Morgunblaðið - 16.11.1947, Page 6

Morgunblaðið - 16.11.1947, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 16. nóv. 1947 Útg,: H.f. Árvakur, Reyk;avík Framkv.stj.: Sigfús JónssoB Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm. i Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsaoin. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600, Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlanda. kr. 12,00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með L«8b6k Hvað er að gerast í Frakklandi ? í FRÖNSKUM stjórnmálum hefur jafnan verið allra veðra von. Ríkisstjórnir hafa komið þar og farið með skemmra millibili en í nokkru öðru landi. Undanfarnar vikur og mánuði hefur ríkt mikið óvissu- ástand í Frakklandi. Verðbólgan hefur vaxið hröðum skrefum og þar með öngþveitið í efnahagsmálum þjóðar- innar. í ágústmánuði einum hækkaði verðlag á matvælum í París almennt um 23 af hundraði. Verð á kartöflum hækkaði á sama tíma um helming og pundið af svína- kjöti úr 14 krónum upp í rúmar 20 krónur íslenskar. Fyrir síðari heimsstyrjöldina var hægt að kaupa franska bif- reið af vandaðri gerð fyrir 22 þúsund franka, sem með núgildandi gengi fransks gjaldeyris samsvarar rúmum 11 hundruðum íslenskra króna Fyrir þessa upphæð er nú varla hægt að fá keypta ómerkilega ritvjel. Á sama tíma var hægt að eignast tólf herbergja íbúð fyrir 60 þúsund íranka. Nú nægir sú upphæð tæplega fyrir klæðaskáp. Þannig hefur verðbólgan leikið þessa auðugu og iðju- sömu þjóð, sem um langt skeið hefur talist til glæsileg- ustu menningarþjóða heimsins. En í þessu landi hafa ileiri vofveifiegir hlutir gerst. Framleiðslan hefur dregist geysilega saman. Kornuppskera Frakka var í haust tæp- ar fjórar miljónir tonna í stað á níundu miljónar fvrir stríð á ári. Ollu þurkarnir í sumar þar að vísu nokkru um, en aðallega þó stórminkandi þátttaka í landbúnaðar- störfum. Kolafcamleiðslan hefur einnig minkað mjög síð- an að kolanámurnar voru þjóðnýttar. Hverjar eru orsakir þess, að svo illa er komið fyrir írönsku þjóðinni? Styrjöldin veldur að sjálfsögðu miklu þar um. Þjóðverjar Ijeku hana grátt meðan á hernámi þeirra stóð. Og siðferðisþrek hinnar frelsisunnandi irönsku alþýöu beið mikinn hnekki undir járnhæl naz- ismans. En meginorsakir þess stjórnmálaöngþveitis, sem nú ríkir í Frakkiandi; eru hin sterku áhrif kommúnista inn- an verkalýðssamtakanna. Með því að beita verkaiýðs- samtökunum fyrir sig, hafa kommúnistar getað torveldað mjög, og stundum eyðiiagt alla viðleitni stjórnarvaldanna til þess að gera skynsamlegar ráðstafanir til stöðvunar og niðurfærsiu verðbólgunnar. Stjórn jafnaðarmannsins Ramadier hefur af þessurn orsökum átt mjög örðugt um vik. Hverri dýrtíðarráðstöfun hennar hefur verið mætt af fullkomnum f jandskap af hálfu kommúnista. Þegar við hina öfgafullu andstöðu kommúnista bættist svo kosn- ingasigur de Gaulle í bæjarstjórnarkosningunum fyrir skömmu, þurfti engan að undra, þótt stjórnin yrði enn þá veikari og ófærari til þess að ráða við örðugleikana. Og nú logar Frakkland í verkföllum og óeirðum. Til þess virðast ekki vera miklar líkur að stjórn Ramadier geti skapað varanlegan vinnufrið í landinu og nauðsyn- legt öryggi í efnahagsmálum þjóðarinnar. Til þess eru tök kommúnista í verkalýðsfjelögunum of sterk, enda þótt úrslit bæjarstjórnarkosninganna sýndu að sókn þeirra væri stöðvuð og flokkur þeirra byrjaður að tapa fylgi. — Krafa de Gaulle um nýjar kosningar til þjóðþingsins og hipn veiki meirihluti Ramadier stjórnarinnar með trausts yfirlýsingu í þinginu fyrir skömmu, gerir aðstöðuna enn þá erfiðari. Miklar líkur eru til að hægri flokkur de Gaulle myndi vinna enn á við nýjar þingkosningar