra, að hvergi
sjest hefti af „Fyndninni“
nema ljótt og rifið og lesið því
nær upp til agna! Og fáum bók-
um helst manni jafn illa á og
þessum heftum.
Segja má, að ekki sje allt jafn
gott í saíni þessu, en fátt er
ljelegt og margt prýðilegt. Tek
jeg mjer það bessaleyfi, að birta
hjer tvær sagnanna:
„Jón í Tungufelli í Hreppum
var ríkur bóndi.
Guðjón frá Hlíð var vinnu-
maður hans.
Guðjón giftist Valgerði, dótt-
ur bónda, en ekki var Jón á-
nægður með þær tengdir.
Ávallt kallaði hann Guðjón
Jón, en ekki sínu rjetta nafni.
Jóhann Briem í Hruna, sem
var sóknarprestur Jóns, spurði
hann eitt sinn um ástæðuna
fyrir því að hann kallaði tengda-
son sinn Jón, en ekki fullu skírn-
arnafni.
Jón svaraði:
„Mjer var kennt það í mínu
ungdæmi að leggja aldrei guðs
nafn við hjegóma“.
„Nafnarnir Sigurður Heiðdal
og Sigurður Berndsen hittust
um það leyti, sem hið stórfelda
íkveikjumál var á döfinni á síð-
astliðnU ári.
Þeir voru að ræða um málið og
kom saman um að mjög væri
einfeldnislega og ógætilega til
þess stofnað, þar sem meðal
annars svo margir menn voru
í vitorði.
Loks segir Sigurður Bernd-
sen:
„Jeg skal segja þjer, nafni,
að ef menn ætla að láta kveikja
í þá dugir ekki annað en fá til
þess stálheiðarlegan mann“.
Kristmann Guömundsson.
„Endurminningar
frú Gyðu Thorlacius"
„Endurminningar frú Gyðu
Thorlacius“. Sigurjón Jóns-
son, læknir, íslenskaði. ísa-
foldarprentsmiðja h.f.
ÞETTA ER fyrir margra hluta
sakir góð bók. I henni eru fróð-
legar og verðmætar þjóðlífslýs-
ingar frá Austfjörðum, um og
eftir aldamótin 1800. Ilún veitir
innsýn í sálarlíf merkilegrar
konu, og sýnir oss landið og
þjóðina frá sjónarmiði velviljaðs
útlendings. Lesandinn tekur
þátt í ferðalögum á landi og sjó,
í þann tíma, sem öruggara var
og á allan hátt þægilegrá að
koma við í Kaupmannahöfn,
þegar fara skildi frá Eskifirði
til Eyrarbakka! Síðast en ekki
síst kynnist lesandinn frú Gyðu
sjálfri, en hún er dönsk kona,
eins og þær gerast bestar, vel-
viljuð, hjálpfús og hjartagóð,
einlæg og elskuleg — og móður-
sjúk. En þann kvilla virðist f jör-
efnaskortur fásinni umhverf-
isins hafa lagt henni til, og cru
þess mörg dæmi.
Gyða er fædd í Amager 1782.
Hún giftist Þórði Thorlacius,
ungum lögfræðingi, íslenskum í
föðurætt, árið 1801 og fara þau
skömmu síðar til íslands, en
þar hefur Þórður verið skipaður
sýslumaður í Suður-Múlasýslu.
Þau setjast að á Eskifirði og
síðar flytjast þau að Helgustöð-
um, þar skammt frá. Fátæk eru
þau, og launin lítil, svo að spart
verður á öllu að halda. En frú
Gyða er fyrirmyndarhúsmóðir,
gerir sjer mat úr öllu, fer meira
að segja á grasafjall og venur
sig á „íslenskt viðurværi“, sem
ekki mun hafa verið beisið. Fún
er reynslulítil og dálítið einföld,-
en á þó ýms hyggindi er I hag
koma. Landið er henni svo fram-
andi sem væri hún komin til
tunglsins; en frásögn hennar og
athugasemdir eru bráðskemmti-
legar. Hún lendir í mörgu mis-
jöfnu og allt verður það lifandi
í endurminningum hennar, t.d.
hrakningarnar á austfjarðahá-
lendinu og ferðin til Akureyrar,
hvorttveggja miklar svaðilíarir.
