Morgunblaðið - 21.11.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.11.1947, Blaðsíða 2
2 MORGUHBLAÐIÐ Föstudagur 21. nóv. 1947 tlR HEIMAHÖGUM: Skammdegis- verk komm- « únista ÞEGAR það veldur óþægind- um hve spennan í rafveitukerf- inu er lág, ljósin deuf og hitinn af Hitaveitunni með minna tnóti. þá er eðlilegt að menn ppyrji hvernig á þessu standi, og hvaða ráð sjeu til úrbóta. Vandkvæði þessi voru fyrir- sjáanleg, og til þess ætlast að á þeim yrði ráðin bót nú í haust með því að koma bjer upp yara stöð við Elliðaárnar sem fram- leíðir rafmagn, til viðbótar við Sogsveituna, þegar þess gerist þorf. Og geti snerpt á hitanum í Hitaveitunni, þegar á þarf að halda. Það væri eðlilegast, að allir bæjaibúar væru samtaka í því, að fá á þessu lagfæringar, — með því að hraða smíði hinnar nýju stöðvar „Toppstöðvarinn- ar“ eins og hún er kölluð. En síðan kommúnistarnir hjerna hafa tekið að sjer, að téfja allar framkvæmdir, eftir því sem þeir geta, spilia verð- mætum, draga úr atvinnu og gera þjóðfjelagi sínu yfirleitt alt það til óþurftar, sem þeir geta, þá verða menn að ganga út frá því sem gefnu, að komm- únistar leggist eindregið á þá Rveif, að tefja fyrir því, að hin nýja stöð geti tekið til starfa. Slík er stefnuskrá hinna er- Jendu þjóna eins og verkin sanna. Kommúnistar vinna að þessu atriði í stefnuskrá sinni, eem kunnugt er, með því að ota járnsmiðum út í verkfall. Því án járnsmiðanna verður ekki lokið við stöðina. Verkfall járnsmiðanna rökstyðja komm- únistar með því, að tvær iðn- et jettir fái nú hærra vikukaup en járnsmiðir. Verkfallið er sett á, á þeim tíma sem þörf bæj- arbúa fyrir ljós og hita er mest. Sem eðlilegt er frá sjónarmiði kommúnistanna. Síðan er ríkisstjórninni kent um verkfallið. Að hún skuli ekki greiða það kaup sem járn- smiðirnir fara fram á(!) En það er jámsm'íðameistaTanna og járnsmiðanna að koma sjer saraan um kaupið. Ríkisstjórn- -<n hefir ekkert með það mál að gera. Sjái járnsmíðameistar- ornir sjer fært að greiða járn- nniðunum hærra kaup þá tnyndu þeir gera svo. Aftur á móti er það vitað mál að eigendur. íslenskra veiði- r.kipa geta ekki tekið á sig hærri viðgerðarkostnað en nú er hjer á Sandi. Það er ekki ríkisstjórn- inni að kenna hve sá kostnað- ur er orðinn mikill. Én það er etefna þeirra manna sem vilja stuðla að því, að fiskveiðar ís- Jendinga haldi áfram, að til- kostnaður útgerðarinnar verði ekki hækkaður frá því, sem nú er. Heldur verði hann lækkað- Ur. Kommúnistar vilja að sjálf- Fögðu að tilkostnaður útgerðar- l»nar verði hækkaður. Með því . rnóti gera þeir sjer einmitt von Bæjarstjórnin sam|Dykkir einróma tillögu Jóhanns Hafsteins um undirbúning að síidarverksmiðju hjer Þarf að geta tekið til starfa næsta haust Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í gær flutþi Jóhann Haf- stein eftirfarandi tillögu um undirbúning að síldarverk- smiðju hjer á næstu grösum. Bæjaistjórn Reykjavíkur ályktar að lýsa yfir eftir- farandi: Bæjarstjórnir. telur mjög aðkallandi og brýna nauðsyn þess, að nú þegar sje framkvæmd ýtarleg rannsókn á því, á hvern hátt verði með hagkvæmustum ráðum hægt að nýta til fulls síldveiðimöguleika þá, sem eru og verða kunna í Faxaflóa. í þessu sambandi leggur bæjarstjórnin sjerstaka á- herslu á eftirfarandi: 1. Stofnað sje til rannsóknarinnar með samvinnu eftir- taldra aðila: Stjórnar síldarverksmiðja ríkisins, Landssambands ísl. útvegsmanna, Fiskifjelags ís- lands, Sjómannafjelags Reykjavíkur og bæjarstjórn- ar Reýkjavíkur. Rahnsókn málsins sje við það miðuð, að reynt verði að Ijúka öllum nauðsynlegasta viðbúnaði fyrir byrj- un næstu vertíðar, á hausti 1948. Stefnt sje að því varðandi væntanlega mannvirkja- gerð, svo sem byggingu síldarverksmiðju og annað í sambandi við hagnýtingu afla, að efla sem víðtæk- ast samstarf einstaklinga, fjelaga og þess opinbera til þess í senn að flýta öllum framkvæmdum og um leið að dreifa þeirri áhættu, sem óhjákvæmilega er samfara slíkum framkvæmdum að svo komnu. Felur bæjarstjórn borgarstjóra og bæjarráði að hafa forgöngu um framgang þessa máls. 2. 