Morgunblaðið - 23.11.1947, Side 2

Morgunblaðið - 23.11.1947, Side 2
2 MORGUTSBLAÐIÐ Sunnudagur 23. nóv. 1947! P. V G. Kolka : JMÍnningarrit aldarafmælis Prestafjelagsins eftir sr. Benjamín Kíristjánsson Aldarsaga með ágöllum FÁÍR muriu neita þvi nú á tím- tmi, ef frá eru teknir ofstækis- ■rnenn með vagl á báðum augum, að kristin kirkja hafi um alda- ♦aðir verið helsti frömuður og verndari vestrænnar menningar. Á jeg þar ekki eingöngu við þau göfgandi áhrif, sem kenning Krists hefur haft á hugi manna, heldur og söguleg áhrif hins ytra umbúnaðar við sjálfa guðs- þjónustugerðina. Kaþólksa kirkj an, voldug og auðug. hefur allt aí lagt mikið upp úr viðhöfn við framkvæmd helgisiða sinna. — Bygging glæstra dómkirkna leiddi til merkilegrar verkmenn- ingar, en myndhöggvarar, mál- arar, tónsnillingar og skáld fengu bæði tækifæri og mögu- leika til að starfa að list sinni í skjóli kirkjunnar. Einnig urðu þeir, sem helgisiðina fram- kvæmdu, að læra svo til verka sinna, að guðsþjónustan gæti fram farið með viðeigandi hátíð- leik. Því risu upp sjerstakir prestaskólar^njög snemma á öld um x sambandi við biskupsstól- ana. Brátt tóku menn að leggja stund á aðrar fræðigreinar á þessum menntasetrum. Guð- . fræðin varð móðir annara há- skólafræðigreina. Þannig varð fyrsti háskóli Evrópu til í sam- bandí við erkibiskupsstólinn í Salerno og var hann orðinn frægur fyrir læknisfræðiiðkanir .sínar þegar á 9. öld. Áhrif hans bárust alla leið til íslands, sem sjá má af sögu Hrafns Svein- bjarnarsonar, frægasta læknis JNioi’ðurlanda frá miðöldum. — Undirstaðan að fiestum sjer- gieinum læknisfræðinnar var lögð við ýmsa aðra kaþólska há- skóla á næstu 6—7 öldum og er það því mesta staðleysa, að kxrkjan sem slík hafi yfirleitt staðið í vegi fyrir framförum í læknisfræði. Forgöngumenn hins lútherska siðar lögðu mestu áherslu á það, að Guðs orð væri prjedikað rjett og hreint og laust við alla páp- iksa villu. Lútherski rjetttrún- aðurinn krafðist þvi einnig skólahalds til undirbúnings und- ír prestsstarfið\og þeirri kirkju- legu nauðsyn eigum við íslend- íngar það að þakka, að allt skólahald lagðist ekki niður hjer 6 íandi við siðaskiptin. Kennsla fxrestlinga hefur þvx í nærfelt þúsund ár verið veigamikill þáttur í menningarlífi þjóðar- Innar. Með stofnun Prestaskólans 1847 var stigið stórt spor og xmerkilegt og það á tvennan hátt. Menntun presta var aukin, en þeir voru úti um allar sveitir leiðtogar fólksins í andlegum efnum og oft einnig í veraldleg- um efnum. Til þeirra gátu nám- fúsir unglingar helst flúið til þess að leita ájer fræðslu og margur íslenskur sveitadrengur » prestinum sínum það að þakka, að hann fekk að leggja út á m enhtabrautina. Prestast jettin ísJehska hefur Iíka jafnan haft á a'ð skipa mörgum ágætis- möhhum, þótt stundum hafi þar fundist misjafn sauður í mörgu fje. Prestaskólinn varð einnig fyrsti vísirinn að íslenskum há- skóla, enda vakti það fyrir ýms- um þeirra, er börðust fyrir stofn un hans. Hjer fór því sem víðar, að í kjölfar guðfræðinnar sigldi ástundun annara vísindaiðkana. •h Það verður að teljast maklegt og vel við eigandi, að Prestaf je- lag íslands og guðfræðideild Há- skólans minntúst stofnunar Prestaskólans