Morgunblaðið - 21.11.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.11.1947, Blaðsíða 1
16 síður 34. árgangur 266. tbl. — Föstudagur 21. nóvember 1947 ísafoldarprentsmiðja h.f. Geysimikil hrifning Lundúnahúa við brúðkaup Elizabeth og Philips hertoga Leon Bium faliö að mynda stjórn í Frakk- landi París í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. AIJRIOL forseti Frakklands, veitti í dag Leon Blurn hinum aldna leiðtoga sosialistafrokksins franska umboð til þess að mynda nýja ríkissjórn, cn í gær sagði Ramadier stjórnin af sjer og verkíallið breiðist stöougt út. Á rnorgun (föstudag) mun hann halda ræðu í þinginu og skýra frá steínu'þeirri, sem r.ýjá stjórnin mun halda. Fái hann traustsyíirlýsingu mun hann þegar ínynda nýja stjórn. Þarfnast síuðtiing margra. Ymsir þingmenn ljetu þá skoð un í ljósi að Blum mundi á morgun fá nokkurn meiriirluta þegar traustsyfirlýsingin er borin fram, en stjórnarskrá Frakklands krefst að svo sje hvenær sem ný stjórn tekur við. Blum þarfnast ekki ein- ungis stuðnings sósíalista, held- ur og flestra hinna flokkanna allt *frá radikölum til hægri flokkanna. Fjárniálastcfnan. Margir þingmenn draga í efa hvort hægt sje að fallast á fjár- málastefnu Blums, svo og að hann sje rjetti maðurinn til að táka við stjórn sem sitja verð- ur undir ofsafengnum áróðri kommúnista. Víst er um að hann muni velja sjer ráðherra úr næstum öllur.i flokkunum nema kommúnistaflokknum. Það er þó dregið mjög í efa hvort Paul Reynaud, taki sæti í stjórninni en hitt talið víst að Georges Bidault muni halda áfram sem utanríkisráðherra og mun hann mæta fyrir hönd Frakklands á futidi utanríkis- ráðherranna í London. Verkföll enn. Þrátt fyrir væntanleg stjórn- arskipti heldur verkföllunum áfram og samkvæmt síðustu frjettum hafa járnbrautarverka menn hótað verkfalli ef ekki fáist þegar 20% launahækkun og í Marseilles hafa þeir þeg- ar sameinast 13 þús. verkamönn um sem þar eru i verkfalli. VENES UELA-FISKIMIÐ KÖNNUÐ ÍVASHINGTON: — Bandarískur fiskiveiðaleiðangur mun á næsta |u'i kanna strendur Venesúela til þess að reyna að auka fiekfram- þiðslu iandsins. Enn einn ungverskur sfjórnmálamaður fiýr Budapest í gærkveldi. HlNN kommúnistiski innan- ríkisráðherra Ungverjalands hefur nú skipáð að leysa upp sjálfstæðisflokkinn ungverska, en eins og kunnugt or, flúði Pfeiffer, leiðtogi hans, úr landi fyrir skömmu síðan. Pfeiffer er nú kominn til Bandaríkjanna. Annars berast nú frjettir af því, að enn einn ungv. stjórn- málamaður hafi neyðst til að flýja land. Er þetta þingmaður og fyrverandi leiðtogi jafnað- armanna í Ungverjalandi. Sendiherra Svía kallaður heim Stokkhólmi í gærkveldi. SENDIHERRA Svía í Varsjá hefur verið kallaður heim til viðræðna um þá staðhæfingu pólsku stjórnarinnar að sænsk- ir sjómenn og fleiri Svíar þar í landi hafi stutt flótta náins samstarfsmanns Mikolajczyk frá Póllandi. •— Reuter. Arabar myrfir . Jerúsalem í gærkveldi. • FJORIR Arabar voru skotnir til bana en hinn fimmti hættu- lega særður í gær. Stern óald- arflokkurinn er sagður valdur að þessum morðum, en hann af- sakar sig með því að Arabar hafi vísað á nokkra meðlimi flokksins, sem hefðu verið hand teknir fyrir nokkrum dögum. Reymr mynda sfjórn LEON BLIJM muu í dag skýra franska þingtnu f.va því, á hvaöa grundveili hann muni reyna að mynda stjórn. Stjórnarmyndun hans veltur svo á því, hvort nógu niargir þingmenn sjeu reiðubúnir til að fylgja stefnu hans. -----■»«»■*» — Sáffaumleifðn milli fndlands og S.-Afríku New York í gærkvöldi. BELGIA, BRASILIA, KUBA, Danmörk og Noregur, báru í dag á fundi S. þ. fram sameig- inlega áskorun þess efnis að Ind- land og Suður-Afrika færu þess á leit við Pakistan að þeir hjálp- uðu þeim að miðla málum um stöðu Indverja í Suður-Afriku, en ef það tekst ekki þá skyldu Indverjar og S.