Æfi hennar er oft ill. Þegar hún
fæðir annað barn sitt, sendir
hún út um allar trissur til þess
að fá keypta mjólk á flösku, en
fær enga. Verður hún þá að
bjargast við sitt venjulega viður
væri: „tvíbökur með floti og
tevatn með sírópi“. Tekur þetta
smámsaman mjög á heilsu
hennar, ásamt hinu breytta
loftslagi, og síðari árin er hún
orðin svo móðursjúk, að nærri
fer sturlun á stundum. Vetx-ar-
ríkið og myrkrið í hinu fagra
en — í hennar augum -— einnig
ægilega landi leikur taugar
hennar hart og sífeldar barn-
eignir fara með heilsuna. Þrátt
fyrir það reynir hún að hjálpa
bágstöddum, sem nóg er af, og
láta gott af sjer leiða eftir
mætti. Og vel liggja henni orð
til íslendinga, — sem eru henni
þó misjafnlega góðir: „En þeir
eiga hrós skilið, blessaðir karl-
arnir fyrir það, hve hugvitsamir
þeir urðu, er í nauðirnar rak:
þeir spunnu línur úr togi, öngl-
ana smíðuðu þeir sjálfir, og þeir
báru lýsi á bátana í tjöru stað“.
Þá er sagan um valdaferil
Jörundar hundadagakonungs
vel og skemtilega sögð, þótt eitt-
hvað sje þar krítað liðugtk
Síðustu tvö árin þeirra hjóna
á íslandi var Þórður sýslumað-
ur í Árnessýslu. En svo lauk
þrautatíma frú Gyðu og komst
hún loks heim til „det yndige
Land“ -— og var sjö vikur 1 hafi
á leið til Danmerkur. — Varð
hún að skilja tvö börn sín eítir
á íslandi, annað fótbrotið! -—-
En, þrátt fyrir allt má vel lesa
milli línanna í endurminningun-
um, að dvölin á íslandi hefur
verið orðin að hinu mikla æfin-
týri í lífi frúarinnar, um það
leyti sem hún tók að rita minnis
blöð sín. Og gott var að hún
skyldi gera það, blessuð gamla
konan, því fyrir bragðið höfum
við eignast þessa prýðilegu bók,
sem hver maður er bættari að
að lesa.
, Þýðing Sigurjóns Jónssonar,
læknis, er ágæt og allur frá-
gangur bókarinnar hinn besti.
Kristmann Guömundsson.
„Msnon Lescauf'
..Manon Lescaut.“. Eftir
L’Abbé Prévost D’ExiIes.
Bókasafn Helgafells.
LISTAMANNAÞING II. —
eða Bókasafn Helgafells, sem
það heitir öðru nafni, hefur far
ið vel af stað. Fyrsta bókin var
hin fræga æfisaga Mústafa
Kemal yg númer tvö ,.Sagan af
Manon Lescaut og riddaranum
Des Grieux“, í þýðingu Guð-
brandar Jónssonar prófessors.
Bók þessi hefur verið þekkt
og lesin um allan hinn mennt-
að heim um nálega tveggja
alda skeið, og ættu það að vera
nægileg meðmæli með henni.
Hún er hin eina af fimmtíu
skáldsögum höfundarins, sem
staðist hefur „tímans tönn“,
hinar eru að fullu gleymdar.
Raunar er hún hluti úr stærra
verki: „Endurminningum aðals
manns“, en þó fullkomlega
sjálfstæð. Þetta er mjög svo
spennandi og læsileg saga, á
sina visu, og ekki vantar í hana
æfintýraleg fyrirbæri, miklar
ástríður og heitar ástir! Enda
hafði höfundur hennar úr
nógu slíku að moða, því líf
hans var svo viðburðaríkt og
óvenjulegt, sem frekast mátti
verða. Hann geklc í reglu Jesú-
ita 16 ára gamall, en „skorti
köllunina“, eins og komist er
að orði í formála ísl. þýð.
Strauk hann úr klaustrinu og
ljet skrá sig í herinn, en fór
úr honum og aftur í Jesúíta-
regluna! Flúði hann þó enn úr
klaustri sínu og gekk að nýju
í herinn; var nú hermaður í
fjögur ár og mjög frábitinn
öllu sem líktist munkalífi! Að
þessum fjórum árum liðnum
fór Prévost enn í klaustur, að
þessu sinni hjá Benidiktsmunk
um, „til þess að gleyma hjá
þeim logandi ástarbruna.“
En ekki toldi hann þar
lengi. Fór svo jafnan, að hann
var veikur fyrir freistingum
heimsins, en alla æfi stundaði
hann þó guðræknina öðrum
Framh. á bls. 11