með myndarlegu minningarriti á 100 ára afmæli hans. Það er nú útkomið í 2 bind um með fjölda mynda og kosta bæði bindin ekki nema 100 kr. Síra Benjamín Kristjánsson hef- ur ritað fyrra bindið, sem er saga Prestaskólans Og Guðfræði deildar, en síra Björn Magnús- son, doc.ent, hið síðara og er það guðfræðingatal. Þess y&r orðin þörf, því að bæði voru áður til nákvæmar Sýslumannaæfir og yfirlitsritið Læknar á íslandi, sem nýlega var gefið út af Sögu- fjelaginu og heilbrigðisstjórn- inni í sameiningu. Jeg hef engin skilyrði til að benda á skekkjur í þessu guðfræðingatali dócents- ins, ef nokkrar eru, en mjer finnst það nokkur galli, að ekki er látin fylgja starfskrá eftir stöðum, svo sem gert er í Lækn- ar á íslandi, en aftur á móti hef- ur það þann kost fram yfir, að börn guðfræðinganna eru talin, þótt helst til of lauslega sje. Að öllu samanlögðu er stór fengur að þessu nýja guðfræðingatali, sem hlýtur að hafa kostað mjög mikla vinnu ög rannsóknir, enda á höfundurinn miklar þakk ir skilið fyrir það. Saga Prestaskólans og Guð- fræðideildar eftir síra Benjamín er að sjálfsögðu með alt öðru sniði, en vel rituð og lipurlega, eins og vænta mátti af jafn ágæt lega ritfærum manni og höfund- inum. En þrátt fyrir þann mikla fróðleik, sem þetta bindi hefur að geyma, tel jeg það gallað sem afmælisrit gefið út við hátíðlegt tækifæri og að nokkru á vegum vísindalegrar stofnunar, sjálfs Háskóla íslands. Höfundurinn tók á sínum tíma talsverðan þátt í því trúmálaþrasi, sem átti sjer stað innan íslensku kirkjunnar í ungdæmi okkar og nokkuð lif- ir eftir af enn. Hann virðist ekki hafa vaxið svo að víðsýni með hækkandi aldri, að hann geti skrifað um þessi mál nokkurn- veginn hlutlaust en til þess verð- ur að ætlast í riti, sem er gefið út með styrk úr Sáttmálasjóði og á því að gæta vísindalegrar óhlutdrægni. Þar að auki kennir á stöku stað hjá honum nokkurs spjátrungsháttar, sem gaman getur verið að í blaðagrein, en er illa viðeigandi í afmælisriti, tengdu jafn virðulegri stofnun og Háskóla íslands. Mun jeg koma að því síðar. Áratugirnir beggja megin síð ustu aldamóta voru byltinga- tími og baráttuskeið í trúmál- um. Þær uppgötvanir í líffræði, sem gerðar voru af Lamarck og Darwin, höfðu raskað mjög skoð unum manna á lífinu og tilver- unni. Efnishyggjan fór eins og logi yfir akur um hinn mentaða heim, en hún er í því fólgin að draga. í efa eða afneita með öllu hverju því, sem ekki verður veg- ið með mælitækjum eðlisfræð- inga og líffræðinga. Frægustu brautryðjendur þessarar stefnu voru prófessorarnir Huxley í Englandi og Háckel í Þýska- landi. Hvorugur ljet eftir sig merkar vísindalegar uppgötvan- ir, en báðir voru herskáir og snjallir áróðursmenn, ákveðnir andstæðingar kirkju og kristin- dóms og höfðu geysimikil áhrif. Margir töldu þá daga kirkjunn- ar talda og spáðu því, að innan skamms yrði síðasti konungur- inn hengdur í görnum þess síð- asta prests. Guðfræðingar um víða veröld snjerust við þessum nýju við- horfum á næsta mismunandi hátt. Sumir vildu í engu hvika frá sjónarmiðum liðinna tíma og einangruðu sin því frá frjófg- andi áhrifum hinna nýju vís- inda. Aðrir gengu efahyggj- unni eða jafnvel efnishyggjunni á hönd að meira eða