-Afríkumonn' halda áfram tilraunum sínum um samkomulag með almennum viðræðum innan þingsins. Sjeu báðar þessar leiðir samt sem áð- ur ófærar, þá bæri þeim að skjóta máli sínu til alþjóðadóm- stóls. •— Reuter. Mexikó fær ián Washington. EXPORT-IMPORT Bankinn hef ur samþykt 5 miljón dollara lán handa Mexiko, og mun stjórnin þar verja iáninu til þess að kaupa dráttardýr, traktora og aðrar landbúnaðarvjelar til hjálpar þeim bændum í norður Mexikó, sem orðið hafa fyrir skaða vegna gin og klaufaveiki í búpeningi. En eins og kunnugt er þá hefur allmikið af búpen- ingi þeirra verið slátrað til þess að hefta útbreiðslu veikinnar. 2 miljónir manna hylla brúðhjónin LONDON í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Eftir MICHAEL RYERSON. GEORGE Bietakonungur, Elizabeth drottning og fjölmargir tignir gestir vörpuðu öllum virðuleika fyrir borð í dag, hlupu út í hallargarð Buckingham Palace og jusu rósarblöðum yfir Elizabetn prinsessu og Philip, hertoga af Edinborg, þar sem þau sátu nýgiít’ í hinum opna vagni sínum. Þúsundir manna horfðu á þetia, en nokkrum klukkustundum áður hafði dr. Geoffrey Fisher, erkibiskup af Canterbury, gefið brúðhjónin saman í Westminster Abbey. Á FUNDI bæjarstjórnar í gær, fór fram kosning fimm manna í niðurjöfnunarnefnd. Sjálfst'æðismenn eiga í nefnd- inni 3 fulltrúa, Alþýðuflokks- menn einn og Sósíalistar einn. Fulltrúar Sjálfstæðismanna eru: Gunnar Viðar hagfræðing ur, Sigurbjörn Þorkelsson kaupm., og dr. Ejörn Björns- son hagfr. Fulltrúi Alþýðu- flokksins er Ingimar Jónsson skólastjóri og fulltrúi Sósíalista Zophónías Jónsson. Varamenn Sjálfstæðismanna eru: Björn Snæbjörnsson, Ein- ar Erlendsson og Guttormur Erlendsson. Marshall á leið til Bretlands- Washington í gærkvöldi. MARSHALL utanríkisráðherra, lagði í dag af stað frá Washing- ton tii Bretlands, en þar mun hann sitja ráðstefnu utanríkis- ráðherra f jórveldanna, sem hef j ast á í næstu viku. Truman forseti, fylgdi Mars- hall á flugvöllinn og óskaði hon- um góðs gengis. — Reuter. ílalir krefjasf nýlendna London í gærkveldi. SENDIHERRA ítala í Lon- don hefur farið þess á leit við fulltrúa utanríkisráðherra fjór- veldanna, að ítaliu verði feng- in verndarstjórn fyrverandi nýlendna sinna í Afríku en þær eru ítalska Sotnaliland, Eritrea og Libia. — Reuter. Hveitibrauðsdagarnir í húsi Mountbattens lávarðar Hin nýgiftu hjón voru þakin rósablöðum og hlæjandi og kát, er þau lögðu af stað í brúð- kaupsferð sína til Winchester og Romsey Hampshire í Suður- Bretlandi, en þar munu þau dveljast í húsi Mountbattens lávarðar, landstjóra Indlands. George konungur, drottning hans og gestir veifuðu brosandi til brúðhjónanna, er þau óku frá Buckingham Palace. Fóru frá Waterloo Elizabeth og Philip lögðu upp 1 brúðkaupsferð sína frá Water- loo járnbrautarstöðinni í Lon- don. Járnbrautarlest þeirra, sem var skreytt með blómum og flöggum, kom til Winchester um klukkan fimm eftir íslenskum tíma. 2,000,000 manns Með brottför brúðhjónanna lauk fyrsta þætti hátíðahald- anna í bresku höfuðborginni. Er áætlað, að um 2,000,000 manns hafi um tíma verið saman kom- inn fyrir framan konungshöll- ina og Westminster Abbey og við götur þær, sem ekið var eft- ir til og frá kirkju. Tugir þús- unda höfðu staðið á götunum alla síðastliðna nótt, til þess að sjá væntanlega drottningu sína og eiginmann hennar. Líkast æfintýri AHir þeir, sem viðstaddir voru athöfnina í kirkjunni og sáu brúðhjónin á leið til kirkju, höfðu sömu söguna að segja — þetta líktist einna helst æfin- týrunum um konungssynina og álfaprinse^surnar. Unga prins- essan í perluskreyttum brúðar- kjól og við hliðina á föður sín- um í fögrum glervagni; lúður- þyturinn um leið og brúðurin gekk inn kirkjugólfið; hinn glæsilegi klæðnaður kirkjugest- Framh. á bls. 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.