3. Ekki einsdæmi. Þegar síldarhlaupið kom í Kollafjörð á síðasta hausti, litu menn svo á, að hjer væri um einstakt fyrirbrigði að ræða, og því vafasamt hvort ástæða væri til, að búast við því, að slík síld arganga endurtæki sig á næstu árum. Síðan síldin gerði aftur vart við sig í haust, og það jafnvel í ríkara mæli en í fyrra, er við- horfið breytt^ Er það nú orðið almennt álit sjómanna og útgerðarmanna, að gera þurfi ráðstafanir til þess, að hægara verði að hagnýta þá síld, er hjer veiðist, en nú er. Á tiltölulega skömmum tíma hafa veiðst hjer um 100.000 mál síldar,og það edda þótt gæftir hafi verið stopular. Þegar tek- ið er tillit til þess, hve þetta er mikið magn, samanborið við allan aflann, sem fjekkst í sum ar, þá er greinilegt, að full þörf er á því að tryggja það sem best, að síldaraflinn sem fæst hjer í Faxaflóa, geti komist til fullrar hagnýtingar hjer nær- lendis. Þó síldarbræðsla sje starf- rækt á Akranesi með þeirri að- stöðu sem þar er nú, nær það <S- um að koma áformum sínum í framkvæmd. Að stöðva fram- leiðsluna. En þau áform eru ckki miðuð við þarfir, óskir fða velferð íslensku þjóðarinn- ar. Þau eru sem kunnugt er miðuð við það, að kommúnist- um hjer á landi takist að koma hjer á alvinnuleysi og stór- vandræðum. skamt. Þar mun vera hægt að bræða 700 mál á dag. Og þó hægt verði í beinamjölsverk- smiðju suður með sjó, að bræða 1000 mál á dag, er þetta of lítið, ef taenn gera ráð fyrir að önn- ur eins síldarhlaup eigi sjer hjer stað í framtíðinni, eins og nú hefir verið. Nú er aflinnjað miklu leyti fluttur til Norðurlands, með ærnum kostnaði og fyrirhöfn. Erfitt að útvega til þess flutn- ingaskip, og ýmsir aðrir örðug- leikar á slíkum flutningum. Hvalveiðistöðin. Á næsta ári verður reist- hvalaveiðistöð í Hvalfirði. Á þeim tíma árs, sem Faxasíldar- innar er von, munu hvalaveið- ar liggja niðri, vegna alþjóða- fyrirmæla um þær veiðar. Menn sem standa að þeim framkvæmdum, segja, að hægt muni verða að bræða um 2000 mál á dag í þeirri stöð. En til athugunar kemur hvort hjer þurfi ekki stórfeldari fram kvæmdir, til þess að tryggja hagnýtingu síldaraflans. Austfirðir og Akranes. Á Alþingi var gerð um það samþykt í fyrra, að ríkisstjórn- in omdirbúi stofnun síldar- verksmiðju á Austurlandi, fyr- ir austan Langanes. Komið hefir fram fyrirspurn um það á Alþingi, hvað því máli liði. Pjetur Ottesen þingmaður Borgfirðinga hefir komið fram með tillögu til breytingar á lög um um síldarverksmiðjur rík- isins, og leggur til að reist verði 5.000 mála verksmiðja á Akra- nesi. Þó lagt sje til að Alþingi samþykki að ríkið reisi síldar- verksmiðju, hvort heldur hjer við Faxaflóa, ellegar annars- staðar, þá er ekki að vita hve langan aðdraganda það mál hefði, hve fljótt yrði hægt að fá vjelar til verksmiðjunnar, hvernig gengi með samkomu- lagið í þinginu um það, hvar verksmiðjan á að vera, eða hvaða útvegi ríkið hefði með fje til framkvæmdanna. En það getur oltið á miklu, að verksmiðjá slík yrði komin til notkunar hjer á næsta hausti. Kunnugt er að útgerðarmað- ur einn á vjelar 1 5.000 mála verksmiðju, sem hann hafði hugsað sjer að setja upp á Siglufirði. Jeg hefi ástæðu til að halda, að tillaga Pjeturs Otte sen, um 5.000 mála verksmiðju á Akranesi sje í einhverju sam- bandi við vjelar þessar. Menn taki saman ráð sín. Jeg tel eðlilegt, að sem flestir aðilar taki mál þetta upp, hvar verksmiðjan á að vera hjer við Faxaflóa, og hvernig henni á að vera fyrir komið, hvort t. d. ekki kæmi