Morgunblaðið - 16.11.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.11.1947, Blaðsíða 10
'10 MORGUIS BLAÐIÐ Sunnudagur 16. nóv. 1947 57. dagur í rökkrinu áttaði hún sig fyrst. Þá sat hún út við glugg- ann og grjet fagnaðartárum út af því að barnið sitt skyldi hafa dáið. „Það var mikil guðsblessun a.ð það skyldi fá að fara“, sagði hún hvað eftir annað við sjálfa sig, og sneri hendur sínar af fögnuði — hún fann að hún neri hendur sínar af íögnuði. Dagarnir liðu. Hún hafði enga hugsmynd um það hvað tímanum leið. Stundum fannst benni heil eilífð síðan Billy var settur í fangelsi. Stundum fannst henni að það hefði skeð kvöldið áður. En tvent var henni vel ljóst — að hún mátti ekki vitja Billy í fangelsið, og að það hefði verið guðs blessun að barnið dó. Einhverju sinni kom Bud Strothers að vitja um hana. HÚn bauð honum inn og þau töluðu saman. Hún tók eftir því að buxurnar hans voru trosnað- ar að neðan, og það var eins og þetta kæmi við hjartað í he.nni. Seinna kom gjaldkeri ökumanna fjelagsins. Hún sagði honum að hún hefði sagt Bud Strothers það að sig vanhagaði ekki um neitt og að hún mundi komast vel af þangað til Billy kæmi heim. Svo greip hana nýr ótti. Þegar Billy kœmi heim. Nei, það mátti ekki ske. Þau máttu ekki eiga fleiri börn. Ef þau eignuöust barn, þá gat verið að það litði. Nei, og þúsund sinnum nei. Það mátti aldrei ske. Þá var berra að hlaupast á brott og láta Billy ckkert vita um sig. Allt var þetta betra en að eiga það á hættu að eignast barn. Þessi ótti ásótti hana irúsk- unnarlaust. Hana dreymdi það eð hún hafði eignast barn og þá hrökk hún upp með hljóðum, titraði af skelfingu. Yfirleitt var svefninn orðinn óvær og hana dreymdi Ijóta drauma. Stundum fann hún að þetta var martiöð, að hún var alls ekki sofandi. Sveínleysið var farið að hafa sín áhrif, og móðir hennar hafði einmitt dáið úr svefnleysi. Einn dag vissi hún ekki fyr en hún var komin inn í lækn- íngastofu Hentleys. Læknirinn horfði lengi á hana. „Eruð þjer viss um að þjer fáið nóg að borða?“ spurði hann svo. Hún kinkaði kolli. „Er það eitthvað sjerstakt, sem legst þungt á yður?“ Ifún hristi höfuðið. „Nei, nei, ekkert í þá átt, læknir------það er aðeins eitt _il „Hvað er það?“ spurði hann og reyndi að vera glaðlegur. Þá mundi hún til hvers hún var komin. Og hún sagði honum írá því. „Það er ekki hægt, góða mín“, sagði hann. „Víst er það hægt. Jeg veic að það er hægt“. „Já, jeg átti nú ekki heldur beinlínis við það. En jeg þori það ekki. Það er lögbrot. Jeg þekki lækni, sem er nú í Lea- venworth fangelsinu fyrir slíka yfirsjón". Þá fór hún að bonum bónar- veg. Grátbændi hann um að gera þetta. Hann sagði henni að hann ætti konu og börn og þeirra vegna mætti hann ekki taka á sig þá ábyrgð. i „Það er heldur engin hætta, eins og stendur“, sagði hann. „En það verður, það verður“, veinaði hún. Og svo sagði hún honum frá öllum raunum sínum. Hún sagði honum frá því hvað þau Billy hefði verið hamingjusöm fyrst. Svo sagði hún frá þeim þreng- ingum, sem sigldu í kjölfar verk íallanna og hvernig Billy hefði breyst svo að nú væri ekki um neina ást að ræða þeirra í milli. Og svo sagði hún honum frá ótta sínum. Hún gæti vel afbor- ið það að missa annað barn. En hún gæti alls ekki af borið það að eiga að ala upp barn. Billy kæmi nú bráðum úr fangelsinu. Og þá kom hættan. Hún grát- bændi hann um að hjálpa sjer. „Jeg má ekkert gera fyrir yð- ur og