Morgunblaðið - 23.11.1947, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 23.11.1947, Qupperneq 1
 34. árgangur 269. tl)l. — Sunnutlagur 23. nóvember 1947 ísafoldarprentsmiðja h.f. Kjarnorkustyrjöld getur þurkuð út munnkynið ■«> Kvikmyndaleikarar yfirheyrðir í Washington Eða komið menningunni á svipað stig og fyrir þúsund árum « Afnám styrjalda eina leiðin, segir amerískur vísindamaður Fyrir nokkrum dögum kom frægur vísindamaður til Hafnar, Harald C. Urey. Hann ér meðal þeirra manna, sSn fremstir standa á sviði kjarnorkurannsókna. Hann var sá, sem fann hið svonefnda „þunga vatn“. Fyrir þá stórmerkilegu uppgötvun fekk hann Nobelsverðlaun. Er blaðamenn í Höfn hittu hann að máli, lögðu þeir fyrir hann ýmsar spurningar, viðvíkjandi sjerfræðigrein hans. En vísindamaðurinn leysti úr þeim, svo mikla eftirtekt vakti. Eins og kunnugt er af frjettum hefir nokkrum kvikmyndaleikurum frá Hollywood verið stefnt til Washington til að bera vitni fyrir þingnefndinni, sem á að rannsaka „óameríska starfsemi“. Alls voru 79 „stjörnur“ látnar bcra vitni um framkomu kommúnista í Hollyvvood og tilraunir þéirra til að slæða kommúnistaáróðri inn í kvikmyndir. Eitt af fyrstu vitnunum var Kobert Montgomery og taldi hann að kommúnistar reyndu eftir mætti að koma áróðri inn í kvik- myndirnar. Þegar Montgomery yfirgaf þinghúsið varð hann að fá lögregluvernd því aðdáend- ur hans, aðallega kvenfólk þyrptist að honum eins og sjest hjer á myndinni. • 4 03,39% útsvara hafa verið innheimt undanfarin ár Heídur Iregari innheimla í ár INNHEIMTA útsvara hjér í bænum hefir gengið sjerstaklega vel undanfarin ár og það svo, að árin' 1942—1946 að báðum árum meðtöldum hafa frá 91,32 upp í 94,81% allra útsvara verið greidd. í skýrslu frá borgarstjóra er’þess hinsvegar getið, að á þessu ári hafi mnheimtan gengið tregar, en undanfarin ár, þar sem að um síðustu mánaðarmót var aðeins búið að innheimta 67,58% útsvaranna á móti .70,53% á sama tíma í fyrra og 79,65% á sama tíma 1944. <a----:----------------- Veröur að hcrða á innheimtunni. Þá segir ennfremur í skýrslp borgarstjóra um innheimtu út- svaranna á þessu ári: „Um mánaðarmót sept.—okt. var hlutfallstalan alveg sú sama og árið 1946, svo að segja má, að nú í okt; hafi innheimtan dregist aftur úr, svo að veru- lega muni. Það sem af er nóv., hefir hinsvegar innheimst dá- lítið meira hlutfallslega, nú en í fyrra, en eigi að síður telja þeir, sem með innheimtumálin fara, að fylgja verði eftir inn- heimtuaðgerðum með tölu- verðri harðneskju, ef heildar- ái'angur ársins á ekki að verða lakari en að undanförnu.“ Innheimtar útsvarseftir- stöðvrar. Utsvarsálagning hefir að jafnaði farið lítið fram úr á- ætlun, sem bæjarstjórn hefir gert á hverju ári, en þó að jafn- aði rúmlega eina miljón krónur. á ári, eða alls á árunum 1942— 1946 7,9 miljón kr. Á árunum 1943—1946 hafa afskrifitr numið 1,8 miljón kr. en af útsvarseftirstöðvum hafa verið innheimtar á þessum sömu árum3,3 milj. kr. KOMMÚNISTAR RÓM: — Tilraunir DeGasperis um að mynda stjórn á breiðari grundvelli haida áfram. V.R. ræðir um mat- málslíma AÐALFUNDUR afgreiðslu- mannadeildar V.R. var haldinn nýlega. Formaður fjelagsins var kosinn Björgúlfur Sigurðsson, en meðstjórnendur Sigurður H. Ólafsson, BöðVar Pjetursson og Guðm. Gamalíelsson. Á fundinum var gerð eftir- farandi ályktun varðandi breyt- ingu á matmálstíma: Aðalfundur A. V. R. haldinn 17. nóv. 1947, vill taka