til mála, að reisa þessa verksmiðju á annan hátt, en gert hefir verið á undan- förnum árum. T. d. að horfið yrði frá því í þetta sinn, að reisa dýrar steinbyggingar, ut- anum hinar nauðsynlegu vjel- ar, svo hægara yrði að breyta til í verksmiðjunni eða flytja verksmiðjuna, ef henta þætti síðar. Hjer getur komið margt til greina. En aðalatriðið er, að hafist verði handa sem fyrst, til þess að aðstæður til síldarvinsl unnar verði þegar á næsta hausti mun bctri hjer í ná- grenninu en þær eru nú. Ályktun Jóhanns Hafstein var samþykt með samhljóða öll um atkvæðum bæjarfulltrú- anna. Björn Bjarnason kom með þá breytingartillögu §ð í stað þess að Jóhann legði til að fulltrúi yrði kosinn frá Sjómannafje- lagi Reykjavíkur, þá yrði full- trúi í undirbúningsnefndinni, frá Alþýðusambandi íslands. Urðu dálitlar orðahnippingar um það atriði. En tillaga Björns feld með 10 atkv. gegn 5. Hagnýting fiskúrgangs. Jón A. Pjetursson skýrði frá því, að fyrir alllöngu síðan, hefði komi tillaga um það frá Ingvari Vilhjálmssyni í sjávar- útvegsnefnd bæjarins, að sam- tök yrðu gerð um, að koma upp beinamjölsverksmiðju. Hafa hraðfrystihús bæjarins og fleiri tekið þátt í undirbúningi þess máls. Lóð hefir verið fengin undir verksmiðju þessa í Orfir- isey, og ráðgert að hafa við hana allstórar þrær fyrir efni- vöruna. Vildi Jón að þersir aðilaþ kæmu til, við undirbúning þess máls, sem Jóhann flutti. Eis taldi að eftir að þessi mikla haustsíld kom til sögunnar, þá mætti búast við, að þær ráða- gerðir, sem verið hafa á döfinna um það að hagnýta fiskúrgang í mjöl, betur en gert hefir hjer verið, muni hafa verið of smá- tækar. Hjer myndi þurfa að sjá fyr- ir því, að fiskúrgangur hag- nýtist betur en nú, þegar fisk- beinum er dreift út um alt í ná- grenni bæjarins, til þess síðan að gera úr þeim annars flokks mjöl. Með því að reisa hjer síldar- verksmiðju, væri líka opnaðir möguleikar fyrir síldarsöltun. En meðan hjer væri engin síld arbræðsla, væri illmögulegt að salta hjer síld, er fleygja þarf allri úrgangssíldinni. Jón A. Pjetursson vonaðisí eftir því, að þingmenn bæjar- ins yrðu skeleggir í því, að berj ast fyrir, að verksmiðjan kæmj upp hjer í Reykjavík. Umræður. Gísli Halldórsson benti á, að tilvalið myndi vera að reisá ■síldarverksmiðju við Elliðaár- vog. Því þar myndi vera hægt að láta verksmiðjuna fá gufu beint úr hinni nýju Elliðaár- stöð, og rafmagnið er þar nær- tækt. Borgarstjóri benti á þær upp lýsingar, sem Oscar Clausen sagnfræðingur flutti nýlega í útvarpið, um það, að síldargöng ur hafi verið miklar hjer í Fló- anum á síðustu öld. Svo líkur ættu að geta verið fyrir því, að framhald gæti orðið á þessum haustveiðum úr því þær, era byrjaðar. • Friðrik Óiafsson mintist á, að litlu máli skifti, hvaða menn yrðu tilnefndir til þess að und- irbúa málið, samanborið við það, að undirbúningnum yrði hraðað, svo að verksmiðja yrði komin upp næsta haust. Flutningskóstnaður á síldar- málinu til Siglufjarðar er 20 krónur, sagði hann. Vel er hugs anlegt, að hjer veiðist 500.000 mál. Ef flytja ætti þann afla til Siglufjayðar, yrði flutnings- kostnaðurinn éftir þessu 10 miljónir króna. % Vonir kommúnistans. I endalok umræðunnar um þetta mál, þakkaði Jóhann Haf stein fyrir þær góðu undirtekt- ir, er tillaga hans fjekk hjá bæj arfulltrúunum. En um það leyti sem atkvæðagreiðsla fór fram heyrðist út yfir fundarsalinn að bæjarfulltrúi kommúnista Stein þór Guðmundsson muldraði i barm sinn: „Það verður vonandi enginn ákafi í undirbúningnum“. Með þessum látlausu orðum, gerði þessi bæjarfulitrúi komm únista mjög glögga grein fyrir núverandi afstöðu flokksmanna qinna, til framfaramála þeirra, sem líkleg eru til að auka at- vinnu landsmanna og afkösf þjóðarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.