jeg má ekki ráðleggja yð- ur neitt heldur“, sagði hann. „Það er sorglegt, en þannig eru lögin. Jeg er bundinn á báðum höndum. Og jeg má ekki stofna mjer í neina hættu vegna fjöl- skyldu minnar“. Vonbrigðin voru mikil. Hún ætlaði að fara. En þá var eins og hann sæi jeg um hönd. „Komið þjer hjerna", sagði hann. „Setjist hjerna hjá mjer“. Hann ar í þann veginn að hvísla einhverju að henni, en hætti við það, gekk að dyrunum, opnaði hurðina og skygndist fram á ganginn. Svo lokaði hann hurðinni og gekk til hennar og laut svo nærri henni um leið og hann hvíslaði, að skeggið á hon- um kitlaði hana í eyrað. Hún ætlaði að þakka honum fyrir. „Nei, nei“, sagði hann, „jeg hefi ekkert sagt yður. Þjer kom- uð aðeins til mín til þess að láta mig skoða yður. Og jeg hefi komist að þeirri niðurstöðu að þjer eruð þreytt og tæplega með sjálfri yður“. Hann fylgdi henni til dyra. Þegai hann opnaði hurðina stóð maður frammi á ganginum. — Hann var á leið til tannlæknis, sem var í næstu stofu. Hentley læknir hækkaði þá róminn: „Þjer megið ekki vanrækja að taka inn þetta styrkjandi meðal, sem jeg hefi ráðlagt yður. Munið það. Og borðið ekki of mikið, þegar matarlystin kemur aftur. En yður er óhætt að borða sað- sama fæðu, eins og til dæmis nautakjöt — en þjer verið að steikja það vel“. Stundum hafði Saxon enga eirð á sjer til þess að sitja heima. Hún fleygði þá yfir sig sjali og gekk niðurá hafnar- bryggju, eða út til Sandy Beach, þar sem Billy kvaðst hafa verið vanur að baða sig. Eða þá að hún klöngraðist yfir stóra timb- urhlaða og komst þannig út á Rock Wall. sem náði langt út í flóann. Þar var alltaf svalandi hafgola, en að baki sást ekki í Oakland fyrir reykkúf og annar reykkúfur var hinum megin við flóann — það var San Franc- isko. Ótal skip, seglskip og stór gufuskip, sigldu þarna fram hjá. Hún fór að hugsa um sjó- mennina, hvað þeir færi víða og hvað þeir sæi mörg ókunn lönd og hve frjálsu lífi þeir lifðu. Eða höfðu þeir máske einnig sinn djöful að draga? Fór heim- urinn máske jafn hörðum hönd- um um þá eins og íbúa Oakland ? Nei, það gat tæpiega verið, þeir voru svo frjálsmannlegir. Og oft óskaði hún sjer þess að hún væri komin um borð í eitthvert skipið, sama hvaða skip það væri, aðeins að það sigldi nógu langt í burtu, nógu langt frá þessum heimi, sem hafði troðið allar helgustu tilfinningar henn- ar niður í sorpið. Oft var það þegar hún lagði á stað að heiman að hún vissi ekki hvert hún ætlaði og vissi ekki hvert fætúrnir báru hana. Einu sinni var sem hún vaknaði upp við það að hún var komin inn í eitthvert borgarhverfi, þar sem hún var öllu ókunn. Þarna var breið gata og til beggja handa 1 voru raðir af háum trjám og grænar flatir. Húsin stóðu dreift og voru stór — sannkall- aðar hailir að hennar áliti. En það var ekki þessi sjón, sem hafði vakið hana af dvala, held- ur ungur maður, sem stóð hjá bíl utan við eina höllina. Hún þekti hann. Þetta var Roy Blanchard, ungi maðurinn, sem Billy hafði haft í hótunum við fyrir skemstu. Hjá honum stóð líka annar ungur maður, ber- höfðaður, sem hún þekti. Það var maðurinn, sem var valdur að hrekknum á kappHlaupunum, fyrsta daginn, sem þau Billy voru saman. Það var hann, sem hafði brúgðið göngustaf sínum fyrir fætur hlauparans og þar með komið á stað öllum ólátun- um, sem urðu þann dag. Þeir horfðu báðir undrandi á hana og hún vissi þegar að það mundi vera af því að hún hefði talað upphátt við sjálfa sig. Hún kaf- roðnaði og ætlaði að flýta sjer fram hjá þeim. En Blanchard fór 1 veg fyrir hana. „Hvað gengur að yður?