Morgunblaðið - 21.11.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.11.1947, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 21. nóv. 1947 jnwguttHðMb Útg.: H.f. Árvakur, Reykjfavík. Framkv stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórl: Valtýr Stoíánsson (ábyrg8arm.l Frjoítaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristíiusson, Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kx, 10,00 á mánuði innanland*. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Leabók. Fátækleg rök FYRIR nokkru var hjer bent á þá staðreynd í sambandi við auglýsingu Búnaðarbankans um lán til bænda úr byggingasjóði og ræktunarsjóði, að í étjórnartíð fyrrver- andi ríkisstjórnar hefði ekki gleymst að leggja grundvöll að fjölþættum umbótum á sviði íslensks landbúnaðar. Lánstofnanir landbúnaðarins, svo sem byggingasjóður og ræktunarsjóður hefðu verið efldar með stórfeldum fram- lögum úr ríkissjóði. Hjer var aðeins bent á staðreyndir. Þegar þessi stefna var upp tekin var Pjetur Magnússon ]andbúnaðarráðherra og fyrrgreindar ráðstafanir voru að meira og minna leyti gerðar fyrir hans forystu og undir hans umsjá. Það er áreiðanlega ekki of djúpt tekið í árinni að í tíð einskis annars landbúnaðarráðherra hafi jafn stórfelld spor verið stigin til eflingar íslenskum landbún- aði og í stjórnartíð Pjeturs Magnússonar Að þeim munu bændur og búalið búa um langan aldur. Á grundvelli þeirrar löggjafar, sem samþykkt var á því tímabili munu verða reist mörg myndarleg íbúðarhús og peningshús í sveitum landsins og í skjóli þeirra mun túnræktin aukast og hinn erfiði engjaheyskapur minka eða leggjast niður. En Tímalioið í Reykjavík er ekki ánægt. Það kann Pjetri Magnússyni enga þökk fyrir drengilegan stuðning við málefni bændastjettarinnar. Það hefur þvert á móti snúið öllu sínu ergelsi gegn honum og ber engum manni verr söguna en einmitt honum. Ástæðan er auðsjeð. Tímaliðið í Reykja.vík veit að bændur sjá mismuninn á hinni víðsýnu landbúnaðar- fctefnu Pjeturs Magnússonar og áhrifa hennar á íslenska búskaparhætti og karakúlstefnu Framsóknarflokksins. Það veit að bændur tóku rösklega og myndarlegan þátt í þeirri nýskopun atvinnuvegar síns, sem Pjetur Magnús- fcon hafði forystu um í fyrrverandi ríkisstjórn. Þessu vill Tímaliðið að bændur gleymi. En aðferðirnar til þess að láta þá gleyma því eru dálítið broslegar. Árið 1937 voru, segir Tíminn, framlög á fjárlögum til bygginga og landnáms í sveitum 430 þúsund krónur eða 2,9 af hundraði af rekstrargjöldum fjárlaga. Árið 1946 námu framlög til svipaðra framkvæmda 1,8 milj. krónum eða 1,4 af hundraði af rekstrargjöldum fjárlaga. Þarna sjáið þið, bændur góðir, hvernig Pjetur Magnús- son og Sjalfstæðisflokkurinn hafa fjeflett ykkur, segir Tíminn. Er þetta ekki ráðvandlega ályktað? Árið 1937 voru rekstrarútgjöld fjárlaga tæpar 15 milj. króna en árið 1946 127 miljónir króna. Vegna þess að framlög til bygginga og ræktunarfram- kvæmda í sveitum nema ekki sama hundraðshluta þegar . íjárlagaútgjöld eru 127 miljónir króna og þegar þau eru 15 miljónir króna hafa bændur orðið út undan. Þetta eru lök Tímans. En þetta eru fátækleg rök. Öll hlutföll í uppbyggingu fjárlaga hafa nefnilega gjörbreyst við verðbólguástand styrjaldaráranna og stórfelldir nýjir útgjaldaliðir verið teknir upp í þau. Má þar til nefna, sem dæmi, að á fjár- lögum þessa árs eru veittar 35 miljónir króna til dýrtíð- arráðstafana. Samanburður Tímans er því bæði tilraun -til blekkingar og hlægileg vitleysa. En það kynni að mega spyrja Tímaliðið einnar spurn- ingar í þessu sambandi. Fulltrúar