minna leyti, hugðust að kaupa kirkjunni líf með því að afsala sjer smám- saman trúnni á flest hið yfir- skilvitlega í kenningum hennar, án þess þó' að vera sjálfum sjer það samkvæmir að hafna trúnni á það, sem er yfirskilvit- legast af öllu og lind allra leynd ardóma, en það er sjálfur Guð. Fyrri stefnan, hinn blákaldi rjetttrúnaður, kom sjer út úr húsi hjá vísindunum, en síðari stefnan reyndi að tryggja sjer þar heimilisrjett sem hornkerl- ing og niðursetningur. Þessi stefna var einkum uppi meðal þýskra guðfræðinga og hefur stundum og það rjettilega verið kölluð aldamótaguðfræðin þýska Síra Benjamín, sem virðist vera eindreginn andstæðingur kirkju- legra játninga, dregur mjög taum þessarar guðfræðistefnu og virðist ekki vilja vita af, að til sje þriðja stefnan, sú sem metur arfhelgi kristinna játn- inga, en túlkar þær á táknrænni hátt en áður og ekki eins bók- staflega. Mjer virðist þó fyrir mitt leyti að einmitt þessi stefna ráði mestu innan flestra kirkju- deilda nú á tímum og bæði sá 17. aldar rjetttrúnaður, sem höf. getur um, og aldamótaguð- fræðin þýska sjeu nú að mestu geymd í ruslakistunni. Þessi játn ingastefna í víðsýnni mynd hef- ur minkað bilið milli kirkjudeild annan innbyrðis og fært þær nær kaþólsku móðurkirkjunni, sem altaf hefur lagt mikið upp úr aríheiginni og jafnan skiiið gildi þess táknræna fyrir trúar- líf og tilfinningalíf mannanna. ★ Rannsóknarandi sá, sem nýj- ar uppgötvanir í náttúruvísind- um leysti úr læðingi, náði m. a. til bókmentafræðinnar og skap- aði þar ný viðhorf. Þýskir pró- fessorar, sem mafgir hverjir eru öðrum mönnum lúsiðnari og and lausari, tóku að rannsaka forn- ar ritningar, ekki aðeins Gyð- inga, heidur og Grikkja og ís- lendinga. Upp úr þeim rannsókn um spratt auðvitað ýmislegt gott og nýtilegt, en brátt lenti þó þessi rýnistefna inn á villi- götur. — Náttúrufræðingarnir gátu notað nákvæma vog og lög gilda stiku til mælinga sinna, en ritrýnendurnir urðu oftast nær að feta sig áfram gegnum myrk- viðri liðinna alda og mæla allar fjarlægðir í skrefum, sem voru eins mislöng og mennirnir voru margir. Ritrýnin var um síðustu aldamót orðin mest í því fólgin að búta fornritin sundur í kafla, sem eignaðir voru ólíkum og oft- ast óþektum höfundum á mis- munandi tímum. Alt var þetta mótað af subjectivu áliti hvers einstaks. ritrýnanda og átti því lítið skylt við vísindi, eins og það orð er skilið af þeim, sem rannsaka náttúruna. Þessi rit- rýnistefna leit svo á, að heil- steypt listaverk, eins og t. d. Njálssaga, væri til orðin á lík- an hátt og tuskuteppi, sett sam- an úr eintómum skæklum. —- Henni sást yfir það, að snildin hefur altaf verið einstaklings- eign og ekkert stórfenglegt lista verk hefur verið skapað af hluta f jelagi. Mjer skilst, að þessi and lausa fræðastefna eigi litlu dá- læti að fagna meðal þeirra, sem nú fást við íslenskar fornbók- mentir, þótt hún sje ef til vill ekki útdauð hjá einstaka guð- fræðingi> ★ Aldamótaguðfræðin þýska var barn síns tíma, smituð af efnis- hyggju, að því er játningar snerti, og var því dumb gagn- vart þeim, sem leituðu svars við trúfræðilegum ráðgátum. Þessi spekingslega þögn hennar átti að vera vísindaleg, en var það ekki, því að vísindin