og bæði jafnaðar- menn og kommúnistar tapa. En það, sem er að gerast í frönskum stjórnmálum í dag, og mun gerast þar á næstunni, getur haft mikil áhrii í stjórnmálum Evrópu. Hvað sem líður efnahag frönsku þjóðarinnar hlýtur hún eins og málum er háttað á megin- iandinu að verða þar andleg forustuþjóð. Veldur þar um gömul og glæsileg menning hennar. ÚR DAGLEGA LÍFINU Hótanabrjef. „OG EF ÞJER sjáið yður ekki fært að birta grein mína, þá mun jeg snúa mjer til ann- ars blaðs“. Mikil voðaleg hót- un er þetta, en þó nokkuð al- geng. Yfirleitt hefi jeg það fyr ir reglu að fleygja slíkum brjef um ólesnum í brjefakörfuna. Er lítið fyrir hótanir yfirleitt og ekki eru brjóstgæðin meiri en það, að jeg get vel unt kol- lega við næsta blað að glíma við sumt af því efni, sem venju lega fylgir slíkum hótanabrjef- um. En svo kom brjef í gær -— með hótun — og rfftt er það var komið í brjefakörfuna, tók jeg eftir að það var frá stúlku og greinarkorn um silkisokka. Og svo kom upp úr kafinu, að þetta er allra skemtilegasta brjef. Það bregður fyrir örlít- illi minnimáttarkennd hjer'og þar, en ekkert alvarlegt. Og hjer er brjefið: • Engir ullarsokkar (hamingjunni sje lof) „OG ÓSKÖP eru af kvenfólk inu, sem ekki á nema næfur- þunna silkisokka". Satt var orðið. Jeg tel vafalítið, að a. m. k. helmingur af reykvísku kven fólki eigi enga nothæfa sokka nema silkisokka. „Ekki er að hjegómagirninni að spyrja“, munu karlmennirnir hugsa, þrátt fynr ítrekaðar tilraunir kynsystra minna til að koma þeim í skilning um hina rjettu ástæðu fyrir silkisökkafargan- inu. En það er um að gera að gefast ekki upp, þó að verkið virðist harla vonlítið. Þess vegna ætla jeg nú að segja ykk ur þessa ástæðu einu sinni enn. Hún er sú, að ullarsokkar hafa ekki fengist hjer mjer vit- anlega síðan í fyrravetur, og þá fjekkst miklu minna en þörf var fyrir. Bómullar- og ísgarns sokkar hafa ekki heldur verið hjer á boðstólum síðan í vor sem leið. En slíkir sokkar eru á að giska tvisvar sinnum sterkari og þrisyar sinnum ó- dýrari en venjulegir silkisokk- ar, svo að ekki sje nú minnst á hina langþráðu ullarsokka. • Bara fínir silki- sokkar. „EINHVER LESENDA kann að hafa heyrt minnst á gjald- eyrisörðugleika. En kvíðið engu, lesendur góðir. Þeir örðugleik- ar eru ekki meiri en svo að ?s- lensku kvenfólki er ekki boð- ið upp á annað en dýra og fína silkisokka til að ganga í seint og snemma og í hvaða vinnu og veðri sem er. Þetta er að vísu dálítil aukaeyðsla á gjald eyri, en hvað skal ekki gera fyrir fegurðina? Því að vænt- anlega efast enginn um, að feg- urðarsmekkur, en ekki hjegóma girni, liggur þessu máli til grundvallar, þar sem engin kona er meðal gjaldeyrisráð- enda. • Askorun. „VÍKVERJAR GÓÐIR. Gerið þið nú heiðarlega tilraun til þess að lauma þessum staðreynd um inn fyrir höfuðskelina, svo að þetta eilífa „næfurþunna- silkisokka-nöldur“ hætti. Og viðvíkjandi málinu skór- opnir-í-hæl-og-tá í hvernig veðri sem er, skuluð þið minn- ast þess, að einn af starfsbræðr um Víkverja birti nýlega mynd af kvenfólki, sem stóð í biðröð fyrir utan skóbúð og ætlaði að reyna að ná sjer í „bomsur“. Auðskilið var á greininni, sem fylgdi með, að myndin var birt í háðungarskyni!! Stúlka“. • Misskilningur. ÞETTA SEGIR hún þá bless- uð dúfan og telur sig vafalaust vera fulltrúa fyrir allar sínar kynsystur. Skal ekki deilt við hana á einn eða annan hátt, nema um það sem snertir hug- myndir hennar um frjettamynd ir í dagblöðunum. Myndin af biðröðinni var ein göngu birt sem frjett, •— tím- anan tákn — og í henni fólst ekkert háð á einn eða neinn. Hafið þjer ekki sjeð í blöðun- um myndir af biðröðum fyrir utan mjólkurbúðir, telpa mín. Haldið þjer