fram eftirfarandi, vegna framkom- inna óska um breytingu á matar tíma. 1. Til þess að slík breyting geti komið til mála þarf að sam- ræma opnunartíma sölubúða þannig að hvergi sje opnað fyrr en kl. 9 og þá lokað kl. 5 ef úr breytingunni verður. Matartími verði þá % klst. á dag. 2. Fundurinn lítur svo á, að allsherjar atkvæðagreiðsla inn- an fjelagsins nái ekki tilgangi sínum vegna mismunandi vinnu skilyrða hinna ýmsu meðlima fjelagsins, álítur fundurinn því rjettara að fram fari atkvæða- greiðsla innan hverrar sjerdeild- ar. Umræður um þá framkomnu ósk um breytingu á matartíma, urðu mjög fjörugar og virtust fundarmenn yfirleitt mjög and- vígir slíkri breytingu. Kjarnorkan til gagns? Prófessor Urey sagði m. a. að á næstu 10 árum myndi það koma í ljós, hvort hægt væri að beisla kjarnorkuna, svo að hún yrði notuð. í hinu praktiska lífi. Það er með kjarnorkuna eins og aðrar miklar uppgötvanir, r.agði hann; svo sem flugið, gufuvjel- ina og rafmagnið, að nokkur tími verður að líða, frá því upp götvanirnar eru gerðar, þangað til það kemur í ljós, að hversu miklu gagn þær geta orðið. Hjer verður um það að ræða, hvort kjarnörkan getur keppt við aðrar orkulindir manna. En það er mjer aukaatriði, hjelt hann áfram, hvort kjarn- orkan getur komið mannkyn- inu að notum, eftir skemri eða lengri tíma. Aðalatriðið er það, að kjarnorkusprengjan verði aldrei oftar notuð í hernaði. — Komi það fyrir, er engin á- stæða til að kæra sig um mál- efni friðarins stundinni lengur. Því svo gereyðandi getur kjarn orkustyrjöldin orðið. Kjarhorku rannsóknir hafa gefið mannkyningu mikla og merkilega þekkingu, sem getur komið að miklum notum, ef mannkynið lifir það, að geta notfært sjer hana. Getur útrýmt öllu lífi. I fyrstu heimsstyrjöldinni voru skemdirnar af völdum ófriðar- ins miklar, bæði í Frakklandi og í Belgíu. En ekki meiri en svo, að hægt var að lagfæra þær. Eftir aðra heimsstyrjöld- ina eru svæði í Þýskalandi, Englandi og Japan, sem eru svo eydd, að það mun taka öld að endurreisa þau. Mannkynið hefir komist upp á að reka vjel- ræna styrjöld. Ef þriðja eyðileggingin ætti sjer stað, þá yrði eyðileggingin af hennar völdum ótrúlega margsinnis meiri, en hún var í síðustu styrjöld. Jeg er kjarnorkurannsóknun um svo kunnur, og verksmiðj- unum sem starfræktar eru vestra, til framleiðslu þeirra, að jeg get gert mjer þetta í hug arlund. Mannkynið hefir aðeins unt eina leið að velja. Að forðast styrjöld. í hinni svo nefndu Einstein- nefnd, höfum við reynt að gera mönnum þetta skiljanlegt: Fimm staðreyndir: Tjónið af kjarnorkusprengj- um er ófyrirsjáanlegt. Hægt er að framleiða mikið af kjarnorkusprengjum, og það fyrir tiltölulega lítið fje, þetta tvær miljónir dollara sprengj- una. Engin vörn er til, gegn kjarn- orkusprengjum, og mun tæp- lega nokkuð slíkt finnast. Allar þjóðir geta lært að ge’ra kjarnorkusprengju. Hægt verður að gera stærri og áhrifameiri kjarnorku- sprengjur en þegar hafa verið gerðar. Að þess uathuguðu höfum við reynt að gera mönnum skilj- anlegt, að mannkynið verður að koma upp einskonar alheims- stjórn og skapa með því öryggi, svo styrjaldir komi ekki til greina. Takist þetta ekki, get jeg ekki sjeð, að hin svo nefnda menning okkar eigi sjer neina framtíð. Það kann að vera áð einhverjar mannhræður lifi þriðju heimsstyrjöldina af. En mikil svæði jarðarinnar irmnu Framh. af bls. 9

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.