“ spurði hann. Hún svaraði engu en ætlaði að halda áfram. „Jeg þekki yður“, sagði hann. „Þjer voruð með verkfallsmann- inum, sem hótaði að jafna um gúlana á mjer“. „Það er maðurinn minn“, sagði hún. „Þá má hann vera ánægður“, sagði Blanchard. . En þjer? Get jeg ekki gert neitt fyrir yður. Það gengur eitthvað að yður“. „Nei, mjer líður vel“, sagði hún, „en jeg hefi verið lasin“. Hún efaðist ekki um að þetta væri ósatt, því að henni kom ekki til hugar að það væri nein- um veikindum að kenna hvað hún var undarleg. „Þjer eruð þreytuleg", sagði hann. „Leyfið mjer að aka yður eitthvað — hvert sem þjer vilj- ið, það gerir ekkert til þótt það sje langt, því að jeg hefi nógan tíma“. Saxon hristi höfuðið. „En —■ — en ef þjer vilduð gera svo vel að segja mjer hvar jeg get náð í sporvagn til átt- undu götu------jeg er ókunnug í þessum borgarhluta“. „Hann sagði henni hvar hún næði í strætisvagninn og hve oft hún yrði að skifta um vagn, og hún var alveg hissa á því hvað hún var komin langt. „Þakka yður fvrir og verið þjer sælir“, sagði hún. „Eruð þjer viss um það að jeg geti ekki gert neitt fyrir yð- ur?“ spurði hann. „Já, jeg er viss um það“, sagði hún. 4 flafnf irði rigar Reykvíkingar Dansleikur í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði í Jkvöld kl. 10. NEFNDIN IJafnfirðingar Reykvíkingar D A IM S A Ð I í dag (sunnudag) frá kl. 3—5 og í kvöld kl. 9—11,30. <| ^JJótel j^röótur Geymsla — Húsnæði! Mig vantar lagerpláss. Mætti vera 1 stórt herbergi eða 2 samliggjandi. Tilboð leggist inn á afgreiðslu blaðsins merkt: „Desember 1947“. „Þjóðvarnarfjelag IsSendingð' efnir til almenns fundar í „Tjarnarbíó“, sunnudaginn ¥ 16. nóvember kl. 2 síðdegis. Fundarefni: Efndir flugvallarsamningsins. Margir ræðumenn. Aðalræðuna flytur prófessor Gylfi T Þ. Gíslason, alþingismaður. Allir velkomnir á fundinn! Mastið stundvíslega! B a n 1 eftirtöldum löndum er rjúpnaveiði stranglega bönnuð: Öll Mosfellsheiði, Stíflisdals- og Flellsendaland, Star- dalsland og Esjan öll að sunnan, vestur fyrir Bleikdal i Saurbæjarlandi. ÁBÚENDUR. FLUGNÁMSKEIÐ Fullkomin kennsla a skömmum fíma Einn af þekktustu flugskólum Bandarikjanna .... CAL-AERO TECHNICAL INSTITUTE.. . stofnsettur árid 1929, getur nú veitt móttöku takmörkudum fjölda af flugnemum. Aherzla er lögd á ad framfylgja pví naudsyn- legasta og litlum tíma eytt í minn- iháttar atridi. Adsetur skólans er [ ydri flugvélaidnadar Califoroiu. CAL-AERO TECHNICAL INSTITUTE er vidurkenn* dur af Menntamálaradi Bandarlkjanna (Civil Aero* nautics Administration) og einnig skradur hjá Utlen* dingaeftirliti U. S. A. fyrir erlenda námsmcnn. Hann er einn af clstu, staerstu og ábvggilegustu flugskólum heims. Yfír 6000 flugmenn fra flestum löndum á hnettinum hafa þegar útskrifast. Auk þess vory 26000 flugmenn og 7500 flugserfrae dingar þjalfadir par fyrir flugher Bandaríkjanna. VI<J KÖFUM REYNSIU fYRIB CÓOUM ÁRANGRI. THHHIW IHtTITUTC GRAND CENTRAL AIR TERMINAL 1310 AIRWAY, GLENDALE1, CALIFORNIA, U.S.8. SendiÖ umsóknina í dag — Drogirf þa4 ekltt' Gjörid svo vel ad senda mei, dn kostnadar og skuldbindingar skólaskra og allar upplýsingar vidvíkjandi flugnóminu. f AEPINGARDAGUR OG AR HEIMIUSFANG AREIÐAN LEGASTI SKOLI FLUGFRAEÐINNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.