að það sje eitthvað grín? Nei, þjer megið ekki láta tilfinningarnar hlaupa með yður. • Lífsháski. ÞAÐ VAR maður nærri bú- inn að drepa sig og nokkra f§r- þega í bílnum, sem hann ók, hjer um kvöldið. Hvort hann stofnaði lífi sínu og fjelaga sinna í hættu af aulaskap eða þrjósku, eða hvorttveggja veit jeg ekki, en hjer er sr.gan. Slökkviliðið hafði ver!3 kall að út og bílar þes brunr u um göturnar. Allir menn mco ein- hverja glóru í kollinum, bæði fótgangandi sem akandi, viku fyrir slökkviliðinu. Nema einn. Hann kom akandi í bíl sínum með fullum ljósum á móti i slökkviliðinu og hefir víst þótst vera allmikill maður, sem ekki ljeti nú slökkviliðið segja sjer fyrir verkum. En afleiðing þessa glanna- skapar var, að ökumaður slökkviliðsbílsins blindaðist sem snöggvast og ók beint að bíl aulans. Fyrir einstakt snar ræði slökkviliðsmannsins, tókst honum að afstýra slysi. • Einfalt ráð. ÞAÐ VAR ekki aulanum, sem ók með full ljós á móti slökkvi liðsbílnum að þakka, að ekki fórust þarna margir menn. Það á að vera ófrávíkjanleg regla hjá öllum, að víkja er þeir heyra í slökkviliðinu og minna má nú heyra. en þau óskapar læti, þegar það er á ferðinni. Slökkviliðsbílarnir eru það þungir, að ef þeir ækju á venjulegan fólksbíl, þá myndu þeir mola þá undir sjer og lítil von vera til að nokkur kæm- ist lifandi úr slíkum árekstri. MEDAL ANNARA ORÐA .... + ——j Ejtir G. J. Á. I---- -——— ———tr áissfræna rflýðræðiS" o§ Maniy SÍÐASTLIÐINN þriðjudag var 74 ára gamall rúmenskur stjórnmálaleiðtogi dæmdur til æfilangrar þrælkunarvinnu. Hann hafði verið forsætisráð- herra lands síns, barist í herj- um þess í heimsstyrjöldinni fyrri og lagt grundvöllinn að stjórnmálaflokki, sem, brátt varð sá fjölmennasti í Rúm- eníu. I síðari heimsstyrjöldinni hafði han barist leynt og Ijóst gegn innrásarherjum nasista, farið ódult með fylgi sitt við Bandaménn og unnið á bak við tjöldin að algerum sigri þeirra. o • 50 ára barátta. Það var þesis stórnmálamað- ur, sem var ötulasti stuðnings- maður l^ichaels konungs,’ þeg- ar konungur loks tók rögg á sig og steypti Antonescu ein- ræðisherra. Og það var þessi stjórnmálamaður, sem um 50 ára skeið hafði barist .leynt og ljóst gegn öfgastefnunum, sem síðastliðinn þriðjudag fyrir dómstólunum í Búkarest var dæmdur til æfilangrar þrælk- unarvinnu. Hann heitir Julius Maniu, er 74 ára gamall og var til skamms tíma leiöíogi Bændaflokksins rúmenska. o • * Kommúnistar. Það voru kommúnistar, sem hnepptu Maniu í fangelsi. Hann var sakaður um „landráð11 og hann var dæmdur, eins og vel- flestir leiðtoga.r stjórnarand- stöðunnar í Austur-Evrópu nú hafa verið dæmdir. Svo valdamiklir eru komm- únistar Austur-Evrópu orðnir. Kommúnistar dæmdu Maniu til æfilangrar þrælkunar. Það eru orðin „landráð“ að starfa gegn þeim, „landráð“ að lýsa yíir skoðunum sínum, jafn vel ,,landráð“ að flýja ofbeldi kommúnista, eins og Mikolajc- cyk tókst að gera fyrir þrem vikum síðan. # • Tvennskonar lýðræði. Atburðirnir síðastl. viku voru að því leyti óvenjulega athygl- isverðir, að mönnum gafst þarna gott tækifæri til að bera saman lýðræðið austræna og vestræna. Austræna „lýðræðið11 lýsti sjer í frelsissviftingu Manius, vest- ræna lýðræðishugsjónin kom fram í stjórnarmynduninni í Danmörku. Bæði 1 Rúmeníu og Danmörku höfðu stjórnmála- mennirnir hrópað hátt og lengi. Munurinn var aðeins sá, að í Rúmeníu voru þeir „landráða- menn“, sem ekki sungu lof- söngva um línuna frá Moskva, — í Danmörku hefði hver sá verið kallaður landráðamaður, sem reynt hefði að banna rúss- nesku lofsöngvana. Þetta er mikli munurinn. Hjá hinum sönnu lýðræðisþjóðum, (Framhald á bls. 8).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.