þess eiga sæti í ríkis- stjórn, sem ber ábyrgð á fjárlögum þessa árs. Hvernig fctendur á því að framlög til bygginga og Iandnáms í sveitum eru samkvæmt þeim aðeins 2,8 af hundraði af rekstrarúígjöldunum, sem nú eru áætluð tæpar 200 milj. .eða nokkru lægri en þau voru 1937? Er það ef til vill , .vegna þess að ráðherrar Framsóknarflokksins í ríkis- f.fctjórninni haíi svikið bændur? Það er krossgáta, sem Tímamenn mega ápreyta sig við dð leysa á jólaföstunni. UR DAGLEGA LIFINU Öngþveiíi í lækna- og lyfjamálum. ER BREYTINGA þörf á læknamálum í þessum bæ? spyr P. Jak. í brjefi og bendir á ýmislegt í þessum málum, sem betur mætti fara. Það er nú svo, að hvað lækna og lyfjamálin snertir í þessum bæ og á þessu landi, er ýmsu ábótavant. Nokkrum sinnum hefir verið að því vikið í þess um dálkum, og dæmi nefnd, að óþolandi væri hve langt sum ir bæjarbúar eiga að sækja í lyfjabúð. En landlæknirinn og þeir aðrir, sem kunna að fara með heilbrigðismálin, skella við skollaeyrum og þykjast víst yfir það hafnir að hlusta á kvartanir fólksins. Landlæknir virðist ekki hafa áhyggjur af því, að lög um lyfjasölu eru sum frá sautján hundruð og súrkál, eins og sagt er. — En nóg um það að sinni. Hjer fer á eftir brjef P. Jak. um læknana. Og þótt þær hugmynd ir, sem fram í því koma þurfi ekki að vera þær einu rjettu, þá er þó tilraun gerð til að vekja til umhugsunar og um- ræðna um málið. Brjefið er á þessa leið: • Einn hjeraðslæknir á 50 þús. íbúa. „HJER í REYKJAVÍK er að- eins einn hjeraðslæknir. Þetta er mannmargt hjeraðslæknis- umdæmi. Yfir 50 þúsund íbúar. Meira en einn þriðji hluti allr- ar þjóðarinnar. Hjeraðslæknis- umdæmi þetta er nokkuð stórt. Nær það frá Grafarvog og suð ur að Elliðavatni. Þaðan vest- ur að Kópavogi og ræður sjór á alla aðra vegu. Væri ærinn starfi fyrir hjeraðslæknir að sinna veiku fólki í sínu um- dæmi og mætti hann eltki ein- hamur vera, ef hann ætti að rjetta öllum hjálparhönd, sem þess þörfnuðust. Þetta er nú heldur ekki svo. Eljer í Reykja víkur-hjeraðslæknisumdæmi er fjöldi starfandi lækna, hinir svokölluðu praxiserandi lækn- ar og er gott til þess að vita“. c Flestar lækninga- stofur í miðbænum. „HITT er svo annað mál hve heppilegt fyrirkomulag er á læknaskipun bæjarins. Hjer eru fjölmargir praxiserandi lækn- ar. Hafa þeir lækningastofur sínar velflestir í miðbænum eða sem næst miðbænum. Það er því ekki smávægis ómak, að bregða sjer á fund læknis síns innan úr Kleppsholti eða sunn an úr Kópavogi. Betra að sá sje ekki langt til grafar geng- inn. sem fara þarf slíka leið til að leita sjer meina bót. Það er heldur ekki smávægilegt ómak fyrir heimilislæknirinn að þurfa að leggja land undir fót inn í Kleppsholt, vestur á Seltjarriar nes eða suður í Kópavog til þess að vitja sjúkra“. • Margir læknar í sama húsi. „REYNSLAN er líka á þá leið, að hjer eru margir tugir starfandi lækna, sem þeysa dag langt á einkabílum sínum í sjúkravitjunum og hafa hvergi við eftirspurninni, enda ekki von, því svo mikill tími fer í ferðalögin. Enn er. eitt, sem ekki bætir úr skák. í útjaðri bæjarins eru tveir eða þrír veik ir í sama húsi. Þeir hafa sinn heimilislæknirinn hver. Verða því jafnmargir læknar að ó- rnaka sig í þetta afskekkta heimili eins og hinir veiku kunna að vera margir í hvert skipti. Reynslan mun vera sú, að oft getu.r tekið marga klukku tíma að geta náð í læknir hjer í bænum og það þó mikið liggi við“. Mörg læknis- umdænii. „VÆRI NU ekki ráðlegt að ráða bót á þessu fyrirkomu- lagi. Skifta nú Reykjavíkur- umdærninu í mörg hjeraðslækn isumdæmi, t. d. tuttugu um- dæmi, og skylda hvern