leitast við að gefa mönnum svar við ráð- gátum og nota oft til þess fræði- legar, en ósannanlegar kenning- ar sem working hypothesis eða skýringargrundvöll. Hið sama gerir kaþólska kirkjan, sem við- urkennir hreinskilnislega, að márgt í trúfræðikerfi hennar sje ekki dogma eða óskeikull sann- leiki, heldur aðeins starfhæf kenning, reist á grundvelli arf- helginnar. Hin andlausa alda- mótaguðfræði sýndi loks óbyrju hátt sinn í því að skoða skyn- semina sem mælisnúru trúarinn- ar, skiljandi ekki það, að hvorki trúárlíf mannanna nje ástalíf þeirra hlítir lögum kaldrar skyn semi. Það er eitthvað bogið viði kirtlastarfsemi þess einstaklings sem þekkir ekki og viðurkennir* ekki annað en skynsamlegt ásta- líf, og sá guðfræðingur er varla á marga íiska, sem metur trúar- lífið eftir sömu lögum. ★ Það var ekki nema eðlilegt, að fyrstu guðfræðiprófessorarnir við Háskóla íslands yrðu fyrir nokkrum áhrifum af þýsku alda mótaguðfræðinni, sem þá var í blóma, en þeir voru of miklir andans menn til að fylgja henni út í æsar, einkum Haraldur Níelsson, sem hændi ýmsa unga og vel gefna menn að guðfræði- námi með hinni jákvæðu af- stöðu sinni til þess yfirskilvit- lega og lífsins eftir dauðann. Á þeim árum sló oft í sennu milli háskólaguðfræðinganna og á- hangenda játningarstefnunnar og virðast þeir árekstrar hafa haft heldur óholl áhrif á suma guðfræðingana, gert þá sjálf- byrgingslega og umbux-ðarlitla gagnvart þeim, sem höfðu á- ltveðnari trúarskoðanir. Þessa gætir allvíða í Prestaskólasögu síra Benjamíns og rýrir gildi bókarinnar. Hann talar með á- líka lítilsvirðingu um heimatrú- boðið danska og þeir Hafnar- stúdentar, sem voru uppbelgdir af kenningum Brandesar um síðustu aldamót. Hann ber jafn- vel varmensku a fulltrúa játn- ingastefnanna hjer.á landi og getur þess oftar en einu sinni, að þeir hafi borið prófessor Har ald Nielsson rógi við Biblíufje- lagið enska og sagt hann falsa bitílíuþýðingu sína vísvitandi. Hann gerir á heldur galgopa- legan hátt gys að þeirri helgi, sem jólaguðspjallið hefur í hug- um landa vorra vestan hafs. — Hann segir, að almenningur hafi skoðað það vera til skammar fyrir Iláskóla íslands, að próf- essor Hallesby frá Osló var leyft að flytja þar fyrirlestra, en hann er mikilsmetinn kirkjuleið togi og prestaskólastjóri í heima landi sínu. Miklir menn erum við, Hrólfur minn! Síra. Friðrik Friðriksson, dr. theol., getur þess í minningum frá Ameríkudvöl sinni, að í Minnesota hafi verið 3 mismun- andi söfnuðir, sem studdu hver- ir aðra í því að koma sjer upp kirkjum. Þannig lögðu ýmsir Jútherskir menn fram ókeypis vinnu við byggingu kaþólsku kirkjunnar þar. Þetta gæti verið til fyrirmyndar fyrir frjálslynda guðfræðinga hjer á landi því sð ýmsum þeirra virðist vera meira uppsigað við þá, sem hafa aðrar trúarskoðanir, heldur en hina, sem afneita allri trú. Frjálslyndi er auðvitað ekki undir því kom- ið, hverju menn trúa eða trúa ekki, heldur því, hversu menn skilja og meta skoðanir annara. Á þetta bæði við um trúmál og stjórnmál, þar sem ákveðnir flokkar flagga með frjálslyndi sínu, en virða þó lítt heiðarlegar skoðani’r annara. — Mormónar Framh. á bls. 4 <

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.