læknir þess til að sitja í því og hafa þar lækningastofu. Mundi slík breyting verða til stórra bóta öllum aðilum. Mundi þá lækn- irinn verða fljótur til aðkomu, ef umbeðið væri og þurfa lít- inn tíma til ferðar á staðinn. Þetta skilst mjer að sje það, sem koma sk-al, að Reykjavík verði skift í fjölmörg hjeraðs- læknisumdæmi“. • Útvarpskórinn. Snúlli skrifar: „EKKI er jeg neitt sjerlega hrifinn af kórum, en þeir munu líka vera í miklum meirihluta, sem hrifnir eru af kórsöng. Hinsvegar get jeg ekki gert annað en að lýsa undrun minni yfir því, að við hinn nýja Út- varpskór, sem nú er verið að koma á laggirnar, skuli hafa verið valinn útlendingur til að stjórna honum. Eflaust er mað ur þesi vel fær í söng og tón- list, enda hefur hann skrifað um þau mál í Morgunblaðið. En hvernig er það, var aldrei leitað til hjerlendra söngstjóra um að hafa stjórn þessa kórs á höndum? Eflaust gæti Út- varpsráð upplýst það mál“. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . -------[ EflirG.J.Á. !------------—------------ -> Eítf erfiðasfa verk veraldar Philip Mountbatten hef ur tekið að sjer erfitt hlut- verk, eins og Albert. íyrir- rennari hans, komst að raun um. ELIZABETH Englandsprins essa, hertogafrú af Edinborg, og Philip Mountbátten, her- togi af Edinborg, jarl af Morio- neth og greifi af Greenwich, hafa verið gift í 24 klukkustund ir. Þau eru komin frá London og glysinu og glaumnum þar, og þau eru byrjuð hveitibrauðs dagana. — Og þessir dagar verða sjálfsagt þeir friðeæl- ustu, sem þau eiga eftir að lifa um æfina. • • Erfitt verk. Það er erfitt verk að vera Englandsprinsessa og ríkiserf- ingi, og það er erfitt starf og vandasamt að vera „eiginmað- ur drottningarinnar væntan- legu“. Philip fyrverandi Grikkja- T>rins er annar maðurinn sem tekst þennan vanda á hendur 1 Bretlandi. Albert prins, maður Victoríu drottningar, var sá fyrsti, og hann varð 42 ára gamall, og sagt er að hann hafi verið orðinn dauðleiður á líf— inu, þegar hann ljest. • • Drottingin ræður. „Eiginmaður drottningarinn ar“ á sem sje ákaflega erfitt með að verða nokkuð annað en — eiginmaður drottningarinn- ar. Það er hún, sem fer með völdin. Það er hún, ásamt bresku stjórninni, sem ákveð- ur það, hvaða stöðu eiginmað- ur hennar kemur til með að skipa. Hún getur gert hann svo til áhrifalausan með öllu, en hún ffetur líka, ef hún kærir sig Svona leit Elizabeth út. þegar hún, samkvæmt ósk föður síns, tók sæti í ríkisráði í fjarveru hans. um, komið hlutunum þannig fyrir, að maður sinn fái nokkra valdaafstöðu í þeim málum, sem samkvæmt venju,- heyra að nokkru leyti undir krúnuna. • • Victoría og Albert. „Life“ bendir nýlega á það í grein um Elizabeth og Mount batten, að aðstaða hans verði að líkindum ekki alveg eins erfið og Alberts, eiginmanns Victoríu. Fyrst er auðvitað það, að Elizabeth prinsessa hefur enn ekki tekið við stjórnartaum unum og langur tími kann að líða, þar til það verður. Svo ör það einnig,_að veldi krúnunn- ar er nú ekki jafn mikið og á dögum Victoríu. — Það er því færra, sem Philip þarf að gremj ast yfir að fá ekki að gera. en var með Albert fyrirrennara hans. • • Vinsæll prins. Albert hafðj annars náð tölu verðum vinsældum í Bretlandi, er hann fjell frá. Victoría var úðustu árin farin að „slaka tölu vert til“- við hann, og enginn vafi er á því, segja sagnfræð- ingarnir, að hún unni honum mjög. En hversu eftirsóknar- vert honum þótti það, að verða eiginmaður Englandsdrottning- ar., má marka af brjefi því, sem hann ritaði bróður sínum í ( P'ramhald á blS. 12)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.